Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ţingmenn lesa Passíusálma

Hallgrímur Pétursson
Hallgrímur Pétursson

Nokkuđ hefur veriđ rćtt um lestur ţingmanna á Passíusálmunum. Sitt sýnist hverjum. Ţetta er fyrst og fremst einkenni á stćrra vandamáli sem er sambúđ ríkis og kirkju. Í mínum huga er ţađ prinsippatriđi ađ trú og stjórnmál séu ađskilin. Ţađ er engan vegin eđlilegt ađ sem ţingmenn taki ţessir kjörnu fulltrúar ţátt í trúarathöfnum.

Nú má ekki misskilja mig. Mér er sama um trúarskođanir ţingmanna en viđhorf ţeirra til ađskilnađar ríkis og kirkju og mannréttinda skiptir mig miklu. Ég vil frekar sanntrúađan hvítasunnumann sem blandar ekki saman stjórnmálum og trú á ţing heldur en trúleysingja sem liggur flatur fyrir kirkjunni í vinsćldarleit. Á sama hátt er ég alveg sáttur viđ ađ ţeir sem fóru reglulega í kirkju áđur en ţeir fóru í stjórnmál haldi ţví áfram en ekki ađ menn byrji ađ ástunda slíkt af ţví ađ ţeir telja slíkt hluta af stjórnmálastarfi sínu.

Nú gćti veriđ ađ einhverjir ţeirra ţingmanna sem eru nú ađ lesa Passíusálma ţiggi öll álíka bođ. Ţeir taka ţá vćntanlega ţátt í athöfnum hvítasunnumanna, múslima og húmanista ef ţeir fá tćkifćri til. Slíkt má í raun telja nokkuđ eđlilegt. Ţađ ađ gera upp á milli trúarskođana er óeđlilegt.

En ţađ kemur meira til. Passíusálmarnir sjálfir eru full vafasamir fyrir minn smekk. Sjálfur er ég veikur fyrir trúarkveđskap ef hann stenst fagurfrćđilegt mat (og trúarţvađriđ skyggir ekki á ţađ). Ţeir sem ţekkja til vita ađ Lúther var hatrammur andstćđingur gyđinga og Hallgrímur Pétursson hefur ţessa guđfrćđi alla á hreinu. Í sálmunum talađ á andstyggilegan hátt um gyđinga og eđli ţeirra. Blóđ Jesú er á ţeirra höndum.

Ţessi trúarkenning var um aldir réttlćting fyrir gyđingaofsóknum í Evrópu og undirbjó jarđveginn fyrir Helförina. Ţingmenn sem taka ađ sér ađ lesa Passíusálmana ćttu kannski fyrst og fremst ađ velta fyrir sér bođskap ţeirra og velta fyrir sér hvort ţeir vilji raunverulega tengja sig honum.

Óli Gneisti Sóleyjarson 26.02.2009
Flokkađ undir: ( Stjórnmál og trú , Hallgrímur Pétursson , Passíusálmarnir )

Viđbrögđ


Helgi Ţór - 26/02/09 10:35 #

http://www.hi.is/is/vidburdir/truarbragdafraedsla_i_skolakerfinu_timaskekkja_eda_naudsyn

Vildi benda ykkur á eftirfarandi viđburđ (ef ţađ vćri ekki búiđ ađ ţví nú ţegar) Skora á ykkur ađ mćta á ţennan viđburđ og taka ţátt í gagnrýninni :)


Ásta Elínardóttir - 26/02/09 10:44 #

Ég vildi bara já-a ţessa grein sterklega.


Jóhann - 26/02/09 23:32 #

Smekkur ţinn er lítt áhugaverđur.

Passíusálmarnir eru vitnisburđur um menningu okkar.

Ţetta er allt í einum graut hjá ţér.

Ertu ađ fjalla um ofsóknir gyđinga?


Baldvin (međlimur í Vantrú) - 27/02/09 00:19 #

Óli er ađ segja ađ Passíusálmarnir séu slćmur vitnisburđur um menningu okkar, međal annars vegna ţess ađ ţeir eru uppfullir af gyđingahatri.

Hvađ er í einum graut?


Jóhann - 27/02/09 00:42 #

Ţannig ađ ţú hefur ekki minnstu hugmynd um fallvaltleika ţess ađ túlka fyrri afrek mannsandans í ljósi samtímans?

Ég átti nú von á greindarlegri athugasemd frá ţér Baldvin.


Baldvin (međlimur í Vantrú) - 27/02/09 00:52 #

Ha? Túlka í ljósi samtímans?

Er einhver ástćđa til ađ hampa ljóđabálki sem er ađ stórum hluta gyđingahatursáróđur, og ekkert sérlega vel ortur í ţokkabót? Er gyđingahatur séra Hallgríms hluti sögu okkar sem vert er ađ hampa?

Ég get ekki séđ ađ athugasemdir ţínar séu sérlega greindarlegar heldur, ţakka ţér fyrir.


Jóhann - 27/02/09 01:00 #

Ef ţú getur kveđiđ stuttan bálk um eina hugmynd ţína, betur Hallgrímur, (og bara svo ţú vitir ţađ, ţá var hann holdsveikur),ţá leggst ég flatur fyrir fótum ţér.

Amen


Jóhann - 27/02/09 01:03 #

...hér vantađi "en"


Óli Gneisti (međlimur í Vantrú) - 27/02/09 07:35 #

Hallgrímur var náttúrulega bara fáfróđur Íslendingur sem vissi ekkert betur. Ţeir sem ţylja upp ţetta í nútímanum eiga hins vegar ađ vita betur.


Kristján Hrannar Pálsson - 27/02/09 09:10 #

Sem einlćgur áhugamađur um kveđskap verđ ég ađ andmćla ţví ađ Passíusálmarnir séu illa ortir. Ţeir eru oft á tíđum brilliant og ég les alltaf hluta ţeirra um páskana. Ţar sem stuđlar o.fl. virđast vera áherslulausir eđa hnígandi er ţađ einfaldlega vegna ţess hvernig menn töluđu á ţessum tíma og ţótti ekkert ambögulegt viđ ţađ.

Fyrir mér er gyđingahatriđ í ţeim jafn kjánalegt og međferđ svertingja í Tinnabókunum, og ţegar erindi međ gyđingahatrinu eru lesin hugsa allir "já svona var guđfrćđin á dögum Hallgríms" fremur en "heyrđu ţađ er rétt, ţetta var allt júđunum ađ kenna!" Ţeir sem ţylja ţetta upp í nútímanum vita betur, ţađ er nú heila máliđ.


Haukur - 27/02/09 11:26 #

Ţar sem stuđlar o.fl. virđast vera áherslulausir eđa hnígandi er ţađ einfaldlega vegna ţess hvernig menn töluđu á ţessum tíma og ţótti ekkert ambögulegt viđ ţađ.

Nei, svo sannarlega ekki. Ţessi stirđa kveđandi sem ţú ert ađ tala um er einkenni Passíusálmanna en ekki dćmigerđ fyrir mál eđa kveđskap ţessa tíma. Kristján Árnason skrifađi um ţetta lćrđa grein.


Kristján Hrannar Pálsson - 27/02/09 11:41 #

Nú já, og ég sem hafđi alltaf heyrt útskýringar á ţessu í sambandi viđ málfariđ. Verđ ađ lesa ţessa grein.


Árni Árnason - 27/02/09 12:13 #

Úr ţví minnst er á stirđa kveđandi passíusálmanna sem gerđir hafa veriđ ađ ódauđlegu bómenntaverki, óverđskuldađ ađ mínu viti, ţá ţarf nú ekki ađ renna yfir marga ađra sálma ( t.d. sitja undir eins og einni jarđarför ) til ađ sjá hvílíkan leiburđ og ambögusmíđi er um ađ rćđa.

Engum manni liđist í veraldlegum kveđskap annar eins leirburđur og hortittasafn í neinum öđrum kveđskap og er í mörgum sálmum. Meira ađ segja Bubbi Morteins yrđi flautađur útaf, og er hann ţó međ ţeim verri fyrir.


Haukur Ţ. - 27/02/09 12:32 #

Ţađ er ţá líka rétt ég taki fram ađ í greininni sem ég vísađi til reynir Kristján Árnason ađ halda uppi vörnum fyrir óvenjulega stuđlasetningu og hrynjandi í Passíusálmunum og telur ađ ţetta séu stílbrögđ sem gera textann áhrifameiri. Sjálfur er ég ekki sannfćrđur en mér hefur líka löngum leiđst lútherskur trúarlegur kveđskapur.


Bjarki - 28/02/09 16:45 #

Alţingismenn eru ekki ríkiđ, ţeir afsala sér ekki rétti til einkalífs viđ ţađ ađ taka viđ ţingmennsku. Ţađ kemur auđvitađ ekki til greina ađ bćnir eđa sálmar séu lesnir í rćđustól á Alţingi en hvađ ţetta fólk gerir ţar fyrir utan er algjörlega á ţeirra forrćđi.


Haukur Ísleifsson (međlimur í Vantrú) - 28/02/09 17:05 #

Algjörlega sammála ţér. En máliđ er ađ ţarna eru ţeir einmitt ekki á eigin forsendum heldur á forsendum embćttisins.

Eins og glögt sést á t.d. http://www.kirkjan.is/frett/2009/02/8721 ţá eru ţau ţarna eingöngu vegan ţess ađ ţau eru ráđherrar/ţingmenn. Ţegar ţau eru fengin til slíkra hluta vegna embćttis síns ţá er ekki hćgt ađ tala um ađ ţau séu ţarna á eigin forsendum.


Óli Gneisti (međlimur í Vantrú) - 28/02/09 17:06 #

Bjarki, hverju/m ertu ađ svara? Lastu yfirhöfuđ greinina?


Arngrímur Vídalín - 01/03/09 20:08 #

Passíusálmarnir eru nú ekkert verr ortir en margt annađ, til dćmis hélst ţjóđskáldinu frá Fagraskógi oft illa á hrynjandinni. Á dauđa mínum átti ég fyrr von en rökrćđum um bragfrćđi á Vantrúarvefnum.

Enn verri sálmahöfunda má svo finna ef vel er leitađ. Getraun dagsins, hver orti?

„Inn um ţann himna glugg eg sé Guđs náđar innyfle“


Matti (međlimur í Vantrú) - 03/03/09 10:12 #

Eiríkur Örn Norđdahl: Meira um Passíusálmana
Mér ţykir á köflum áhugavert ađ sjá - ţegar ég tek eftir ţví - hvernig ein skođun getur leitt af sér ađra óskylda. Ţannig virđast mér Vantrúarmenn á einu máli um ţađ ađ fyrst Guđ sé ekki til ţá séu Passíusálmarnir óttalegur klámkveđskapur og beinlínis illa ortir. Ţetta er auđvitađ ósanngjörn útlegging en í áttina ţó. Enn lengra mćtti ganga og segja ađ Vantrúarmenn vilji ekki ađ ţingmenn ţjóđarinnar séu ađ lesa illa ort ljóđ, ambögur jafnvel - ađ minnsta kosti ekki upphátt. En ţađ er ennţá ósanngjarnara.


Baldvin (međlimur í Vantrú) - 03/03/09 10:53 #

Ha?


Baldvin (međlimur í Vantrú) - 03/03/09 10:55 #

Ok, skil ţetta betur eftir ađ hafa lesiđ samhengiđ.


Jóhann - 06/03/09 00:24 #

Hvađ var ţađ sem ţú skildir eftir ađ hafa lesiđ samhengiđ, Baldvin?

Og hvađa furđulega innlegg er ţetta hjá ţér, Matti?

Eiríkur Örn Nordhal?

Ţegar mađur leitar eftir hugmynd hjá honum, ţá er hvergi neitt ađ finna.

Hvađ í ţessum texta er markvert Matti?

Ertu bara uppnuminn af ţví ađ skáld bullađi?


Matti (međlimur í Vantrú) - 06/03/09 08:18 #

Eiríkur Örn var ađ tjá sig um ţessa umrćđu, ég taldi viđ hćfi ađ benda lesendum á hans innlegg.


Tinna (međlimur í Vantrú) - 15/08/10 12:35 #

Enn verri sálmahöfunda má svo finna ef vel er leitađ. Getraun dagsins, hver orti?

„Inn um ţann himna glugg eg sé Guđs náđar innyfle“

Er of seint ađ biđja um svariđ einu og hálfu ári eftir ađ spurningin var borin upp?

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.