Presturinn Carlos Ferrer skrifaði komment á Vantrúarvefinn í gær. Það þýðir kross á almanakið, því hvorki guðfræðingar né prestar hafa látið svo lítið að skilja eftir sig spor á þessum orrustuvöllum okkar í ár eða meir.
Ég fagna endurkomu Carlosar um leið og ég velti fyrir mér ástæðum þessa. Það gerðist nefnilega fleira í gær sem varpað gæti ljósi á málið.
Sjáið athugasemdaþráðinn undir þessari grein Árna Svans á annall.is. Hann er um margt athyglisverður. Það áhugaverðasta er þetta hér:
Óli Gneisti @ 24/05 10.49
Jesús var kræst vonabí.[...]
Árni Svanur @ 24/05 11.31
Gott að við höfum skýrt það, þetta var kannski bara tilraun þín til að vera fyndinn.Þorkell @ 24/05 11.42
Ég held að þetta hafi bara verið skætingur hjá honum. Enda segir hann að þetta sé ekki einu sinni skoðun hans. Alltaf gott að fá málefnalegar umræður! [leturbreyting mín - BB]
Svo það fari ekkert á milli mála, þá er þetta síðasta hjá Þorkatli írónía, raunveruleg merking þessa er þveröfug: „Skítt að þurfa að fá svona ómálefnalegar umræður“.
Mér finnst þessir guðfræðingar þarna á Annál vera óþarflega fljótir til að dæma allt sem frá okkur Vantrúarseggjum kemur sem ómálefnalegan skæting. Þetta virðist vera farin að verða „default“ afgreiðsla hjá þeim, sennilega á þeim einum forsendum að það eru Vantrúarmenn sem tala. Enda kemur það í ljós, þegar umræðan þróast áfram að:
Að þessu sögðu er spurning Birgis og aths. Gneistans sígild, þegar kemur að Ieshuah ben Ioseph (eða ben Pantera, ef tekið er mark á einni sögu um uppruna mannsins). Uppfyllti hann spádóma Gamla testamenntisins um Meshiah?
Þetta er semsagt klassísk umræða á meðal guðfræðinga, var Jesús þessi Kristur eða Krists-vonnabí? Einhverjir þeirra hljóta þá að halda því fram að hann hafi einungis verið maður að reyna að uppfylla spádóma Gamla testamentisins. En eru þeir þá ekki ómálefnalegir sem því halda fram?
Það hljóta gyðingar í það minnsta að vera, ef ummæli guðfræðinganna um ómálefnalegan skæting eru rétt. Gyðingar trúa nefnilega á fyrirheit Gamla testamentisins, en trúa því ekki að Jesús hafi uppfyllt þau. Í augum þeirra er hann semsagt Kræst-vonnabí, en ekki messías.
En kannski er ekki skætingur að halda því fram, ef maður trúir Gamla testamentinu. Munurinn á okkur trúlausum og gyðingum er nefnilega sá einn, þegar kemur að Jesú Kristi, að við trúum ekki á messíasartuðið í Gamla testó. En rökhugsun okkar og rakhnífur Occams segir okkur einfaldlega að Jesús þessi, hafi hann verið til, var bara einn af mörgum heimsendaspámönnum og messíösum sem gengu um grundu fyrir botni Miðjarðarhafs á tímum Pílatusar og Heródesar.
Kæru guðfræðingar og prestar, er ekki kominn tími til að þið ræðið málin við okkur í alvöru? Við höldum hér úti málefnalegum umræðuvef um trúmál, þeim allra öflugasta sem finnst, en þið þverskallist við að taka þátt vegna þeirra fyrirframgefnu hugmynda ykkar að allt sé sjálfkrafa ómálefnalegt skítkast sem frá okkur kemur.
Hrekið rök okkar, sýnið okkur fram á villur í málflutninginum. Bara ekki afgreiða allt hér sem skæting og þegja þunnu hljóði. Og um fram allt skulið þið ekki halda að með slíku hátterni hafið þið unnið rökræðuna.
Rétt að taka fram að mitt komment var ekki sett fram í mjög alvarlegri umræðu heldur voru nokkrir brandarar þar á undan, ég hefði nú orðað þetta öðruvísi ef svo hefði verið. En það voru víst aðrar reglur um mig heldur en guðfræðingana. Jón og séra Jón.
Ég hef alltaf vitað að vantrúarvefurinn vekur áhuga presta og þeirra sem flokka sig sem "trúaða".
Fínt að fá skoðanir þeirra inn. Þeir hrökklast reyndar alltaf út á mettíma sem er sorglegt.
Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki þennan söknuð eftir innleggjum guðfræðinga hér á vefinn. Birgir hefur sjálfur bent á að hann beri ekki virðingu fyrir skoðunum okkar, telur þær til vansa og gagnslausar. Annars staðar er því haldið fram að samræður við okkur séu gagnslausar því við séum fastir í úreltum bókstaf. Ég hefði haldið að þið ættuð að fagna því að við látum sannleikann ykkar óáreittan að mestu. En lesum okkur til upplýsingar. Ég fyrir mitt leiti að mestu misst áhugann á því að taka þátt í umræðum hér þar sem mér leiðist að vera í samræðum þar sem starfsfélagar mínir eru kallaðir bjánar, fífl, þröngsýnir og asnar. Og ég veit að ykkur leiðist líka þegar þið eruð kallaðir ónefnum eins og óþroskaðir.
Best að ég vitni í sjálfan mig af Annál:
Birgir Baldursson @ 28/11 14.47
Þú snýrð út úr. Ef skoðun er ekki í samræmi við veraldarskilning minn er hún verð rökræðunnar. Og það eru rökin sem að lokum skera úr um réttmæti skoðunarinnar.
Þótt ég beri ekki virðingu fyrir skoðunum sem ég tel rangar táknar það ekki að ég gefi skít í þær. Þvert á móti finnst mér mikilvægt að þær séu ræddar. Sama gildir um skoðanir mínar og þá sem ekki telja þær réttmætar.
Ekki bara þegja þunnu hljóði, það leiðir ekki til neinnar niðurstöðu. Komm on gæs, við erum öll að reyna að skilja heiminn betur.
Halldór, ég held þú ættir að lesa þessa umræðu á Annál betur yfir, því það erum ekki við sem höldum því fram að umræðan við ykkur sé gagnslaus, heldur þú sjálfur. Og ég mótmæli því:
Halldór E. @ 28/11 18.08
Ástæða þess að ég kalla eftir að þú virðir hugmyndaheim minn er einfaldlega sú að af öðrum kosti verða samskipti okkar í besta falli meiðandi og versta falli gagnslaus.
Birgir Baldursson @ 28/11 18.21
Í alvöru? Ertu svo forpokaður að allar árásir á hugmyndakerfi þitt verða gagnslausar? Þarna er þá mikill munur á okkur tveimur.
Því er hvergi haldið fram þarna að umræða við ykkur sé gagnslaus af því að þið séuð fastir í úreltum bókstaf. Hins vegar segi ég festu ykkar í hinum úrelta bókstaf harmrænan.
Halldór, þú hefur verið að lesa eitthvað allt annað úr þessum umræðum þarna en stendur. Getur verið að þú hafir lesið þetta með því fyrirframgefna viðhorfi að allt þarna sé skætingur og ómálefnalegt?
Er vantrúin ekki barasta of klár ,of góð, of menntuð og of vel lesinn til þess að hinir trúuðu endist e-ð hérna.
Líkt og barnið sem opnar útidyrnar út í gnauðandi storminn og fyllist ótta við kuldann og hið óþekkta. þannig eru hinir "trúuðu" gangvart vantrúnni og knýjandi spurningum sem biblían svarar út í hött.
Hversu margir voru kallaðir bjánar, fífl og asnar í þessari umræðu þarna á Annál? Ekki nokkur maður, enda vorum menn stöðugir á kúrsi málefnanna. Einu tilvikin sem ég man eftir að menn hafa verið kallaðir illum nöfnum er þegar fólk á borð við Binna kemur með persónuárásir og blammeringar sem engan veginn tengjast umræðunni. Sumir okkar hér svara slíku fullum hálsi, enda alveg ástæða til.
Sökin liggur ekki hjá okkur.
Hvað með Jón Val Jensson, eruð þið að gleyma honum?
Jón Valur er að sönnu guðfræðingur og því undantekningin sem sannar regluna. En það er áhugavert til að vita að hann er kaþólikki og því væntanlega ekki á póstlista Þjóðkirkjufólksins. Því hefur hann væntanlega aldrei fengið nein tilmæli um að þegja okkur í hel.
Ekki fékk ég nú Jón Val til að svara spurningum mínum og kommentum um fordóma með eða á móti kristinni trú, þrátt fyrir góðar tilraunir. Eftir að hafa sent honum helstu upplýsingar um sjálfan mig og fullvissað hann um að ég væri til fékk ég einhverja loðmullu um að hann væri glaður yfir því að ég væri ekki að boða vantrú. Eintóm undanbrögð, engin viðbrögð við inntaki þess sem ég sagði.
Ég held því enda ekki fram Birgir að ég hafi verið kallaður fífl, asni, bjáni eða eitthvað þaðan af verra. Enda myndi ég eyða ummælum af annálnum mínum ef slíkt væri látið flakka. Þið vantrúarmenn megið eiga það að hafa yfirleitt verið mjög kurteisir í minn garð og málefnalegir.
Þið hafið hins vegar ekki komið þannig fram við alla og það er m.a. af þeim sökum sem ég tjái mig að öllu jöfnu ekki hér á vantrú.
Umræður þar sem orð eins og bjáni eru notuð um biskup, fífl um ágætan knattspyrnufélaga minn eða lygari um gamlan kollega eru ekki til þess sett fram að skilja veröldina betur.
Umræður þar sem orð eins og bjáni eru notuð um biskup, fífl um ágætan knattspyrnufélaga minn eða lygari um gamlan kollega eru ekki til þess sett fram að skilja veröldina betur.
Leitarfítusinn á forsíðu Vantrúar er öflugt tæki.
Athugasemdin þar sem biskup var kallaður bjáni var fjarlægð til að þóknast guðfræðingunum. Ekki sé ég þó að biskup sé svo heilagur að ekki megi kalla hann bjána þegar hann skrifar grein um bók sem hann hefur ekki lesið.
Knattpyrnufélagi þinn hefur ekki verið kallaður fífl á Vantrú heldur á persónulegri síðu minni. Sá er það ritaði stendur við þá fullyrðingu og dregur ekkert í land, ekki frekar en knattspyrnufélagi þinn sem ekkert hefur dregið úr þeirri iðju sinni sem olli uppnefninu. En þetta hefur ekki verið sagt á Vantrú, þú hunsar rangar vef ;-)
Kollegi þinn var kallaður lygari vegna þess að hann sagði ósatt þrátt fyrir að vita betur. Nema þú sért að tala um þetta tilvik, þar var orðalagi breytt þar sem ekki þótti við hæfi að nota orðið lygari.
Kollegi hans var reyndar ekki kallaður lygari, heldur var það einn af þremur hugsanlegum skýringum á síendurteknum rangfærslum hjá þjóðkirkjufólki, sem var sífellt verið að leiðrétta.
Matti, notaðu hugtakið lygi í stað lygari og þá færðu verulega fleiri dæmi fram. En annars hunsa ég ekki vantrú.is, ég hef kosið að taka að öllu jöfnu ekki þátt í samræðum hér og á því tvennu er nokkur munur.
Þannig hef ég áhuga á ýmsu sem þið fjallið um hér og les "mis"-reglulega á vefnum það sem þið hafið fram að færa.
Vangavelta Birgis í upphafi var um hvers vegna guðfræðingar/prestar tæku ekki þátt í umræðum hér og ég var að reyna að útskýra það.
Varðandi fíflið þá er það rétt hjá þér Matti, þið hafið ekki notað það hugtak hér á vefnum nema þá helst um Lalla og það er svo sem í lagi. Enda notar hann hugtakið um ykkur. Og mig grunar að þið hafið a.m.k. jafnmikið til ykkar máls og hann :-).
En hins vegar er skemmtilegasta vangaveltan í grein Birgis hin sístæða spurning hvor helmingurinn af íbúum Bexleybæjar þar sem ég bý hafi rétt fyrir sér um Jesús. Sá helmingurinn sem telur að Jesús hafi verið Kræst vanabí og mætir í sýnagóguna á laugardögum eða hinir sem mæta í kirkju á sunnudögum.
Mér hefur alltaf þótt vandræðalegt viðhorf ríkiskirkjunnar til rökræðna um trú og það sem raunverulega er vitað, ekki skáldskapinn. Sérstaklega þar sem prestar og biskupar upp til hópa virðast eiga í stórfelldum vandræðum með að rökræða trúna. Sérstaklega þar sem maður dregur í efa þeirra útskýringar og er t.d með betri svör á því hvers vegna hlutinir eru eins og þeir eru.
Ætli prestanir séu hættir að hunsa vantrú og séu núna farnir að hita upp fyrir bardagan við vantrú. Sem þeir munu á endanum, enda er ekki hægt að halda þeirri blekkingu sem trú er á lofti endalaust.
Ætli prestanir séu hættir að hunsa vantrú og séu núna farnir að hita upp fyrir bardagan við vantrú. Sem þeir munu á endanum, enda er ekki hægt að halda þeirri blekkingu sem trú er á lofti endalaust.
Ég tók eingöngu þátt í umræddum þræði af því að til hans var vísað á annál og mig langaði til þess að leggja orð í belg. Yfirleitt langar mig ekki að taka þátt í umræðum sem einkennast ekki af gagnkvæmri virðingu en geri það stundum samt.
Ég leyfi mér að stórefast um að "prestarnir ... séu ... farnir að hita upp fyrir bardagann við vantrú". Prédikun trúar er hluti af starfslýsingunni, þótt sú prédikun fari ekki endilega fram hér ;-)
Því þarf díalóg að einkennast af gagnkvæmri viðrðingu? Virðir þú ágæti Carlos t.d allt sem á sér stað í samfélaginu? er ekki hægt að tjá sig við "andstæðinginn" nema að maður virði hann?
Mín reynsla er sú að í þegar ég fer yfir strikið þá í rauninni tekur það kraftinn úr mínum eigin rökum. Auðvitað er ekkert gaman að tjá sig við eintóma dóna en vantrúin góða er ekki bara dónaskapur. Fyrir utan að vera líflegasti vefur um trúmál á Íslandi þá eru hér afar góðir pennar og frjóir hugar sem tjá sig um ólíklegustu málefni. Fólk sem hefur oft og tíðum meiri þekkingu á guðfræði en prestar og leikmenn hinna ýmsu kirkjudeilda sem starfa á Íslandi.
Það er reyndar erfitt að stilla orðfæri sínu í hóf þegar tvö eða fleiri skoðannasystkyn eru að varpa á milli sín hugmyndum um t.d ríkisstofnun á borð við Þjóðkikrju. Auðvitað finnur fólk stuðining í að tjá sig við skoðannasystkyn sín og ýmislegt fær að flakka.
Já, ég geri mér far um að virða þá sem ég legg út í samræður við. Öðruvísi treysti ég mér ekki að eiga samskipti við þá. Lágmarkstími virðingarinnar tel ég vera meðan á samtali stendur, oftar en ekki varir virðingin ævilangt.
Þau fáu skipti sem ég týni þeirri getu að virða samtalsfélagann verða þegar trúnaður brestur eða samskiptin ganga út á það að gera lítið úr þátttakendum, virkum eða óvirkum í samtalinu. Það hefur vissulega gerst, bæði í opinni umræðu hér á vantrúarvefnum og annars staðar. Ekki móment sem ég er stoltur af og því vel ég umræður og tón af þeirri kostgæfni sem mér er gefin.
Það er tvennt ólíkt að virða viðmælendur sína eða virða skoðanir þeirra. Það að virða ekki skoðanir sem maður telur rangar hefur ekkert með virðingu fyrir viðmælendum að gera.
Í þessari umræðu var byrjað að tala um virðingu í sambandi við skoðanir. Ég held að aldrei hafi verið stungið upp á því hérna í Vantrú virða ekki aðra.
Það er reyndar erfitt að stilla orðfæri sínu í hóf þegar tvö eða fleiri skoðannasystkyn eru að varpa á milli sín hugmyndum um t.d ríkisstofnun á borð við Þjóðkikrju. Auðvitað finnur fólk stuðining í að tjá sig við skoðannasystkyn sín og ýmislegt fær að flakka.
Þakka þér fyrir þetta Khomeni, ég skil vel að það getur verið erfitt að rökræða við trjádrumb eins og heilt þjóðkirkjubatterí. Hafandi setið prestastefnu eða fylgst með glímutökum meirihlutaflokka í stjórnmálum, átt þú og skoðanafélagar þínir alla mína samúð, t.d. í viðleitni Siðmenntar að öðlast sama rétt til opinberra trúfélagsgjalda eins og trúfélögin. Ég hef skynjað það frá því að ég tók þátt í samtalinu hér fyrir tveimur árum eða svo að við ættum að geta átt einhverja samleið.
Það er auðvelt að ýta á delete þegar ýmislegt er látið flakka í tölvupósti, en vefur eins og þessi er vefrit. Það sem hér er sagt, er kjurrt, eins og karaktervitnisburður.
vantru.is líður fyrir það að hér eru ekki aðeins málefni tekin af lífi (sem ég sé ekkert athugavert við, ef umræðan er sanngjörn) heldur eru menn látnir flakka með baðvatninu líka, það rýrir ekki eingöngu þann sem lætur gífuryrðin flakka heldur líka samfélagið sem heldur þeim tón lifandi.
Ég segi ekki að þið eigið að eyða gömlum, meiðandi póstum. En ég treysti mér ekki að vera hluti af samfélagi ykkar.
vantru.is líður fyrir það að hér eru ekki aðeins málefni tekin af lífi (sem ég sé ekkert athugavert við, ef umræðan er sanngjörn) heldur eru menn látnir flakka með baðvatninu líka...
Endilega bentu okkur á dæmi þessa. Ég kannast ekkert við að vera haldinn fyrirlitningu á þér eða öðrum trúmönnum (ekki einu sinni Lárusi Páli). Það sem þú kallar meiðandi ummæli hafa af minni hálfu alltaf verið tilraunir til að greina tiltrú manna og athafnir, finna þeim stað í samhengi. Tal um töfralækna og hryðjuverkamenn voru slíkar tilraunir.
Nei, sannleikurinn er sá að mér hefur alltaf fallið fremur vel við þig og aðra sem skrifa á Annál, jafnvel svo mjög að hafa farið þess á leit við þig að við hittumst á kaffihúsi og spjölluðum um trúmál og kynntumst betur sem manneskjur.
Það getur stundum tekið á að vera sífellt útmálaður sem boðberi haturs.
Ég held að fyrsta skrefið í því sem þú nefnir, Birgir, er að ætlast ekki til þess að blettatígurinn máli yfir blettina og sebrahesturinn yfir línurnar. Og greinilegt að ég hef misskilið ummæli þín um töfralækna og hryðjuverkamenn, tók þau sem hnefahögg á sínum tíma.
Mér líst vel á að kynnast betur, kaffi hljómar vel í síðasta lagi í kringum þessa uppákomu.
Líst vel á það.
Auðvitað er líka áfellisdómur yfir trúboði í greininni um hryðjuverkamennina. Ég skal ekki heimta að blettatígurinn máli yfir blettina ef hann sjálfur hættir að mála blettatígursbletti á litlu kisurnar.
En eins og fram er komið, þá ert þú ekkert í þeim pakka og er það vel.
Eða hvað?
Þú nefnir trúboð meðal barna. Ég hef með aukinni starfsemi kirkjurnar minnar leitað samstarfs við skóla og félagsmiðstöðvar vegna sálgæslu, áfallavinnu, félagsstarfs og jafnvel kirkjulegra samvera. Smám saman hafa orðið til starfshættir sem sátt ríkir um í umhverfi mínu.
Bætum næsta paragrafi við, Birgir:
Fyrr eða síðar held ég að fulltrúar vantrúaðra, t.d. úr stjórn Siðmenntar ættu að taka út það starf sem kirkja mín stendur fyrir með börnum og unglingum. Tilgangurinn væri að fyrirbyggja misnotkun á aðstöðu, sem þú og félagar þínir hafa gagnrýnt. En það er önnur umræða og verður væntanlega ekki unnin með bloggi.
Til þess er samtalið að uppræta misnotkun og finna starfsaðferðir sem hægt er að una við. Ég fyrir mitt leyti er tilbúinn til þess að hlusta á gagnrýni og taka mark á henni.
Og nei, ég vil ekki mála yfir feld smárra blettatígra eða sebrahesta, án leyfis forráðamanna þeirra.
Til þess að forða misskilningi, leitum við samþykkis forráðamanna á þátttöku barna í kirkjulegu starfi, fram að 10 ára aldri. 10 ára og eldri sækja kirkjulegt starf á eigin forsendum.
Og nei, ég vil ekki mála yfir feld smárra blettatígra eða sebrahesta, án leyfis forráðamanna þeirra.
Hmm, gefurðu þér að öll börn séu blettatígrar (trúmenn)?
Ég held að mest áríðandi sé að finna lausn sem trúlausir foreldrar geti sætt sig við. Að skilja börn trúlausra frá öðrum þegar prestur blandar sér í skólastarf er óviðunandi, kallar mjög sennilega á útskúfunar- og eineltisviðbrögð. Ef einungis 10% barna myndi sækja þetta kirkjustarf mynduð þið eflaust hugsa ykkur um tvisvar áður en þið færuð að gera kristilegu börnin að skotmörkum.
En já, er ekki kominn tími til að ræða þessi mál í fullri alvöru, með fulltrúum allra sem að málinu koma?
Fann þetta á umræðuvöllum visir.is og verð að segja að mér finnst þetta heldur nöturleg lesning:
Samstarf kirkju og leikskóla skal vera með eftirtöldum hætti:
Presturinn eða fulltrúi barnastarfsins komi í skólann að hausti og ræði við börnin.
Börnin komi í kirkjuna á jólaföstu og hlýði m.a. á boðskap aðventunnar og syngi.
Jóladagatali dreift til leikskóla.
Börnin fari í kirkjuheimsókn fyrir páska og fái fræðslu um páskana.
Presturinn komi einu sinni á haustönn og einu sinni á vorönn og sé starfsliði skólans til ráðuneytis um ýmis andleg málefni, sálgæslu. Hver leikskóli komi á stofn áfallaráði sem hittist minnst tvisvar á ári. Prestur hverfisins verði áfallaráði til ráðuneytis.
Áfallaráð geri starfslýsingu í samráði við prestinn.
Kennarar leikskóla eigi þess kost að sækja námskeið á vegum kirkjunnar, þar sem eigi sér stað fræðsla um kristna trú.
Gert verði námsefni sem byggir á boðorðunum tíu. Hátíðlegar athafnir í sóknarkirkjunni. Málþing um stöðu kristindóms- og trúarbragðafræðslu í uppeldinu.
2. Grunnskólinn
Annað skólastigið er grunnskólinn og spannar hann 1-10. bekk í skyldunámi og setur sér sín eigin markmið út frá aðalnámsskrá. Í grunnskólanum skal fræða um kristilegt siðgæði auk kennslu í kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði sem áður er vikið að. Samstarf grunnskóla og kirkju sé með eftirfarandi hætti:
Kirkjuheimsókn á aðventu og föstu.
Kirkjuheimsókn í tengslum við kristinfræði- og trúarbragðafræðslu.
Ítarefni með námsefni í kristinfræði.
Sjálfsstyrking fyrir 9.-10. bekk.
Fræðsla og námskeið fyrir kennara í kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði.
Samkeppni í skólum um þemu sem tengjast kirkju eða kristni.
Fyrirlestrar í foreldrafélögum um áfallamál og lífsgildi.
Námskeið sameiginleg fyrir foreldra og kennara til að ræða um lífsgildi.
Hátíðlegar athafnir í sóknarkirkjunni.
Fræðslupakkar til skólanna sbr. Hallgrímskirkja.
Málþing um stöðu kristindóms- og trúarbragðafræðslu í uppeldinu.
3. Framhaldsskólinn
Framhaldsskólinn byggir sín markmið á aðalnámsskrá með sambærilegum hætti og önnur skólastig. Eins og áður er nefnt er ekki kennd kristinfræði eða trúarbragðafræði í framhaldsskólum. Færa má rök fyrir mikilvægi trúarbragðafræðslu fyrir ungt fólk á framhaldsskólaaldri m.t.t. breytinga á íslensku samfélagi. Þó er lífsleikni á kennsluskránni og opnar möguleika á að fjalla um ýmis málefni s.s. sorg og áföll og lífsgildi. Mikil þörf virðist vera á slíkri fræðslu a.m.k er eftirspurn eftir lífsleikniprógrammi því sem Þjóðkirkjan hefur verið að þróa mjög mikil. Því verður að telja að í verkefni af slíku tagi liggi helstu möguleikar til samstarfs kirkju og framhaldsskóla. Hér er lagt til að trúarbragðafræðsla verði í kjarna framhaldsskólanáms og að auki í boði sem val. Að auki:
Verkefni um lífsleikni á vegum Þjóðkirkjunnar, t.d. tilvistarspurningar.
Trúarbragðafræðsla.
Hátíðlegar athafnir í sóknarkirkjunni.
Skólamessa í léttum stíl.
Málþing um stöðu kristindóms- og trúarbragðafræðslu í uppeldinu.
Ég fellst algjörlega á rök þín, Birgir, varðandi börn trúlausra, og nei, ég gef mér ekkert um börnin sem blettatígra. Mér finnst eðlilegast að kirkjustarfið beinist eingöngu að börnum þeirra sem eru skráðir meðlimir viðkomandi trúfélags og að börn innan ákveðins aldurs þurfi leyfi foreldra til að taka þátt í kirkjulegu starfi á virkum dögum, hvort sem þau eiga foreldra í trúfélagi eða ekki.
Og já, frekar en að gera út um málið hér, setja grunnreglur etc. þá held ég að hittingur sé nauðsynlegur, lagði það til í fullri alvöru.
Var ekki búinn að sjá póst þinn frá 16.21 þegar ég ýtti á senditakkann. En hvað segirðu um að stofna til nýrrar umræðu á vantrúnni um það sem þú fannst á visir.is og tækir fram þá þætti sem þér finnast athugunarverðir? Mig rámar í að hafa séð plagg í líkingu við þetta á kirkjan.is en man ekki hvar. Ágætt að fá það staðfest hvort þetta er opinbert plagg frá kirkjunni.
Tek þig á orðinu og birti grein eftir helgi um þennan lista og hugleiðingar mínar út frá honum.
Ég veit fátt heimskulegra en þrætur um tilvist guðs. En þetta er skrítinn klúbbur stráka ssem finnst gaman að þræta um þetta og sparka boltanum til og frá. RETROGRESSION kalla ég þáð, nema í hlut eigi greindir unglingar. Það er ekki lengur hægt að þræta um guð. Við vitum að fólk hefur ákallað allskyns myndir guðs í þúsundir ára. Að efast um tilvist þess guðs, í myndum, tónum eða tungumáli, jafngildir því að lýsa sig fábjána. Afhverju er þessi hjörð svona samstíga í þessu viðhorfi?
Ég veit fátt heimskulegra en þrætur um tilvist guðs.
Sko, í fljótu bragði dettur mér margt heimskulegra í hug. Þetta er bara spurning um að nota hugmyndaflugið.
Þrætur um tilvist guða eru ekki heimskulegar, þegar heilu stofnanirnar hirða af skattfé okkar til að boða átrúnað á slíkar verur.
þótt stofanir hirða pening af ríkistjórnum gera þær ekkert minna heismkar eða illar heldur ríkistjórnin sem býtur í súra eplið
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Bjarni - 25/05/06 10:02 #
Hvað með Jón Val Jensson, eruð þið að gleyma honum?