Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

María Sigurðardóttir miðill - Besti svikamiðill á Íslandi?

Það var í sumar að ég ákvað að skella mér til miðils. Ég hafði sterkar skoðanir á miðlum og yfirleitt neikvæðar. Ég hafði sem unglingur farið til spákonu en sá fundur gerði ekkert fyrir mig. Ég man eiginlega ekkert af þessum fundi nema það að ég var ferlega skotinn í stelpunni sem plataði mig á fundinn. Ég ákvað að eyða ekki tíma mínum í það hlusta á einhverja rugludalla og aflaði mér upplýsinga um besta miðil á Íslandi. Heimildamaður minn nefndi nokkur nöfn en í að lokum sagði hann „María Sigurðar hjá Sálarrannsóknarfélagi Suðurnesja er langbest - það er bara mjög erfitt að fá tíma hjá henni. Biðlistinn er margir mánuðir“. Við þessi tíðindi var ég alveg viss hvaða miðil ég vildi hitta.

Ég hringdi í Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja og pantaði tíma. Átta mánuðum síðar var hringt í mig og ég var boðaður á fund með Maríu Sigurðar, besta miðli á Íslandi. Þegar ég fór á fundinn var ég fyrir tilviljun í jakkafötum og vel til hafður, nýgreiddur og í pússuðum skóm. Hafið það í huga þegar þið hlustið á miðilsfundinn. Fimmþúsundkallinn sem ég borgaði fyrir þessar 30 mínútur var vel varið því að eftir þennan fund með besta miðli á Íslandi var ég algerlega viss um að miðlastarfið er einungis leið svikahrappa til að hafa fé af fólki. Það er alveg fimmþúsundkallsins virði!

Hér mun ég fara yfir miðilsfundinn með Maríu, þið getið sótt upptöku af fundinum [mp3 skrá, 34:58, 4MB] og hlustað á samtalið í heild. Athugið að á einstaka stöðum hafa auðkennandi upplýsingar verið fjarlægðar úr hljóðskránni og upptakan endar snögglega þar sem María ræðir um íþróttir. Ég mæli með því að þið hlustið á upptökuna.

María byrjaði að tala um afa minn sem átti að vera „farinn“. Ég er 35 ára og satt best að segja eiga ekki margir jafnaldrar mínir afa eða ömmur á lífi. Hún talaði vel um afa minn og sagði hann vilja alltaf hafa eitthvað fyrir stafni. Þetta er eiginlega ekki rétt. Afi fór á eftirlaun 61 árs eftir áratuga starf í banka. Hann hafði hreint út sagt ekkert mikið fyrir stafni. Afi segir mér að ég sé að það „vex allt sem er í kringum mig“. Næst spyr María hvort „ég hlúi mikið að fólki og margir leiti til mín“. Ég kannast nú ekki við það en þetta er einmitt spurning sem margir vilja heyra. Spurning sem felur í sér klapp á bakið og ýtir aðeins undir „ég er góð manneskja“ –tilfinningu sem margir þrá. Ég er alveg viss um að María hefði spurt öðruvísi hefði ég mætt í „venjulegu“ fötunum mínum.

4:29 spyr María „hver er Sigurður“. Þetta er nú frekar algengt nafn en enginn Siggi í minni fjölskyldu! Eftir smá þreifingar segi ég Maríu að afi minn móðurmegin hét Sigurbjörn. Hún kinkaði kolli eins og hún hefði verið með nafnið á vörunum. Hún spyr „var hann orðin svona grár þegar hann fór?“ Svarið er nei. Afi var eiginlega nauðasköllóttur, gekk gjarnan með hatt og ók um á Minibifreið.

6:17 mín eru liðnar spyr María mig hvort ég tengist eitthvað erlendis. Jú ég á bróður og systur sem búa erlendis. En hver á ekki ættingja sem býr erlendis? Hún segir síðan að amma hafi verið létt og kát kona. Þetta er af og frá. Amma mín átti erfitt líf, átti ólst upp við mikla fátækt og eignaðist ung fatlað barn. Hún varð heilsulaus og mamma mín segir mér að hún hafi aldrei verið hamingjusöm. Ég er viss um að enginn myndi lýsa ömmu minni sem „kátri konu“. Ég man aldrei eftir að amma mín hafi sungið nokkurn tímann þótt María hafi fundið „mikinn söng í kringum hana“.

7:27 er liðnar spyr María um Önnu, „sem er farin“. Enginn Anna í fjölskyldunni. Skot út í myrkrið hjá besta miðli á Íslandi! Núna fer María að tala um mjög almenna hluti um að ég eigi að horfa fram á við og ég sé að sortera. Svo spyr hún „ertu alltaf á ferð og flugi“. Munið að ég var vel til hafður í jakkafötum. „Flugvél upp og flugvél niður“ segir María. Vegna vinnu minnar þarf ég að skutlast mikið svona 4 daga í mánuði. Allar ferðir í bíl og ég hef ekki farið í flugvél síðan 2004. „Ertu eitthvað að vinna í banka?“ segir María. Nei. Ég segi henni hvað ég starfa við. (þurrkað af bandinu) Svo koma almennar ráðleggingar. „þú átt að biðja fólk um að rétta þér hjáparhönd“

11:15 segir María „tengist þú til Danmerkur?“ Svarið er nei. Ég bjó í Kaupmannahöfn árið 1995. Mamma bjó þar á hippatímabilinu.

12:50 er komin kona. Um sextugt. Maríu verður „þungt“ þegar hún kemur. „Veikindi eða slíkt“. Nú ég tengdi við eina frænku mína. Svo fór ég að hugsa. Krabbamein er algengasta dánarorsök kvenna og þegar fólk er orðið 35 ára þá er mjög líklegt að maður þekki einhvern sem hefur dáið úr krabbameini. Svo talar María vel um konuna sem er „á línunni“. Svo koma heilræði að handan sem eru hvort í senn ráðgefandi og huggandi.

15:51 Kemur maður sem hefur drukknað. Enginn sem ég þekki. Ungur maður sem er blautur. Vestur segir hún „farðu vestur“. Nú er það svo að fjölskylda mín á sumarbústað á Snæfellsnesi, og einn fjölskyldumeðlimur lést á voveiflegan hátt fyrir nokkrum árum. Hann drukknaði nú ekki en fannst nokkuð blautur. María sér að mér er nokkuð brugðið og lýsir honum. Frekar hlutlaust. Hún segir hann ekki skyldan mér en „tengdan mér“. Þessi sem ég hafið í huga var frændi minn. Svo spyr hún mig hvort ég finni fyrir kulda. Þessi spurning kom mér alveg á óvart og ég bara kóaði fyrir Maríu besta miðli á Íslandi! Aftur koma heilræði að handan. Ég þarf að „kyrra hugann líka“. Er eitthvað óeðlilegt að 35 ára manneskja þekki einhvern sem hefur látist á voveiflegan hátt?.

20:08 langar mig að heyra í ömmu minni. „Var hún orði gráhærð þegar hún fór, ekki hávaxin“. Eru gamlar konur ekki allar gráhærðar og smávaxnar? Amma mín litaði á sér hárið reglulega og var yfirleitt með óaðfinnanlegt hár. Svo kemur atriði sem ég fattaði síðar. Ég spyr um ömmu mína. Hún spyr á móti. „Voruð þið náin“. Auðvitað vorum við náin! Ég er á miðilsfundi að spyrja um hana! María heldur áfram og segir að amma mín hafi verið trúuð. Svarið er nei. Hún var ekkert sértaklega trúuð. Svo segir hún að amma hafi gefið svo mikið af sér til allra og ekki bara í ættinni. Þetta er rangt. Amma var ekkert mikið fyrir fólk nema sína nánustu. Var oft og tíðum hryssingsleg við heimilishjálpina og ókunnuga. Svo kom fullyrðing sem er alröng. María segist sjá svo mikið af pönnukökum í kringum hana. Þetta er alrangt. Amma mín elskuleg, var afar lítið fyrir bakstur og eldamennsku og viðurkenndi það oft fyrir mér. Þarna er María að taka sénsinn á því að amma sé erkitýpan af „ömmu“.

22:36 spyr María hvor ég eigi von á barni. Ég er 35 ára. Alls ekkert kominn úr barneign. Það getur vel verið að ég eignist fleiri börn. Svo segir María að amma hafi verið mikil barnakona. Nei. Hún átti bara 2 börn og var ekkert sérstaklega mikið fyrir börn. Amma var stundum stríðin. Hver er það ekki stundum? Nú kemur gömul klukka fram. Tréklukka! Hver man ekki eftir gamalli tréklukku uppi á skáp hjá ömmu og afa. Það voru svona klukkur í öðru hvoru húsi fyrir 50 árum!

25:40 þarf ég að draga nokkur spil. Sem betur fer komu „björt“ spil og fyrirtækið mitt á eftir að ganga vel. Margar hugmyndir í gangi í dag (ein var að láta þennan fund á vantrú.is).

28:59 segir María dóttur mína 8 ára vera stjórnsama og maður þurfi ekki að hafa áhyggjur af lærdómi osfr. Þetta er bara vitlaust. Dóttir mín er ekki stjórnsöm og frekar inn við sig. Tekur oft feimnisköst og það þarf mikið að hafa fyrir því að hún læri heima. Þessi lýsing Maríu á dóttur minni er alröng.

Þessi miðilsfundur var frekar mikil vonbrigði. Ég var hálfpartinn að vona að ég fengi staðfestingu á einhverri yfirnáttúru. En í staðinn fékk ég staðfestingu sem var miklu betri. Ég fékk staðfestingu á því að ef María Sigurðardóttir er besti miðill á Íslandi þá hljóta hinir að vera grátlega lélegir, María var nefnilega ömurleg. Ég hefði getað gert betur. Það var svo augljóst að hún var að nota háttlestur (e. cold reading) á mig. Hún dró ályktanir af því hvernig ég var klæddur, bindinu sem ég var með, skónum, fasinu (kom aðeins of seint). Svo hafði hún bara rangt fyrir sér með nánast öll atriði sem hún tiltók! Ekki bara rangt, heldur kol-rangt fyrir sér. Ég fékk sterklega á tilfinninguna að hún væri stöðugt að veiða upplýsingar upp úr mér. „Hver er Anna?“ Sagði María. Enginn Anna sem ég þekki. Ef hún hefði rambað á nafn sem ég tengdi eitthvað við hefði spáin orðið önnur!

Ég hvet ykkur hlustendur góðir að reyna að tengja persónulega við „spána“ hennar Maríu og reyna að túlka það sem hún segir við mig í ykkar persónulega lífi. Hver vill ekki heyra að „allir séu að leita til manns“ og að „ég þurfi að hætta að hugsa svona mikið um aðra og byrja að sinna mér sjáfum“. Þetta eru frekar ómerkileg trikk sem höfða til okkar dýpstu sjálfselsku. Þetta er heilastöð sem gæti kallast „aumingja ég“ heilastöðin. Miðlar reyna mikið að virkja þessa stöð heilans.

Eftir þennan fund með Maríu Sigurðardóttur, besta miðli á Íslandi, hefur vegsemd miðlastéttarinnar ekki aukist í mínum huga og var þó frekar léleg fyrir. Þetta er í mínum hug blygðunarlaus fjárplógsstarfsemi sem beint er að þeim sem syrgja, þeim sem eru í erfiðleikum og þeim sem eiga bágt. Það er ljótt að hafa fé af fólki sem þannig er ástatt um en miðlinum Maríu er alveg sama. Ég vonast til þess að fólk fari að líta þessa gjaldmiðla þeim augum sem þeir eiga skilið.

Khomeni 02.02.2007
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin , Klassík )

Viðbrögð


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 02/02/07 10:23 #

Ha,ha, það stórkostleg skemmtun að hlusta á þessa þvælu. Það er alltaf sama sagan með þessa anda, þeir vita aldrei sitt eigið föðurnafn né nokkurn skapaðan hlut fyrr en gjaldmiðillinn er búinn spurja fjölda spurninga fyrir þeirra hönd og þá koma einhver skot út í loftið um litlar gráhærðar konur sem baka pönnukökur.

Það á að senda Neytendastofu á þetta pakk, þetta er ekkert annað en fölsuð vara og svikin þjónusta. En gott grín.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 02/02/07 10:59 #

Sem hluti af námi mínu í dulsálarfræði, eða öllu heldur starfi fyrir Erlend Haraldsson dósent, fór ég til breskrar spákerlingar, sem var hér á landi. Árangurinn og aðferðinn var afar svipuð - ámátlegt fisk og fálm.

Ég fór líka á hópfund með þessari konu hjá Sálarrannsóknarfélaginu og gleymi aldrei þegar hún sá stóð af hestum stökkva fram í salinn - og um 20 manns könnuðust við hrossin.


Haukur - 02/02/07 11:02 #

Þetta er skandall en svona er fólk vitlaust að borga fyrir þetta


danni - 02/02/07 11:03 #

þú ættir að specca south park þátt sem heitir Biggest douche in the universe.. það er bara stærsta miðlasamsæri í heimi liggur við. ;)


indi - 02/02/07 12:22 #

já það er alveg grátlegt að "miðlar" komist upp með að féflétta syrgjandi fólk, og svo þeir sem að eru böstaðir við að gera þetta án nokkurra yfirnáttúrulega hæfileika segja að þetta sé betra fyrir syrgjendur og gefi þeim ró að fá einhverjar upplýsingar um hina framliðnu, en það er bara vanhelgun á minningu ástvina þeirra að skálda einhver hinstu orð og festa það í hausnum á ættingjum og vinum í stað þess að hafa sjálfa manneskjuna í minnum sínum.

og ég verð svona í endann að mæla með Pen & Tellers Bullshitt, það er þáttasería sem að er nýlega byrjuð og er fyrsti þátturinn í fyrstu seríu um þetta efni og heitir hann talking to the dead.


Jón - 02/02/07 12:29 #

ég hef aldrei haft mikla trú á þessu enn ég hef heyrt einn miðilsfund sem var eithvað skrítinn. systir mín fór til miðils, fljótlega eftir að besti vinur okkar framdi sjálfsmorð og miðillinn nefndi götunafnið sem hann bjó í og hvað hann var kallaðar sem er mjög óalgengt nafn. samt mér hefur alltaf grunað að hann hafði þessar upplýsingar þar sem við búum út á landi og allir vita allt um alla þetta var bara of mikið. og ef hún fékk þessar upplýsingar er þetta mjög slæmt því systir mín var í rusli eftir þenan fund


Svanur Sigurbjörnsson - 02/02/07 12:37 #

Frábær vinna og grein hjá þér. Flettum ofan af þessari svikastarfsemi.
Baráttukveðjur


Sveppi - 02/02/07 12:37 #

Gat ekki hlustað á þetta allt, verð að segja að þessi gella er ekki að gera sig!


Óli Tómas - 02/02/07 12:38 #

Haha, snilld. Maður spyr sig nú bara....hvenær ætlar fólk að ná þessu? Hvernær kemur sá dagur að allir hafa náð því að þetta er bara svindl? Og eins og "Aiwaz" sagði, þá er voðalega merkilegt að fyrst að hinir framliðnu geta talað við miðlana góðu, af hverju verða þeir þá alltaf að tala í gátum? Af hverju geta þeir ekki bara sagt: "hey þetta er Bjössi bróðir hans Bigga sem var besti vinur hennar Lísu, mannstu þegar við...."


Þorsteinn - 02/02/07 12:45 #

Mæli með að þú skoðar fyrsta þáttinn í fyrstu seríu Penn & Teller - Bullshit því þar er einmitt farið yfir þessi miðlamál og þau gjörsamlega jörðuð.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 02/02/07 12:47 #

Pottþétt að þessir miðlar kanni mann aðeins áður en fundurinn hefst. Nógur er tíminn satt að segja. ég beið í 8 mánuði eftir tíma.

Auðvitað er þetta krapp alltsaman ef miðlar gætu það sem þeir segja þá væri starfið þeirra ekki svona dúbíus.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 02/02/07 12:53 #

Hér er hægt að horfa á Penn&Teller þáttinn sem Þorsteinn minnist á í þarsíðustu athugasemd. Ég mæli með honum.


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 02/02/07 13:21 #

Ég gæti best trúað því að miðlar sem taka fúsk sitt alvarlega fylgist kerfisbundið með dánarfregnum og minningargreinum og ef einhver hefur svipt sig lífi, þá leggi þeir það á minnið. Jón frá 300 manna þorpinu Þ, eða Kalli úr hverfinu H, sviptir sig lífi. Svo kem ég, frá sama þorpi eða úr sama hverfi og er á sivpuðum aldri og þá er ágætur séns að við höfum verið saman í skóla eða eitthvað. Ég meina, þetta er nú ekki stórt samfélag sem við búum í.

Ég mundi meira að segja giska á að íslenskur miðill ætti auðveldara með að giska eða grísa á rétt heldur en suður-kóreskur eða argentínskur miðill, ef hann væri að eiga við íslenskan kúnna, vegna þess að hann hefur meiri þekkingu á íslenskum aðstæðum. Það væri reyndar verðugt rannsóknarverkefni.

Khomeini, hvernig var það annars, þegar þú pantaðir tíma, gerðirðu það þá undir réttu nafni þínu?


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 02/02/07 13:27 #

Nei. Khomeni er mitt rétta nafn :)


Arni - 02/02/07 14:22 #

Endilega E-mailaðu þessu á fleiri staði svo þetta miðla lið fari aðeins að hafa sig hægan..þetta gengur ekki !!


tvístígandi - 02/02/07 15:13 #

sjálf fór ég á fund erlendis hjá ísl.midli sem vissi ekki betur en ad ég vaeri búsett tarna en ekki í árs vinnu. Hann fékk bara gaelunafnid mitt og ég pantadi med dagsfyrirvara.Einhverra hluta vegna gat hann sagt mér heilmikid um látinn bródur minn,svo og ommu mína og samskipti okkar fedgina.ALLT sem hann sagdi stódst og hefur komid fram sídan.Tetta var fyrir tíma ad allir gátu leitad uppl.um alla á netinu. Og svo ad ég geti sagt hann hafi ekki lagt minningargrein á minnid tá var engin grein skrifud. Í tessu tilfelli trúi ég. En ég hef farid hjá nokkrum sídan en gafst upp eftir 3-4 ferdir til teirra "faerustu" tar á medal einn fraegan talnaspeking og kom tá bara bull.


Flugnahöfðinginn (meðlimur í Vantrú) - 02/02/07 15:44 #

tvístígandi, þessi miðill sem þú hittir erlendis hefur verið bara svona ansi góður í háttlestri (e. cold reading) Ásetnigur og löngun þess sem heimsækir miðilinn ræður mjög miklu um árangur miðilsinns. Hugsanlega hefur löngun þín til að heyra frá framliðnum verið mjög sterk og því hefur þú gefið honum mikið af vísbendingum jafnvel þótt þú hafir ekki verið meðvituð/aður um það.


Heiðrún - 02/02/07 16:17 #

Ég hef alla æfi trúað á "yfirnáttúrulega hluti" og eru margir í fjölskyldu minni gæddir þeim hæfileika að sjá meira en aðrir. Miðill og skyggn er ekki það sama því miðill í flestum tilfellum er aðeins leið til að plata þá sem eru fullkomnlega lokaðir á lífið í kringum sig.S kyggnigáfa er eitthvað sem ekki er auglýst af þeim einstaklingum sem hana hafa og í flestum tilfellum halda þeir henni fyrir sig og sína. Maður sem ég þekki getur ekki tekið í hendurnar á neinum að fyrrabragði því hann veit ekki hvort viðkomandi sé lífs eða liðinn,hann talar ekki um það við hvern sem er heldur aðeins nánustu fjölskyldumeðlimi. Ég þekki en annan sem getur ekki fengið sér í glas eða verið í kringum drukkið fólk því þar eru svo vonadar tilfinningar að hann einfaldlega telur það ekki þess virði. Ég sjálf veit alltaf hvort ég á von á heimsóknum þar sem eitthver kemur og lætur mig og í hvert skipti sem ég hef gert eitthvað af mér frá því ég var barn hefur langamma mín lagt hendina á öxl mér til að halda aftur af mér.

Ég er ekki miðill og ekki skyggn en ég tek bara betur eftir en aðrir. Þetta er til þarna úti, óútskýranlegir hlutir, hlustið bara einu sinni á eðlishvötina í staðinn fyrir að bæla hana niður, við erum nú einusinni dýr. Mér finnst gott hjá þér að leita eftir þessu en ekki leita of mikið því þetta finnur þig á endanum. Svo er um að gera að muna að það er til fólk í þessum bransa sem veit ekkert meira en hver annar, alveg eins og í öllum öðrum greinum, það er einnig til fólk þar sem veit sínu viti.


Nanna - 02/02/07 16:25 #

Systir mín fór eitt sinn á miðilsfund fyrir nokkrum árum. Hún var álíka efins og þú. Hún fékk spólu sem út af vonbrigðum var komið fyrir í kassa í geymslu. Ekker á spólunni var það sem hún var á leiðinni að gera og ekkert nálægt því einu sinni. 4 árum síðar flytur hún og spólan kemur aftur upp á yfirborðið. Af forvitni ákveður hún að hlusta og ég hlustaði með henni. eftir því sem leið á varð hún fölari og fölari. Allt sem miðillinn sagði hafði gerst. Það var eins og hann ræki sögu hennar í smáatriðum þar til nú.

Burt frá því hvort miðlar séu raunverulegir eða ekki þá hefur fólk gaman af þeim. Þeir hafa hjálpað fullt af fólki, jafnvel meir en sálfræðingar. Fullorðið fólk hefur val hvort það borgi fyrir þessa þjónustu og það má búast einmitt við því að fá svipað og þú fékkst út úr þínu viðtali. Ég veit ekki alveg við hverju þú bjóst, hehe en þetta er nákvæmlega það sem miðlar gera, ekkert minna og ekkert meira. Svo er bara sppurning um viðhorf


Hildur - 02/02/07 16:56 #

Hlustaði ekki á þetta, en í ljósi þess að þetta fjallar um miðla má ég til með að segja frá minni reynslu af því að fara til miðils.

Miðillinn sagði: Þú ert mjög skarpgreind stúlka og vinnusöm. Því gat ég ekki neitað enda vil ég trúa að það sé satt.

Svo hélt miðillinn áfram: -Móðuramma þín er dáin hið rétta er að móðuramma mín er með frískustu sprelllifandi konum landsins.

-þú ert í sambúð hið rétta er að ég bý ein

-þú og maðurinn þinn eigið í smá erjum hið rétta er að ég er einhleyp

-þú átt bróður sem er þunglyndur hið rétta er að ég á bara systur sem eru mjög lífsglaðar

Og síðast en ekki síst:

-og þú ert ólétt hið rétta er að þá yrðimeyfæðing -en kannski gerist slíkt reglulega á 2000 ára fresti!


Svanur Sigurbjörnsson - 02/02/07 17:08 #

Viðhorf Nönnu endarspeglar stórt brot þjóðarinnar. "Það er í lagi að láta ljúga að sér svo framarlega sem manni líður betur eftirá". Kannski er það ekki orðað svona en þetta er í raun málið. Það má líka segja "það er í lagi að blekkjast svo framarlega sem það hjálpar". Margir fullyrða að miðlar og fólk sem ég kalla kuklarar hafi hjálpað því og öðrum. Það hefur upplifað einhvern létti eða betri líðan eftir að hafa verið hjá kuklaranum.

Þetta eru hin dæmugerðu lyfleysuáhrif, þ.e. haldi maður að eitthvað sé að gera gott fer manni að líða betur um stundarsakir. Lyfleysuáhrif þverra með tímanum þannig að eftir kannski 5-10 skipti af slíkri tómri meðferð fara áhrifin að dvína eða hverfa.

Svikahrappar sem nota þetta eru misgrófir. Dæmin spanna frá 2000 kr. remidíum upp í falsaðar aðgerðir (Filipseyjar)eða efnasull á hundruði þúsunda við krabbameinum. Þ.e. frá t.t.l. saklausri lygi upp í alvarlega svikamillu og leik með líf og heilsu fólks.

Þessi alvarlegri brot hljóta að grassera meira í umhverfi þar sem ekkert gert við minni brotunum og ekkert gert til að kenna fólki að greina á milli vísindalegrar meðferðar og fantasíu.

Ef þú getur bent mér á haldbærar rannsóknir sem sýna að miðlar hafi hjálpað meira en t.d. sálfræðingar eða læknar við ákveðnum vandamálum skal ég taka þig trúanlega. Öll mannleg samskipti á jákvæðum nótum geta verið hjálpleg en það er svívirða að lokka fólk til sín á forsendum ímyndaðrar sýnar inní "aðra heima" og ljúga það fullt af bulli um látna ættingja.


Nonni - 02/02/07 17:17 #

Sönn saga frá Íslandi:

Kona er að skilja við manninn sinn. Hún fer til frægs talnaspekings sem ég man ekki hvað heitir en mig minnir "Gísi" eða "Gíslason" (þó ekki viss).

Hann segir henni að skilnaðarmálið muni allt fara vel.

Mánuði síðar er hún myrt af eiginmanninum sínum!

Ég veit að þessi fundur var tekin upp.


Hafþór Örn (meðlimur í Vantrú) - 02/02/07 18:01 #

Frábært framtak, meira af svona!


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 02/02/07 18:25 #

Miðilsstarfið er eitthvað það óprúttnasta sem hægt er að ímynda sér. Auðvitað veit þetta fólk að það er að plata samborgar sína. -Auðvitað. Hugsið ykkur að vera miðill og taka á móti syrgjandi fólki.. Hugsið ykkur að hafa geð í sér að hafa fé af fólki sem þannig er ástatt um. -Hugsið ykkur!


Sigurður Árni - 02/02/07 20:05 #

http://youtube.com/watch?v=NwC3l6FS3n0


Steini - 03/02/07 01:39 #

Horfði enginn nema ég á þáttinn með breska töframanninum um daginn í sjónvarpinu. Hann spáði þá fyrir hóp af fólki þar sem hver fékk sitt umslag með þriggja síðna greinagerð um æfi viðkomandi. Flestir voru yfir sig hrifnir yfir því hversu vel lýsingin passaði og botnuðu ekkert í því hvernig hann færi af þessu. Þá lét hann þau skiptast á lýsingum og kom í ljós að alli fengu sömu lýsinguna!!! Hann prófaði þetta í nokkrum löndum víða um heim og árangurinn var alltaf sá sami, fólk var alls staðar jafn gáttað á því hversu lýsingin passaði vel við það. Og þarna kemur ekki einu sinni inn í leiðandi spurningar ofl. sem miðlarnir geta beitt!! Hlustaði stundum á Þórhall miðil í útvarpinu og það var ótrúlega pínlegt á köflum en samt heldur fólk áfram að trúa á þetta bull.


Guðmundur D. Haraldsson - 03/02/07 04:41 #

Það sem Steini talar um kallast Forer effect. Vel þekkt fyrirbæri.


jogus (meðlimur í Vantrú) - 03/02/07 12:36 #

Bréfið sem Derren Brown notaði í þessum þætti má sjá í bókinni hans Tricks of the Mind og einnig útskýringar hans á því hvers vegna það höfðar svona vel til allra. Mæli með þessari bók.


Anna Panna - 03/02/07 13:21 #

En þótt margir miðlar séu fúskarar, kannski flestir sem taka greiðslu fyrir þjónustuna, held ég að það þýði ekki endilega að fólk geti ekki haft skyggnigáfu, maður má ekki vera of fljótur að dæma út frá einum miðli...sumir taka t.d. aldrei greiðslu fyrir að hjálpa fólki á þennan hátt. Því sem hefur t.d. verið spáð fyrir móður minni þegar hún var ung hefur allt ræst í dag, og mér finnst hæpið að sú spákona hafi verið að blekkja enda græddi hún ekkért á því. En ég er fullviss að mikið er um fúskara sem nýta sér sorgir annarra og auðtrú.


viddi - 03/02/07 15:03 #

Mér finnst svona miðilsbrögð vera einkar óprúttin, og mér finnst líka furðulegt að fólk skuli kaupa þetta, ég hlustaði á skrána og glápti á þennan Penn Og Teller þátt og ég bara sé ekki hvernig fólk kaupir þetta, þetta er svo gegnsætt.

En annað sem ég tók eftir og finnst virði að minnast á er að allir þeir sem á þessum þráði hafa tjáð trú sína á miðla eða á einhver hátt gefið í skyn að slík gáfa sé yfirhöfuð til er allt kvenfólk, er kvenfólk ginkeyptara eða sækja konur yfirhöfuð meira í svona heldur en karlmenn? Maður sér þetta líka í tengslum við allskonar Ný-aldar bull, oftar en ekki eru þetta konur sem kaupa þetta og konur sem selja þetta.


Akureyrarmær - 03/02/07 21:55 #

Ég fór til spákonu, 19 ára gömul. Ég var kasólétt og án þess að ég hefði rætt það við einn eða neinn, sagði hún við mig "barnið hefur sömu sál og barnið sem aldrei kom" Ég spáði svosem ekkert í þvi, fyrr en kom útúr faðernisrannsókninni. Þá hafði ég farið í fóstureyðingu ung og sami maðurinn var pabbinn að báðum börnunum. Allt annað sem hún sagði var eintómt bull og vitleysa. Ég hef líka farið Til Hermundar Rósinkranz, hann sagði ekkert af viti. Það eina sem virkar hjá mér er stjörnuspáin á msn.com, sem ég fæ senda í pósti á hverjum degi.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 03/02/07 22:34 #

Sæl Akureyrarmær. Þó að miðill hafi sagt eina setningu (sem er reyndar mjög opin fyrir túlkunum) sem passar við þig í heilu samtali, þá er það í rauninni ekkert merkilegt. Það væri í rauninni ólíklegt að hún "skoraði" ekki neitt í heilu viðtali. Hér eftir koma nokkar setningar sem allir geta tengt við og fólk vill gjarnan heyra sagt um sjálfan sig...

"Þú ert alltaf að fórna þér fyrir aðra. Þú verður að hugsa meira um þig" "Ég sé ljóma í kringum þig. Þú veist kannski ekki að því en fólk leitar oft til þín" "Amma þín heitin leiðbeinir þér oft. Þú tekur sennlilega ekki alltaf eftir því, en hún er alltaf með þér." "Það er mjög sterk orka í kringum þig. Óvenju sterk. Þú hefur miðislhæfileika".

Ég get haldið áfram. Auðvitað passar sumt sem miðlarnir segja. En þetta eru allt skot út í loftið. Sumir eru reyndar góðir í því að lesa í viðbrögð viðmælenda sinn og sjá strax hvort þeir eru á "réttri leið" með spunann.

Eins og ég sagði þá er þetta miðlastúss eins ógeðfellt og hugsast getur. Þetta háheilaga lið með krossa og kertaljós í hverju horni að hafa svo fé af syrgjandi samborgurum sínum.

Mér blöskar þessi starfssemi.


Kamma - 04/02/07 00:43 #

Ég efast ekkert um að það er fullt af fólki þarna úti sem þykist vera þessum hæfileikum gætt en er það ekki, svokallaðir "gjald-miðlar".

En að mínu mati er María Sigurðardóttir svo sannarlega ekki ein af þeim.

Þið verðið að átta ykkur á því að hjá miðlum er hver fundur tilraun. Stundum gengur vel og stundum ekki. Enda veit ég um dæmi þar sem María hefur sagt við viðmælanda sinn að hún nái ekki almennilegu sambandi og viðkomandi hefur fengið endurgreitt og nýjan tíma ef hann/hún vildi.

Sjálf pantaði ég tíma fyrir mig og systur mína hjá Maríu Sigurðardóttur. Einu upplýsingarnar sem María fékk voru nafnið mitt (fornafnið) og gsm númer, sem var óskráð frelsisnúmer svo hún hefði ekki einu sinni getað fundið út föðurnafnið mitt út frá því, hvað þá meira.

Þegar kom að tímanum okkar komst systir mín ekki svo frænka mín hoppaði inn í staðin, án þess að Maríu eða nokkrum öðrum væri sagt frá þeirri breytingu. Þessi frænka mín var mjög skeptíst og fór afar neikvæð inn til hennar. Hún svaraði eingöngu með já eða nei og gaf ekkert aukalega upp. Samt passaði allt sem María sagði... og það var sko ekkert þetta algenga "amma þín bakaði kleinur" kjaftæði.

Þegar ég fór inn, álíka skeptísk og lokuð talaði María um frænda minn sem hafði látist tveimur árum áður. Hún lýsti honum mjög nákvæmlega í smáatriðum, bæði útliti og persónuleika og hvort tveggja var mjög sérstakt. Eftir það sagði hún mér að hann hefði dáið snögglega, ofkælst. Þá hugsaði ég einmitt "aha, amk eitt atriði vitlaust hjá henni þó allt hitt passi" af því að ég stóð í þeirri meiningu að hann hefði drukknað.

Hins vegar komst ég að því þegar ég fór að ræða um þetta við foreldra mína að þessi frændi minn hafði ekki drukknað heldur ofkælst. Ég veit ekki hvernig hún hefði átt að vita það ef hún var bara að lesa mig, ég vissi ekki betur en hann hefði drukknað. Einnig kom það fram í fréttum daginn sem hann dó að hann hefði drukknað, það var aldrei leiðrétt í blöðunum svo almenningur vissi ekkert um rétta dánarorsök hans.

Þetta var bara eitt af fjölmörgum atriðum sem kom fram þarna. Hún meðal annars talaði um að ég hefði upp á síðkastið hugsað mjög mikið um ákveðið mál, eitthvað sem er mjög sérstakt, óalgengt og furðulegt dæmi. Eitthvað sem enginn hefði getað vitað nema hafa verið inní hausnum á mér síðustu mánuði.

Trúi hver sem trúa vill, því sem hann vill trúa. Ekki skil ég þessa endalausu áráttu að þurfa að fá alla á sitt band. Það þurfa ekki allir að vera eins, með sömu skoðanirnar og sömu trúna.

Lifið heil.


Ósk - 04/02/07 00:52 #

Merkileg rök. "Það er ekki hægt að sanna með óyggjandi hætti að miðlar hafi samband við látið fólk, þess vegna trúi ég þessu ekki"

Allt í lagi... en ef maður setur þetta á hinn veginn?

Það er ekki hægt að sanna með óyggjandi hætti að miðlar hafi EKKI samband við látið fólk, þess vegna er ég opin fyrir öllu.


Jóhannes - 04/02/07 02:48 #

sat er að það er fölk þarna úti að plata annað folk en það er til lika fólk sem er í þessu til að hjálpa öðrum. það má ekki glaimast að allir lika þið werðið einkver timan firir eikenilegri reinslu sem ekki er hægta að skíra sem seigir okkur að allir hafa einkverja skinun bara mis mikla einig meigum við ekki glaima að stærsta vanda mál miðla sem eru að þessu er sjálftraust og kvernig þeir eigi að túlka þetta svo aðrir skilji. Þu lentir í slæmri reinslu með þenan miðil en ekki dæma alla eftir þesum eina


Páll - 04/02/07 07:31 #

Þeir sem hafa lesið fleiri greinar hér á vantrú vita að aðferðin sem Ósk notar, að snúa dæminu við, er alröng. Það er í hlutverki þeirra sem trúa að sanna sína trú (trú á guð, miðla o.s.frv), ekki okkar að afsanna það.

Annars gæti ég haldið því fram að ég ætti ósýnilegan vin og sagt að það væri ekki mitt að sanna það, heldur ykkar að afsanna það. Flestir myndu telja mig vitleysing fyrir það. Think about that ;)


Viddi - 04/02/07 11:05 #

Þetta sagði Jóhannes: "það má ekki glaimast að allir lika þið werðið einkver timan firir eikenilegri reinslu sem ekki er hægta að skíra" (afsakið en ég kann ekki að setja inn tilvitnanir hérna)

Það er eflaust rétt að allir verða fyrir einhverri reynslu á ævinni sem erfitt er að útskýra, en það þýðir ekki að þessi reynsla sé af yfirnáttúrulegum toga, og það þarf ekki að útskýra allt, stundum lendir maður í einkennilegri lífsreynslu og þar við situr, maður yrði ekki heill á geði lengi ef maður ætlaði að fara að úrskýra allt sem maður lendir í.

En ég varð fyrir einkennilegri reynslu rétt áðan, þegar ég las svar þitt, en ég get þó að fullu útskýrt það.


Chavez - 04/02/07 11:09 #

"Miðilsstarfið er eitthvað það óprúttnasta sem hægt er að ímynda sér. Auðvitað veit þetta fólk að það er að plata samborgar sína. -Auðvitað. Hugsið ykkur að vera miðill og taka á móti syrgjandi fólki.. Hugsið ykkur að hafa geð í sér að hafa fé af fólki sem þannig er ástatt um. -Hugsið ykkur!"

Æi, þetta er ekkert annað en hallærisleg hræsni. Ég persónulega hef enga trú á miðlum og slíku dóti, en sé ekki af hverju starfsemi þeirra og lygi er eitthvað verri en önnur lygi. Það er logið að okkur oft á dag á milli dagskrárliða í sjónvarpi (kallast auglýsingar), fullorðið fólk brenglast í kollinum og kaupir fokdýrt rusl vegna áhrifa auglýsinga (hversu margir hérna inn urðu uppveðraðir þegar Steve Jobs kynnti iPhone?). Fullorðnir karlmenn trúa því í alvöru að eitt fótboltalið sé merkilegra en annað og leggjast í þunglyndi ef liðið "þeirra" tapar. Pólitíkusar ljúga á hverjum degi. Áhrif miðla á þjóðfélagsmálin eru hverfandi, þeir auglýsa ekki í sjónvarpi og allavega hefur mér tekist að leiða þá hjá mér. Þeir sem fara til miðla eru fullorðið fólk, ég get ekki séð hvað það kemur mér eða öðrum við hvað fólk gerir, svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Alveg sjálfsagt mál hjá ykkur að fletta ofan af þeim og benda fólki á ruglið, styð það eindregið. En þegar þið farið að blaðra um hvað ykkur bjóði við hvað þetta fólk fari illa með syrgjandi manneskjur, sorrí, en það er ekkert annað en hræsni. Það er auðvelt að vita betur en aðrir hvað þeim sé fyrir bestu, en þetta er fullorðið fólk sem tekur sjálfstæðar ákvarðanir og dílar við sína hluti á þann hátt sem það kýs. Ef það er á villigötum verður það að fá að reka sig á sjálft.

Eins og ég segi, flettið endilega ofan af miðlunum, en mér finnst óþarfi að fara í einhvern hræsnisfullan vandlætingarham, það eyðileggur bara fyrir ykkur (IMHO).


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 04/02/07 11:15 #

Páll sagði: Annars gæti ég haldið því fram að ég ætti ósýnilegan vin og sagt að það væri ekki mitt að sanna það, heldur ykkar að afsanna það. Flestir myndu telja mig vitleysing fyrir það. Think about that ;) ----Góður punktur!

Annars er ég alveg bit yfir sumu fólki. Flestir eru sammála Þessi miðilsfundur með Maríu sé crapp en taka svo fram að "þótt sumir séu svikamiðlar þá eru það ekki allir" og taka svo fyrir dæmi sem eru klassísk fyrir hvernig miðlar vinna. Það er oft þannig að ef miðill "skorar" í ágiskun sinni þá opnast fólk upp á gátt og trúir öllu sem hann segir og túlkar skotin framhjá sem skot í mark.

Ef "besti miðill á Íslandi" er svona léleg, hvernig eiginlega hinir gjaldmiðlarnir?

Umræðurnar á banrnaland.is eru alveg ótrúlegar. þráðurinn þróaðist úr í, eins og sumir hérna halda fram, að sannarlega eru til ómerkilegir gjaldmiðlar, en svoa 2% eru raunverulegir miðlar! Svo fór barnalandfólk að gefa hvort öðru ráðleggingar um hvaða miðill væri bestur! Þó voru nokkara konur sem tóku algerlega undir mína reynslu með þennan miðilsfund og buðust meir að segja að birta upptökur af sínum fundi á Vantrú.

Grundvallarpæling: Ef hinir dauðu geta talað við fólk gegnum miðla, hversvegna eru hinir dauðu ekki skýrari? Af hverju gengur kerfið á að sumir geti talað við hina dauðu en aðrir ekki? Getur það verið vegna þess að sumir hafa af því atvinnu að þykjast tala við þá dauðu?

Ég held að vantrúarfólk sé ekkert "ferkantað" eins og einhver á BL sagði. Ég held að vantrúarfólk sé bara meira skeptískt á þetta miðlastúss en almenningur. Ég held að enginn vilji frekar sjá dæmi um "hið yfirnátturulega" en vantrúarfólk. Það væri frábært. Ég hafði t.d mikinn áhuga á "hinu yfirnátturulega" en því meira sem ég skoðaði þessi mál komst ég það því að þetta er bara bissness! Sá sem efast um orð mín skyldi bara prufa sjálfur. "eltu peningana" sögðu rómverjar í fornöld þegar þeir voru að rannsaka glæpi. Sumt "yfirnáttúru" fólk vill þó frekar virðingu frekar en peninga. Það dugar sumum alveg.

Vantrúarfólk vill gjarnan sjá sönnun um hið "yfirnáttúrulega". Ég held meir að segja að vantrúarfólk sé sá hópur sem vildi helst sjá slík dæmi. Við eru meir að segja búin að skoða öll dæmi þar sem þessu "yfirnátturulega" er haldið fram en alltaf, alltaf hefur verið hægt að hrekja slík dæmi.

Þeir sem sannarlega geta sýnt fram á "yfirnátturulega" hæfileika ættu að krefjast miljóndollara verðlaunana hans Randis. Endilega náið ykkur í verðlaunin.


Katrín - 04/02/07 12:16 #

"En þegar þið farið að blaðra um hvað ykkur bjóði við hvað þetta fólk fari illa með syrgjandi manneskjur, sorrí, en það er ekkert annað en hræsni. Það er auðvelt að vita betur en aðrir hvað þeim sé fyrir bestu, en þetta er fullorðið fólk sem tekur sjálfstæðar ákvarðanir og dílar við sína hluti á þann hátt sem það kýs. Ef það er á villigötum verður það að fá að reka sig á sjálft."

Chavez: Ég fór til miðils fyrir tæpum 15 árum síðan þegar ég var í sárum eftir nauðgun. Ég var alvarlega þunglynd og sú hjálp sem ég var að fá var ekki að virka fyrir mig. Miðillinn sagði við mig að það væri allt svart framundan hjá mér í mjög langan tíma. En svo myndu hlutirnir fara að batna hægt og rólega. Ég var með sterkar sjálfsvígshugsanir og var mjög sjokkeruð á því að fá þetta frá manni sem gefur sig út fyrir það að vera að hjálpa fólki. Ég hafði ekki áhuga á því að lifa áfram í því tilfinninga helvíti sem ég var búin að vera í áður en á fór á miðilsfundinn. Eftir eina sjálfsvígstilraun, eftir þetta, lenti ég í þeirri gæfu fljótlega (að mig minnir ca 3-4 mánuðir) að kynnast fólki, sérfræðingum í heilbrigðisgeiranum sem hjálpaði mér að takast á við mín vandamál. Þetta er alls ekki jafn léttvægur hlutur og auglýsingar og annað sem þú ert að bera þetta saman við. Miðillinn var (og er líklega enn) mjög virtur miðill á Akureyri.

Mér líður hins vegar mjög vel í dag en ef eitthvað eimir eftir af áhrifum nauðgunarinnar í dag þá eru það fordómar samfélagsins sem líta á nauðgun sem mannsmorð og þar af leiðir að ég get aldrei orðið heil manneskja í augum þess þó að í raun ég upplifi mig algjörlega sem slíka. Ég er á eftir með hluti sem ég hefði viljað gera eins og nám og annað en ég á mér mjög ríkt líf og hef alla burði til að nýta mér þau tækifæri sem lífið hefur uppá að bjóða, rétt eins og næsti maður. En það er líklega efni í önnur greinaskrif, þetta með samfélagsmorðið.

Of eitt enn, það að pólitíkusar og auglýsingar ljúgi eða villi um fyrir fólki getur ekki verið rök fyrir því að svona miðlastarfsemi sé í lagi. Ef þú átt félaga sem stunda innbrot eða einhvers konar glæpastarfsemi myndi það réttlæta það eða gera það í lagi fyrir þig að gera það líka?


Chavez - 04/02/07 13:14 #

Sæl. Mér þykir leiðinlegt ef mitt innlegg kom illa við þig, hugsanlega fór ég yfir strikið. Biðst afsökunar ef svo er. Það var ekki þannig meint að mér fyndist starfsemi miðla í lagi sem slík, ég hef enga trú á þeim og finnst sjálfsagt að fletta ofan af svindlinu. Það sem fór í taugarnar á mér var tilhneiging sumra hérna að skreyta gagnrýni sína með því að vísa í einhvern illa skilgreindan hóp hugsanlegra fórnarlamba (maður á kannski einmitt ekki að kommentera út af einhverjum pirringi). Þín reynsla er átakanleg og þessi blessaði miðill á ekkert gott skilið. Og það er alveg rétt hjá þér: ein lygi réttlætir ekki aðra, og var ekki þannig meint. Gangi þér vel.


Katrín - 04/02/07 13:51 #

Mér gengur vel, þakka þér fyrir og hef ekki þörf fyrir silkihanska meðferð þó að ég búi að þessari reynslu í fortíðinni. Ég tók þessu alls ekki illa eða persónulega. Heldur gaf þetta mér tækifæri að koma með þetta innlegg mitt.

Vegna þess sem miðillinn sagði þá hefði mér fundist eftir á að hyggja eðlilegt að hann tæki einhverja ábyrgð á framhaldinu t.d. með því að tryggja það að ég kæmi aftur (með því að bóka annan tíma) til að hann gæti veitt mér stuðning miðað við það hvernig ástandið var á mér. Eða það sem hefði verið eðlilegast að leggja áherslu á það að ég leitaði mér hjálpar hjá fagmönnum, sem hann gerði ekki. En hann auðvitað rukkaði mig um 5000 krónurnar.

Þetta lyktar allt mjög augljóslega af fúski og vankunnáttu. Eða er það ranghugmynd hjá mér að litið sé til miðla þannig að þeirra takmark sé að hjálpa fólki? (og þá er ég ekki að beina þessari spurningu til þín núna, Chavez ég skil vel hvert þú varst að fara með þínu innleggi).

Ef miðlar eru það sem þeir segjast vera og/eða margir telja þá vera, þá ætti það sem kæmi fram í gegnum þá að koma fram með skýrari hætti og þau tilfelli sem þeir hitta augljóslega og með beinum hætti í mark að vera í miklum meirihluta en ekki, eins og mín persónulega reynsla og annarra þegar grannt er skoðað, í augljósum minnihluta. Það getur aldrei flokkast undir annað en tilviljanir eða innsæi fyrir því að lesa í háttalag fólks.

Mín rök fyrir því að það séu bara einstaka atriði sem þeir hitta á rétt eru samtöl mín við fólk í kringum mig sem hefur farið til miðla. Margir hafa farið oft og eiga spólur af þessu öllu saman en þegar sest er niður til að rýna í þær þá er það sem þar kemur fram í yfirgnæfandi meirihluta afar óljóst og hægt að túlka mjög frjálslega.

Ef ég fer í próf í skólanum mínum og næ að svara fimm spurningum rétt af tuttugu, einni mjög skýrt, en hinum fjórum með mjög almennu orðalagi sem væri hægt að túlka á sama hátt og svarið sem sóst var eftir, hvaða ályktun myndirðu draga af því?

A. Að ég vissi afar lítið um efnið og væri jafnvel bara hugsanlega að giska eða nota innsæi mitt.

B. Að ég hefði mjög augljósa þekkingu á því sem verið væri að prófa í.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 04/02/07 14:40 #

Þetta er akkúrat dæmi um skaðsemi þessara svikamiðla. Í dæmi Katrínar þá er miðill búin að taka sér hlutverk meðferðaraðila. -Þiggur fyrir það fé að veita ráðleggingar að handan. Þetta er prýðilegt dæmu um siðleysi þessa miðla. Inn kemur manneskja í sárum eftir áfall. Miðill þykist veita ráðgjöf og lækningu (sem er að sjálfsögu uppdiktaðir órar) og sá sem ráðgjöfina þiggur er í verri stöðu á eftir en ella. Þarna er miðillinn að sóa mikilvægum tíma skjólstæðinga sinna og þiggja fyrir það fjármuni að fylla huga þeirra af einhverju þrugli sem gerir ástandið verra.

-Siðleysi þessara miðla er allt að því botnlaust!

Það er knýjandi þörf á því að kæra þetta miðladót til Landlæknis. Það hljóta einnig að vera lög í landinu sem taka á svona fjárplógsstarfssemi. Það bara hlýtur að vera.

-o-o-o- annars skil ég ekki í yfirvöldum/lögreglu að hafa ekki stjórn á þessu miðlarugli. ég gæti t.d núna auglýst í Blaðinu að ég væri einhverskonar miðill. Léti svo spyrjast út um að ég færi "frábær". Léti svo fólk bóka tíma og passaði mig að hafa biðlistann langann. Svo bara að byrja.... einn "talnaspekiingur" hjá Sálarrannsóknarfélaginu hefur víst þann háttinn á að hann FÆR KENNITÖLUR VIÐMÆLENDA SINNA VIKU FYRIR ÁÆTLAÐAN FUND!!!

----H A L L Ó .....!!

Sér enginn í gegnum þetta svindl? Á ég að hlægja eða gráta? Ég er bara ekki viss... Þarf ég að taka það fram að ef ég er með kennitölu einvers og ég ætti að spá fyrir viðkomandi þá gæti ég komist að ýmsu úr lífi viðkomandi bara með því að Goolga mig áfram. Ég gæti fundi út maka viðkomandi, börn viðkomandi, heimilisfang (fyrrverandi og núverandi) ef ég rekti mig aðeins nær í gegnum símtöl við kjaftakerlingar bæjarins þá kæmi einnig ýmislegt í ljós. það er ekkert mál að "spá" fyrir fólki - sérstaklega ef maður hefur kennitölu þess...

-o-o-o-o-

Það vakti kátínu mína á Barnalandi að ein þar sagðist ekki trúa á neitt miðlarugl. Bara á stjörnuspánna á MSN...!!! Com on! Stjörnuspánna á MSN...ef það er eitt hvað til í þvi þá er fær 1/12 hluti mannkynsins SÖMU spánna.... Þetta komment er reyndar prýðilegt til að sýna að maður túlkar allaf allt út frá sjálfum sér... Þett vita miðlar og geta sagt sömu spánna við fjölda manns. -Bara að hafa hana nógu almennt orðaða.


Vladimir - 04/02/07 15:16 #

Flestir miðlar eru eflaust algert kjaftæði.

En ég horfði eitt sinn á þátt þar sem gerð var tilraun, tveir einstaklingar áttu að hafa yfirnáttúrulega hæfileika. Báðir einstaklingar töldu sig hafa séð eithvað undarlegt/yfrináttúrlegt á sama tíma og lýstu fyrirbærinu nákvæmlega eins í smáatriðum. Án þess að hafa talast við.

Ef að þátturinn var ekki algert kjaftæði, sem getur eflaust vel verið og er meira en líklegt, þá er erfitt að neita tilvist einhvers yfrináttúrulegs. En ég myndi samt sem áður tippa á það að mjög líklega séu góðir miðlar einfaldlega hæfir á sínu sviði, þ.e. kunna að boosta upp egoinu hjá viðkomandi og vinna hann á sitt band. Eftir það er leiðin greið.


Chavez - 04/02/07 15:19 #

Khomeini: Það væri áreiðanlega hægt að týna til dæmi þar sem fólk telur sig hafa fengið hjálp frá miðlum í erfiðum málum. Miðlar eru eins misjafnir og þeir eru margir (sem manneskjur, ekki hvað varðar samband við framliðna) og eflaust nokkrir þar innanum sem eru einlægir í sínu og þekkja sín takmörk. Það er alltaf hættulegt að nota eitt dæmi (með fullri virðingu fyrir Katrínu) og nota það sem útgangspunkt. En ég er sammála þér, það ætti að vera einhvers konar eftirlit með þessu.

En þótt ég sé sammála þér í meginatriðum er mér bara meinilla við svona heilaga vandlætingu eins og kemur fram hjá þér.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 04/02/07 16:12 #

Ágæti Chavez. Það er ágætt að þú sért sammála mér í meginatriðum. þér finnst ég nota "heilaga vandlætingu" þegar ég lýsi skoðun minni á miðlastéttinni. Ég átta mig ekki alveg á punktinum þínum en get sagt að ég er ekki hálfvolgur í afstöðu minni til miðla. ég segi ekki eins og Vladimir að "flestir miðlar eru algert kjaftæði". Í mínum huga eru allir miðlar svindlarar. Ekki bara eihverjir svindlarar sem falsa nótur og svoleiðis, heldur síðustu sortar svindlar sem hafa fé af þeim sem eru í erfiðleikum (sbr sögu Katrínar) og kljást við ásvinamissi osfr. Í mínum huga er bara reglulega ljótt að herja á fólk sem þannig er ástatt um. Ég veit ekki með þig ágæti Chavez en þetta er mín skoðun.

Þú og ég mætum í vinnu að morgni og vinnum vinnuna okkar við hvaðeina sem við fáumst við. Sumir keyra strætó, moka skurðið og aðrir vinna í banka.
-Miðlar hafa þann starfa að ljúga að fólki einhverri vitleysu sem þeim dettur í hug og þiggja fyrir það fé. Ef það er vandlæting að benda á það þá skal ég alveg vera vandlætingamaður. Það er bara fínt! Hálfvelgjan í afstöðunni til miðla er nefnilega afar skaðleg. með hálfvelgjunni felst ákveðin viðurkenning, eins og orð Vladimirs (flesti miðlar eru kjaftæði)bera ágætt vitni um.


Sandra - 04/02/07 17:42 #

góð grein hjá þér og margir miðlar eru svikarar enn alls ekki allir.. Það fer lika eftir hversu lokaður eða opinn u ert fyrir svona hlutum, Ég hef farið og ótrulegt hvad margt hefur gerst sem ég trúði engan vegin þá! Sendi kærasta minn um Daginn, og Hann hedur misstt 2 æskuvini miðilinn sá það strax og sá lika að annar hefdi verið útá sjó og hinn í bílslysi, hann sá líka það að kærasti minn væri að fara að vinna eftir lagnt frí(fæðngarorlof) og væri sjómaður, og myndi bara fara einn túr á þetta skip sem hann væri á, og hann bara nei var buin að vera þar í mörg ár, enn hann fór bara einn túr:) og svo margt fleira,

Þekki miðill og hun sagdi lika við mig að manneskjan verdur að vera vel opin fyrir þessu og trúa þessu:)


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 04/02/07 18:01 #

Kæra Sandra. Þú hefur verið göbbuð. Miðillinn sem átti að hafa "séð" allt þetta hefur bara giskað rétt. Hann hefur pottþétt verið búin að giska miklu meira vitlaust, en fólk man ekkert eftir þegar þessir miðlar tala tóma þvælu. Fólk man bara þegar miðillinn "hittir" eins og það er kallað. Þegar þú segir að "alls ekki allir miðlar séu svikarar" hefur þú einfaldlega rangt fyrir þér. Allir miðlar eru svikarar og eru bara að þessu til að hafa fé af fólki.

Ef það væri til einn miðill sem gæti í alvörunni talað við þá dauðu, væri búið að KOLLVARPA ollu sem mannkynið hefur lært á sl. 5000 ár. Ekkert bendir til þess að hægt sé að tala við þá dauðu. Ekkert. Ekkert og ekkert. Ekki neitt! Ef einhver heldur þvi fram ætti maður að skoða viðkomadi í því ljósi að viðkomandi nenni ekki að vinna og reyni að sjá sér farborða með því að ljúga og blekkja samborgara sína.

-Ein pæling að lokim: Hversvegana er ríkt fólk aldrei miðlar. Af hverju eru þessi miðlar úr lágstétt eða neðri millistétt? Ef kæmi fram spákona sem ætti heima í risastóru einbýlishúsi með sundlaug myndi ég hugsanlega trúa henni.

Þessi miðlastarfsemi er sniðug leið fyrir þá sem eru siðlausir og nenna ekki að vinna launavinnu eins og restin af samfélaginu.


Elli - 04/02/07 20:32 #

ég hata Pál. hann hefur ljótt nef og hefur rangt fyrir sér.


Sandra - 04/02/07 21:20 #

Nei alls ekki, Miðilinn vissi nákvæmlega hvernig þeir dóu og að annar þeirra væri nafni hans, miðilin vildi lika sanna að þeir væru að fylgjast með vini sinum og nefndi fullt sem við erum buin að vera tala um að gera! hafdi aldrei rangt fyrir ser...

og þegar ég fór þá var það áður enn ég kynntist kærasta minum, fyrir 3 árum og hun sagdi mér fullt fra minni fortið og mitt lif væri buið að vera erfitt enn nuna væri allt ad verda gott þvi ég væri við það að kynnast manni og hun listi honum og sagdi fullt um hann og það passar fullkomnlega við minn kærasta, hun sagdi lika að allt myndi gerast mjög fljótt, byrja bua,Barn og gifting allt gerdist strax nema erum að fara að gifta okkur i sumar, og þessi kona sagdi svo margt rett um mig strakinn minn kærasta, barnið mitt sem er 1árs nuna og margt fl. og þessi kona tók aðeins 1000kr og eg var 3 tima hjá henni... fretti af henni i vinnuni og hun var æði og vildi segja mer svo margt og ég matti spyrja fullt af spurnigum, það eru alls ekki allir miðlar svikarar.


Katrín - 04/02/07 21:54 #

Náfrændi minn fórst í bílslysi fyrir tæpu ári síðan. Móðir hans og systir fóru til miðils einhverju eftir að hann var jarðaður. Þar komu fram upplýsingar sem "hún hefði ekki átt að vita" var mér sagt. Atriði t.d. eins og einhver frasi sem hafði verið algengur á milli systkinana en var ekki á almanna vitorði, að þeirra sögn. Sá hluti fjölskyldunnar minnar sem hefur trú á miðlun taldi sig hafa þarna mjög áþreifanlega sönnun fyrir því að miðlar geti haft samskipti við framliðna.

Þetta slys fór ekki framhjá nokkrum manni þegar það varð. Það vissu allir af því og auðvitað var mikið talað um það eins og vill oft verða. En þar fyrir utan stofnaði nánasta fjölskylda frænda míns minningarsíðu á netinu sem var öllum opin. Þar hvöttu þau fólk meðal annars til að segja sögur af samskiptum sínum við frænda minn. Ég fletti upp í síðunni eftir að ég frétti af þessum miðilsfundi og allar upplýsingar sem komu fram á fundinum var hægt að finna á netsíðunni, þar á meðal sagan af þessum frasa á milli systkinana.

Af hverju þau horfðu ekki í þann möguleika að hún hefði skoðað síðuna frekar en að ákveða að þetta væri endanleg sönnun á því að miðlar geti haft samband við framliðna veit ég ekki og er þar kannski mergurinn málsins. Ef þú vilt trúa einhverju nógu heitt þá ertu til í að horfa algjörlega fram hjá og afneita augljósum staðreyndum. Einhverra hluta vegna er alltaf til fólk sem einfaldlega ræður ekki við sannleikann helstrípaðann.

Og mundu það Sandra að þau fullyrtu það algjörlega að konan hefði engan veginn átt að geta vitað þetta líkt og þú. Bara engan veginn. Því spyr ég ertu búin að segja alla söguna?


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 04/02/07 22:02 #

OK ég kaupi þetta sem þú segir.... Ég vona að þú sért með símanúmerið hjá þessari konu vegna þess að þú ættir að láta hana vita af því að hún getur náð í miljón dollara (68 miljónir króna)hjá James Nokkrum Randi sem hefur lofað hverju þeim sem geti sýnt fram á "yfirnátturulega hæfileika" 1 miljón dollara verðlaunum.

Þegar spákonan þín hefur svo sótt verðlaunin getur hún vonandi hætt að spá og sest í helgan (álfa)stein Ég hvet þig til að segja spákonunni þinni frá þessum verðlaunum. Þetta eru sko engir smá-aurar.

-o-o-o-

Því nákvæmari sem spárnar verða þeim mun líklegri er að miðillinn beiti "hot reading" en þá nær hann sér í upplýsingar um þann sem hann er að spá fyrir . Það er t.d hægt með að fleta upp í þjóðskrá, googla á netinu, fylgjast með dánartilkynningum og þeim sem hafa skrifað þær (margir sem hafa skrifað minningagreinar fara örugglega einhverjir til miðils og eru búnir að segja ferlega mikið um sig og hinn látna)
-Þetta er ósvífið pakk sem er hvort í senn siðlaust og fégráðugt.


kallikall - 05/02/07 02:04 #

hæ, ég var einu sinni að tala við þáverandi kærustu mína og hún sagði mér að systir sín hafi dreymt að afi þeirra myndi deyja, hún virtist mjög áhyggjufull og sagði mér að systur sinni hafi dreymt nokkrum sinnum áður eitthvað sem svo rættist. Heyrðu svo hringir hún í mig hágrátandi 2 dögum síðar og þá hafði afi þeirra dáið. Ég sem hef alltaf verið mjög skeptískur á svona hluti fer að tala við systur hennar og hún segist oft heyra raddir og sjá hluti sem oft rætast, en hún segi aldrei fólki frá því nema að hún treysti þeim vegna þess að hún skammist sín fyrir það. Auðvitað er þetta mjög auðveldur bransi til að eignast pening og eflaust eru flest fólk sem stundar það svikarar (jafnvel allir) og það ber að taka á því fólki. En náttúrulega eru svikarar í öllum starfsgreinum og kannski ekki hægt að dæma starfsgrein út frá svikurunum.


kallikall - 05/02/07 02:08 #

sorrý, en auðvitað ef allir eru svikarar í starfsgreininni þá má náttúrulega dæma starfsgreinina;) en þið vitið hvað ég meina :)


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 05/02/07 02:15 #

Sjálfstæð viðbót við það sem khomeini sagði við Söndru:

Ef þessi spákona er of hógvær til að vilja sækjast eftir of fjár handa sjálfri sér, bentu henni þá á að hún getur alltaf látið féð renna til góðs málstaðar í staðinn!

Kallikall: Ég leyfi mér að giska á að afinn hafi verið alvarlega veikur.


Sandra - 05/02/07 03:31 #

Þessi kona hefur aldrei starfad sem miðill þetta var gömul æðislega kona sem hefur verið svona frá þvi hun var lítil sagdi hun hefur séð ýmislegt, enn vill ekki vinna við þetta því það tekur svo mikla orku fra henni

Enn þvi miður þá bara veit ég man ég ekki nr og man ekki fulla nafnið, mig hefur alltaf langad að fara aftur til hennar. leið rosavel á eftir þetta.

er samála þeir og ósamála sumir eru auðvitad feik.

Enn annars er ég bradum að fara til miðils og geri það sama og u kanski,Tek af mér hringinn og klæði mig rosafint upp:) er að fara til þess sama og kærasti minn fór til um daginn, Valgards minnir mig að hann heiti.


kallikall - 05/02/07 09:02 #

nei, reyndar hafði ég hitt kallinn einhverjum dögum eða vikum áður og hann var bara svona eiturhress. Getur náttúrulega verið að hann hafi verið með einhvern hjartakvilla eða eitthvað en þetta kom samt öllum mjög á óvart. En málið er að hún sagði mér það að hún sæi hluti sem pössuðu við raunveruleikann í fullum trúnaði og ég trúi henni 100%


Matti (meðlimur í Vantrú) - 05/02/07 09:08 #

En málið er að hún sagði mér það að hún sæi hluti sem pössuðu við raunveruleikann í fullum trúnaði og ég trúi henni 100%

Ertu ekki tilbúinn til að skoða þann möguleika að aðrar skýringar séu til en þær að manneskjan hafi yfirnáttúrulega hæfileika og getið talað við látið fólk?


Nóri - 05/02/07 12:53 #

systir mín fór til miðils þar sem maður þurfti að skrifa bréf á undan sér, kellingin hafði nægan tíma til að grafa upp allt sem hún þurfti að vita sem var slæmt því afi minn var nýdáinn og miðillinn talaði um einn sem var ennþá sofandi þetta gerði ekkert nema að valda henni og himum í fjölskyldunni sem trúa á svona,sem eru margir, miklum hugarangri, ég vildi náttúrulega ekki segja neitt, gamli kallinn nýdauður og þarna kom miðill sem vissi millinafnið á langömmu munni sem systir mín vissi ekki. Þetta er bolvað kjaftæði og svind.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 05/02/07 13:16 #

Kallikall! Takk fyrir ágætt innlegg en athugaðu eftirfarandi: Þú skrifar um systur kærustu þinnar að

"hún segist oft heyra raddir og sjá hluti sem oft rætast"

Annað hvort er til einhverskonar handanheimur þar sem hinir dauðu eru og tala við fáa útvalda til að koma skilaboðum áleiðis til hinna sem lifa. (Nokkrar spuringar vakna: Hvað margir MILJARÐAR dauðra eru þarnan í handanheimunum? Allir menn sem hafa búið á jörðinnni síðan menn urðu..Homo Sapiens? Eru kannski allar lífverur sem hafa lifað á jörðinni þarna í handanheimum? Eru plöntur þar?er líka til Helvíti?)

Eða: Getur verið að systir kærustu þinnar sé með einhverskonar geðsjúkdóm? Ég myndi fara beint til geðlæknis ef ég færi að heyra raddir eða sjá hluti sem ég hef á tilfinningunni að ég hafi séð fyrir.

Eða: (sem mér finnst líklegast) er systir kærustu þinnar að ná sér í pínulitla athygli út á meinta miðilshæfileika sína?

Hvað af þessu þrennu ætli sé líklegast?

  1. Handanveruleiki er til staðar. Hinir dauðu tjá sig í gegnum fólk með "hæfileikann"

  2. Systir kærustu þinnar er með geðklofa

  3. Systir kærustu þinnar þarf athygli fjölskyldu sinnar og umhverfisins.

Hvað ætli nú sé líklegast?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 05/02/07 16:00 #

og þegar ég fór þá var það áður enn ég kynntist kærasta minum, fyrir 3 árum og hun sagdi mér fullt fra minni fortið og mitt lif væri buið að vera erfitt enn nuna væri allt ad verda gott þvi ég væri við það að kynnast manni og hun listi honum og sagdi fullt um hann og það passar fullkomnlega við minn kærasta, hun sagdi lika að allt myndi gerast mjög fljótt, byrja bua,Barn og gifting allt gerdist strax nema erum að fara að gifta okkur i sumar, og þessi kona sagdi svo margt rett um mig strakinn minn kærasta, barnið mitt sem er 1árs nuna og margt fl.

Heldurður að það geti verið að þú hafir hreinlega byrjað að hugsa og hegða þér í samræmi við spádóminn? Ef spákonan sagði mannin vera háan og dökkhærðan, getur þá verið að þú hafir eftir það litið á alla háa og dökkhærða menn sem pótensíal þann sem hún var að tala um? Og hreinlega neglt einn. Drifið svo í að verða ólétt af því að þannig hljóðaði spádómurinn?

Ef svo er, þá er ekki nóg með að miðillinn hafi haft af þér fé með lygum, heldur fær hann líka að stjórna lífi þínu.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 05/02/07 16:12 #

Þetta fyrirbæri sem Birgir er að lýsa er kallað. Og haltu þér nú: Self-fulfilling prophecy. Sjá meira hér. http://en.wikipedia.org/wiki/Self-fulfilling_prophecy


kallikall - 05/02/07 16:27 #

ég held nú ekki að hún sé að ná í athygli út á einhverja miðilshæfileika, kannski erfitt að útskýra það í einhverjum skrifum hér en þegar ég segist trúa henni 100% þá er það ekki vegna þess að ég vildi trúa henni, því eins og ég sagði fyrst var ég mjög skeptískur. Ég þurfti líka soltið að draga þetta uppúr henni og hún vildi ekki tala um þessa hluti við eiginlega neinn nema fjöskylduna sína. Ég er ekki að útiloka möguleikann á geðklofa en samt skrítið ef það sem henni sé sagt eða hana dreimi eigi svo eftir að rætast.


álfur - 05/02/07 17:04 #

Ég verð að segja að því miður er allt of mikið af gjald"miðlum" útum alla veröld. Málið er að fólk sem í raun og veru hefur þessa næmni og "sér", vill oftast losna við þennan mjög svo óþægilega hæfileika. Ég tala af eigin reynslu, og þekki fólk með miðilshæfileika. Undantekningalaust heldur hvert okkar þessu fyrir sig, og er ekki að auglýsa sig, heldur vonar að það fái frið fyrir orkutapinu sem þessu fylgir. Í neyðartilfellum notar maður þennann "hæfileik" til að hjálpa fólki, þó það viti ekki einu sinni af því, og það kostar ekki krónu!!! Skijið þið hvað ég meina? Þeir sem eru virkilega sjáandi, eru að HJÁLPA. Um leið og peningur er þeginn fyrir svona getur maður verið viss um að manneskjan er ekki að hjálpa.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 05/02/07 17:20 #

-Álfur!! Ertu ekki að grínast!!!

Er s.s hópur fólks til sem "þjakað" er af yfirnátturulegum hæfileikum og þorir ekki að segja neinum frá... Minnir um margt á X-men.


Gunna - 05/02/07 18:09 #

Vá... ef þið trúið ekki á þetta og þetta er allt svik afhverju eruð þið þá að bíða í 8 mánuði eftir fundi. Ég hef sjálf farið á fund með Maríu bæði einka og fjölda og voru báðir mjög góðir og komu fram nöfn og hlutir sem hún hefði aldrei getað vitað um mig


Rut - 05/02/07 21:32 #

-Ein pæling að lokim: Hversvegana er ríkt fólk aldrei miðlar. Af hverju eru þessi miðlar úr lágstétt eða neðri millistétt? Ef kæmi fram spákona sem ætti heima í risastóru einbýlishúsi með sundlaug myndi ég hugsanlega trúa henni.

fyrirgefðu, en ertu að grínast? gerir sundlaug og einbýli fólk trúverðugra? mér þykir þú horfa á þetta málefni í gegnum oggupons lítið gat á veggnum. þú ferð á miðilsfund hjá maríu með því hugarfari að þetta sé kjaftæði og bull. þú sérð skrattann í hverju horni á þessum fundi. þú greinilega trúir ekki á miðla og hið yfirnáttúrulega, og flott hjá þér. en mér þykir það ekki flott hjá þér að þegar fólk er að koma með reynslusögur, að þú rakkir þær niður. komir með linka hér og þar sem á að útskýra allt. ég persónulega trúi því að heimurinn er ekki bara þetta sem við sjáum. það er mun meira en þetta. alveg eins og mér sýnist þú trúa að heimurinn er bara svartur eða hvítur. heimurinn er ekki skólabók. ég hef farið til maríu 2svar sinnum, og mér þykir hún vera mjög góð. en veistu hver munurinn var á mínum tíma og þínum? ég notaði dálítið sem heitir opið hugarfar. það er merkilegt fyrirbæri sem þú ættir að kynna þér finnst mér.

svo segir þú;

Þessi miðlastarfsemi er sniðug leið fyrir þá sem eru siðlausir og nenna ekki að vinna launavinnu eins og restin af samfélaginu.

ég veit ekki betur en að miðlastarf sé hennar aukastarf. hafðu heimildirnar þínar á hreinu elskan mín áður en þú ferð að skjóta með bundið fyrir augun.

Gangi þér vel í alfræðibókinni á netinu. þú því miður veist ekki allt þó svo að þú haldir það gáfumenni.


Rut - 05/02/07 21:58 #

og eitt sem ég vil bæta við. miðlar eru komnir til að vera, og þeir eru ekkert á leiðinni í burtu. heldurðu í alvörunni að t.d sálarrannsóknarfélög væru enþá starfandi ef þetta væri svona hræðilegt eins og þú vilt segja? bara sem dæmi er sálarrannskóknarfélag suðurnesja eldra félag en þú ert.

þó svo að þú viljir ekki eyða peningnum þínum í miðilsfund, þá er annað fólk sem vill gera það. þú talar mikið um fólk sem er að syrgja ástvini og ættingja. hvaða máli skiptir það þig þó að fólk kjósi að fara til miðils? fólk fer þangað af fúsum og frjálsum vilja, og mér þykir þú vera helvíti harður að vilja siga löggunni og landlækni og ég veit ekki hvað og hvað á miðlastéttina.

siðblind og siðlaust fólk? mér þykir þú vera MJÖG harðorður í garð Maríu. hefur þér dottið í hug hvernig það er að lesa svona hluti um sig á netinu? mér þykir það gera þig frekar blindann á siðferðið sem telst vera "normið" hér á landi, ef þér þykir rétt að koma svona fram við konu sem þú þekkir ekki neitt. að nota þessi orð um hana og aðra í hennar starfsstétt þykir mér vera hálf óútpælt.

veistu hversu rótgróin þessu trú okkar íslendinga er á hið framliðna og óþekkta? bendi þér bara á að skoða íslendingasögurnar, galdrarúnirnar og margt fleirra sem fyrirfinnst í okkar sögu. og það að ágætis hluti af okkar þjóð trúir á hið yfirnáttúrulega þykir mér bara ekkert skrítið. þetta er hluti af menningu okkar, alveg eins og í öðrum löndum. t.d í suður ameríku eru hinir "dauðu", eins og þú kallar það, hylltir á ákveðnum dögum á árinu.

núna hef ég lokið máli mínu, og bíð spennt eftir svari frá þér khomeni. og ég vona að ég fá ekki linka inná wikipedia eða inná aðrar síður sem eiga að útskýra hin og þessu hugtök sem þú virðist vera mjög hrifinn af.


sandra - 05/02/07 22:47 #

kallikall

hehehe nei alls ekki hun sagdi ekki bara að hann væri dökkhærdur og havaxin! hun sagdi að hann væri fra svona þorpi og lif hans væri buið að vera svona og svona og þetta væri mjög goður maður sem myndi taka barninu minu rosalega vel og margt fleira sem eg nenni ekki að tala upp

og þegar eg vard olett komin þrja manuði a leið þa minnti vinkona min mer a þetta og þa byrjuðum við að tala um allt sem hun sagdi og allt passadi

viltu finna ekkað fleira? þetta var ekta eg bara veit það


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 05/02/07 22:48 #

Sæl Rut. Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja. Ætli það sé ekki besta að byrja að útskýra pælinguna mína um hversvegna ríkt fólk er aldrei miðlar. Það er vegna þess að ríka fólkið þarf ekki peninginn. Miðilsstarfið er einungis leið fyrir fólk sem (einhverra hluta vegna) nennir ekki að vinna eins og aðrir.

Frægur miðlaafhjúpari, James Randi segir um miðla: "Miðlar eru eins og hrægammar koma sér fyriruppí tré og bíða eftir þeim sem syrgjendum. Fólk sem syrgir er viðkvæmt og sannarlega þurfa stuðning og hjálp". -Ég er sammála Randi í þessu efni.

Hvað varðar athugasemd þína að það sé sárt fyrir miðla að lesa yfirlýsingar mínar um miðilsstarfið þá er mér bara alveg sama. Þessir miðlar hika ekki eitt andartak að hirða fé af fólki sem á reglulega bágt. Lestu bara innleggin hér að ofan. -Lestu reynslu Katrínar hér að ofan! Ef það er siðlaust að benda á það þá skal ég barasta vera siðlaus!

Þú núir mér um nasir að vera "lokaður" og skorta "opið hugarfar". Þetta er ekki rétt. Ég verð alveg standandi bit yfir undrum heimsins. Svo hissa og svo gáttaður svo orð fá ei lýst. Mig skortir sannarlega ekki "opið hugarfar". Ef það er "opið hugarfar" að túlka alla vitleysisóra miðla sér í hag þá er ég ekki svo gal-opinn.

María miðill: "Sigurður? það er sigurður hérna.
Ég: -Ekkert svar María miðill: Sigurður? Hann er orðin grár. Afi þinn? Föðurmegin. Föðurmegin.

  • Þögn -

Ég: Afi minn hét Sigurbjörn og hann er móðurmegin. María miðill: Akkúrat. þarna er það..

-Hvurskonar della er þetta? Ég gæti gert betur!

Þú segir að miðlar séu ekkert að fara. Þessu er ég sammála. Þeir eru ekkert að fara frekar en aðrir svikahrappar. Fyrir nokkrum áratugum var "besti miðill á Íslandi" Lára nokkur miðill. Það var á tímum þegar spíritisminn (Sko! -enginn linkur á Wikipedinu) fór ljósum logum um samfélagið. Allir fóru til Láru miðils og létu hana spá fyrir sér. Það var svo í miðju Láru-æðinu að einhver tók ljósmynd af "mögnuðum" miðilsfundi þar sem Lára fór á kostum. Myndavélin var þeirrar náttúru að þurfa ekki flass og ljósmyndarinn tók margar myndir. Þegar myndirnar voru framkallaðr kom afhjúpunin í ljós. Lára sást með alskonar aðskotahluti sem áttu að vera "andar" og svoleiðis sem hún notaði sem leikmuni í þessu leikriti sínu.

Þrátt fyrir þessa hrikalegu afhjúpun var samt fólk sem hélt áfram að koma til Láru miðils.-það bara trúði ekki að hún hefði verið að blekkja. Eða VILDI ekki trúa því

Sálarrannsóknarfélög munu að öllum líkindum líða undir lok um leið og stjórnvöld sýna á sér rögg og banna það að féfletta saklaust fólk og ljúga af því einhverjum miðla órum. Ég held meir að segja að svona stoð finnist í lögum og það þurfi bara að framkvæma laganna hljóðan.

það væri frábær framtíðarsýn að einungis þeir sem vita að það sé verið að ljúga af þeim, fari til miðils.

-Þar hæfði kjafur skel.

ps. Endilega segðu Maríu frá miljón dollara verðlaununum hans Randi. þetta eru nú uþb 67 miljónir ískr. Hún getur gefið það til bágstaddra ef hún vill ekki þiggja þetta fé persónulega.


Gunna - 05/02/07 23:04 #

Það er nú bara ekki allt í lagi með þig þú þekkir Maríu greinilega ekki og eins og Rut sagði áðan þá er þetta aukastarfið hennar hún nennir alveg að vinna eins og annað fólk. ég er svo innilega sammála Rut það ert þú sem er siðlaus. Og hvernig vitum við að þetta sé ekki satt sem hún var að segja um/við þig? ert þú kannski bara að reyna að skemma fyrir henni og öðrum miðlum því þú hefur ekki þessa hæfileika hvernig vitum við að þetta sé ekki afi þinn eða hvort eitthvað annað sem hún sagði sé satt?


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 05/02/07 23:14 #

Já. Þetta er rétt hjá ykkur. Ég er bara öfundsjúkur út í miðilshæfileika Maríu og annar miðla.
-Og allt sem hún sagði passaði við mig. Ég fatta það núna eftir að ég "opnaði hugann".

Ég ætla meir að segja að láta Maríu vita af miljóndollara verðlaununum svo hún geti hætt í hinni vinnunni sinni og helgað sig einvörðungu þvi að miðla fróðleik frá hinum dauðu til þeirra sem eftir lifa.

Ekki slæmt að fá 67 kúlur fyrir að sanna yfirnátturulega hæfileika sína. Nokkuð sem María er sannarlega með...


ásdís - 05/02/07 23:19 #

Varstu píndur til að fara á miðilsfund? Hélstu kannski að hún myndi segja þér hvaða tölur kæmu í lottóinu á laugardaginn?

ég bara skil ekki við hverju þú bjóst, sérstaklega þar sem þú ert greinilega mjög lokaður fyrir þessu og finnst þetta hvort sem er vera bull.


Jónas Reynir - 05/02/07 23:35 #

Fyndið hvað fólk sem ópar stöðugt "þið eruð bara lokuð fyrir þessu!" virðist sjálft vera ótrúlega lokað fyrir rökum, sönnunum, alvöru heiminum, eða þeim mögulega að það gæti haft rangt fyrir sér.


Rut - 05/02/07 23:44 #

þakkir fyrir linkalaust svar.

ég hef heyrt um láru miðil, gaf út bók ef ég man rétt. alveg eins og í læknastéttinni (sem ég býst við að þú trúir á, ég tek þér sem "skólabókarmanni") þá eru líka til svartir sauðir inn á milli. ég neita því alls ekki. auðvitað eru til vitleysingar inn á milli sem eru að taka fólkið í það ósmurt. það sem mér þykir lýsa óopnum huga er að þú neitar að trúa því að það er til fólk með þennan hæfileika. hérna fyrir ofan eru margar sögur sem fólk er að deila með, og þú skítur þetta strax niður í svaðið.

ég persónulega lít á þann hæfileika að vera í tengslum við hið yfirnáttúrulega vera svipað og t.d tónlistarhæfileiki, hæfileikinn að geta teiknað svakalega vel. þetta er hæfileiki sem fólk ræktar. heldurðu að t.d Beethoven eða Chopin hafi bara samið falleg lög?

ég hlæ enþá af þessari athugasemd að ríkt fólk þurfi ekki að "gerast" miðlar, því það þarf ekki peninginn. afsakaðu, en rökin þín þykja mér hlægileg.

það að fólk kjósi að sýna fólki hæfileikann sinn, það er þeirra völ. alveg eins og það er kostur og val fólks að fara til miðils eða ekki. enginn er að féfletta neinn, því fólk hlýtur að gera sér fullkomna grein fyrir því hvað það er að fara út í. þetta er engin pýramítastarfsemi. heldurðu að miðlar hafi ekki hjálpað fólki, alveg eins og þeir hafa brugðist þeim? alveg eins og læknar hafa gert í gegnum tíðina. læknamistök/miðilsmistök?

þú hefur kannski heyrt um orðið "dagsform". dagsformið þitt er mismunandi eftir dögum. þú hefur mjög líklega farið einhverntímann öfugu megin framúr. þá er dagsformið heldur súrt. getur verið að þú hafir hitt á maríu í slæmu dagsformi? eða hitti maría þig þegar þú varst í slæmu dagsformi?

eitt sem ég tók eftir að þú hefur aldrei minnst á á síðunni er það að ef þú ferð tortrygginn eða "lokaður" andlega, þá gengur miðli ekki vel að komast að þér. miðlar nota mikið þá orku sem þú gefur frá þér, og ef orkan er einhvað tæp, þá er auðséð að miðilsfundurinn miðar ekki vel áfram. svipar til að fara til læknis og sitja og þegja allan tímann og ætlast til að læknirinn kveiki á perunni og reddi málunum. mér finnst vera lágmark að kynna sér hlutina og hvernig þeir virka áður en svona greinar eru birtar. ég gæti skrifað alveg eins grein, nema á móti læknum ef ég hefði gert það sama og þú. mætt í sparidressinu, og setið og þagað. og svo ásakað lækninn um að vera vitleysingur.

miðlar eru ekki að þykjast vera hugsunarlesarar sem hafa lausn á öllum heimsins vandamálum. þeir bjóða uppá (ath orðið að "bjóða") leiðsögn.

þú minntist á að landlæknir gæti haft einhvað að segja því að miðlar ráðleggi fólki hvað eigi að gera í veikindum. þetta er leiðsögn og ráðlegging. þeir eru ekki að segja þér að skokka á vegg eða negla á þér tærnar saman. ég t.d fékk helvíti gott ráð hjá henni maríu. hún benti mér á að maginn á mér væri með vesen því ég er með ger óþol. ég fór til læknis og fékk það staðfest. hvernig til dæmis átti maría að vita að maginn á mér hafði verið með vesen? googlaði hún mig? þetta gera miðlar. þeir ráðleggja þér hvað á að gera, þeir eru ekki að skrifa uppá lyf fyrir þig sem eru röng.

heldurðu í alvörunni að landlæknir væri ekki löngu búinn að gera einhvað í þessu ef þetta væri einhvað til að hafa áhyggjur af? eða lögreglan? í dag er 2007, og minnsta áhyggjuefni ríkisstjórnarinnar er hvert 5000 krónurnar hans Jóa á horninu fór í. ef honum líkaði þetta ekki, þá fer hann ekki aftur. alveg eins og þú ferð líklegast ekki á veitingarstað sem þér líkar ekki við aftur.

við íslendingar búum í tiltölulega frjálsu landi, og megum gera allan andskotann við peninginn okkar, því jú, við eigum hann. mér þykir ég vera t.d féflett þegar ég kaupi mér tyggjópakka í 10-11 á hvað, 80 kr? á ég að hóta neytendasamtökunum á 10-11? hvað læri ég á því? ég versla tyggjóið mitt annarsstaðar. ég gæti jafnvel sniðgengið 10-11, því verðið fór svo fyrir brjóstið á mér. alveg eins og mér þykir að þú ættir að gera víst að miðlar fara svo fyrir brjóstið á þér. sniðgangtu þá.

þetta með randi, flott hjá honum. hann náði að eigna sér helvíti marga þúsundkalla á þessu. ég gæti alveg bent á hann og ásakað hann um svikamyllu. hann hafði alveg eins getað fengið fólk í þetta með sér og blablabla. ert þú að reyna að gera þa sama og randi? fletta ofan af svikamyllu íslands? hljómar hálf dv saurblaðalegt. mæli frekar með að fletta ofan af einhverju stærra og merkilegra ef þú ert að sækjast eftir opnu í vikunni.

afhverju ætti maría að fá þessari milljónir? skildi þetta ekki alveg hjá þér.

mér þykir þú ekki flagga opna hugarfarinu þínu mikið á þessari spjallsíðu. ef einhvað þykir mér þú standa helvíti þétt á þröngsýninni. en hvað getur maður sagt við mann sem horfir allt öðrum augun á heimin en ég? ég gæti alveg eins verið að sleikja steypu, gerist álíka mikið.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 06/02/07 03:44 #

eitt sem ég tók eftir að þú hefur aldrei minnst á á síðunni er það að ef þú ferð tortrygginn eða "lokaður" andlega, þá gengur miðli ekki vel að komast að þér. miðlar nota mikið þá orku sem þú gefur frá þér, og ef orkan er einhvað tæp, þá er auðséð að miðilsfundurinn miðar ekki vel áfram.

Þetta á sér einfaldar skýringar. Þessi "orka" sem þú talar um er einfaldlega þær upplýsingar sem viðskiptavinurinn gefur miðlinum að fyrra bragði eða í kjölfar þess að miðillinn fiskar eftir þeim. Sá sem ákveður að þegja og gefa ekkert upp fær þess vegna litla svörun hjá miðlinum.

Segið mér annað, gott fólk: Ef það yrði nú staðfest með góðum rökum að engin yfirnáttúra væri til og að allir miðlar (já allir) sem starfað hefðu, hefðu notað háttlestur, fiskun og annað svindl við störf sín, myndi ykkur ekki finnast þessi starfsemi gersamlega siðlaus og óþolandi?

Efahyggjufólk er sannfært um að svona sé þetta og hefur fyrir því góð rök. Það er því ekkert skrýtið að það skeptíkerarnir hér sendi þeim sem sinna miðilsstarfinu kaldar kveðjur.


Guðrún - 06/02/07 08:06 #

Vá þótt að einhver gaur fari til miðils og fái ekki nein svör þá finnst mér nú ekki alveg hægt að dæma heila starfstétt. Ég allavegana trúi á miðla þótt að það séu náttla til einhverjar spákonur þarna úti sem er kannski ekki alveg málið. Þið megið svo sem eiga ykkar skoðun. Ég meina þótt að einn verkamaður mætir ekki í vinnu og stendur sig ekki þá er ekki þar með sagt að það séu bara allir verkamenn svikarar og letingjar. Þið eruð eiginlega bara fyndin!!!!


Guðrún - 06/02/07 08:16 #

Já svo þekki ég sjálf miðill og ég er að segja ykkur að hún er oft að vinna með lögreglunni í sambandi við að finna fólk og hefur gert það í mörg ár. Þið sem hafið ekki áhuga á þessu eigið bara ekkert að vera þvælast til miðla, því þið eruð ekki einu sinni opin fyrir þessu og hvað ætti miðillinn eiginlega að sjá hjá ykkur!! Fara ríkir ekki til miðla hvaða bull er það líka það er nú bara greinilegt að þið vitið ekkert hvað þið eruð að tala um. Eitthvað já þetta er bara fátækt fólk sem lætur plata sig út að fara til miðla, skil þá allavegana af hverju þessi gaur fór hehe greinilega nógu vittlaus til að láta plata sig út í hvað sem er ekki satt!!


Matti (meðlimur í Vantrú) - 06/02/07 09:23 #

Já svo þekki ég sjálf miðill og ég er að segja ykkur að hún er oft að vinna með lögreglunni í sambandi við að finna fólk og hefur gert það í mörg ár.

Flott. Segðu okkur vinsamlegast hver það er og hvern við getum haft samband við hjá lögreglunni til að staðfesta frásögnina. Getur sent okkur tölvupóst, sérð póstfangið á forsíðunni


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 06/02/07 10:32 #

Djísuzz, nú er ég enn á ný búinn að missa trúnna á mannkynið. Er virkilega árið 2007? Og við búum í hámenntuðu tækniþjóðfélagi.

Allar þessar "vinur frænda míns sem fór til miðils sem vissi sko allt" sögur en samt eru ekki til neinar sannanir, ENGAR. Enginn miðill hefur komið í sjónvarpið og sagt að eftir 3 daga muni flugvél hrapa í Esjunni eða að jarðskjálfti muni skekja Suðurland 17. júní. Nei, nei, en barn vinkonu minnar (sem miðillinn var búinn að veiða uppúr viðkomandi að væri veikt) mun batna og þú hittir dökkhærðan mann og þið giftist og verðið mjög hamingjusöm eða svo segir amma þín heitin sem er hérna að baka pönnukökur og svo slær hún á læri sér og hlær sú gamla enda var alltaf kátt í kringum hana, er þaggi? Urrrrgggggh.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 06/02/07 10:37 #

Ég er alveg gáttaður á þessum hörðu viðbrögðum miðlanotenda. Mér sýnist þeir aðallega segja að ég hafi ekki verið nógu opinn. Þetta er rangt. Ég var meir að segja spenntur og opinn þegar fundurinn hófst. Ég kom út af fundinum hálf ringlaður en það var ekki fyrr en á leiðinni heim að það runnu á mig tvær grímur. þegar ég svo hlustaði á spóluna þá sannfærðist ég endanlega að ég hafði verið fórnarlamb svikahrapps.

Annars átta ég mig ekki á öllu þessu miðlakerfi. margir fara oft til miðils til að fá leiðsögn og svoleiðis. -Er ekki nóg að fara bara einusinni? Ég meina, ef það er spáð fyrir mér að ævi mín verði svona og svona, breytist spáin ef ég kem aftur eftir eitt ár? Eða sex mánuði?

Ég er sammála Rut um að það sé fáránlegt að "banna miðla", fólki er jú í sjálfsvald sett í hvað það eyðir peningunum sínum. En mér finnst að það ætti að upplýsa almenning um þessa (svikahrappa) starfsemi. Mér finnst að það ætt t.d að bregðast svipað við og með reykingar. Það ætti að láta aðvörunarmiða utan á öll sálarrannsóknarfélög á landinu. Þar gæti staðið "Enginn ábyrgð er tekin á þeim spádómum sem hér fara fram". - Eitthvað í þessum dúr.

Hvað varðar fullyrðingar Guðrúnar um að hún þekki miðil sem hefur hjálpað löggunni í erfiðum málum þá vil ég endilega að hún segji hvaða miðill það sé. Þar hlýtur að vera á ferðinni jafnvel betri miðill en María Sigurðardóttir :)

Annars er það ávísun á algeran hrylling þegar miðlar þykjast geta leyst glæpamál. Frægt var þegar íslenskur miðill skipti sér að dönsku barnamorðsmáli. Sá mun hafa farið til Randers í Danmörku (þar sem morðið var framið) og gefið skýrslu hjá lögreglunni sem rannsakaði málið. Upplýsingarnar voru áhugaverðar þvi miðillinn íslenski gaf upp götuheiti, húsnúmer og hvaðeina. Nánast á meðan þessu stóð handtók lögreglan mann sem síðar játaði morðið, benti í líkið og brotnaði síðar algerlega saman í dómsalnum. Íslenski miðillinn hafði algerlega rangt fyrir sér. Manneksjan sem hann benti á sem morðingjann var al-saklaus. þrátt fyrir þetta, þrátt fyrir að morðinginn hafi verið klófestur, þrátt fyrir að hafa játað og bent á líkið, neitaði íslenski miðillinn að trúa þessu og hélt því fram að lögreglan í Randers hefði RANGAN MANN Í HALDI!

Annað og betra dæmi um þann skaða sem miðlar valda þegar þeir fara að skipta sér að rannsóknum glæpamála er mál Shawns Hornbecks en hann týndist fyrir 4 árum. Foreldrar Shawns leituðu í örvæntingu sinni til frægasta miðils Bandaríkjanna Sylviu Brownie og í sjónvarpsútsendingu í þætti Montels Williams sagði Sylvia Browne (besti miðill Bandaríkjanna) að Shawn væri dáinn og lýsti meir að segja aðstæðum hvar lík hans mætti finna. Hún lýsti morðingja hans sem spænskættuðum og með langt sítt hár sem væri greitt að hætti rastafarimanna.

Sem betur fer kom Shawn í leitirnar eftir 4 ára fjarveru frá foreldrum sínum. Hann hafði verið numin á brott af hvítum manni, Michael Devlin, sem var gríðarlega stór og auðlýsanlegur. -Engir dreadlokkar á hausnum á honum.
Hérna er frétt CNN um þetta mál: http://www.youtube.com/watch?v=xKX5yB-H2tI&mode=related&search=


Katrín - 06/02/07 11:46 #

Það er eitt sem ég fer að hugsa um við að lesa það hvernig umræðan hefur þróast. Ef allir eru sammála um það að það eru alltaf svikahrappar í þessari grein, ýmist fáir eða margir eftir því hvort fólk trúir á þetta eða ekki, væri þá ekki þörf á því að miðlarnir sjálfir (þeir sem eru "ekta") reyni að stemma stigu við svikastarfseminni á einhvern hátt til að auka sinn eigin trúverðugleika? Er til einhvers konar fagfélag sem getur fylgst með því að illa innrættir einstaklingar geti ekki gert út á traust fólks á miðla ef þeir hafa enga alvöru hæfileika?

Ég vil taka sem dæmi áfengis- og fíkniefnameðferð. Fram kom fyrir nokkrum árum aðili sem vildi fá að taka fólk í meðferð eða einhvers konar meðferðar-vist án þess að hafa viðurkennda þekkingu til þess og án þess að mestu eða öllu leyti að hafa viðurkennt fagfólk í fastri vinnu hjá sér. Þetta átti sér ekki fordæmi en ákveðið var að gera þessa tilraun því að maðurinn hafði mikinn sannfæringarkraft og talaði af "einlægni". Í áframhaldinu var ekki skýrt hver eða hvort einhver ætti að hafa eftirlit með starfseminni vegna þess að hún byggðist að miklu leyti bara á orðum þeirra sem voru í forsvari fyrir henni og var þannig hálfgerður undanvillingur í kerfinu sem hafði fram að þessu haldið utan um það að ákveðin fagmennska væri skilyrði fyrir allri svona starfsemi fram að þessum tímamótum.

Mér þykir leitt að segja ykkur frá því að maðurinn sem fékk heimildina til að starfa fram hjá öllum reglunum og eftirlitinu virðist hafa misnotað það einfalda traust sem honum var sýnt stórkostlega á allan hátt. Ég segi fyrir sjálfa mig að í framhaldinu, eftir fengna reynslu, myndi ég aldrei samþykkja svona starfsemi aftur án eftirlits og/eða án þess að ákveðnir staðlar eða kröfur séu uppfylltar.

Það er annar hlutur sem ég er nokkuð viss um að við öll erum sammála um hér: ekkert okkar vill í raun láta hlunnfara sig, láta ljúga að sér eða vera svikinn eða misnotaður á nokkurn hátt.

Er þá ekki kominn tími á það að gera kröfur til þessarar starssemi?


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 06/02/07 12:13 #

Heyr Heyr! Frábær punktur hjá Katrínu.

Samlíkingin við Byrgið er akkúrat on the spot. Einn þykist hafa hæfileika (frá guði) fylgjendur hans trúa honum og treysta fyrir sínum erfiðustu málum.

-Þetta gæti alveg átt við miðla sem fólk leitar til eins og Guðmundar í Byrginu.

Meira um Sylviu Brownie og James Randi


Kristinn - 06/02/07 14:16 #

Hvers konar bull er i folki her eg er viss um að engin miðill biður folk að koma a fund til sin.!!!!!


jogus (meðlimur í Vantrú) - 06/02/07 16:14 #

Einmitt. Enginn miðill auglýsir þjónustu sína.


Katrín - 06/02/07 16:28 #

Ef ég auglýsi einhverja starfsemi hjá mér þá þarf ég að vera heiðarleg í viðskiptum mínum við fólk.

En ef ég auglýsi ekki þá er það ekki siðferðislega rangt og/eða ekki hægt að gagnrýna það hjá mér að selja fólki eitthvað sem er uppspuni og fals.

Er ég að skilja rök ykkar rétt?


kallikall - 06/02/07 16:41 #

smá pæling: ef allir væru blindir og einn gæti séð, væru þá ekki allir að kalla hann lygara ef hann reyndi að segja þeim það sem hann væri að upplifa.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 06/02/07 17:10 #

Þetta er ágætur punktur Kallikall, en hann á ekki við í þessu samhengi. Ef ég færi sama daginn til 10 miðla, þá fengi ég 10 mismunandi spár. það er augljóst. Þetta hefur verið margprófað og svona lítur "miðlaprófið" hans Randi út sem öllum miðlum stendur til boða. Ef þeir standas prófið fær miðillinn miljón dollara verðlaun. -67 miljónir takk fyrir

Þessu ætti einmitt að vera snúið á haus og sagt. ef þúsund manns halda fram einum "sannleika" er ekki líklegra að hann sé réttari en sá "sannleikur" sem 3 halda fram. -Eða bara einn!.

Ef við höldum okkur við "blindingjalíkinguna" þína á missir þessi sem heldur því fram að hann "sjái", allan trúverðugleika því hann hefur fé af þeim blindu. Fær athygli og nýtur virðingarinnar sem fylgir þessum óvenjulegu hæfileikum. Fyrir utan náttúrulega peningana sem hann fær fyrir að lýsa því sem fyrir augu hans ber.

Ef bara einn miðill kæmi fram og segði mér hvenær næsta Heklugos hæfist, eða bara hvaða stórfrétt sem er! ..þá myndi ég draga allt til baka sem ég hef haldið fram hér.

OG - gefa honum allar eigur mínar.

Ég er ekki að djóka. Viðkomandi miðill fengi allar mínar eigur, hús og bíl. þetta samanlagt kostar svona 25 kúlur.

Já svo fengi miðillinn líka hlut í sumarbústað á Laugarvatni...


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 06/02/07 17:48 #

smá pæling: ef allir væru blindir og einn gæti séð, væru þá ekki allir að kalla hann lygara ef hann reyndi að segja þeim það sem hann væri að upplifa.

En sá sem sæi gæti léttilega sannað fyrir hinum blindu að hann gæti séð. Af einhverjum ástæðum geta miðlar það ekki....hmmmm


kallikall - 06/02/07 18:35 #

hjalti, hvernig gæti hann sannað fyrir þeim að hann geti séð?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 06/02/07 18:38 #

Tja, hann gæti staðið nokkra metra í burtu og svarað því hvort fólk væri að rétta upp hægri eða vinstri hendi.


kallikall - 06/02/07 18:57 #

ok. einn sem sér og allir aðrir blindir og svo fullt af fólki sem þykist geta séð hvernig lítur það dæmi út?

neinei, nú er ég kominn í bullið;) Það sem ég er samt að segja er að þessi systir kærustu minnar hefur átt mjög erfitt um æfina vegna þessa og það var útaf því að hún var alltaf að sjá og heyra hluti sem allir sögðu við hana að væri ekki raunverulegt. Það virðast allir líta á þetta sem eitthvað rosa góður hæfileiki sem allir ættu að vilja hafa en ég held að það sé rosalega erfitt að alast upp við að sjá og heyra hluti sem þú lostnar ekki við úr hausnum og allir segja að séu ekki raunverulegir. og ég er ekki að segja að þeir séu endilega raunverulegir en ég er opinn fyrir þeim möguleika (og soltið sannfærður um) Ef maður pælir í því að dýr upplifa heiminn oft allt öðruvísi en við, ég hef heyrt að sum dýr sjái í tvívídd, önnur í svart/hvítu svo eru í loftinu fullt af útvarps og sjónvarpsbylgjum sem þarf tæki til að sjá/heyra svo það að halda að heimurinn er eins og við sjáum hann er ekkert endilega rétt. En ég er hins vegar alveg sammála að ef einhver ætlar að vinna við eitthvað þá skal hann sýna fram á að hann ráði við starfið:)


Matti (meðlimur í Vantrú) - 06/02/07 19:16 #

Málið er bara að það er óttalegt bull að ekki sé hægt að prófa miðla. Ef þeir hafa raunverulega hæfileika er hægt að staðfesta það með prófunum.

Vandamálið er að hæfileikarnir eru ekki raunverulegir, heldur byggja á trúgirni viðskiptavina og því er ekki hægt að prófa þá. Ef hæfileikarnir "koma ekki fram" er það viðskiptavininum að kenna!

Einkar hentugt.


kallikall - 06/02/07 20:12 #

ekki henntugt ef þeir hafa hæfileikann;) En því miður getur þú ekki sagt fyrir víst frekar en ég hvort það er eitthvað annað í heiminum sem við sjáum ekki. Það eina sem þú hefur eru aðferðir sem notaðar eru til að plata fólk og svo þína eigin sannfæringu.

En ég er samt alveg sammála að það megi alveg sleppa þessum miðlum, ef ég get ekki séð framtíðina sjálfur þá á ég sennilega ekkert að vera að sjá hana. Plús það að ég er alltaf sammála því að það eigi að uppræta svik. Eina sem ég hef áhyggjur af er þegar einhver segir í fullum trúnaði að hann/hún sjái eitthvað sem á ekki að vera til hvort við eigum að geta sagt þeim að það sé óraunverulegt.


Sara - 06/02/07 20:50 #

Segðu mér Khomeni hvaðan ertu?


Rut - 06/02/07 21:21 #

þetta er eins og að sleikja steypu, umræðan er föst í sama farinu.

en kallikall, mér finnst pælingin þín lýsa þessu mjög svo vel, og sé mjög í samhengi í þessari umræðu. það er hægt að segja að þeir sem hafa ekki þennan hæfileika séu þeir blindu, og miðlar séu þeir sem sjá. (eru miðlar ekki oft kallaðir "sjáendur"?)

en smá pæling til khomeni og þeirra sem eru á sömu skoðun og hann. hverju trúi þið að gerst þegar maður deyr? líkaminn er jarðaður (eða brenndur), og að lokum eyðist hann upp. en hvað verður um ÞIG? persónununa þig? sálina þína. hverfur þú alveg? verður ekkert eftir af þér?

ég persónulega trúi því að þegar líkaminn deyr, þá heldur þú sem persóna (sálin þín semsagt), áfram að lifa (í annarri "vídd" af þessum heimi). þeir sem t.d deyja úr veikindum verða heilir aftur. ég trúi því að lífið sé ekki búið þegar maður deyr. ég trúi ekki að maður fæðist í öðrum líkama.

vegna þess að ég trúi því að lífið heldur áfram, þá trúi ég því að miðlar segi satt. af öllum þeim milljörðum sem búa á þessari jörðu, þá hlýtur að vera amk ein mannvera sem getur tengt sig við þessa "vídd". skiljiði hvert ég er að fara?


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 06/02/07 21:37 #

Það gerist eki neitt þegar þú deyrð, þú hættir að vera til. Persónan þú ert afrakstur heilastarfseminnar þinnar, það er ekkert þú án heilans.

Hvernig getur þetta fólk sem þú heldur að miðlarnir tali við muni eitthvað? Minningarnar eru háðar heilanum, fólk getur misst minnið ef það verður fyrir heilaskaða. Eru sálir alsheimerssjúklinga að hrörna?


arnarit - 06/02/07 21:40 #

Vil taka það fram að ég hef fulla vantrú á miðlum og örðu slíku kukli. Einhver staðar hér uppi benti einhver á að maður þyrfti bara að vera opin og trúa þessu o.s.frv. Ef einhver myndi segja þér að himininn væri grænn og þú myndir trúa því, það myndi ekki breyta neinu. Himininn yrði ennþá blár. Þetta snýst ekki um trú, þetta snýst um trúgirni.


Rut - 06/02/07 22:16 #

mín trú er sú að þú sem persóna sért ekki bara staðsettur í heilanum. ég kaupi það alveg að persónan þín sé mótuð af heilastarfseminni o.sfv.

en sálin þykir mér vera allt annar pakki.

mér datt svolítið sniðugt í hug. þessari umræðu miðlar ekkert áfram, því fólkið sem skrifar hérna inná hefur mismunandi sýn á lífið. það er ekki hægt að breyta skoðunum fólks með rökræðum á netinu.

annars er þetta ágætis rökræður hérna.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 06/02/07 22:24 #

mín trú er sú að þú sem persóna sért ekki bara staðsettur í heilanum. ég kaupi það alveg að persónan þín sé mótuð af heilastarfseminni o.sfv.

en sálin þykir mér vera allt annar pakki.

En hvað í ósköpunum er sálin?

Ég tók sem dæmi minningar, því ef hinir dánu eiga að hafa samband við ættingja sína í gegnum miðla, þá verða þeir að muna eitthvað.

En minningar eru augljóslega geymdar í heilanum, s.b.r. alsheimer-sjúkdóminn. Ertu sammála því Rut, að án heilans geturðu ekki munað neitt?


Katrín - 06/02/07 22:51 #

Það er sjaldgæft að rökræður fái fólk til að breyta fyrirvaralaust um skoðun. Rökræður fá fólk til að hugsa, koma oft einhverju hugsanakeðju af stað sem fær marga til að skipta um skoðun löngu seinna,og aðra ekki.

Ég trúi því að líkaminn samanstandi af efni sem leysist upp þegar við deyjum, sama hversu sérstakur eða stórkostlegur hann var, því líkaminn er engu síður en sálin/heilastarfsemin stórkostleg listasmíð. Sálina/heilastarfsemina tel ég samanstanda af orku sem leysist upp á sama hátt og líkaminn. Sama hversu einstök, stórkostleg eða ómissandi við teljum okkur vera.

Þegar ég dey þá hætti ég að vera til og syrgi tilhugsunina um það engan veginn. Á meðan ég lifi þá gleðst ég. Er á meðan er. Ég leita uppi tækifæri til að þroska mig og gera líf mitt ánægjulegt því að það veitir mér fullnægju, í dag. Ef ég dey á morgun þá dey ég sátt því á hverjum degi er ég þakklát fyrir allt það góða og öll tækifærin sem lífið getur boðið upp á ef maður leitar eftir því og er tilbúinn til að taka ábyrgð á eigin hamingju. Ég get aldrei lifað öðruvísi en bara í núinu og því er það núið sem þarf að veita mér mesta lífsfyllinguna. Fortíðin er góð til að læra af og getur skilið eftir þá tilfinningu að maður hafi afrekað eitthvað í lífinu sem maður er stoltur af en það sem gerist í framtíðinni á ekki að vera skilyrði fyrir því að við getum verið hamingjusöm í núinu. Framtíðin er alltaf óskrifað blað og ekkert gefið í þeim efnum.

Mér finnst dapurleg tilhugsun að deyja og hafa kannski aldrei kunnað að meta lífið til fulls því að meint eftirlíf á hugsanlega að vera betra eða að þú nýtir tækifæri þín kannski ekki til fulls í dag því að þú teljir þig alltaf eiga annað tækifæri seinna, jafnvel í næsta lífi.

Þegar einhver annar deyr þá gleðst ég yfir þeim tíma sem viðkomandi lifði og fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Ég syrgi svo vegna lífsins sem gaf enn eitt litbrigðið í veröldina sem veldur því að heimurinn er svo stórkostlegur. En ég veit og hugga mig við það þegar frá líður að náttúran gefur á jafn örlátan hátt á hverjum degi ný líf í stað þeirra sem hafa fengið sinn tima. Ég hef enga þörf fyrir það að hafa samband við framliðna því að ég kann að meta það sem þeir gáfu af sér á meðan þeir lifðu. Ég bið ekki um meira.

Mig langar að spyrja á móti spurningu Rutar, hafa allar lifandi verur sálir? Og hvaðan koma sálirnar í upphafi? Ef það er óhugsandi að þær hætti að vera til eða leysist upp er þá ekki óhugsandi líka að þær kvikni úr engu í upphafi?


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 06/02/07 22:54 #

Rut beindi spuringu til mín hvað ég héldi að gerist fyrir MIG þegar ég dey. Ég held að það gerist ekki neitt. Ég held að það slökkni bara á mér eins og þegar einhver slekkur ljósið í geymslunni sinni. Ég get bara ekki trúað neinu öðru. Sumir segja að það sé um 19 gráðu hiti í himnaríki og allir fái einbýlishús. alltaf sé gott veður og allir gangi um í hreinum fötum.

Hugmyndir kristinna eru afar óskýrar um himnaríki. maður á víst að sitja á skýi og fylgjas með Jésú og pabba hans "dæma" fólk á efsta degi (sérkennilegt miðað við að fyrirgefningarkröfuna)

Múslimar sjá fyrir sér 18 hreinar meyjar að dúlla við mann þar sem maður (ath karlar virðast bara komast til himna og hreinar meyjar) liggur við tært eyðumerkurvatn í kvöldsólinni.

Hindúar trúa á endurholgun og að markmið lífsins sé að losna undan áþján endurfæðinanna og öðast einingu með Bhrama.

Indíjánaættbálkar líta á efitlífið sem sameiningu við "andann mikla".

Hugmydir um eftirlíf eru satt best að segja nýjar á nálinni í trúarbragðasögunni. Gyðingar trúa t.d ekki á eftirlíf í okkar skilningi heldur sameignilegri upprisu á "efsta degi".

Ég held að ég bara deyji. Ekkert vont, fari bara að sofa og vakni ekki aftur. Þessi afstaða mín hefur gert líf mitt svo miklu betra. Ég kann svo miklu betur við lífið mitt, enda viss um að ég eigi bara eitt líf. Ég fer betur með líkama minn, ég geri kröfur til mín varðandi umgengni við annað fólk og geri sömuleiðis kröfur á annað fólk að það komi vel fram við mig. (þessvegna á ég í engum vandræðum með að skammast út í Maríu svikamiðil)

Hugmyndinn um dauðleika sinn gefur lífinu aukið gildi og eykur á hryllinginn þegar lífi er sóað. T.d í bílslysum, morðum eða styrjöldum.

Við eigum BARA eitt líf. Förum vel með það. Gerum kröfur til okkar sjálfra og einnig til umhverfis okkar.

-Ekki svinda á samborgurum okkar með því að ljúga af þeim að hinir dauðu geti tjáð sig.
-það er hvort í senn ljótt og ósiðlegt.

-o-o-o-o-

ps.

Sara spyr hvaðan ég sé. Hvað kemur það málinu við? Ætlar þú að sitja fyrir mér og kasta í mig Tarrotspilum og orkukristöllum?


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 06/02/07 23:28 #

-Góður punktur hjá þér Katrín.
-Þú ert með þetta :)


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 07/02/07 04:05 #

Ég tók sem dæmi minningar, því ef hinir dánu eiga að hafa samband við ættingja sína í gegnum miðla, þá verða þeir að muna eitthvað.

Hvað meinarðu? Þeir vita ekki einu sinni hvað þeir heita, miðillinn þarf að giska á það í hvert sinn: "Það er komin til mín kona... G... G eitthvað, kannast einhver við það? Guðr..rún eða -ríður... nei -björg kannski..."

;)


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 07/02/07 04:11 #

Eru miðlar alveg hættir að fara í trans? Fyrir svona þrjátíu árum fór móðir mín stundum á miðilsfundi og þá fór miðillinn alltaf í trans og andarnir komu og töluðu sjálfir. Reyndar sögðu þeir aldrei til nafns, heldur kom eitthvað svona "Uhhh, mér er kalt...", og allir þeir sem höfðu misst ættingja eða vin í sjóinn eða þeir urðu úti að vetri, stukku til og spurðu hvort þetta væri nokkuð hann Hafsteinn eða Halldór. Andarnir jánkuðu þessu og báðu svo fyrir kveðjum og sögðust hafa það gott hinum megin.

En af hverju var þeim þá enn kalt?


kallikall - 07/02/07 08:22 #

matti skrifar: "Tja, hann gæti staðið nokkra metra í burtu og svarað því hvort fólk væri að rétta upp hægri eða vinstri hendi"

hehe, já ég hef kannski ofhugsað þetta eitthvað, ég var svo mikið að spá í erfiðleikunum sem hann ætti við að útskýra hvað sjón væri við fólk sem væri svo handvisst um að það vissi nákvæmlega hvernig heimurinn virkaði.

sorrý hvað ég svaraði þessu seint, ég sá þetta ekki fyrr en núna, þú hefur örugglega póstað þessu á meðan ég var að skrifa þetta fyrir neðan, annars væri gaman ef þú svaraðir því líka :)


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 07/02/07 09:02 #

Einu sinni voru bestu miðlarnir taldir geta framkallað s.k "útfrymi" en það var skilgreint sem einskonar massi (Ectoplasm) sem óx út frá miðlinum. Oft óx þessi massi út frá nösum miðilsins. Miðilsfundir þar sem þessir sértöku miðlar framkölluðu útfrymi voru alltaf framkvæmdir í myrkri og í stjórnuðum aðstæðum, oft á heimili miðilsins.

Svo gerist það þegar ljósmyndatækninni fleygir fram að nokkrir útfrymismiðlar eru afhjúpaðir fyrir tilstuðlan ljósnæmra myndavéla. "Útfrymi" reyndust oft vera örþunnar silkislæður sem miðillinn hafði troðið í nasir sér og á einhvern hátt dregið út úr nösunum og þannig framkallað "útfrymið".

Við þessar afhjúpanir og framþróun ljósmyndatækinnar gerist nokkuð skrýtið í andaheimum. Allir útfrymismiðlar hætta að geta framkallað "útfrymi"! Hvernig mátti þetta vera? Hversvegana hættu "útfrymismiðlar" að framkalla "útfrymi"?
-Er það hugsanlegt að þeir hafi bara verið að blekkja fólk? eða var gefin dagsskipan í andaheimum að hætta að senda "útfrymi" inn í miðlana?

Hvort ætli sé líklegra?

Þetta útfrymismál er prýðilegt dæmi um hve langt miðlar ganga í því að hafa fé af samborgurum sínum.
Sumir á þessum þræði hafa gagnrýnt mig fyrir að að segja að miðlar séu siðlausir. Ég veit að þetta eru stór orð. Ég veit það. En hvað á maður að kalla fólk sem hefur þann starfa að narra peninga út úr þeim sem eiga í erfiðleikum? -Hafa misst ástvin? -Hafa lent í áfalli? -Eru þjakaðir af þyngslum lífsins?

Er það orðum aukið að kalla slíka fjárplógsmenn siðlausa?


kallikall - 07/02/07 10:33 #

nei, að sjálfsögðu ekki, eina sem er að því er það að dæma alla miðla útfrá svikurunum.

Ef ég myndi finna lækna sem hefðu fengið læknisleyfið sitt í gegnum internetið og kynnu ekki staf í læknisfræði og væru að pretta og plata viðskiptavinina og þó svo að meirihluti lækna væri þannig, þá væri samt ekki hægt að segja að læknisfræðin væri kjaftæði. Þú hlítur að skilja það sjónarhorn?


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 07/02/07 10:40 #

Kallikall. Nefndu mér einn miðil sem er "ekta". -Bara einn. Látum viðkomandi þreyta einfalt próf til að skera úr um miðilsgáfuna.

-Meira þarf ekki!

Þessi eini mun í leiðinni fá 67 miljónir í verðlaun sem hann getur ýmist notað sjáfur eða gefið til velferðarmála.

Ég er algerlega ósammála fólki sem segir að "það séu skemmt epli í öllum stéttum" og sumir miðlar "ekta". Ég held því fram að allir í miðlastétt séu skemmd epli. Endilega vísið á þá sem eru "ekta". Endilega.
Þá er hægt að útkljá þetta mál.


Katrín - 07/02/07 11:11 #

En nægir miðlum ekki einmitt að prenta bara eitthvað diplóma út af internetinu og þá eru þeir komnir með "starfsréttindi"? Geta meira að segja sleppt því að prenta út skjalið og bara sagt "Hey, hér er ég og hef mikla hæfileika sem ég er sjálfur búinn að læra að nota. Punktur. Þar með ertu orðinn miðill. Kannski fara einhverjir í einhvers konar læri hjá sér eldri og reyndari en það kemur hvergi fram hvað hver og einn miðill hefur á bakvið sig í reynslu og/eða einhvers konar námi. Hvernig myndi okkur líka það að þurfa að renna blint í sjóinn algerlega þegar við værum að leita okkur að hefðbundnum lækni. Engar tryggingar fyrir því að þeir hafi viðað að sér einhverri þekkingu eða reynslu. Bara um að gera að reyna þá þar til við finnum einn sem virkar. Yrðum við sátt við það?


kallikall - 07/02/07 13:14 #

Ég er reyndar þeirra skoðunar að miðlar eru algjörlega óþarfir, það er engin ástæða fyrir því að vera að tala við einhver illskýranleg öfl. og sér í lagi að taka pening fyrir það. Ég held bara að það sé fullt af fólki að þjást útaf því að það hefur alla æfi séð hluti sem allir segja við það að sé óraunverulegt.

Annað sem ég hef áhyggjur af er að þið vitið ekkert ásetning miðlanna sem þið eruð að dæma. Ég tildæmis var í aikido í mörg ár og kenndi meðal annars. Ég var oft að predika yfir hvað virkaði í sjálfsvörn þó að ég hafði aldrei lent í slag, það var ekki fyrr en löngu seinna að ég fattaði að þetta var allt bull sem ég hafði verið að segja fólki, en ásetningurinn minn var góður og ég sagði bara fólki það sem mér hafði verið sagt. Þannig að það er alltaf hættulegt að kalla fólk siðlaust án þess að vera viss um ásetning þess. Getur alltaf verið að allavega sumir miðlar haldi að þeir séu að hjálpa fólki


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 07/02/07 13:23 #

Klassískt vandamál.

Er siðleysi spurning ásetning?

Ef maður sýnir af sér glæpasamlega hegðun er það í lagi ef ásetningur hans er góður?

Margir fúskarar hafa góðan ásetning. Ég er viss um að sumir miðlar trúa dellunni sem þeir halda fram. En það hlýtur að vera mikill minnihluti. Flestir eru nógu óprúttnir til að gera fólk í vanda að féþúfu. Þeir eru sko ekki að láta samviskuna þvælast mikið fyyrir sér...


kallikall - 07/02/07 13:45 #

neinei, þar er ég alveg sammála. Fólk á náttúrulega að bera ábyrgð á verkum sínum. Samt ef ásetningurinn er góður þá er það allavega vittlaust að hún sé siðlaus. En ég vildi gjarnan að það yrði kommentað á hitt sem ég er búinn að segja


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 07/02/07 13:53 #

Ég er viss um að miðlar viti, innst í sálarrótum að þeir eru að svindla á fólki.

Mér finnst góður ásetningur ekki fullnægjandi afsökun fyrir því að ljúga að fólki um einhver skilaboð að "handan".

Lygi er lygi þótt henni er haldið fram með góðum ásetningi.


Unnar Freyr - 07/02/07 15:04 #

En nú hljóta allir miðlar að vita "náttúru" þess sem þeir eru að stunda. Kaldur lestur byggist á að tala við kúnnann og að miðillinn vegi og meti þær upplýsingar sem hann fær úr samræðunum. Hvernig í ósköpunum getur maður gert slíkt án þess að hafa einhverja meðvitund um það?


kallikall - 07/02/07 15:24 #

jájá, og morð er alltaf morð en samt er dæmt misjafnt eftir því hvort það hafi verið viljandi eða ekki ;)

En svona áður en við ákveðum að vera sammála um að vera ósammála þá vil ég spyrja þig að einu. Eins og ég talaði um áður með að dýr skynji veröldina misjafnlega þá held ég að það sé alltaf þessi möguleiki á að það sé eitthvað sem ekki öll okkar sjái eða skynji. Eða allavega skynjum það misvel. Þykir þér þá ekki mikilvægt að vera tilbúin að trúa því í staðin fyrir að henda því frá okkur vegna þess að okkur finnst það útí hött. (Það hafa nú komið fáránlegir hlutir í ljós með að hafa verið sannir eins og að við snúumst í kringum sólina)


Unnar Freyr - 07/02/07 15:59 #

Það sem ég er einmitt að færa rök fyrir er að það sé ekki hægt að stunda kaldan lestur án ásetnings, og eins og við vitum er manndráp með ásetningi litið sérstöku hornauga :) Ég er sammála þér kallikall að maður þurfi að vera opinn fyrir nýjum hugmyndum og það sem maður heldur í dag er kannski ekki í samræmi við það sem maður veit á morgunn, en maður verður auðvitað að gera kröfur um staðfestingar. Ef þú segist geta gert eitthvað sem samræmist ekki fyrri þekkingu þá er sönnunarbyrðin auðvitað á þér.


Guðmundur - 07/02/07 16:54 #

Ég veit ekki hvort þið hafið séð þáttinn um Margit Sandemo í sjónvarpinu um daginn. Burtséð frá því hvað fólki finnst um bækurnar hennar sást vel að þarna var manneskja með afar ríkt ímyndunarafl og upplifun hennar af stöðum og atburðum var allt að því líkamleg (svona svipað og gerist stundum hjá fólki þegar það kemur á staði eða hittir fólk sem það tengist tilfinningaböndum). Hún virtist trúa því að hún væri að upplifa einhverja raunverulega krafta, og fær útrás fyrir þetta ímyndunarafl sitt í því að skrifa sögur. Það sama gæti alveg passað við einhvern miðil sem teldi sig upplifa það sem hann/hún er í raun að ímynda sér. Þá væri hægt að færa rök fyrir því að slíkt væri ekki gert í "slæmum" ásetningi. Þeir sem eru góðir í því að vera miðlar og leiknir í að lesa fólk hafa augsjáanlega talsverða hæfileika, bara synd að þeim sé sóað í eitthvað svona.

Annars er ég hættur að nenna að spá í hvað gerist þegar ég drepst. Ég kemst bara að því þá. Eða ekki...


gulla - 07/02/07 17:00 #

mamma mín fór einusinni til miðils og hann sagði henni að ég ætti eftir að eignas barn þegar ég væri 17 ára og alveg eins og hendi væri veifað fékk mamma mín kast og hélt yfir mér ræðu að þegar ég færi að stunda kynlíf mundi ég nota smokka og/eða fara á pilluna... en það eru 3 ár liðin síðan ég var 17 ára og ekkert er barnið... og enginn af vinum mínum á barn... þannig að ég hef nú ekki mikla trú á miðlum


Sara - 07/02/07 17:18 #

Ég er fullkomlega sammála þér! Ég hef einmitt horft á Þórhall miðil og þótt að hann hitti á einhver nöfn þá eru það algeng nöfn sem nánast allir þekkja einhvern sem heitir það. Hinsvegar væri ég til í að fara til miðils og ef hún/hann spyr um einhverja manneskju sem ég veit ekkert um (eins og í þínu tilviki, Önnu) þá myndi ég segja að það væri t.d. mamma mín, og gá hver spáin yrði...ég er þess fullviss um að miðillinn myndi búa til þvílíka sögu um manneskjuna...


kallikall - 07/02/07 17:54 #

Unnar Freyr skrifar: "Það sem ég er einmitt að færa rök fyrir er að það sé ekki hægt að stunda kaldan lestur án ásetnings, og eins og við vitum er manndráp með ásetningi litið sérstöku hornauga :) Ég er sammála þér kallikall að maður þurfi að vera opinn fyrir nýjum hugmyndum og það sem maður heldur í dag er kannski ekki í samræmi við það sem maður veit á morgunn, en maður verður auðvitað að gera kröfur um staðfestingar. Ef þú segist geta gert eitthvað sem samræmist ekki fyrri þekkingu þá er sönnunarbyrðin auðvitað á þér." Guðmundur svaraði ágætlega hvers vegna það gæti verið með góðum ásetningi að öðru leiti er ég 100% sammála þér það eina sem ég var að gagnrína var hvort maður ætti að vera að kalla fólk siðlaust ef ásetningurinn er góður en auðvitað á að stoppa öll svik hvernig sem ásetningurinn er.


Unnar Freyr - 07/02/07 22:20 #

Sé hvað þú meinar kalli með hvort að slíkt fólk megi teljast siðlaust þar sem það meinar vel. En af hverju þá að krefjast hárrar borgunar fyrir það sem miðillinn veit að er ekkert annað en "hvít lygi", þ.e.a.s ef hann veit hvað hann er að gera?

En ef að miðillinn virðist sjálfur hafa öðlast trú á sínum eigin hæfileikum með sjálfsblekkingum, þá hlýtur hann samt sem áður að hafa séð hvernig kaldur lestur virkaði á meðan hann var að læra þetta. Þannig að einhvertíma hefur hann haft einhverja vitund á því að hann væri ekki raunverulega skyggn.


kallikall - 07/02/07 23:06 #

jamm, alveg sammála. Það sem ég var að meina var s.s. að miðilinn hefði fulla trú á því að hann væri að tala við einhvern annan heim.

Annars hef ég heyrt miðil halda því fram að hann virki svona eins og útvarp, þ.e.a.s. að það sé misgott samband og stundum fái þeir í gegn bara eitthvað eitt orð eða nafn eða að þeir fái tilfinningu fyrir einhverju og stundum gerist ekki neitt. Þaðan á s.s. allt giskið og fiskið að koma því þeir þurfi að filla upp í eyðurnar.

Ef að það er satt þá er afar erfitt að sanna þetta með einhverjum hætti og þetta verður náttúrulega gullnáma fyrir prettarana. (Svo læðast kannski með nokkrir sem eru búnir að sannfæra sjálfan sig um að hafa skyggnigáfu og telja sig vera að gera rétt en eru í rauninni bara að hlusta á sínar eigin hugsanir).

Ef að þetta er ekki rétt þá er þetta náttúrulega afar henntugt að geta logið þessu til að þurfa ekki að sanna sig.

Eina sem fólk hefur til að segja hvort þetta sé rétt eða rangt að mínu mati er sín eigin sannfæring, ég persónulega er sannfærður um að það sé eitthvað útí heiminum sem mörg okkar skynji ekki. Þó finnst mér ástæðulaust að vera að borga einhverjum fyrir að segja mér hvað gerist í framtíðinni, ég á bara að komast að því sjálfur :)


ingidude - 07/02/07 23:29 #

ja, þeir eru misjafnir, og sumir algjörir prettarar, en ekki dæma alla miðla eftir henni og þessari reynslu, ef þú hefðir t.d. spurt mig, hefði eg ekki sagt að hun væri "besti" miðillinn, hef ekki einu sinni heyrt um hana... ég hef farið til margra og skúli lórenz er vafalaust með þeim "bestu"


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 07/02/07 23:40 #

Kannski fer ég til hans næst :)

Alltaf heyri ég sama stefið. "Augljóst er að sumir miðlar eru feik. -en það á ekki um alla."

Þetta er bara vitlaust. Ef sumir miðlar eru "4real" þá eiga þeir að geta framkvæmt einfalt próf. Það vilja þeir náttúrulega ekki. -þá afhjúpast þeir.

Áður en ég ákvað að fara til miðils þá spurði ég 3 manneskjur sem ég þekki (sem allar fara reglulega til miðla) allar sögðu mér að María væri "langbest".

Skúli Lórenz my ass.... :)


Rut - 08/02/07 01:35 #

Hjalti (sorry hvað ég svara seint),

auðvitað eru minningar í heilanum. en mér þykir sálin vera annað en persónan/persónuleikinn. mér þykir sálin vera "skrefið fyrir ofan" persónuleikann. veit eiginlega ekki hvernig ég á að koma orðum að þessu akkúrat núna. en mín trú er að sál og persóna sé ekki sami hluturinn.

þú talar um alzheimersjúklinga. alzheimers er auðvitað sjúkdómur sem leggst á heilann, en er það þannig að fólk glatar persónu sinni (sál?), þegar það veikist af alzheimers? ég er ekki alveg nógu fróð um þennan sjúkdóm og vil ekki koma með neinar staðhæfingar um hann. það sem ég veit að fólk gleymir smátt og smátt atburðum og fólki í kringum sig.

ef maður styðst við þá kenningu að persónan (og sálin?) sé í heilanum, þá gefur það auga leið að fólk glatar persónu sinni með sjúkdómnum. en glatar fólk sálu sinni af þessum sjúkdóm? mín skoðun er sú að sálin lifir, en ekki persónan.

einhver minntist á það fyrir ofan að rökræður opna augun hjá fólki um aðrar hliðar á ýmsum málefnum. ég er ekki frá því að sjóndeildarhringurinn hjá mér hafi opnast helvíti mikið á þessu.

hérna sér maður ýmsar skoðanir fólks á ýmsum hliðum á lífinu. helvíti gaman af þessu.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 08/02/07 01:56 #

Rut: Betra seint en aldrei ;)

Ég er ekki að halda því fram að fólk glati persónu sinni þegar það veikist af alseimer. Ég benti á sjúkdóminn til þess að rökstyðja þá skoðun að minningar séu í heilanum.

Fyrst þú ert sammála því getum við bara gleymt alsheimers. En ég ætla að útskýra betur punktinn minn:

  1. Minningar eru í heilanum.
  2. Heilinn í látnu fólki starfar ekki og eyðist með tímanum. -> Látið fólk hefur ekki minningar. Það man ekki neitt.

Þannig að ef "sálin" lifir eftir dauðann og miðlar geta náð sambandi við þær, þá geta hinir látnu ekki sagt þeim neitt um lífið sitt, af því það man ekki neitt eftir því. Hvað segirðu um þetta?

Ég skil ekki alveg hvað þú átt við með því að sálin sé "skrefið fyrir ofan" persónuleikann.

Þú hefur ef til vill gaman ef þessum heimspeki-leik: Staying Alive. Þarna er farið í það hvað gerir þig að þér.

Að mínu mati lifi ég nefnilega ekki eftir líkamlega dauðann ef það er tilvera eftir dauðann, en þar man ég ekki neitt, hef hvorki persónuleikann minn né skoðanir. Hvað væri eiginlega eftir af mér?


kallikall - 08/02/07 09:03 #

Hjalti skrifar: "Minningar eru í heilanum. Heilinn í látnu fólki starfar ekki og eyðist með tímanum. -> Látið fólk hefur ekki minningar. Það man ekki neitt."

Ég held að ég sé ekki að bulla þegar ég segi að það hafa ekki fundist neinar minningar í heilanum aðeins hvaða stöð virkist þegar manneskjur muna,(s.s. að minningar eru ósýnilegar) Einnig hefur ekki fundist neinn athugandi (þú) þannig að það mætti alveg halda því fram að sálin noti heilann sem verkfæri til að fá minningarnar fram í þessum efnislega heimi. og þegar fólk fær alzheimer þá sé þetta verkfæri bara bilað.

Ég ætla reyndar að gera ráð fyrir að lífið sé búið þegar það er búið, þangað til annað kemur í ljós, mér finnst bara alltaf leiðinlegt þegar fólk talar um sína eigin sannfæringu sem heilangan sannleik.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 08/02/07 09:09 #

Þú kemur með prýðilegar ábendingar Kallikall. En heitir þetta ekki að snúa við sönnunarbyrðinni?

s.s þó að sönnun fyrir sálinni hafi aldrei fundist, þýðir það ekki að sálin sé til....

Ég er sammála þér varðandi að það sé best að bíða og sjá hvað gerist á dauðastundinni. Þetta er í rauninni win/win aðstaða. Annaðhvort slökknar bara á manni eða stór hindúi með appelsínugulan túrban tekur mann í faðm sér og biður mann velkomin.


kallikall - 08/02/07 09:35 #

Rut skrifar: "ég persónulega trúi því að þegar líkaminn deyr, þá heldur þú sem persóna (sálin þín semsagt), áfram að lifa (í annarri "vídd" af þessum heimi). þeir sem t.d deyja úr veikindum verða heilir aftur. ég trúi því að lífið sé ekki búið þegar maður deyr."

Hjalti skrifar: "Það gerist eki neitt þegar þú deyrð, þú hættir að vera til. Persónan þú ert afrakstur heilastarfseminnar þinnar, það er ekkert þú án heilans."

Það sem ég var að gagnrína er að Rut sagði hverju hún trúði en Hjalti kemur með sína skoðun sem staðreind. Þannig að hann þarf að koma með sönnunarbyrgði sem hann reyndi en ég tel mig hafa verið að svara henni.

Ég segi stoltur að ég hef ekki hugmynd um hvað gerist þegar ég dey og því þarf ég ekki að sanna neitt :)

En segðu mér khomeni ertu ekki sammála því sem ég skrifaði í fyrra kommenti með að hvort miðlar séu raunverulegir eða ekki sé bara okkar eigin sannfæring? (Þó svo að sjálfsögðu sé sönnunarbyrgðin á miðlunum ef þeir ætla að vera að rukka fólk fyrir þetta)


kallikall - 08/02/07 18:20 #

jæja, ég hef kannski stillt þér uppvið vegg þarna, þú getur ekki sagt já, því þá ertu búinn að tapa allri þinni umræðu og þú getur heldur ekki sagt nei, því þá þarft þú að koma með haldbær rök, þannig að ég ætla bara að taka þessa löngu þögn sem samþykki :)

Allavega fyrst þetta er bara spurning um sannfæringu þá kannski áttaru þig á því að ef þið farið með þetta í neitendasamtökin eða landlækni þá er alltaf möguleiki á að þið séuð að auka undir fordóma gegn svona fólki og gera þeim erfiðara að fóta sig í lífinu. Þess vegna held ég að það sé best að opna umræðuna fyrir þessu og benda fólki á að líta á þetta með gagnrínum augum og passa sig á að vera ekki meðvirkur með miðlinum. (spurning reyndar að þá séuð þið að viðurkenna soltið möguleikann á að þetta sé raunverulegt og þarað leiðandi auglýsa miðlana sem er örugglega ekki það sem þið viljið) ;)


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 08/02/07 18:48 #

... þannig að það mætti alveg halda því fram að sálin noti heilann sem verkfæri til að fá minningarnar fram í þessum efnislega heimi.

Það má líka halda því fram að sálin noti vöðva sem verkfæri til þess að hreyfa limina í þessum efnislega heimi. Málið er það að ef minningarnar eru í yfirnáttúrulegri sál, þá virðist ekki vera nein þörf fyrir eitthvað efnislegt til þess að láta okkur hafa þær.

Sannanirnar sem ég kem með eru t.d. afleiðingar slysa og sjúkdóma. Allt bendir til þess að við séum heilinn. Þannig að ég leyfi mér að fullyrða að þegar við deyjum þá sé allt búið. Sönnunarbyrðni hlýtur í ljósi þessa að vera á þeim sem heldur því fram að heilinn sé einhvers konar tæki sálarinnar.


kallikall - 08/02/07 19:16 #

Hjalti Rúnar skrifar: "Það má líka halda því fram að sálin noti vöðva sem verkfæri til þess að hreyfa limina í þessum efnislega heimi. Málið er það að ef minningarnar eru í yfirnáttúrulegri sál, þá virðist ekki vera nein þörf fyrir eitthvað efnislegt til þess að láta okkur hafa þær."

Nei, það virðist ekki vera nein þörf fyrir því, en það virðist reyndar ekki vera nein þörf fyrir okkur að labba hérna um þessa jörð þannig að þú ert eiginlega farinn að tala um tilgang lífsins og ég get ekki svarað því frekar en aðrir.

"Sannanirnar sem ég kem með eru t.d. afleiðingar slysa og sjúkdóma. Allt bendir til þess að við séum heilinn. Þannig að ég leyfi mér að fullyrða að þegar við deyjum þá sé allt búið. Sönnunarbyrðni hlýtur í ljósi þessa að vera á þeim sem heldur því fram að heilinn sé einhvers konar tæki sálarinnar."

já, þú komst með þessar sannanir og ég kom með möguleika á að þær væru rangar. Ég er sammála því að sönnunarbyrgðin hvíli á þeim sem heldur öðru fram en ég er samt ekki sammála að þótt að allt bendi til einhvers að þá sé talað um það sem hinn eina sannleika, ég myndi frekar vilja að fólk segði bara, "allt bendir til þess" Sérstaklega í ljósi þess að þetta er ósannanlegt frá báðum sjónarmiðum.


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 08/02/07 21:50 #

Nei, það virðist ekki vera nein þörf fyrir því, en það virðist reyndar ekki vera nein þörf fyrir okkur að labba hérna um þessa jörð þannig að þú ert eiginlega farinn að tala um tilgang lífsins og ég get ekki svarað því frekar en aðrir.

Nei, ég er ekkert að tala um neinn tilgang. Það sem ég á við er að ef minningarnar eru í "sál" en ekki heilanum, þá sé ég ekki hvers vegna í ósköpunum það þurfi heila til þess að "koma þeim yfir í efnislega heiminn".

já, þú komst með þessar sannanir og ég kom með möguleika á að þær væru rangar. Ég er sammála því að sönnunarbyrgðin hvíli á þeim sem heldur öðru fram en ég er samt ekki sammála að þótt að allt bendi til einhvers að þá sé talað um það sem hinn eina sannleika, ég myndi frekar vilja að fólk segði bara, "allt bendir til þess" Sérstaklega í ljósi þess að þetta er ósannanlegt frá báðum sjónarmiðum.

Eigum við þá líka að hætta að tala um hnattlaga lögun jarðar sem hinn eina sannleika, eða eigum við að segja "Allt bendr til þess að jörðin sé hnattlaga".

Ég held að ég skilji fullkomlega hvað þú eigir við, en ég tel þetta óþarfa "varkárni".


kallikall - 08/02/07 22:44 #

jæja, það er gott að þú skiljir hvað ég meina. Ég persónulega hef alltaf þann möguleika opinn að ég gæti haft rangt fyrir mér um ósannaða hluti:) (en fylgi þó alltaf því sem mér finnst líklegast)


Gunni kross. - 08/02/07 23:13 #

Hah hah nei sko það gáfulegasta sem þessi síða hefur gefið frá sér.

P.S

If you mess with Jesus you mess with me so back off boys or i will hunt you down.

INRI


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 08/02/07 23:17 #

Sæll Gunni Kross. veistu hvað INRI þýðir?


kallikall - 09/02/07 13:50 #

Hjalti skrifar: "Ég held að ég skilji fullkomlega hvað þú eigir við, en ég tel þetta óþarfa "varkárni"."

kannski að ég bæti við líka fyrst þú komst með dæmi um hnattlögun jarðar að ef við ýmindum okkur að allir haldi að jörðin sé flöt og einhver maður komi með tilgátu um að jörðin sé hnöttur sem að hann getur ekki sannað, þá finnst mér eðlilegt að menn geri bara ráð fyrir því að jörðin sé flöt en ef þeir eru ekki opnir fyrir þeim möguleika á að hún geti verið hnöttur þá muni þeir seint komast að sannleikanum. Þannig að ég get ekki sagt að ég sé sammála um að þetta sé "óþarfa" varkárni.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 09/02/07 14:49 #

Ég er alveg reiðubúinn til þess að skipta um skoðun ef einhver kemur með rök fyrir tilvist sálarinnar eða lífs eftir dauðann. En á meðan allt bendir til þess að bæði tvennt sé bull og vitleysa, er allt í lagi að tala eins og það sé bull og vitleysa.


kallikall - 09/02/07 15:44 #

jæja, það er nú gott :) og ég vona að þeir sem trúi einhverju öðru hafi góða ástæðu fyrir því en ekki bara af því að einhver sagði þeim það eða að þau vilji trúa því. (þó svo að það sé öruglega þannig í flestum tilvikum) En held samt að við séum sammála því að með ósannaða hluti þá þarf maður alltaf að vera opin fyrir öðrum hlutnum þó svo að maður geri ráð fyrir einum.


Heiða Dögg - 11/02/07 16:48 #

Ég get með vissu sagt að það er fólk sem hefur þessa gáfu, að vera skyggn. Ég þekki mikið til þessa mál enda er ég alin upp við andleg málefni. Ég get sagt það með vissu að auðvitað eru það þó nokkrir sem eru að ljúga úr rassgatinu á sér að þeir séu skyggnir enn ég get einnig sagt það að það er virkilega fólk sem hefur hæfileika! Það er fólk sem getur haft samband við þá látnu. Ég er ekki að segja að þau sjá þá alls staðar heldur er þetta ákveðið ferli sem þau fara í. Það eru til skólar sem þjálfa fólk til að meðhöndla þessa hæfileika því að ef fólk veit ekki hvernig á að loka og opna fyrir þessa hæfileika þá getur það leitt til alvarlegra geðveilu. Ég veit að það er kannski ekki sniðugt að segja þetta en ég hef sjálf séð sálir og ég skynja ýmislegt. Ætli þið að gera brennuna tilbúna?

Ætli þið virkilega að segja mér það að það sé ekkert sem heitir sál? Að við eigum bara eitt líf? Hvað rökstyður það? Af hverju komum við með svona mikið inn í lífið? Af hverju koma sumir inn í þetta líf með óútskýranlega hæfileika? Hvernig ætli þið að útskýra drauma? Það er allt í lagi ef þið trúið ekki á þetta enn þið skulið ekki voga ykkur að gera lítið úr trú annarra! Því það sýnir fáfræðni á hæsta stigi. Þið vitið ekki allt, enginn veit allt! Það er meira í þessum heimi heldur vísindi. Kannið allt. Ekki dæma út frá sögum. Ég bendi ykkur sem hafið áhuga að fara á þessa síðu http://www.srfi.is/ og pantið tíma hjá miðli. Ég veit fyrir víst að þetta fólk er ekki að "feika" þetta.


Magnús - 11/02/07 17:15 #

Heiða, sýnist þér hinir vantrúuðu yfirleitt dæma út frá sögum? Ef fullyrðingar standast gagnrýna skoðun er enginn að rengja þær en ef ekki þá flokkast þær undir hindurvitni. Það að miðlar tali við dáið fólk hefur hingað til aldrei staðist gagnrýna skoðun, þrátt fyrir óteljandi tilraunir. Varðandi það hvort við eigum bara eitt líf bendir allt til þess að fólk sem deyi sé dáið áfram, hvort sem það er afar og ömmur, foreldrar, aðrir ættingjar eða vinir. Reynsla síðustu árþúsunda hefur sýnt að lífinu lýkur og þá er maður dáinn. Ertu nokkuð of forpokuð til að íhuga þann möguleika? Finnst þér það langsóttara en að sumir geti talað við dáið fólk, en bara ef fólk trúir á það?


Heiða Dögg - 11/02/07 17:46 #

Magnús, já. Það virðist oftast vera þannig að fólk dæmir eftir sögum. Ég hef oft orðið var við það að fólk sé bara að segja eitthvað sem því var sagt enn er ekkert að athuga málið meira. Ég get auðvitað ekki talað fyrir þína hönd en ég get talað fyrir mína. Ég veit að þetta líf er ekki það eina sem ég hef átt. Ég veit t.d. í fyrra lífi var ég í Indlandi og að öllum líkindum var ég mikið fötluð. Ég veit líka að ég var áður fyrr á Spáni. Ég veit líka að við mæðgurnar höfum verið saman í öðru lífi enn þá var ég yngri systirin enn ekki sú eldri. Þetta hefur allt komið með því að rýna inn í sál mína, hegðun, hugarsástand og með hjálp miðils.

Hvernig geturðu verið svona viss um að það sé ekkert meira? Ég hef t.d. oft fundið fyrir látinni ömmu minni. Þetta er það sem ég hef upplifað. Ég veit að það hafa ekki allir upplifað þetta enn ég veit hverju ég trúi. Ber að nefna að ég er ekki í neinu sértrúasöfnuði og ég trúi ekki beint að það sé einhver gamall kall sem ræður heiminum. Ég trúi á yfirnáttúrulegan mátt og að það sé meira enn þessi heimur. Mér finnst miklu erfiðar að trúa því að maður eigi bara eitt líf heldur enn að hægt sé að ná sambandi við sálir. Enn ég er alin upp með miklu meiri vitneskju en flestir. Ég var efins á þessum málum þegar að ég var yngri en þegar að ég fór að kynna mér þetta betur, rýna inn í mitt líf þá skyldi ég þetta. Ég veit að þetta er ekki fyrir alla en ég vona að flestir sýna þá virðingu að vera ekki að "skíta" yfir andleg málefni. Ég virði skoðanir ykkar og ég vona að þið virðir mínar.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 11/02/07 20:57 #

Jæja Heiða. Hvar ætti ég eiginlega að byrja? Mig setur hljóðan um stund....

Ef ég héldi því fram að það væri te-kanna sem svifi um í geimnum og að þessi te-kanna hefði margskonar áhrif á fólk á jörðinni, teldir þú mig að öllum líkindum vera klikkaðan. Ef ég hefði svo þann starfa að selja fólki upplýsingar frá te-könnunni teldir þú mig örugglega fjárplógsmann.

Nú er það ekki þitt hlutverk að sanna að þetta sé ekki svona!..Það er ekki þitt hlutverk að segja að Það sé enginn te-kanna í geimnum sem ég fæ dularfullar upplýsingar frá!

Þarna er sönnunarbyrðinni snúið við. Ágæta Heiða! Þú átt að sanna fyrir mér að það séu til alvöru miðlar. Ég á ekki að þurfa að afsanna það!

Ég er alveg viss um að te-kannann, eða öllu heldur sá/sú sem túlkaði fyrir þér meint skilaboð frá te-könnunni, hefur logið að þér engri smáræðis lygi. Í þokkabót hefur sá hinn sami örugglega gert það fyrir svona 5000 kall.

Hversvega átt þú svo auðvelt með að trúa þvi að þú hafir verið bæklaður Indverji áður en þú fæddist!!! W???H!!!!A???T

En ert algerlega lokuð fyrir því að þú ert bara þú, Þú bara þú..

Wake up. það er engin te-kanna í geimnum. Það eru engir miðlar. -Bara fjárplógsfólk.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 11/02/07 21:27 #

Dulsálarfræði (parapsychology) hefur í rúm hundrað ár reynt að færa vísindalegar sönnur á tilvist hins yfirskilvitlega. Árangurinn er að mínu viti óásættanlegur og bestu niðurstöðurnar eru líkari talnaleik (tölfræði) en sannleika. Aftur og aftur hafa sögur og frásagnir verið hraktar, upp komist um svik og pretti o.s.frv. Líkt og ég sagði hér snemma kynnti ég mér þessi mál allítarlega í námi og starfaði meðal annars fyrir Erlend Haraldsson, sem er nokkuð virtur á þessu sviði um allan heim. Ég gerði það með opnum huga, nóg er til af gögnum og greinum, en niðurstaða mín er að ekki hefur tekist að sanna tilvist anda, drauga, hugsanaflutnings, forspár o.s.frv. o.s.frv. Frásagnir af framliðnum, tengingum við andaheima og allt það falla í sama flokk og frásagnir af Lagarfljótsorminum, fljúgandi furðuhlutum og jólasveinum. Sögur af þessum fyrirbærum vantar ekki, sjónarvotta eða jafnvel myndir.... samt... samt...


Heiða Dögg - 11/02/07 23:55 #

khomeni...afhverju átt þú ekki að afsanna fyrir mér? Afhverju finnst ykkur svona ótrúlegt að það skuli vera til?

Reynir...það eru ekki allir sem eru eins opnir. Ég held að þú hafir ekki viljað trúa öðru enn að þetta væri allt bull og vitleysa. Ég skal virða það enn þú skalt líka þá virða mínar skoðanir. Þetta er það sem ég hef upplifað. Hvernig ætlar þú að útskýra það að ég sá ömmu mína að vera laga til í herberginu meðan að hún var sofandi í rúminu hinu megin í herberginu? Að ég hafi sem sagt séð sálina hennar? Það þýðir ekki að segja að ég sé rugluð því að ég sá þetta og þú getur ekki sagt að þetta sé lýgi.


Heiða Dögg - 12/02/07 00:05 #

Fransmenn eru ekki trúgjarnir á andleg málefni. En það kom grein fyrir nokkru um andleg málefni á Íslandi út í frönsku blaði. Þessi grein leiddi til svo mikilla umtals að þeir ákváðu að gera mynd um andleg málefni á Íslandi og eru þeir því hér á landi í annað skipti að taka upp.


Heiða Dögg - 12/02/07 00:11 #

khomeni..það er ástæður fyrir því að ég veit að ég hafi verið fötluð í fyrra lífi og á Indlandi sem mér finnst ekki koma þér við þar sem þú ert ekkert búin að sýna mér nema óvirðingu að mínu mati.

Ég verð að spyrja....hvaða trúar ert þú? Tilheyrir þú ákveðnu trúfélagi?


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 12/02/07 00:15 #

Hvernig er hægt að virðað skoðanir sem eru út í hött? Ef einhver heldur að jörðin sé búin til úr brjóstsykri á ég þá að virða það? Það er bara bull og vitleysa og vanvirðing við alla samanlaga þekkingu mannkyns.

Ef þú heldur að þú hafir séð sál mömmu þinnar í einu herbergi meðan hún svaf í öðru, þá myndi ég (og allir í heiminum) segja að þú sért eitthvað að rugla saman.

Ef ég sé einn daginn blóm í garðinum hjá mér sem ég kannast ekki við, afhverju ætti ég að trúa/halda fram einhverju fáránlegu til að útskýra blómið. Af hverju get ég ekki sætt mig við kenninguna að "eitthvað fræ fauk þarna og nú er komið blóm".

Af hverju ætti ég að nota útskýringu að "pínulítill, brosandi blómálfur í madrússafötum kom á pógóstikki með gullpening frá álfunum, stakk honum ofan í jörðina og blómið er til að halda frá hinum illu Krom-álfum sem eru sólgnir í gull"

Hvernig væri nú að nudda augun, teygja úr sér og VAKNA!!!


Katrín - 12/02/07 00:15 #

Að geta talað við eða haft einhvers konar samskipti við látið fólk eða að heyra raddir eða að upplifa fyrri líf, hvenær hættir það að vera geðveila og verður bara hæfileiki til að eiga "eðlileg samskipti við framliðna"? Getur kannski verið að við séum að dæla geðlyfjum í fullt af fólki sem er bara óvenju mikið "hæfileikaríkt" og "opið"? Skilur þú Heiða fólk sem fullyrðir að það sé t.d. Jesú endurholdgaður því að það er þeirra upplifun og sannfæring? Ef ekki hvar liggja þá mörkin?

Nú spyr ég eingöngu vegna fákunnáttu því að ég þekki mann sem var einmitt sannfærður um það að hann væri Jesú. Ég afskrifaði hann eins og fleiri, umhugsunarlaust, sem alvarlega veikan og hann hefur alla tíð verið og mun alla tíð vera á mjög sterkum lyfjum og undir eftirliti. Getur verið að hann og margir fleiri séu skelfileg fórnarlömb þröngsýni og fordóma?

Hugsið ykkur bara ef Jesú væri á meðal okkar og við erum bara búin að uppdópa hann og loka inni!


Matti (meðlimur í Vantrú) - 12/02/07 00:15 #

Eftir að frakkarnir komu hingaði fyrst skrifaði ég pistilinn af hverju ætti allt þetta fólk að ljúga?

Heiða, þú ert í raun ekki að bæta neinu við umræðuna heldur endurtekur þú bara sömu fullyrðingar og áður hafa verið hraktar í fyrri athugasemdum. Hefur þú einhverja gagnrýni sem ekki er þegar búið að hrekja?


Heiða Dögg - 12/02/07 00:32 #

khomeni...á ég þá að kúka yfir það að þú trúir ekki neinu? Að þú sért bara sorglegur maður? Ertu að reyna að fá viðbrögð? Hefur einvher farið illa með þig? Ég verð að segja að ég hef sjaldan kynnst eins ókurteisum manni. Ég á vini sem trúa ekki á andleg málefni enn þau hafa þá kurteisina að virða mínar skoðanir og trúr. Plús það þá er María ekki svikari, ég veit að þú trúir mér ekki enn þú skalt ekki voga þér að tala svona illa um manneskju sem er virkilega góð og hefur aldrei gert neinum neitt. Allt í lagi að gagngrýna enn óþarfi að vera með nornaveiðar.

Matti, ég er örugglega bara að endurtaka það sem hefur verið hér áður enn ég vil bara ekki trúa því að fólk sé svona þröngsýnt, að rýna almennilega inn í efnið áður enn það fullyrðir eitthvað svona. Ég veit að þið segið þá örugglega bara að þið séuð búin að kynna ykkur þetta en þá hafi þið ekki kannað þetta með opnum hugi. Hvernig getur milljónir manns vera að gera sama feilinn? Sumir eru náttúrulega geðveilir en það er líka þeir sem eru heilir á geði. Það getur verið erfitt að rugla þessu fólki saman enn það er hægt. Mér finnst leiðilegt að fólk talar svona illa um aðra.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 12/02/07 00:39 #

Heiða Dögg: Eigum við ekki bara að segja að þú varst vond við mig í fyrra lífi..... :)


Katrín - 12/02/07 00:43 #

Hvernig getur þú fullyrt það að "sumir séu náttúrulega geðveilir"? Er þá ekki farið að gæta sömu þröngsýni hjá þér og þú sakar aðra um? Ef þetta er þeirra upplifun og þetta eru milljónir manna út um allan heim sem eru að upplifa sig sterklega sem Jesú eða Napóleon eða að þeir séu að framfylgja vilja guðs, hvernig geturðu afskrifað þá sem geðveika án þess að vera búin að afsanna þeirra orð eins og við eigum að gera í þínu tilfelli?


Heiða Dögg - 12/02/07 00:44 #

Og á þessum nótum...khomeni..hver gaf þér rétt til að dæma? Sættu þig við það að þú getur ekki útskýrt allt. Og sættu þig við það að fólk trúir mismunandi hlutum og VIRTU ÞAÐ! Ekki dæma! Þú hefur engan rétt á að dæma annað fólk nema að þú vilt gefa þeim réttindi á að dæma þig.


Heiða Dögg - 12/02/07 00:46 #

eða kannski þú við mig? Það er aldrei að vita...


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 12/02/07 00:59 #

Ágæta Heiða Dögg: Þú spyrð nokkura spurniga í þínu síðasta innleggi þínu. Ég ætla að reyna að svara þeim lið fyrir lið.

Heiða: Hver gaf þér rétt til að dæma?

Khomeni: Enginn! Hver ætti að gera það? Halldór Ásgrímsson? Geir Haarde?

-o-o-

Heiða: Sættu þig við það að þú getur ekki útskýrt allt.

Khomeni: Ég sætti mig afar vel við það að geta ekki útskýrt allt. Það sem ég gagnrýni er að sumt fólk (miðlar) þykjast einmitt geta útskýrt allt (gegn greiðslu) fyrir fólki sem á reglulega bágt.

-o-o-

Heiða: Og sættu þig við það að fólk trúir mismunandi hlutum og VIRTU ÞAÐ!

Khomeni: Nei! Ég virði það ekki. Ég virði ekki þegar fólk sem á reglulega bágt eyðir peningunum sínum í svikahrappa.

-o-o-

Heiða: Ekki dæma! Þú hefur engan rétt á að dæma annað fólk nema að þú vilt gefa þeim réttindi á að dæma þig.

Khomeni: Endilega hreint, dæmið mig eins og ykkur lystir. Ég dæmi miðla sem svikahrappa. Endilega sýnið mér framá annað. ég er búin að bjóða hverjum þeim sem getur fært sönnur á miðilshæfileika sína, allar mína eigur (hús og bíl).


Heiða Dögg - 12/02/07 01:01 #

Katrín...."sumir séu náttúrulega geðveilir", þetta náttúrulega er meint sem auðvitað...ekki vera lesa neitt meira í þetta. Já, hver er ég að segja að þeirra upplifun sé ekki sönn....ég dæmi ekki. Ekki þú þá dæma að þeir sem segjast geta haft samband við þá sem eru liðnir séu geðveikir.

Enn og aftur segi ég að þetta er hárfín lína allt saman. Ég trúi að ég hafi séð sál, ég trúi að ég hafi verið "Bæklaður" Indverji í fyrra lífi, ég trúi. Úpps, ég er þá víst geðveik. Þið verðið að hætta reyna útskýra allt! Það er ekki hægt! Þið verðið að sætta ykkur við að það er sumt sem er ekki ætlað að skýra. Haldi þið virkilega að jörðin sé eina plánetan með lífi? Enn og aftur vill ég benda fólki á http://srfi.is/, þið sem eruð tilbúin að opna aðeins fyrir endilega athugið málið. Virkilega opnið ykkur, þá meina ég VIRKILEGA!


Katrín - 12/02/07 01:08 #

Allt í lagi, ég kaupi það, að þú ákveðir að dæma ekki, að þú hafir ekki meint þetta svona. Finnst þér þá að við ættum að hætta allri lyfjameðferð fyrir þá sem við erum búin að dæma geðveika fram að þessu? Værir þú til í það? Meðtaka þetta fólk aftur inn í samfélagið og fara að hlusta á það hvað það hefur að segja og læra af því?


Katrín - 12/02/07 01:09 #

"We judge others by their behavior. We judge ourselves by our intentions. ~Ian Percy"


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 12/02/07 01:10 #

Heiða segir: Virkilega opnið ykkur, þá meina ég VIRKILEGA!

-Til þess að láta þessa svikamiðla hafa af okkur 5000 kall? og ljúga að okkur að "amma biðji að heilsa" og að "passa upp á það sem er í efri skúffunum í eldhúsinu" og að "það fari allt vel".

Heiða: Hvað varst þú áður en þú varst bæklaður Indverji? Básúnuleikari í Hamborg? Feitur Bjórþambari í leðurstuttbuxum og Týrolahatt? og þar áður? Varstu (hvað á ég að láta mér detta í hug, hugsar miðillinn) Jú, þú varst Indjáni með fjaðrir í hárinu, þú hést Heiti vindur.

hvernig er eiginlega "kerfið" í þessu fyrrilífadæmi. Hvað er hægt að sjá mörg fyrri líf? 10? 100? 1000? 10.000?


Heiða Dögg - 12/02/07 01:11 #

Khomeni....miðlar eru ekki að reyna útskýra allt, ef þú hefðir kynnt þér þetta almennilega þá vissir þú það! Þeir eru bara að reyna gefa hinar ýmsur skýringar og upplýsingar.

Mér finnst sorglegt að þú telur þig eiga rétt á því að dæma fólk svona.

Þú segir: "Endilega hreint, dæmið mig eins og ykkur lystir. Ég dæmi miðla sem svikahrappa. Endilega sýnið mér framá annað. ég er búin að bjóða hverjum þeim sem getur fært sönnur á miðilshæfileika sína, allar mína eigur (hús og bíl)" Hvernig á það að geta sannað þetta fyrir þér ef þú ert ekki tilbúinn að trúa? Ég hef lesið viðtalið hér fyrir ofan of það er auðséð að þú ferð ekki inn í þetta með opnum huga. Þú ert að reyna að gera lítið úr þeim sem trúa. Þér hlýtur að líða ótrúlega illa stundum...að tala svona illa um aðra. Það þýðir ekkert að þykjast vita að allir miðlar séu svikahrapparar.

Þú ert ekki að gagngrýna...þú ert að allhæfa..það er ekki það sama.


Heiða Dögg - 12/02/07 01:24 #

Í fyrsta lagi, þá ertu með einsdæmum neikvæður.

Með mín fyrri líf.....það er ekkert kerfi...það er margt sem útskýrir allavena það að ég hafi verið á Indlandi í fyrra lífi. Þegar að ég var lítil þá átti ég erfitt með tal en ég "ómaði" á einkennilegan hátt. Frændi minn sem hafði verið í Indlandi í ein 3 ár var að leika við mig og var svona að greina mig. Hann sagði að ég hafði málróm frá ákveðnu héraði í Indlandi. Ýmsar hegðunir skýra þetta einnig...eins og að ég setti allt sem barn handklæði yfir mig þegar að ég var í baði enn þetta er víst títt þarna á þessu svæði í Indlandi. Ég hef alltaf haft á hreinu fínu hreyfingurnar enn aldrei getað leikið mér með dúkkur og annað sem víst er algegnt hjá fötluðum eða einhverfum eins og einnig var útskýrt fyrir mér. Alltaf hef ég átt erfitt með ýmislegt líkamlegt enn ég hef þó unnið á því. Ég er ekki að reyna sanna mig fyrir þér heldur að fá þig til að skilja að þetta gerðist fyrir mig. Að þetta er það sem ég hef upplifað. Þú getur ekki gert lítið úr þeim. Þú veist ekkert hvað ég hef upplifað þannig ekki þykjast vita það.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 12/02/07 01:25 #

Heiða! Þú segir: Hvernig á það (miðlarnir)að geta sannað þetta fyrir þér ef þú ert ekki tilbúinn að trúa?

Einfalt próf dugar. Tekur 10 mínútur. Ef miðillinn getur fært sönnur á miðilshæfileika sína má viðkomandi eiga íbúðina mína, bílinn minn OG fá 67 miljónir frá James Randi. Allt þetta getur svo miðillinn annaðhvort gefið til góðgerðarmála eða notað til eigin þarfa.

Miðilsprófið þarf ekkert að innifela mig. Það sem þarf er einn miðill og 10 einstaklingar sem "trúa á miðla" eða bara eitthvað fólk. Meira þarf ekki. Best er nátturulega að hafa fleiri en færri en 10 er ágæt tala til að gefa út skekkjumörk osrf. miðlapróf er pís of keik og á færi fyrstaársnema í Sálfræði/aðferðafræði.


Heiða Dögg - 12/02/07 01:33 #

farðu á hópmiðilsfunda. Ég veit að Sálarannsóknarfélag Íslands er með svoleiðis og ég get sagt að fólk er að fá margskonar upplýsingar, þessir fundir ganga bara vel. Vandræðin með þig er að þú vilt ekki trúa. Ég held að þú verður aldrei ánægður.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 12/02/07 01:33 #

Ég var alinn upp af hópi pandabjarna í mínu fyrra lífi. Ég er nefnilega alger klaufi og er vitlaus í bambus þegar ég sé hann.

þar áður var ég Marlyn Monroe. Ég er nefnilega með svo rosalega seyðandi rödd og þykir mjög kynþokkafullur.

Þar áður var ég Hergé (sá sem teiknaði Tinnabækurnar)

....Farðu nú að sofa Heiða!


kallikall - 12/02/07 10:45 #

Það er satt að sá sem heldur einhverju fram þarf að sýna fram á það. En ef menn ætla að fara í einhverja krossferð gegn miðlum þá þurfa þeir að vera andskoti vissir um að hafa rétt fyrir sér. Ef það er fólk sem er að sjá hluti þá er alveg rosalega ljótt að vera að segja þeim að það sem þeir sjá er ekki raunverulegt af því að við sjáum það ekki.

khomeni skrifar: "Miðilsprófið þarf ekkert að innifela mig. Það sem þarf er einn miðill og 10 einstaklingar sem "trúa á miðla" eða bara eitthvað fólk. Meira þarf ekki. Best er nátturulega að hafa fleiri en færri en 10 er ágæt tala til að gefa út skekkjumörk osrf. miðlapróf er pís of keik og á færi fyrstaársnema í Sálfræði/aðferðafræði." Þetta byggist á því að fólk ráði hverju það sér, þ.e.a.s. ef að útvarpsdæmið mitt hérna fyrr (ég er reyndar soltið hissa á að það svaraði enginn því kommenti mínu) er í gildi þá virkar þetta engan vegin. Svo vil ég segja að lokum að ég er mjög gagnríninn á allt, ég hugsa alltaf allt útfrá báðum hliðum og reyni að gera ráð fyrir líklegustu útkomunni en samt er ég handviss um að sumir sjái hluti sem koma heim og saman við okkar raunveruleika (ég er ekkert að fullyrða að það sé dáið fólk)Mér finnst bara ekkert sjálfsagt að við sjáum allar þær víddir sem eru til þó svo að vísindin okkar finnist það.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 12/02/07 10:53 #

Af hverju ekki að þora að taka líklegustu skýringuna gilda?

Af hverju að gera ráð fyrir gríðarlega flóknu hugmyndakerfi til að útskýra heiminn sem við lifum í. Af hverju tökum við ekki bara heiminum eins og hann kemur manni fyrir sjónir?


kallikall - 12/02/07 11:17 #

ok. t.d. ef að barnið þitt færi að tala við fólk sem þú sæir ekki, þá þarftu að átta þig á því að með því að segja því að það sem það sjái sé ekki raunverulegt gætiru verið að valda því að barnið þitt lifi lífinu haldandi að það sé eitthvað að því. Persónulega miðað við hvað ég hef heyrt þá er þetta allt of algengt.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 12/02/07 11:22 #

Þetta er orðin tóm vitleysa...

Börn eiga oft ímyndaða vini. Það er ábyrgðarlaust að taka mark á ímynduðu fólki sem á sér bólfestu í fjörugu ímyndunarafli lítilla krakka.

Förum á spjallborðið með áframhaldandi umræður

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.