Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Framtíđin

mr.is.jpg

Erfitt er ađ spá, sérstaklega um framtíđina. En ef marka má ályktanir ungliđahreyfinga stjórnmálaflokkanna er framtíđ ríkiskirkjunnar ljós. Í Menntaskólanum í Reykjavík er líka málfundafélag, sem heitir Framtíđin, og nýveriđ sendi ţađ frá sér eftirfarandi ályktun:

Međlimir Framtíđarinnar álíta ţađ tímaskekkju ađ rekin sé íslensk ríkiskirkja á 21. öldinni. Trú er einkamál sem hiđ opinbera á ekki ađ skipta sér af; stjórnmál og trú eiga einfaldlega ekki heima undir sömu sćng. Ţví er fullkomlega óásćttanlegt ađ íslenska ríkiđ styđji og fjármagni starfsemi trúfélags.

Trúbođ á ekki heima í grunnskólum. Ţví ćtti óháđ trúarbragđafrćđsla ađ leysa kristinfrćđikennslu af hólmi. Jafnframt er tímabćrt ađ vissar breytingar eigi sér stađ innan Menntaskólans í Reykjavík; skera ćtti á samkrull skólans og kristindómsins. Ţótt dómkirkjan sé tilvalinn stađur fyrir skólasetninguna ćtti ađ leggja niđur ţann siđ ađ viđ hana séu beđnar bćnir og hlýtt á prest. Eins má teljast furđulegt ađ í skyldubundnum lífsleiknitímum sé ađeins hlustađ á prest frá einu trúfélagi, Ţjóđkirkjunni.

Ţjóđkirkjan er rándýr í rekstri og kostar ríkissjóđ rúmlega fjóra milljarđa á ári, en sú upphćđ er sambćrileg útgjöldunum til Háskóla Íslands. Samt benda allar nýlegar skođanakannanir til ţess ađ meirihluti Íslendinga sé á móti fjárhagslegum stuđningi ríkisins viđ kirkjuna. Málfundafélagiđ Framtíđin hvetur til ţess ađ á komandi árum verđi unniđ markvisst ađ ađskilnađi ríkis og kirkju.

Framtíđin er björt.

Mynd af MR frá Óla Jón - cc leyfi.

Ritstjórn 24.03.2010
Flokkađ undir: ( Skólinn , Stjórnmál og trú )

Viđbrögđ


Jon Steinar - 24/03/10 13:42 #

Meira svona. Sennilega hefđi ţetta kostađ brottrekstur fyrir 30 árum. Nú er lag ađ láta heyra í sér. Ég vona ađ ţetta verđifordćmi fyrir ađ kirkjan fái frekari skilabođ innan úr skólunum sjálfum.

Mig langar annars ađ spyrja einhverja sem til ţekkja: Af hverju eru prestaköll kölluđ brauđ?


Carlos - 24/03/10 16:12 #

Prestaköll kallast líka brauđ af ţeirri ástćđu, ađ ţau eru í raun sjálfseignastofnanir í grunninn, áttu ađ vera fćr um ađ framfleyta prestinum.

Eins misskilnings gćtir í ályktuninni. Ríkiđ getur hćtt ađ styrkja ţjóđkirkjuna og sparađ einhvern hluta skatttekna međ ţví. En ţar sem kirkjueignir gengu inn í ríkissjóđ gegn ţví ađ ríkiđ ábyrgđist ákveđnar launagreiđslur og tiltekiđ rekstrarfé, verđur ríkiđ annađ hvort ađ standa viđ samninginn eđa skila kirkjueignum til kirkjunnar aftur.

Nema menn vilji rćna kirkjuna bótalaust, sem vćri sparnađur af öđrum toga.


Matti (međlimur í Vantrú) - 24/03/10 16:16 #

Nema menn vilji rćna kirkjuna bótalaust, sem vćri sparnađur af öđrum toga.

Tja, vćri ţađ ekki viđ hćfi. Hvađ borgađi kirkjan fyrir jarđirnar ţegar hún eignađist ţćr og hefur hún ekki fengiđ marggreitt fyrir ţćr nú ţegar?


Reynir (međlimur í Vantrú) - 24/03/10 16:19 #

Eignir Ţjóđkirkjunnar hljóta ađ vera eignir ţjóđarinnar, a.m.k. ríkisins. Ţegar hin evangelíska-lútherska kirkja verđur slitin af spena ríkisins getur hún fengiđ guđshúsin í heimanmund.


Valdimar (međlimur í Vantrú) - 24/03/10 16:47 #

Frábćrt hjá Framtíđinni. Hreykinn af ţeim.


Jón Steinar - 24/03/10 23:48 #

Mér líst vel á ţá hugmynd ađ kirkjan fái kirkjurnar aftur og verđitekinn af spenanum. Fyrir eitt prósent af budgeti ársins má fćđa og kćđa 400 börn á ári. Sennilega 4000 í ţriđja heiminum. Eitt prósent. N.B. Prestaköll eru ţá brauđ fyrir prestana? Er ţađ máliđ? Var ţetta hugsađ sem sjálfbćrt dćmi í upphafi? Ég er samt enn ekki skilja orđiđ brauđ í ţessu samhengi og hvers vegna sú líking er valin.


G2 (međlimur í Vantrú) - 25/03/10 10:09 #

N.B. Prestaköll eru ţá brauđ fyrir prestana? Er ţađ máliđ? Var ţetta hugsađ sem sjálfbćrt dćmi í upphafi? Ég er samt enn ekki skilja orđiđ brauđ í ţessu samhengi og hvers vegna sú líking er valin.

Brauđ ţýđir auđvitađ peningar, sbr. 'bread' í sömu merkingu á ensku. Ţetta ósköp einfaldlega tilvísun í raunverulegan tilgang kirkjunnnar - auđur og völd.

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.