Það [æskulýðsstarfið] verður, eins og öll önnur starfsemi safnaðarins, að vera liður í boðuninni og miðast að guðþjónustu safnaðarins. Annars er það gagnslaust.*
Karl Sigurbjörnsson
* Orðið, 4. árgangur, II tölublað, Örfá orð um æskulýðsmál
Þetta gefur auga leið og þetta vita þeir sem vita vilja. En hvað skyldi vera boðað í þessu starfi annað en trú? Og hvað er boðun trúar annað en trúboð?
Hugsandi fólk hefur hins vegar andstyggð á trúboði, sér í lagi þegar það beinist að börnum. Þess vegna hikar biskup ekki við að afneita trúboði með Vinaleið og það gerir Halldór Reynisson á biskupsstofu líka, með röngu.
Heimsóknir presta í leikskóla, grunnskóla og starfsemi kirkjunar í framhaldsskólum (Lífsleikni) o.s.frv... allt er þetta liður í boðuninni.... trúboðinu.
Jóna Hrönn Bolladóttir í Garðabæ viðurkenndi þetta á málþingi um Vinaleið og sagði berum orðum að auðvitað væri þetta trúboð en þar sem orðið hefði svo neikvæða skýrskotun í hugum fólks þá væri þetta kallað öðrum nöfnum.... heiðarleikinn er ekki að drepa þetta fólk.
ég hef verið að velta fyrir mér tilgang þess vafs. ég er ekki trúaður en má fólk ekki bara hafa sína trú í friði fyrir svona fólki eins og ykkur hér á vantrú? þetta er frekar barnalegt verð ég að segja. ef fólk vill ekki hafa trú þá bara skráir það sig úr sínu trúfélagi. that´s simple.
Jói, auðvitað má fólk hafa sína trú í friði, það er engin spurning. En meinið við boðandi þjóðkirkju er afskiptasemi hennar, eins og kemur fram einmitt hérna. Fólk getur ekki haft trúleysi sitt í friði fyrir boðun hennar, ekki einu sinni börn í skólum.
Auk þess er það þjóðarmein að þetta apparat sogar til sín fjögur þúsund milljónir á ári.
Ef þjóðkirkjan léti af óvelkominni boðun sinni og fjársogi af almannafé fengi hún eflaust meiri frið fyrir gagnrýnendum.
Þetta er því ekki jafneinfalt og þú vilt vera láta og spurningin er frekar: Af hverju má fólk (börn) ekki hafa trúleysi sitt í friði?
Og afhverju er þetta fólk sem er í mikilvægum stöðum innan kirkjunnar að láta útúrsér sannleikann, er þetta ekki bara stuðningur fyrir börn? Allavega síðast er ég vissi.
Mætti kannski bæta því við að það er enginn skyldaður til að lesa Vantrú, þeir hinir trúuðu sem vilja ekki lesa það sem hér stendur geta bara sleppt því.
"Ég er ekkert sérstaklega trúuð/trúaður en..."
Þetta finnst mér vera ein versta og aumkunarverðasta leið til að hefja gagnrýni á vefritið Vantrú, og í nær 100% tilvika kemur eftirfarandi klausa í kjölfarið "...má fólk ekki bara hafa sína trú í friði frá ykkur!" og svo vitaskuld lokahnykkurinn ýmist "Ég meina það sko!" ellegar "Þið eruð sorglegir" og rúsínan í pylsuendanum "Eigið ykkur ekkert líf?"
Hvað heldur fólk að það fái framgengt með svona hjali? Að augun á okkur muni ljúkast upp og vér munum líta í okkar barm og muldra "Já, þetta er rétt. Við erum bara umkomulausir unglingar með aðgang að internetinu og buslum á móti hinum víðtekna meginstraumi að leyfa fólki að trúa hvaða óheilvita kjaftæði sem er." Föllumst svo á kné og skælum.
Ég er alveg trúlaus sko og má fólk ekki vera trúlaust í friði?
Skárra væri nú að spurja heilvita spurningar og í staðinn fyrir að koma með fáránlegar staðhæfingar um sálarlíf og æsku þeirra sem standa að þessu einsog sumir gera. Hví ekki að spurja hvað komi til að þetta félag sé til? Er eitthvað sérstakt tilfelli sem olli því að taka á hindurvitnum og trúarbrögðum með beinskeyttum aðferðum sem ekki hafa þekkst og sést síðan Þórbergur Þórðarsson og dr. Níels Dungal voru uppi? Já. Af hverju?
Svar: Karl Sigurbjörnsson og restin af þessu óforskammaða, kaldlynda, ókristilega og skinhelga þjóðkirkjuprestahyski.
Eina aðferðin til að útskýra þetta á skiljanlegan hátt er með sömu sandkassameðferðinni og aðilar nota til að gera aumkunarverða tilraun að lasta þetta félag og hún er á þessa leið: Þeir byrjuðu. Hvernig?
Þetta er sirka rjóminn af þeirri heljarins ósköp af vitleysu sem kirkjunnar menn hafa látið út úr sér á undanförnum árum.
Af hverju á trú að vera svona undanskilin gagnrýni en á móti kemur að trúmenn geta leyft sér að gagnrýna hvaða lífsskoðun sem er í skjóli sinnar "heilögu" trúar án þess að heyra múkk, píp né tíst frá viti bornum mönnum?
ég er sammála ykkur í meginatriðum, auðvitað á ekki að vera að boða trú í skólum. frekar að ræða bæði trúleysi og trúmál á almennum grundvelli. en í raun ætti þetta almennt séð ekki að vera í skólum þar sem börn hafa engann þroska til að skilja hvað trú eða trúleysi er. reyndar hlýtur sá sem (trúlaus) er að trúa því að ekki séu til guðir. og þar með er í raun sá sem trúlaus er , ekki beint trúlaus eða hvað?. þarna vantar eitthvað inn ekki satt?
Það er erfitt, og það á ekki, að hundsa skefjalausa og siðlausa trúboðastarfsemi ríkiskirkjunnar inná opinberum skólum.
af hverju á ekki að hunsa það? ég meina eru menn ekki að hunsa daglega áróður frá framboðum og slíku? eða tala nú ekki um auglýsingar á sjónvarpi.. maður er ekki skyldugur til að kaupa allt sem er auglýst þar
Og þetta er það sama að þínu mati? Auglýsingar og framboð í sjónvarpi og trúboð í skólum?
Á þá ekki bara taka næsta skref og leyfa stjórnmálaáróður, stórfyrirtæki sem sjá um kennsluefnið (s.s. Glitnir, Alcan, Baugur, N1, Vífilfell og Nýherji) auk þess að leyfa sömu fyrirtækjum að auglýsa sína starfsemi í leik- og grunnskólum?
ég veit nú ekki betur en að það sé nú þegar gert. t,d eru hengd upp veggspjöld í grunnskólum.. nýherji að auglýsa og fleiri fyrirtæki. og börn komast auðveldlega inn á vefsíður í skólum sem tengjast þessum fyrirtækjum
og glitnir og fleiri fyrirtæki hafa t,d gefið tölvur og önnur kennslutæki inn í grunnskólana:)
og glitnir og fleiri fyrirtæki hafa t,d gefið tölvur og önnur kennslutæki inn í grunnskólana:)
Þetta er athyglisverður punktur og sýnir vel að fyrirtæki geta látið gott af sér leiða innan veggja skólans. Þjóðkirkjan aftur á móti gefur ekki neitt til eða í skólastarfi - hún bara heimtar og fer fram með frekju og ofstæki. Til dæmis má nefna Vinaleiðina í Garðabænum; fyrst nauðgar kirkjan sér inn á skólann með trúboðið og svo til að bíta höfuðið af skömminni er sótt um styrk (sem eflaust fæst) til bæjarins til að halda trúboðinu áfram.
Ef við þeir kúguðu myndi bara alltaf "ignora" kúgunina og sætta sig við hana lifðum við sennilega ennþá við lénsskipulag miðalda....
Þetta er athyglisverður punktur og sýnir vel að fyrirtæki geta látið gott af sér leiða innan veggja skólans. Þjóðkirkjan aftur á móti gefur ekki neitt til eða í skólastarfi - hún bara heimtar og fer fram með frekju og ofstæki.
Helvíti þætti mér nú samt skemmtilegt að sjá viðbrögð Vantrúarmanna ef kirkjan myndi gefa tölvur eða þvíumlíkt í skólana - einhverveginn get ég ekki trúað að menn hér myndu bara brosa og kinka kolli yfir því! ;)
Helvíti þætti mér nú samt skemmtilegt að sjá viðbrögð Vantrúarmanna ef kirkjan myndi gefa tölvur eða þvíumlíkt í skólana - einhverveginn get ég ekki trúað að menn hér myndu bara brosa og kinka kolli yfir því! ;)
Af hverju ættum við ekki að gleðjast yfir því - er ekki sama hvaðan gott kemur?
Það fer nú eftir því með hvaða hugsun hið góða er gefið; (ég gaf ykkur tölvur, þið kennið kristinfræði og prumpið á þróunarkenningu Darwins). Annars væri það almanna fé sem færi í það, örfár milljónir af þessum fjögur hundruð sem kirkjan fær á ári.
Ég held svei mér þá að Vantrúarfólk væir barasta alveg sama ef kirkjan gæfi kennslugögn í skólana.
það er reyndar afar ólíklegt að Þjóðkirkjan sé aflögufær um eina einustu krónu. Þjóðkirkjan virðist ekki eiga bót fyrir boruna á sér. Geta ekki einu sinni greitt trúboðunum sínum í Vinaleiðinni og þurfa að snýkja fé frá einstaklingum og fyrirtækjum.
-Auðvitað væri best að kirkjan sinnti söfnuðum sínum í kirkjunni sinni frekar en að seilast inn í opinbera skóla með sinn heimsendaboðskap og "þú-ert-syndug/ur"-ítroðslu.
Þegar ríkiskirkufólk er að velta sér fyrir sér hvað það nákvæmlega sé sem fer svona í taugarnar á okkur vantrúuðum þegar kemur að "útrás" kirkjunnar, Þá bendi ég barasta þeim hinum sömu á að beita gullnu regluni á dæmið.
-Hvernig litist ríkiskirkjufólki á það að inn í öllum skólum væri skyldunámskeið um trúleysi? -Hvernig litist ríkiskirkjufólki á það að fulltrúi Vantrúar væri hluti af starfsliði skólans til þess að "styðja" og "hlúa að" nemendum skólans á erfiðum tímum (t.d þegar gæludýr fellur frá) -Hvernig litist ríkiskirkujfólki á að Vantrú fengi 4 miljarða á ári frá ríkinu?...
-Fattið þið þetta ekki? -Er þetta eðlilegt?
Af hverju ættum við ekki að gleðjast yfir því - er ekki sama hvaðan gott kemur?
Nákvæmlega, G2, það er satt! Hins vegar þætti mér þá gaman að forvitnast um skoðun þína á áfallahjálp og huggun á erfiðum stundum. Gildir annað þar, er ekki sama hvaðan gott kemur …?
… og prumpið á þróunarkenningu Darwins.Ég þekki engan starfsmann þjóðkirkjunnar sem hefur neitt á móti Darwin og/eða hans kenningum … það finnst örugglega í einhverjum minni söfnuðum utan þjóðkirkjunnar, en þeir hafa nú lítið verið í skólum landsins.
-Hvernig litist ríkiskirkjufólki á það að inn í öllum skólum væri skyldunámskeið um trúleysi? Hvernig litist ríkiskirkjufólki á það að fulltrúi Vantrúar væri hluti af starfsliði skólans til þess að "styðja" og "hlúa að" nemendum skólans á erfiðum tímum (t.d þegar gæludýr fellur frá) -Hvernig litist ríkiskirkujfólki á að Vantrú fengi 4 miljarða á ári frá ríkinu?...-Ég veit svosem ekki um ríkiskirkjufólk, en mér litist ágætlega á námskeiðin, og þá væntanlega námskeið um önnur trúarafbrigði líka. Það vantar meiri kynningu á trúarbrögðum heimsins í skólana! -Varðandi fulltrúann, þá finnst mér að ef að hann teldi sig hafa eitthvað fram að færa sem venjulegur skólasálfræðingur gæti ekki veitt, að þá væri hægt að ræða það. Fulltrúi kirkjunnar hefði fram að færa trúarlega huggun fyrir þá sem hana vildu (það eru nefnilega fleiri en bara æðstuprestar þjóðkirkjunnar sem eru trúaðir og vilja leita styrks í trúnni!), en ég sé ekki alveg hvernig vantrúarleg huggun færi fram. –Og ef 85% þjóðarinnar tilheyrðu Vantrú, félagið hefði a.m.k. eitt húsnæði í flestum bæjarfélögum landsins, og fleiri hundruð starfsmenn, þá þætti mér rökrétt að félagið fengi slatta af ríkisstyrk …!
Það hef ég þegar gert, Matti. Er eitthvað sérstakt sem þú vilt að ég taki eftir?
Hins vegar þætti mér þá gaman að forvitnast um skoðun þína á áfallahjálp og huggun á erfiðum stundum. Gildir annað þar, er ekki sama hvaðan gott kemur …?
Hér viljum við Fagmennsku í skólum, ekki fúsk.
Ég þekki engan starfsmann þjóðkirkjunnar sem hefur neitt á móti Darwin og/eða hans kenningum …
Þekkir þú alla starfsmenn Þjóðkirkjunnar? Þetta er tilgangslaust karp. Prestar Þjóðkirkjunnar boða hindurvitni sem stangast á við þekkingu vísinda. Prestar Þjóðkirkjunnar fara inn í grunnskóla með boðskap sem stangast beinlínis á við það sem við erum að reyna að kenna börnum.
Ég veit svosem ekki um ríkiskirkjufólk, en mér litist ágætlega á námskeiðin, og þá væntanlega námskeið um önnur trúarafbrigði líka. Það vantar meiri kynningu á trúarbrögðum heimsins í skólana!
Slíkt á heima í kennslustofu undir heitinu trúarbragðafræði, ekki sem trúboð trúfélaga. Við erum að tala um grunnskólabörn. Við viljum hlutalausa skóla, takk. Nákvæmlega eins og umræða um stjórnmál í grunnskóla á heima í samfélagsfræði, ekki með áróðri stjórnmálaflokka.
Fulltrúi kirkjunnar hefði fram að færa trúarlega huggun fyrir þá sem hana vildu (það eru nefnilega fleiri en bara æðstuprestar þjóðkirkjunnar sem eru trúaðir og vilja leita styrks í trúnni!)
Fólk getur leitað til prests, enginn hefur farið fram á að kirkjum sé lokað. Þetta á bara ekki heima í grunnskólum. Hvað er svona flókið við að rölta í kirkjuna? Er trúfólk slappt í fótunum?
Nei, staðreyndin er að viðvera presta í skólum er viðbrögð við minnkandi kirkjusókn. "Fyrst börnin koma ekki til okkar skulum við fara til þeirra". Skólarnir eru að verða trúboðsstöðvar.
Og ef 85% þjóðarinnar tilheyrðu Vantrú, félagið hefði a.m.k. eitt húsnæði í flestum bæjarfélögum landsins, og fleiri hundruð starfsmenn, þá þætti mér rökrétt að félagið fengi slatta af ríkisstyrk
Hefurðu hugsað út í þessa setningu? 82% Þjóðarinnar er í Þjóðkirkjunni og hlutfallið minnkar með hverju ári. Þjóðkirkjan fær ýmsa styrki umfram önnur trúfélög (hvað þá lífsskoðunarfélög, sem fá ekki neitt). Þjóðkirkjan er bákn.
Báknið getur tekið á móti börnum utan skólatíma, það er engin ástæða til þess að það stundi trúboð sitt í skólunum. Tja, nema kannski sú ástæða að báknið stendur á brauðfótum.
Er ekki óþarfi að brjóta lög eða námskrá?
Fullt af fólki er á móti Vinaleið en vill ekki vera með leiðindi. Talsmenn Vinaleiðar hunsa öll rök sem fram hafa komið og halda áfram í krafti stærðar og frekju. Ekki vera fantur.
(legg til að þú setjir athugasemdir við viðgandi færslur ef þú hefur eitthvað út á þær að setja)
Nákvæmlega, G2, það er satt! Hins vegar þætti mér þá gaman að forvitnast um skoðun þína á áfallahjálp og huggun á erfiðum stundum. Gildir annað þar, er ekki sama hvaðan gott kemur …?
Nanna, stutta svarið við þessu er það að trú er ekki góð og því eru prestar og aðrir þeir, sem nálgast allt á trúarlegum forsendum óhæfir og óþarfir til margra starfa. Prestar hafa sinn starfsvettvang í kirkjum og safnaðarheimilum og eiga ekkert erindi inn í almenningsskóla. Þeir sem þurfa á uppskálduðum himnafeðgum sér til huggunar geta leitað þeirra þar.
Sammála G2. Stundum helgar tilgangurinn ekki meðalið.
-Ranghugmyndaítroðsla undir yfirskyni sálgæslu er óþverrabragð.
Nanna:
"Vantrúarleg huggun" væri fyrir það fyrsta ekki vantrúarleg huggun heldur bara einfaldlega huggun.
Presturinn myndi líklega biðja barnið að minnast þess tíma sem það átti með gæludýrinu en það sem er verra er það að hann er líklegur til að lofa því líka að ræfils gæludýrið sem lést bíði barnsins ef til vill á himnum. Í framhaldinu væri svo kannski klassískt að benda barninu á það að leita huggunar hjá og setja traust sitt á algóðan guð (þennan óáþreifanlega sem hefur aldrei sannanlega svarað bæn nokkurs manns).
Ég myndi persónulega einbeita mér að því að hvetja barnið líka til að vera þakklátt fyrir þann tíma og þá gleði sem gæludýrið veitti því. Í framhaldinu myndi ég hvetja barnið til að horfa fram á veginn og hugga sig við það að náttúran gefur af sér á hverjum degi ný líf sem bæta blæbrigðum við veröldina í stað þeirra sem hafa fengið sinn tíma. Einnig myndi ég benda því á mikilvægi þess að þiggja huggun frá vinum og vandamönnum (þessum áþreifanlegu) því að hún getur fleytt manni yfir erfiðasta hjalla sorgarinnar afbragðsvel og örugglega betur en ósýnilegt klapp frá skeggjuðum kalli á himnum.
Kristindómurinn hefur "eignað" sér stóru stundirnar í lífi einstaklinganna. Fæðingu, nafngift, giftingu, skilnaði og dauða. þetta er hrikaleg frekja að mínu mati. í þessu andrými starfar kirkjan og notar tækifærið til að troða sínum endatímaboðskap, ruglingslegri guðfræði og smættandi heimssýn til þeirra sem standa á þessum tímamótum.
Ertu að fara að gifta þig? -Flott. Mundu bara að forfeður (Adam og Eva)ykkar voru mjög syndug en guð drap son sinn með það fyrir augum að þið eruð ekkert syndug í dag. Þetta gerðist fyrir einhverskonar galdur ef svo má að orði komast. Verði þakklát á hverjum degi fyrir þessa mannfórn guðsins ykkar og lútið höfði og farið á hnén amk 1x í viku til að minnast þessarar mannfórnar. Þið getið í leiðinni drukkið blóð þess semfórnað vara og borðað hold hans (sem er svona "þykjustunni") ef þið gerið þetta í kirkjubyggingum.
Verðið þakklát kæru brúðhjón fyrir mannfórn guðs því ella mynduð þið stikna í helvíti til eilífðarnóns.
-o-o-o-o- Hvað er eiginlega að þessari heimsmynd hinna kristnu? - Allt?
-Er ekkert nothæft?
Tveir rauðir þræðir liggja í gegn um þessa umræðu.
Annar gengur út á að stilla TRÚ og VANTRÚ upp á vogarskálar. Láttu mig í friði og ég læt þig í friði. Ef annar má, þá má hinn. Við predikum eitt þið predikið hitt o.s.frv.
Þarna gleymist algerlega aðalatriðið. VANTRÚ er alltaf reaksjón við TRÚ. Allt sem Vantrúarmenn segja og gera eru viðbrögð við ásælni, fyrirferð og átroðslu trúarinnar. Vantrú er vörn, vörn er óþörf ef engin er sóknin. Ef trúin og trúarbrögðin legðust af er Vantrú sjálfhætt. Ef Vantrúin legðist af myndi hinsvegar trúarþvælan blómstra sem aldrei fyrr og umlykja allt og alla með slími sínu og slepju.
Hinn þráðurinn er um það hvort einkafyrirtækjum leyfist bein og óbein auglýsingamennska og ímyndarsmíð í skólum, en kirkjunni ekki. Einhverjir segja, sama hvaðan gott kemur, en svo er alls ekki. Sönnun þess er einfaldlega sú að við viljum öll að börnum í sálarkrísu sé hjálpað, en okkur er alls ekki sama hver gerir það eða í hvers nafni. Sú regla hlítur að gilda um alla. Það er hinsvegar vandlifað í þessum heimi sölumennskunnar. Eigum við að skylda þann sem selur skólum tölvur ( lægstbjóðandi í útboði) að afmá vörumerki sitt af tölvunum ? Það verður að meta hverju sinni hvenær á að segja stopp, en trúin á ekkert erindi í skólana svo mikið er þó víst.
Fín pæling Árni.
Kristlingarnir segja þvert á móti að trúin á erindi í skólana. -Það verður aldrei nein lending í þessu máli. Því miður.
Hvernig væri hægt að fá hina kristnu til að fatta þetta? -Halda þau virkilega ennþá í meirihlutarökin? Má meirihluti kúga minnihlutan í kristinni siðfræði? Hví geta þau kristnu ekki verið með sínar vinaleiðir og sín trúboð í kirkjunum sínum. Því þurfa þau að troða sínum ógeðfelda heimsendaboðskap og syndaítroðslu inn í skólum barnanna okkar?
Lát oss í friði fyrir ykkar ógeðfeldu heimssýn og bölsýnis-bauli, heimsendadýrkun og mannfyrirlitningu.
-Notið kirkjurnar ykkar. Þær standa hvort eð er tómar.
Það er í raun viðurkennt að trúin eigi ekkert erindi í skólana. Það er viðurkennt í orði ( grunnskólalögum og námsskrá ) en ekki á borði.
Þjóðfélagið skiftist í þrennt í afstöðunni til trúar og skóla.
Fólk sem vill fullan aðskilnað trúarlífs og skyldunáms. Lítill hópur en ákaflega rökfastur.
Fólk sem flýtur einhvernveginn hálfsofandi með straumnum, sér ekki jésus og biblíusögurnar sem eitthvert trúaratriði, trúir ekki einu orði af því sem stendur í biblíunni, en nennir ekki að karpa við afa og ömmu sem eru fædd á þarsíðustu öld, fermir börnin sín bara af þvíbara allir hinir gera það, finnst kross um hálsinn bara flott skraut, en ekki morðtól. Er svo upptekið af amstri daglega lífsins að það gefur sér ekki tíma til að pæla í prinsippmálum, eða ræða þau við börnin sín. Skilur ekki kverólanta sem nenna því. Gríðarstór hópur, sem myndi aldrei greiða atkvæði út frá prinsippmáli. Hinn almenni kjósandi.
Krisslingar. Fótur milli stafs og hurðar, innrás í leikskóla, barnaskóla, falsfermingar, allt til réttlætt í þágu útbreiðslu "Orðsins". Heittrúaðir einfeldningar eða útsmognir businessmenn, afætur í þægilegri innivinnu. Lítill hópur sem stjórnmálamenn eru hræddir við.
Sæll Matti og aðrir svaramenn hér á bæ.
Þekkir þú alla starfsmenn Þjóðkirkjunnar? Þetta er tilgangslaust karp.Að sjálfsögðu þekki ég ekki alla starfsmenn Þjóðkirkjunnar. En ég miða skoðun mína út frá því að 100% þeirra sem ég þekki hafa ekkert út á kenningar Darwins að setja, og þar sem ég þekki þá þónokkra finnst mér skynsamlegast að gera ráð fyrir að þeir séu því líklega a.m.k. ekki mjög margir sem eru ekki sammála þróunarkenningunni.
Prestar Þjóðkirkjunnar fara inn í grunnskóla með boðskap sem stangast beinlínis á við það sem við erum að reyna að kenna börnum.Eftir að hafa hugsað málið vandlega verð ég hreinlega að játa að ég veit ekki hvað þú átt við með þessu. Ég hef aldrei heyrt Þjóðkirkjustarfsmann (því það eru jú þeir sem eru hvað vinsælasta umræðuefnið hér) reyna að kenna börnum neitt sem stangast á við það sem þau læra í skóla. Í hvað ertu að vísa?
Já … ég tiltók hvers vegna þetta er mín skoðun. Af hverju finnst þér þetta vanhugsað?Og ef 85% þjóðarinnar tilheyrðu Vantrú, félagið hefði a.m.k. eitt húsnæði í flestum bæjarfélögum landsins, og fleiri hundruð starfsmenn, þá þætti mér rökrétt að félagið fengi slatta af ríkisstyrkHefurðu hugsað út í þessa setningu?
Ekki vera fantur.Guð forði mér frá því – ég vona að ég virki ekki fantur!
Kristín –
Ég myndi persónulega einbeita mér að því að hvetja barnið líka til að vera þakklátt fyrir þann tíma og þá gleði sem gæludýrið veitti því. Í framhaldinu myndi ég hvetja barnið til að horfa fram á veginn og hugga sig við það að náttúran gefur af sér á hverjum degi ný líf sem bæta blæbrigðum við veröldina í stað þeirra sem hafa fengið sinn tíma. Einnig myndi ég benda því á mikilvægi þess að þiggja huggun frá vinum og vandamönnum (þessum áþreifanlegu) því að hún getur fleytt manni yfir erfiðasta hjalla sorgarinnar afbragðsvel …Þetta og meira til sagði presturinn við mig þegar áfall varð í mínu lífi … málið er bara að sumir trúa því (já, virkilega!) að manns sé beðið hinumegin, og að það sé hægt að setja traust sitt á guð, í hvaða mynd sem maður trúir á hann. Og til þess eru prestarnir, að segja þeim þetta sem vilja heyra það …
Khomeni – þetta þykir mér svolítið langt gengið í framhleypninni hjá þér. Finnst þér þú ekki fara aðeins yfir strikið með því að kalla heimssýn mína ógeðfellda og bölsýnisbaul, og ásaka mig um mannfyrirlitningu, án þess að rökstyðja það með öðru en því að þér líki ekki að hugmyndir kristninnar séu kenndar í skólum? Hugsaðu aðeins málið.
Og Árni – þetta þykja mér vera alhæfingar. Fæstir sem ég þekki (ég sjálf þar á meðal) passa í neinn af þessum flokkum, því miður!
-Nanna.
Þetta er rétt hjá þér Nanna. Ég notaði alltof sterk orð. -Afsakið. þessi orð lýsa skoðun minni á krisitndómnum en eiga auðvitað ekkert við fyrir þá kristnu. Afsakaðu aftur. Ég er viss um að þú ert ekki endatímabaulari heldur geðfeldasta manngerð kristins einstaklings. Manngerð sem á sorglega litla samleið með "ritningunni". -Bara góð manneskja með heilbrigða siðferðiskennd sem þvi miður sækir sér (ganglausan) stuðning og réttlætingu í 2000 ára gamlar endatímakenningar.
Gott siðferði hefur ekkert með trú að gera en getur alveg þrifist innan ramma trúar. Gott siðferði þrífst jafn vel utan trúarkenninga sem innan þeirra.
Ég hvet þig til þess að lesa biblíuna. Það er besta leiðin til að gerast trúleysingi. :)
Nanna: þú sagðir "en ég sé ekki alveg hvernig vantrúarleg huggun færi fram" sem er hægt að skilja þannig að þú getir alls ekki ímyndað þér að það sé hægt að hugga fólk í sorg öðruvísi en að blanda trú inn í það.
Slíka fordóma kann ég mjög illa við. Huggun frá vinum og vandamönnum er mjög áhrifarík og er eitthvað sem ætti ekki að gera lítið úr.
Kristín - fyrirgefðu misskilninginn, það er alls ekki það sem ég átti við. Ég veit það af eigin reynslu að það er fátt mikilvægara á erfiðum stundum en að hafa vini og vandamenn hjá sér til að styðja sig, ég er alveg sammála þér með það, og ég vil ekkert síður en gera lítið úr mikilvægi þess.
Það sem ég átti við með því sem ég sagði er að ég sé ekki hvað sérstök vantrúarleg huggun ætti að hafa fram yfir huggun t.d. skólasálfræðings, þar sem báðir aðilar myndu væntanlega segja eitthvað á þá leið sem þú sagðir (og það eru mjög skynsamlegir hlutir og réttir, ég myndi sjálf segja eitthvað á þessa leið), og því væri ekki nauðsynlegt að hafa vantrúarfulltrúa í þessum aðstæðum þar sem hann myndi gegna alveg sama hlutverki og skólasálfræðingurinn. Mikilvægt hlutverk, já, en ekki nauðsynlegt að hafa tvo í því. Trúarleg huggun myndi hins vegar bæta því trúarlega við fyrir þá sem það vildu heyra, þ.e., myndi gegna aðeins öðruvísi hlutverki en skólasálfræðingurinn - það sem ég vildi sagt hafa er að vantrúarleg huggun væri "bara" venjuleg huggun, á meðan trúarleg huggun myndi bæta því við sem tilheyrir trúarlegu hlið huggunarinnar.
Ég vona að þetta leiðrétti misskilninginn ... auðvitað er alveg hægt að veita huggun án þess að blanda trú inn í það, málið er bara að margir kjósa huggun með trú, því hún er fínasta huggun ef maður er á annað borð trúaður.
Khomeni sagði eftirfarandi sem þú, Nanna, varst í raun að svara:
"-Hvernig litist ríkiskirkjufólki á það að inn í öllum skólum væri skyldunámskeið um trúleysi? -Hvernig litist ríkiskirkjufólki á það að fulltrúi Vantrúar væri hluti af starfsliði skólans til þess að "styðja" og "hlúa að" nemendum skólans á erfiðum tímum (t.d þegar gæludýr fellur frá)"
Það væri í raun miklu eðlilegra að trúlaus einstaklingur sinnti þessari þjónustu heldur en trúmaður. Þrátt fyrir að sumir haldi að trúleysi séu trúarbrögð þá er það ekki rétt. Trúleysi er einfaldlega það sem felst í orðinu sjálfu: LÍF ÁN TRÚAR
Fyrir vikið væri trúlaus manneskja sem hleypt yrði inn í skólana til að hugga og styðja við nemendur miklu betri kostur. Hún væri nefnilega alveg HLUTLAUS þar sem hún hefur enga trú til að þröngva upp á börnin og líf og gerðir trúlausra eru alveg lausar við það að vera litaðar af einhvers konar trúarritúölum eða trúarboðun.
Trúleysi fylgja engar hefðir aftur úr fornöld, hindurvitni, vafasöm sannleiksboðun, synda- og óttainnræting, útskúfun, aðgreining í réttláta og syndara og þar fram eftir götunum.
Trúleysi felur það einfaldlega í sér að ég vil njóta þeirra tækifæra sem mér bjóðast í lífinu án þess að trú komi þar nokkuð nærri. Ég nýt þess að hlúa að þeim sem mér þykir vænt um án þess að trú komi þar nokkuð nærri. Ég nota sjálfstæða siðferðisvitund mína, sem er byggð á þeim lærdómi og leiðbeiningum sem ég hef fengið í lífinu og tengist trú á engan hátt, til að breyta rétt gegn samferðamönnum mínum. Ég nýt lífsins í gegnum það að sjá börnin mín vaxa og þroskast og verða vel gefnar og hugsandi manneskjur. Ég nýt lífsins í gegnum það að rækta fjölskyldu- og vinabönd mín. Ég nýt lífsins í gegnum það að læra nýja hluti og þroska mig.
Ég hef ekki nokkra þörf fyrir trú í lífi mínu og ef það yrði einhverju barni hvatning til að afneita trúarbrögðum þá er það ekki vegna "trúleysisboðunnar" heldur vegna þess að það sæi að það er augljóslega hægt að lifa ríku og fullnægjandi lífi án trúar.
Ég þarf ekkert að segja til að barnið komist á þá skoðun. Ég þarf einungis að lifa mínu lífi án þess að tengja trú við það til að barnið sjái það að trúin sé óþörf.
En ætli ég sé ekki barasta komin eitthvað út fyrir efni greinarinnar...
Eitt í viðbót Nanna (í ljósi nýjstu afhjúpunnarinnar um hómófóbíu ríkiskirkjunnar). Ég baðst afsökunar á orðum mínum hér að ofan. Ég fór yfir strikið og notaði orð sem voru óviðeigandi. Ég beindi orðum mínum ekkert að þér persónulega þegar ég beindi orðum mínum til þeirra kristnu:
"Lát oss í friði fyrir ykkar ógeðfeldu heimssýn og bölsýnis-bauli, heimsendadýrkun og mannfyrirlitningu".
ég stend við hvert orð þótt þau eigi kannski ekki erindi í vefspjall. Virðulegri orð eru auðfundin og ættu betur við.
Ég minnist þess þó að biskupinn í ríkiskirkjunni viðhafði særandi og ósæmileg orð yfir þá sem aðlyllast ekki trú. Ósæmileg orð um mig, börnin mín (sem eru alin upp í trúleysi) og vini mina hér á Vantrú. Hvað í knýr æðsta embættismann stærsta trúfélagsins til þess að fara særand orðum um einn þjóðfélagshóp í samfélaginu okkar?
Hvað varðar hómófóbíu ríkiskirkjunnar þá verð ég nú bara að segja að ég skil ekki í því góða fólki sem er samkynhneigt að vilja nokkuð við þetta ríkiskirkuapparat að hafa. -Ég bara skil það ekki. -Ekki boffs!
Ég spurði eitt sinn einn kristling sem er iðinn við að reyna að snúa okkur vantrúarfólki hvort hann teldi móður mína vera hóru (sbr orð Jesúsar um að sá drýgir hór sem skilur við maka sinn, sem horfir girndaraugum á annað fólk osfr.). Nokkuð stóð á svari frá kauða (sem er óvenjulegt) og loks eftir 3 daga yfirlegu komst hann að þeirri niðurstöðu að mamma mín væri hóra. -það væri bara svoleiðis (hún hefur giftst tvisvar sinnum)
þetta er álíka með afstöðu ríkiskirjunnar til samkynhneigðra. Eftir mikla yfirlegu liggur niðurstaðan ljós. -Hómósexualismi er synd og gay fólk nýtur ekki sömu réttinda og þeir sem eru straight. Kannski má segja um homma og lesbíur sem vilja endilega tilheyra hinni hómófóbísku ríkiskirkju að... þangað leiti klárinn þar sem hann er kvaldastur.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Kristján Hrannar Pálsson - 22/04/07 11:57 #
Þetta er fyndið. Ætli öll önnur æskulýðsstarfsemi sé þá gagnslaus?
Mikil og víð er sú tímaskekkja sem biskupinn okkar lifir í.