Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Framtíðin

mr.is.jpg

Erfitt er að spá, sérstaklega um framtíðina. En ef marka má ályktanir ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna er framtíð ríkiskirkjunnar ljós. Í Menntaskólanum í Reykjavík er líka málfundafélag, sem heitir Framtíðin, og nýverið sendi það frá sér eftirfarandi ályktun:

Meðlimir Framtíðarinnar álíta það tímaskekkju að rekin sé íslensk ríkiskirkja á 21. öldinni. Trú er einkamál sem hið opinbera á ekki að skipta sér af; stjórnmál og trú eiga einfaldlega ekki heima undir sömu sæng. Því er fullkomlega óásættanlegt að íslenska ríkið styðji og fjármagni starfsemi trúfélags.

Trúboð á ekki heima í grunnskólum. Því ætti óháð trúarbragðafræðsla að leysa kristinfræðikennslu af hólmi. Jafnframt er tímabært að vissar breytingar eigi sér stað innan Menntaskólans í Reykjavík; skera ætti á samkrull skólans og kristindómsins. Þótt dómkirkjan sé tilvalinn staður fyrir skólasetninguna ætti að leggja niður þann sið að við hana séu beðnar bænir og hlýtt á prest. Eins má teljast furðulegt að í skyldubundnum lífsleiknitímum sé aðeins hlustað á prest frá einu trúfélagi, Þjóðkirkjunni.

Þjóðkirkjan er rándýr í rekstri og kostar ríkissjóð rúmlega fjóra milljarða á ári, en sú upphæð er sambærileg útgjöldunum til Háskóla Íslands. Samt benda allar nýlegar skoðanakannanir til þess að meirihluti Íslendinga sé á móti fjárhagslegum stuðningi ríkisins við kirkjuna. Málfundafélagið Framtíðin hvetur til þess að á komandi árum verði unnið markvisst að aðskilnaði ríkis og kirkju.

Framtíðin er björt.

Mynd af MR frá Óla Jón - cc leyfi.

Ritstjórn 24.03.2010
Flokkað undir: ( Skólinn , Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Jon Steinar - 24/03/10 13:42 #

Meira svona. Sennilega hefði þetta kostað brottrekstur fyrir 30 árum. Nú er lag að láta heyra í sér. Ég vona að þetta verðifordæmi fyrir að kirkjan fái frekari skilaboð innan úr skólunum sjálfum.

Mig langar annars að spyrja einhverja sem til þekkja: Af hverju eru prestaköll kölluð brauð?


Carlos - 24/03/10 16:12 #

Prestaköll kallast líka brauð af þeirri ástæðu, að þau eru í raun sjálfseignastofnanir í grunninn, áttu að vera fær um að framfleyta prestinum.

Eins misskilnings gætir í ályktuninni. Ríkið getur hætt að styrkja þjóðkirkjuna og sparað einhvern hluta skatttekna með því. En þar sem kirkjueignir gengu inn í ríkissjóð gegn því að ríkið ábyrgðist ákveðnar launagreiðslur og tiltekið rekstrarfé, verður ríkið annað hvort að standa við samninginn eða skila kirkjueignum til kirkjunnar aftur.

Nema menn vilji ræna kirkjuna bótalaust, sem væri sparnaður af öðrum toga.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 24/03/10 16:16 #

Nema menn vilji ræna kirkjuna bótalaust, sem væri sparnaður af öðrum toga.

Tja, væri það ekki við hæfi. Hvað borgaði kirkjan fyrir jarðirnar þegar hún eignaðist þær og hefur hún ekki fengið marggreitt fyrir þær nú þegar?


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 24/03/10 16:19 #

Eignir Þjóðkirkjunnar hljóta að vera eignir þjóðarinnar, a.m.k. ríkisins. Þegar hin evangelíska-lútherska kirkja verður slitin af spena ríkisins getur hún fengið guðshúsin í heimanmund.


Valdimar (meðlimur í Vantrú) - 24/03/10 16:47 #

Frábært hjá Framtíðinni. Hreykinn af þeim.


Jón Steinar - 24/03/10 23:48 #

Mér líst vel á þá hugmynd að kirkjan fái kirkjurnar aftur og verðitekinn af spenanum. Fyrir eitt prósent af budgeti ársins má fæða og kæða 400 börn á ári. Sennilega 4000 í þriðja heiminum. Eitt prósent. N.B. Prestaköll eru þá brauð fyrir prestana? Er það málið? Var þetta hugsað sem sjálfbært dæmi í upphafi? Ég er samt enn ekki skilja orðið brauð í þessu samhengi og hvers vegna sú líking er valin.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 25/03/10 10:09 #

N.B. Prestaköll eru þá brauð fyrir prestana? Er það málið? Var þetta hugsað sem sjálfbært dæmi í upphafi? Ég er samt enn ekki skilja orðið brauð í þessu samhengi og hvers vegna sú líking er valin.

Brauð þýðir auðvitað peningar, sbr. 'bread' í sömu merkingu á ensku. Þetta ósköp einfaldlega tilvísun í raunverulegan tilgang kirkjunnnar - auður og völd.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.