Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

James Randi í kvöld

Við minnum á að fyrirlestur James Randi er í kvöld.

  • Staður: Háskólatorg, salur 105
  • Tími: 20-21
  • Aðgangseyrir: Eitt þúsund krónur greiðist við inngang. Ekki er tekið við greiðslukortum en hraðbanki er á svæðinu.
Ritstjórn 24.06.2010
Flokkað undir: ( Tilkynning )

Viðbrögð


Búi Bjarmar - 24/06/10 17:16 #

Er ekki einhver afsláttur fyrir launalausa stúdenta:)


Hafsteinn - 24/06/10 19:36 #

Vel gert. Segja að það kosti inn rétt fyrir fyrirlesturinn.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 24/06/10 20:38 #

Það kom fram hér í fyrradag að það myndi kosta 1000 krónur á fyrirlesturinn. Einnig hefur það komið fram á Facebook og alltaf verið ljóst að eitthvað myndi kosta inn.

Það er náttúrulega nokkur kostnaður í kringum þetta. Þúsund krónur verður að teljast frekar hóflegt gjald, kostar ekki 1100 krónur í bíó í dag?


Hreinzi - 24/06/10 21:04 #

Það var mjög leiðinlegt að hafa ekki komist út af því salurin var fullur af fólki, það stóðu frekkar margir fyrir utan til þess að koma


Haukur - 24/06/10 22:09 #

Það var gaman að sjá kallinn en óheppilegt að atburður fari svona langt yfir auglýstan tíma. Þegar klukkan var 21:45 og engin merki um að fyrirlestrinum væri að ljúka neyddist ég til að fara og það er óskemmtilegt að þröngva sér út úr troðfullum sal.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 25/06/10 00:21 #

Við þökkum þeim sem komu og biðjum þá velvirðingar sem komust ekki að vegna þess að stofan var orðin smekkfull.

Það kom okkur í opna skjöldu, og dálítil vandræði, að Randi talaði svona lengi. Hann hefur ekki lagt slíkt í vana sinn en aðstoðarmaður hans sagði að líklega hefði Randi verið svona vel fyrir kallaður.

Randi segist heillaður af landi og þjóð og hefur gefið fyrirheit um að koma aftur.

Ég held hins vegar að flestir áheyrendur hafi verið hæstánægðir með að fá nær tvöfaldan skammt af Randi. Vona það a.m.k.


Helgi Briem (meðlimur í Vantrú) - 25/06/10 08:31 #

Ég var ekki svikinn og hefði alveg viljað heyra hann tala lengur.

Miðað við hópinn sem safnaðist kringum hann fyrir utan á eftir í kvöldblíðunni var sama um fleiri.

Verst að salurinn var ekki nógu stór en auðvitað var ekki hægt að reikna fjöldann fyrirfram.

Ég þakka Vantrú og Siðmennt fyrir mig.


Bragi - 25/06/10 08:45 #

Virkilega skemmtilegur fyrirlestur hjá kallinum og bara gaman að fá þennann aukatíma hjá honum.

Takk fyrir mig.


Innkaup - 25/06/10 10:48 #

Fór að sjá þennan fyrirlestur.....Og annað eins rugl hef ekki farið á í langan tíma......Díses


Kristinn (meðlimur í Vantrú) - 25/06/10 11:03 #

Fór að sjá þennan fyrirlestur.....Og annað eins rugl hef ekki farið á í langan tíma......Díses

Rétt, trúarbrögð og smáskammtalækningar eru einmitt ótrúlegt rugl og það var umfjllunarefni kvöldins.

Það var því alveg ljóst að þú myndir heyra "rugl" og það gerðir þú :)


Arnaldur - 25/06/10 11:06 #

Var fyrirlesturinn tekinn upp? ...væri gaman ad sjå hann ef møgulegt

@ innkaup: midad vid fyrri skrif thin, thå er eg ekki hissa å thvi ad thu skiljir nokkud yfir høfud...


Arnar - 25/06/10 11:17 #

Frábært framtak og fyrirtaks fyrirlestur, kallinn var alveg bráðskemmtilegur. Talaði svo mikið að það var ekki tími fyrir spurningar. Oft er maður farinn að geispa eftir klst. fyrirlestur en hefði alveg verið til í að sitja lengur þarna og hlusta á Randi.

Vona að Vantrú og/eða Siðmennt eigi eftir að fá en fleirri svona snillinga til landsins (ps. PZ Myers er í Köben núna ;) ).

@Arnaldur, sýndist Svanur hjá Siðmennt hafa tekið herlegheitin upp.


oddur - 25/06/10 12:37 #

Þetta var frábært kvöld og virkilega skemmtilegt að hlusta á hann. Ég sakna að vísu að hann sleppti eld dansinum. Fyrir mér er Randi góð fyrirmynd og útskýrði virkilega vel hvers vegna það þarf að takast á við hindurvitnin og ruglið sem viðgengst í þjóðfélaginu.

Það var síðan dálitið fyndið að aka heim og hlusta á útvarp sögu þar sem einhver talnaspekingurinn var að segja einhverri konu greyinu að hún væri fimma og hefði því tvöfalda orku í ár :-)


Sigurður Einarsson - 25/06/10 15:45 #

Þetta var fínn fyrirlestur hjá kallinum og mesta furða hve hress hann er eftir hjartaáföll og ristilkrabbameinsmeðferð. Maður var farinn að þreytast við alla stöðuna en þótt maður léti sig hafa það. Gaman að svo margir hafa áhuga á rökhugsun og skynsemi. Óhætt að panta stærri sal næst þegar svona stórt nafn er á ferðinni. Sumt hafði maður séð á Youtube en samt var þetta áhugavert og kallinn með húmor í lagi. Tek undir með Oddi að það var kostulegt að hjóla heim með talnaspekinginn í eyrunum á útvarpi Sögu. "Það var einhver kona með nafn sem byrjar á H sem segir að þín mál verði í góðu lagi í framtíðinni og þú skalt ekki hafa áhyggur." Eins og Randi sagði er sumum ekki við bjargandi.


Gunnar Friðrik - 25/06/10 23:42 #

Virkilega góður fyrirlestur hjá James. Náði að taka í höndina á honum og þakka fyrir. Enda mættu margir fleiri taka hann sér til fyrirmyndar :)


Davíð Ágústss - 26/06/10 01:46 #

Þetta var alveg hreint frábær fyrirlestur hjá honum og ótrúlega gaman að fá hann til landsins. Það er samt rétt að það hefði verið betra að fá stærri sal, sjálfur sat ég á gólfinu en ég er bara feginn að að hafa komist inn. Það hefði líklega verið hægt að fylla þennan sal tvisvar ef ekki þrisvar. James hefur haft mikil áhrif á mig og því afskaplega gaman að hitta hann í persónu. Ég þakka fyrir mig.

En hvenær er svo von á Richard Dawkins til landsins? ;)


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 26/06/10 12:05 #

Kærar þakkir fyrir góð viðbrögð.

Það er opnuviðtal við Randi í sunnudagsmogganum í dag (bls. 18 og 19).

Randi kom líka fram í útvarpinu á Harmageddon (byrjar 01:23:25) og Síðdegisútvarpinu á Rás 2.

Það var sérlega ánægjulegt að sá Baldur Brjánsson í salnum (ásamt fleiri töframönnum). Á fyrirlestrinum sýndi Randi "uppskurð" eins og fólk leitaði mikið í á Filippseyjum. Baldur var þó nokkrum árum á undan Randi sjálfum hér í sjónvarpinu eins og sjá má hér.


Arnar Pálsson - 29/06/10 11:29 #

Maður má ekki bregða sér í sumarbústað í viku og þið flytjið inn Amazing Randi! Ég er illilega svekktur að hafa misst af þessu, og reyndar fyrirlestri Daniels Dennet líka. Til hamingju með framtakið Vantrú, haldið áfram á þesari braut.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.