Við höfum átt það til að setja út á guðfræðikennslu í Háskóla Íslands hér á Vantrú.
Það er því ánægjulegt fyrir okkur að sjá að einhverjir virðast útskrifast með örlítinn vott af almennri skynsemi, smá vonarglætu, eins og sjá má á þessari auglýsingu Landsbanka Íslands. Þar er haft eftir nýútskrifuðum guðfræðing, Ásu Björk Ólafsdóttir, að ekki dugi að stóla á Gvuð og lukkuna þegar kemur að fjármálum.
Við fögnum þessu að sjálfsögðu og tökum undir þessi orð, það dugar ekki að stóla á gvuði eða lukkuna þegar kemur að fjármálum. Um leið vonum við að guðfræðingar geri sér almennt grein fyrir því að það er ekki gott að treysa á guð og lukkuna, hvort sem um er að ræða fjármál eða annað í lífi okkar. Reyndar er það eiginlega fullkomlega tilgangslaust að stóla á Gvuð eða gvuði þegar ekkert bendir til að þessar furðuverur séu til. Það dugar heldur ekki að stóla á spámenn, kuklara og aðra þá sem lofa meiru en þeir geta staðið við.
Stólum á okkur sjálf og annað fólk, með fyrirvara um heiðarleika. Það er heillavænlegra.
Sýnir þetta ekki svart á hvítu hvað kennslan í guðfræðideild er sekúlar?
Ætli hún ráðleggi sóknarbörnum sínum að treysta ekki á guð og lukkuna? Eða ætli hún hvetji þau til að gera einmitt það?
Kannski að allar predikanir séu í boði Landsbankans.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 10/10/05 10:34 #
Ása er reyndar komin með prestsgigg nú þegar í Fríkirkjunni. Greinilegt að skarplegar athugasemdir hennar um Guð fleyta henni á toppinn.