Nú hefst önnur lota í mánaðarlegum þemavikum Vantrúar og í þetta sinn verður elsta, auðugasta og voldugasta stofnun tekin fyrir sem er hin Rómversk-Kaþólska kirkja.
Kaþólikkar hafa þó verið milli tannana hjá greinarhöfundum hér áður, auðvitað. Skemmst er að minnast á draumsýn séra Baldurs, hinn heilaga hrylling þar sem kaþólikkar leika eitt af aðalhlutverkunum og svo vitaskuld móður Teresu.
Svo hefur það eflaust ekki farið framhjá neinum að hin kaþólska kirkja hefur verið töluvert í deiglunni undanfarin ár vegna hið viðurstyggilega barnaníðingshneyksli, í Bandaríkjunum og víðar. Ekki sé minnst á hvernig æðstu valdsmenn hinnar katólsku kirkju hafa hreinlega gengið fram að almenningi með hreint ógeðslegu athæfi við að reyna eftir mesta megni að sópa þessum skandall undir teppið með hótunum við fórnarlömb og stöðubreytingum níðingana. En með þvílíkri hegðun hefur kirkjan beðið algjört fjárhagslegt afhroð í ríkjum einsog Kaliforníu og almenningsálitið aldrei verið minna.
Í þessari viku verður stiklað á stóru þar sem varla er hægt að gera þessari miðaldarstofnun alminileg skil með nokkrum greinum og fleiru. En við vonum að lesendur hafi gagn og gaman af og við efumst ekki um viðbrögð frá hinum sjálfskipuðu kaþólsku píslarvottum Íslands.
Kaþólsk vika Vantrúar er hér með hafin, góða skemmtun.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Margrét St. Hafsteinsdóttir - 09/03/08 14:01 #
Gott að þið ætlið að hafa rómversk-kaþólska viku. Ég er sjálf búin að skrifa mikið um kaþólikkana. Ógeðslega spillt trúarveldi.