Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Er guðfræðideild Háskólans verndaður vinnustaður?

Guðfræðideild Háskólans er fyrsta deildin sem stofnuð var við þessa virðulegu stofnun og hefur allar götur síðan verið útungunarstöð evangelísk-lúterskra presta. En stenst þetta háskólanám samanburð við annað slíkt? Eru gerðar aðrar kröfur um gagnrýna hugsun og almenna fræðimennsku en t.d. í heimspekideildinni?

Á heimasíðu Heimspekiskorar er eftirfarandi skilgreingin á rökfræði.

Rökfræði fjallar um reglur rökhugsunar. Hvernig er hægt að greina gildar röksemdafærslur frá ógildum? Hvað eru rökréttar ályktanir?

Maður hefði haldið að þetta væri gagnlegur undirbúningur fyrir guðfræðinga, en svo virðist ekki vera enda er enginn rökfræðikúrs skylda í námi þeirra.

Guðfræðingar læra sem betur fer siðfræði en hvernig stendur á því að smíða þarf sérstakan siðfræðikúrs fyrir guðfræðinga þegar Heimspekiskor kennir slík námskeið á næstu hæð fyrir neðan? Er hætta á því að guðfræðingarnir verðandi læri eitthvað óæskilegt á annari hæð Aðalbyggingar?

Ekki skal um það deilt að guðfræðingar eru manna færastir í kristnum fræðum, þó það nú væri. Þó virðist manni oft sem mikið vanti upp á að guðfræðingar hafi kynnt sér gagnrýni á trú sína, því þetta er jú þegar allt kemur til alls ekkert nema trú. Oftar en einu sinni hafa greinarhöfundar rekið sig á að prestar og aðrir guðfræðingar sem rætt er við virðast ekki hafa heyrt áður alþekkta gagnrýni á ýmsar sögur sem trúmenn telja á rökum reistar. Slíkt hlýtur að teljast einsdæmi innan fræðaheimsins, sérfræðingar á öllum sviðum eru vel að sér í þeirri gagnrýni sem sett hefur verið fram á þær kenningar sem helst er stuðst við.

Annað sem stundum heyrist er að guðfræðingar hafi menntun á ýmsum öðrum sviðum, til að mynda sálgæslu. Þarna birtist furðulegt viðhorf til menntunar, því þó þeir taki sumir hverjir námskeið í sálgæslu er það ekki nema brot af því sem fólk með sérmenntun á því sviði stúderar. Þessu má líkja við að tölvunarfræðingar færi að stæra sig af markaðsfræðiþekkingu sinni eftir einn kúrs og fái að praktísera markaðsráðgjöf á kostnað ríkisins, þótt fjöldi fólks stúderi þau fræði í nokkur ár og verði svo að bjarga sér sjálft á vinnumarkaði. Menntun presta og sálfræðinga/félagsráðgjafa er einfaldlega ekki hægt að líkja saman.

Þeir sem útskrifast úr guðfræðideild eiga að teljast gjaldgengir sem
fræðimenn, sumir þeirra eru jafnvel með doktorsnafnbót. Staðreyndin er
hins vegar sú að guðfræðinámið er úr öllum takti við annað nám innan Háskóla
Íslands enda á þetta nám ekki heima innan hans. Á miðöldum hefði þessi skipan kannski talist eðlileg, en í dag er þessi elsta deild Háskólans
honum háðung og níðstöng allri fræðimennsku sem fram fer innan
stofnunarinnar, svo notast sé við orðalag Nóbelsskáldsins frá ungu og reiðu
árunum.

Matti Á. og Birgir Baldursson 11.02.2004
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Árni Svanur - 11/02/04 21:11 #

Þrjár ábendingar:

  1. Í Háskóla Ísland eru almennt gerðar miklar kröfur um gagnrýna hugsun og vísindaleg vinnubrögð. Það gildir jafnt um Félagsvísindadeild, Heimspekideild (þar með talið Heimspekiskor) og Guðfræðideild, svo þrjár af deildum háskólans séu nefndar. Það eru engu minni kröfur gerðar um fræðimennsku til nemenda og kennara í Guðfræðideild en í öðrum deildum. Og Guðfræðideildin gengur hér í sama takti og allar aðrar deildir Háskólans: hún leggur ríka áherslu á gagnrýna hugsun og fagleg vinnubrögð.

  2. Samkvæmt kennsluskrá HÍ eru námskeið í rökfræði aðeins kennd við þrjár skorir: stærðfræðiskor, tölvunarfræði og heimspekiskor. Varla dettur nokkrum manni í hug að álykta út frá því að engin eða lítil áhersla sé lögð á gagnrýna hugsun eða á mikilvægi þess að geta greint röksemdafærslur í öðrum skorum háskólans. Kennsla í því er einfaldlega fléttuð inn í önnur námskeið.

  3. Ef bera á saman kennslu í siðfræði í heimspekiskor og Guðfræðideild þá verður ekki hjá því komist að bera saman uppbyggingu námsins og skoða einstök námskeið. Hver eru markmið námskeiðanna, hvaða efni er tekið fyrir í hverju þeirra, hvert er námsefnið o.s.frv. Þegar þessum spurningum hefur verið svarað þá er hægt að meta það hvort samvinna sé hugsanleg, t.d. á því formi að nemendur við heimspekideild taki siðfræðinámskeið við Guðfræðideild eða öfugt. Þá eru þess fjölmörg dæmi að nemendur í Guðfræðideild hafi tekið siðfræðinámskeið við heimspekiskor (og öfugt) og haft af því gagn og gaman. Það gildir raunar um fleiri fög en siðfræði, s.s. félagsfræði, sagnfræði o.fl.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 11/02/04 21:46 #

1. "Guðfræðideildin ... leggur ríka áherslu á gagnrýna hugsun og fagleg vinnubrögð."

Eitt orð Árni, kjaftæði. Gagnrýnin hugsun snýst um að gagnrýna mítur og rökstyðja kenningar. Ekkert af þessu virðist gerast innan Guðfræðideildar þegar mið er tekið af því að Guðfræðingar virðast vera að heyra helstu gagnrýni á Kristnar mítur í fyrsta sinn þegar við trúleysingjar bendum á þær. T.d. hef ég ekki enn hitt guðfræðing sem virðist hafa vitað af því að Lúther var gyðingahatari.

Trú þeirra sem inn í námið koma er vafin í bómul svo hún verði ekki fyrir hnjaski - eða segðu mér, hversu margir hafa misst trúna í Guðfræðinámi síðustu áratugina? Enginn, einn eða tveir? Ef Guðfræðideild leggur ríka áherslu á gagnrýna hugsun væri staðreyndin önnur. Enda er það staðreynd að trú á persónulegan Guð er minnst meðal þeirra sem hafa menntun á Háskólastigi að Guðfræðingum undanteknum. Hvað veldur?

  1. Enda segjum við "Maður hefði haldið að þetta væri gagnlegur undirbúningur fyrir Guðfræðinga"
Kennsla í því er einfaldlega fléttuð inn í önnur námskeið.

Nú, hvaða námskeið þá?

Ekki virðist þekking á rökvillum vera almenn meðal guðfræðinga, þvert á mótið virðist mér stundum sem við leikmennirnir séum að benda spekingunum á þær í fyrsta skipti.

  1. Staðreyndin er sú að hér er enn verið að pakka trú guðfræðinga í bómul, ekki má kenna þeim aðra siðfræði en þá kristnu, hvers vegna í ósköpunum er þetta sér námskeið? Það er stórfurðulegt í þessu ljósi að sjá sí og æ þegar verið að draga fram presta sem sérfræðinga í siðferðilegum álitamálum, sérstaklega þegar mið er tekið af því að fullt af fólki hefur miklu betri menntun og þekking á Siðfræði heldur en Guðfræðingar.

Skúli - 11/02/04 23:59 #

  1. Dæmi um gagnrýna hugsun í guðfræðideild (sný mér við og teygi mig upp hillu):

Fyrir valinu verður ensk þýðing á ritinu Glauben und Verstehen eftir fræðimanninn Rudolf Bultmann - brautryðjenda í rannsóknum á Nýjatestamentinu (Nt. hér eftir) Enginn klárar fyrsta áfanga í guðfræði án þess að læra um karlinn, verk hans og rannsóknir.

Bultmann flokkaði frásagnir Nt. í greinar m.t.t. þeirrar trúarhefðar sem ætla má að hafi mótað guðspjallamennina og postulana, m.t.t. handritarannsókna, grískra blæbrigða í textanum að ógleymdum hellenismanum.

Hver sá guðfræðingur sem vill feta í fótspor Bultmanns þarf að leggja stund á þessar rannsóknir og það gera menn líka. Ekki verða þessir þættir kannaðir án þess að þar sé járnagi gagnrýninnar hugsunar hafður í fyrirrúmi frá upphafi til enda.

Grípum svo niður í siðfræðirit sem kennt er í deildinni: A Textbook of Christan Ethics, tekið saman af Robin nokkrum Gill. Þar er farið yfir öll helstu svið siðfræðinnar og gefin dæmi um viðbrögð siðfræðinga og guðfræðinga úr ólíkum hefðum við þeim.

Af þeim sviðum sem rætt er um má nefna stjórnmál, stríð, samskipti trúarhópa og aðferðafræði. Þarna koma saman íhaldssamir guðfræðingar, frelsunarguðfræðingar S-Ameríku, feministar, kirkjufeður og fleiri.

Umfjöllun þeirra er margvísleg eins og við er að búast. Fyrir sumum er kristindómurinn tjaldhæll fyrir ríkjandi hugsun og menningu, fyrir öðrum er hún exi til að höggva niður stoðir misréttis.

Já! þarna er líka kafli úr riti eftir Luther, nokkurn: On the Jews and Their Lies!

  1. Rökfræði er fléttuð inn í allar fræðigreinar guðfræðinnar. Í kirkjusögu viðgengst ströng aðferðafræði, forspjallsvísindin fjalla um mótök gegn trúnni og meðrök, trúarlífssálarfræði gerir grein m.a. fyrir gagnrýni Freuds á trúna og áfram mætti telja.

Rökfræði snýst auðvitað um meira en rauðsíld og strámenn, drengir mínir. Ég þarf auðvitað ekki að segja ykkur það. Hins vegar særir það mig að lesa að þið skulið nota samræður ykkar við okkur guðfræðingana sem vitnisburð um það að námið þar sé lélegt. Ég veit ekki betur en að við séum búnir að skeggræða þetta út og suður og halli þar á hvorugan í rökbrúki.

Ég myndi t.a.m. segja að þarna hafið þið reist nokkra strámenn í þessari fljótsoðnu samantekt á guðfræðináminu - já og harla hörkulegar alhæfingar. ;)

  1. Staðreyndin er sú að í guðfræðideildinni er kristinni trú ekki pakkað inn í bómul. Margir, ef ekki allir, verða þvert á móti fyrir miklum áhrifum af náminu og margt sem þeir læra þar og lesa stangast á við fyrri hugmyndir þeirra um Biblíuna og kristindóminn.

Ekki nema hluti guðfræðinga fer í prestsskap, stór hluti tengist kirkjunni ekki á nokkurn hátt að náminu loknu. Hluti er ekki kristinn og hluti ekki trúaður.

Ekki alhæfa út frá okkur, vesælum annálungum. :=)


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 12/02/04 00:10 #

"forspjallsvísindin fjalla um mótök gegn trúnni og meðrök"

Ha? Ertu að tala um almenn forspjallsvísindi? Ef svo er þá hef ég verið sofandi í tímunum í haust.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 12/02/04 00:27 #

Margir, ef ekki allir, verða þvert á móti fyrir miklum áhrifum af náminu og margt sem þeir læra þar og lesa stangast á við fyrri hugmyndir þeirra um Biblíuna og kristindóminn.

Geturðu sagt mér í fljótu bragði hversu margir þú heldur að hafi komið úr þessu námi minna trúaðir en þeir fóru inn? Einhver?

Annars sagði ólyginn mér um daginn að það væri til vandræða hversu miklir trúarnöttarar væru við nám í Guðfræðinni í dag, þetta væri ekki nándar jafn hóflegt lið og áður. Ég sel það náttúrulega ekki dýrara en ég stal því.

Komast nemendur í Guðfræði í snertingu við bókina Blekking og Þekking í náminu, heldur þú að þeir hafi heyrt minnst á hana? Hvað með Atheism, the case against God? Þetta eru grundvallarrit í kristinfræði Skúli, skammarlegt að þetta sé ekki skyldulesning í akademísku námi á því sviði ;-) Í síðarnefndu bókinni eru teknar saman helstu röksemdir gegn kristni og kristinni siðfræði, satt að segja mögnuð bók sem allir guðfræðingar verða að lesa að mínu mati.

Fyndið að þú komir inn á það að minnst sé á bók Luthers um Gyðingana og lygar þeirra, því guðfræðingarnir sem ég hef komist í snert við virtust ekkert kannast við ritið, hvað þá annað sem tengist gyðingahatri Lúthers. En það er rétt hjá þér, ég má ekki draga ályktanir um alla guðfræðingar útfrá þeim fáu sem ég hef orðið var við.

Nei, Guðfræði á ekki að kenna innan Háskóla, nema kannski sem aukafag innan sagnfræði eða félagsfræði. Menn leggjast ekki á bæn í neinu öðru fagi og vonast til að grundvöllur fagsins standist. Nema kannski Hagfræði, en hún verður ekki rædd hér.


Skúli - 12/02/04 08:02 #

"Fyndið að þú komir inn á það að minnst sé á bók Luthers um Gyðingana og lygar þeirra, því guðfræðingarnir sem ég hef komist í snert við virtust ekkert kannast við ritið, hvað þá annað sem tengist gyðingahatri Lúthers. "

Voru ekki líflegar umræður um hana í haust á annál einhvers staðar? Menn deildu f.o.f. um áhrif þess sem ritið hefur á lútherslesningu almennt fremur en sjálft efni þess.

Árni Svanur hefur t.d. skrifað meistaraprófsritgerð einmitt um þetta rit.

"Ha? Ertu að tala um almenn forspjallsvísindi? Ef svo er þá hef ég verið sofandi í tímunum í haust."

Tja, ég las nú heilmikið um þetta í forspjallsfræðunum á sínum tíma. Allar "sannanirnar" helstu mótrök osfrv. Svo var frábær kúrs í trúarheimspeki undir handl. Mikaels heimspekings þar sem trúarhugtakið var krufið m.v.t. nýjustu þekkingarfræði.

Annars ætlaði ég að sækja hann Dungal þinn síðast er ég var í Reykjavík en bókastaflinn var svo óskaplegur sem ég flutti með mér vestur að mér vannst ekki tími til þess að gera það.

Some other time... :)


Skúli - 12/02/04 08:06 #

"Annars sagði ólyginn mér um daginn að það væri til vandræða hversu miklir trúarnöttarar væru við nám í Guðfræðinni í dag, þetta væri ekki nándar jafn hóflegt lið og áður. Ég sel það náttúrulega ekki dýrara en ég stal því."

Ég skal ekki segja til um það, enda skiljum við hugtakið sjálfsagt öðrum skilningi. H.v. eru margir að lesa guðfræði í háskólanum núna, hvað sem veldur.

Hvað trúarleg áhrif varðar eru víst engar tölur eða súlurit fyrirliggjandi. Ég leyfi mér bara að tala út frá þekkingu minni á guðfræðinemum og -ingum sem er allgóð. Gaman væri samt ef einhverjir trúarlífsfélagsfræðingar tækju sig til og könnuðu þetta.


Daníel - 12/02/04 12:17 #

Nú verð ég að viðurkenna að ég er ósammála þeim trúleysisbræðrum mínum í þessari gagnrýni. Skúli og Árni Svanur hafa líklega meiri reynslu af námi í Guðfræðideild HÍ en þeir. Markmið þess náms er líka að útskrifa presta og óeðlilegt að þar sé kennt eitthvað sem stangast á við það markmið. Ég veit að þetta er ekki yfirlýst markmið en hins vegar það raunverulega. Gagnrýni á Guðfræðideild ætti mun frekar að snúast um það hvort það sé eðlilegt að ríkisháskóli taki að sér að mennta starfsmenn eins félags í samfélaginu. Líklega eru það helst trúaðir sem fara í guðfræði og því ólíklegt að þeir missi trúnna þar. Ekki frekar en að nemar í læknadeild missi trúnna á hefðbundnar lækningar og snúi sér að handayfirlagningu. Mín persónulega skoðun er sú að HÍ ætti að sjálfssögðu að hætta að kenna guðfræði og Þjóðkirkjan að sjá sjálf um að mennta sína starfsmenn.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 12/02/04 13:30 #

Líklega eru það helst trúaðir sem fara í guðfræði og því ólíklegt að þeir missi trúnna þar. Ekki frekar en að nemar í læknadeild missi trúnna á hefðbundnar lækningar og snúi sér að handayfirlagningu.

Það má gera ráð fyrir því að ef fólk er með eitthvað í kollinum missi það trúna á handayfirlagningar við það að fara í læknisfræði, enda fjallar sú fræðigrein um lækningar.

Af hverju er það þá órökrétt að gera ráð fyrir því að fólk með eitthvað í kollinum missi trú á hindurvitni trúarbragða við það að stunda nám í guðfræði, fræðigreininni sem fjallar um trúarbrögð?

Tja, það væri ekki órökrétt ef það væri ekki eðlismunur á þessum greinum. Tja, reyndar eðlismunur á guðfræði og öllum öðrum greinum Háskólans - að mínu mati.


Skúli - 12/02/04 13:31 #

Ja, deildin kennir bara þetta fag: guðfræði, með öllum sínum núönsum.

Svo er það kirkjan sem ákveður að það sé skilyrði fyrir vígslu að hafa klárað það. Sú ákvörðun ætti ekki að hafa nein áhrif á deildina sjálfa - nema þá e.t.v. óbein.

Ef Landsbankinn vill lögfræðing í ákveðið djobb þá er lagadeildin ekkert tengdari Landsbankanum fyrir vikið!

Þetta er heldur ekki eina skilyrði vígslu því menn verða einnig að ganga í gegnum prógramm á vegum kirkjunnar til þess að fá náð fyrir augum hennar.

Þessi tengsl eru því ekki eins bein og margir vilja vera láta og við bætist að sístækkandi hópur guðfræðinga starfar á öðrum vettvangi en kirkjunnar.

Jú, vænta má að margir fari þarna inn með trú í hjarta og reynslu af kristilegu starfi - en eins og Daníel bendir á: sóvott?


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 12/02/04 13:40 #

Jú, vænta má að margir fari þarna inn með trú í hjarta og reynslu af kristilegu starfi - en eins og Daníel bendir á: sóvott?

Eins og ég hef reynt að benda á Skúli, ef það væri einhver krítík í gangi í deildinni, eitthvað bent á þá gagnrýni sem til er mætti gera ráð fyrir að einhverjir misstu þessa trú við það að stunda þarna akademískt nám.

Þetta gerist aldrei. Eitthvað er að.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 12/02/04 13:49 #

Þetta er nú bara hlægilegt, það að segja að það séu ekkert sérstaklega mikil tengsl milli þjóðkirkjunnar og guðfræðideildar.

"Ef Landsbankinn vill lögfræðing í ákveðið djobb þá er lagadeildin ekkert tengdari Landsbankanum fyrir vikið!"

Gerir þetta þá ráð fyrir því að lagadeildin fái í leiðinni fulltrúa á hluthafafundum Landsbankans einsog guðfræðideildin hefur fulltrúa á kirkjuþingi?

Annars þá hélt ég að ástæðan fyrir því að margir útskrifaðir guðfræðingar væru að starfa á öðrum vettvangi væri sú að kirkjan og ríkið hefðu ekki nógu mörg störf fyrir þá, allavega voru guðfræðingar að kvarta yfir því í haust.


Skúli - 12/02/04 14:06 #

"Eins og ég hef reynt að benda á Skúli, ef það væri einhver krítík í gangi í deildinni, eitthvað bent á þá gagnrýni sem til er mætti gera ráð fyrir að einhverjir misstu þessa trú við það að stunda þarna akademískt nám. Þetta gerist aldrei. Eitthvað er að."

Þetta er of hæpin fullyrðing til þess að standa undir gagnrýni þinni. Ég ætla ekki að verja allt í deildinni - margt mætti þar sannarlega til betri vegar fara - en ég er ekki sammála þessari staðhæfingu.

Já, rétt er það Óli að deildin er með fulltrúa á k:þingi. Þá stöðu má líka skoða í því ljósi að þeir eiga að þekkja vel til þess grunns sem þingið byggir á.

Samlíkingin við LB var auðvitað bara einn liður af mörgum í upptalningu minni og ætluð til þess að benda á að skilyrði til embættis þarf ekki að móta sjálft námið.

V/atvinnuleysi guðfræðinga - jú það er mikið - en h.v. hefur deildin áratugum saman útskrifað fólk með BA gráðu sem veitir nákvæmlega engin formleg réttindi. Fjölmargir hafa sótt í það nám í gegnum tíðina og gera enn.

Annars er ég alltaf á sömu nótunum hér: festina lente, drengir mínir, rólegan æsing! ;)


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 12/02/04 14:12 #

Hvaða formleg réttindi ættu að fylgja gráðunni? Námið er gagnslaust ef þú ætlar ekki að verða prestur eða djákni.


Skúli - 12/02/04 14:15 #

"Námið er gagnslaust ef þú ætlar ekki að verða prestur eða djákni."

Nei, það er ekki gagnslaust frekar en annað BA nám. Fólk a.m.k. sækir í þetta - e.t.v. til frekara náms eða til þess að auðga sálartetrið, svona eins og gengur og gerist með margt nám á háskólastigi.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 12/02/04 14:21 #

"Eins og ég hef reynt að benda á Skúli, ef það væri einhver krítík í gangi í deildinni, eitthvað bent á þá gagnrýni sem til er mætti gera ráð fyrir að einhverjir misstu þessa trú við það að stunda þarna akademískt nám. Þetta gerist aldrei. Eitthvað er að."
Þetta er of hæpin fullyrðing til þess að standa undir gagnrýni þinni. Ég ætla ekki að verja allt í deildinni - margt mætti þar sannarlega til betri vegar fara - en ég er ekki sammála þessari staðhæfingu.

Mér sem fannst þetta svo augljóst allt saman ;-) Var að vonast til að þessi staðhæfing fengist stimpluð og færð til bókar sem kenning :-P

Ég get a.m.k. fullyrt að í Heimspekinámi hafa saklausar sálir glatað trú sinni á hindurvitni, þó aðrir hafi eflaust styrkst í trúnni. En það hefur gerst :-)


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 12/02/04 14:26 #

Ónei, nám mitt í bókasafns- og upplýsingafræði er til dæmis ekki gagnslaust og það er bara móðgandi að bera það saman við guðfræðina.

Ef þú lærir tungumál þá geturðu starfað á ótal sviðum, augljóslega sem túlkur og þýðandi en einnig sem flugfreyja einsog ég komst að í gær.

Ef þú lærir bókmenntafræði þá geturðu starfað sem gagnrýnandi.

Síðan er grundvallarmunurinn sá að annað nám við HÍ stendur á styrkum fræðilegum grundvelli.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 12/02/04 14:33 #

Hey strákar, við skulum ekki fara út í neinn deildarmeting hér, við vitum að það er ekkert gagnlegt kennt sunnan við Suðurgötuna ;-)


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 12/02/04 14:43 #

Hvort myndirðu vilja búa í heimi án bókasafnsfræðinga eða án presta?


Skúli - 12/02/04 14:52 #

"Ónei, nám mitt í bókasafns- og upplýsingafræði er til dæmis ekki gagnslaust og það er bara móðgandi að bera það saman við guðfræðina"

Ja verðandi bókasafns- og upplýsingafræðingnum yfirsást eitt lítið "ekki" þarna í setningunni mínni ;) Ég sagði námið ekki gagnslaust frekar en annað BA nám!

Upptalningin á gagnsemi þessar húmanísku greina er góðra gjalda verð og sé ég ekki betur en að guðfræðingar passi þar ágætlega inn í, sem gagnrýnendur, kennarar, fræðimenn osfrv.

"Hey strákar, við skulum ekki fara út í neinn deildarmeting hér, við vitum að það er ekkert gagnlegt kennt sunnan við Suðurgötuna ;-)"

:D


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 12/02/04 14:58 #

En guðfræðin er einmitt laus við gagnrýna hugsun og alvöru fræðimennsku. Að hvaða leyti eru guðfræðingar hæfir sem kennarar?


Skúli - 12/02/04 15:05 #

"En guðfræðin er einmitt laus við gagnrýna hugsun og alvöru fræðimennsku. Að hvaða leyti eru guðfræðingar hæfir sem kennarar?"

Kæri Óli, ég hef einmitt verið að halda hinu gagnstæða fram í þessum samræðum. Þú getur ekki sett fram andstæðar skoðanir án þess að færa fyrir þeim nokkur rök - hvað þá í nafni upplýsingar og skynsemi.

Ætli þeir geti ekki verið ágætir til síns brúks til kennslu, þó ekki væri nema fyrir það eitt að hafa gruflað í textarannsóknum, tungumálanámi, heimspeki, félagsfræði, siðfræði og hugmyndasögu á námstíma sínum í deildinni.

Held þú ættir nú barasta að skella þér í einn kúrs í guðfræði.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 12/02/04 15:10 #

Ég sé bara alls ekki að þú hafir hrakið neitt sem kemur fram í greininni. Guðfræðin gengur út á að samþykkja mítur en ekki að hrekja þær.

Það er von mín að kennarar hafi einhverja uppeldisfræðilega menntun.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 12/02/04 15:16 #

Tilraun.


Skúli - 12/02/04 15:22 #

En þú hefur enga tilraun gert til þess að hrekja hana! Þú hamrar bara á sömu hlutunum án þess að beita fyrir þig rökum.

Ef þetta er sú "rökhyggja" sem þú saknar svo í guðfræðideildinni skal ég glaður fallast á þín sjónarmið! ;)


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 12/02/04 15:34 #

Þú nefnir þarna nokkrar bækur, hvað lesið þið margar bækur eftir menn sem trúa ekki á guð og skrifa á þeim forsendum? Eru þessar gríðarlegu gagnrýnu bækur sem þú nefnir ekki einfaldlega eftir kristna menn?


Skúli - 12/02/04 15:41 #

Ég hef engar tölur.

Menn hafa ólíkar hugmyndir í guðfræðinni og aðhyllast ólíkar stefnur eins og gengur. Menn eru ekki einu sinni á sama máli um það hvað það er að trúa - ef því er að skipta.

En takk fyrir að svara þessum rökum mínum áður en þú gafst þér að þau væru röng.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 12/02/04 16:00 #

Nokkrar spurningar, Skúli: Hvað er kennt í guðfræðideildinni um hinn sagnfræðilega þátt tilvistar Jesú? Hafa menn eitthvað annað í höndunum en þessar kirkjufalsanir sem flaggað hefur verið í gegnum aldirnar? Láta menn það sem vindu um eyru þjóta að ekkert bendir til þess að tilvist Jesú sé sagnfræðileg staðreynd? Stunda menn e.t.v. valkvæma hugsun þarna?

Ef guðfræðideildin er fræðileg í umfjöllun sinni ættu þessar staðreyndir að liggja uppi á borðum. Gera þær það?


Skúli - 12/02/04 16:04 #

Lestu grein Sigurjóns Árna Eyjólfssonar í síðasta hefti af Skírni: "Hinn sögulegi Jesús sem fyrirmynd."

Hún veitir ágæta sýn yfir hugmyndir fræðimanna frá upplýsingu til samtímans um þetta málefni.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 12/02/04 16:24 #

Takk fyrir þetta, ég kíki á hana.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 12/02/04 18:17 #

Hvernig tekur guðfræðideildin á Satan? Er Satan til eða bara myndlíking fyrir hið illa?


Árni Svanur - 12/02/04 21:18 #

Hugmyndir manna um djöfulinn og um hið illa, eins og þær hafa birst í ólíkum trúarbrögðum, geta verið umfjöllunarefni í ólíkum námskeiðum sem kennd eru við Guðfræðideild HÍ (og við guðfræðideildir almennt). Í deildinni er sem sagt ekki tekin afstaða til tilvistar Satans heldur er komið inn á hverjar hugmyndir manna og trúarbragða eru um hann.

Í námskeiðum við guðfræðideildir getur jöfnum höndum verið fjallað um hugmyndir sem ganga út á það að Satan sé til (t.d. Satanisma í námskeiði um trúarbragðafræði eða trúarlífsfélagsfræði), að Satan sé myndlíking, um hugtakið Satan og svo framvegis.

Í slíkum námskeiðum er þetta tiltekna umfjöllunarefni nálgast út frá fræðilegum forsendum og það er alla jafna skoðað í ljósi annarra hugmynda innan viðkomandi trúarbragða - enda er það meginviðfangsefni guðfræðideilda að fjalla um hugmyndir um átrúnað og guðshugmyndir á fræðilegan hátt.

Ef þú vilt sjá dæmi um fræðilega umfjöllun um Satan þá get ég t.d. mælt með greint eftir K. Schäferdiek í Theological Dictionary of the New Testament, VII bindi bls. 163-165. Hún er til á Hbs. Þar ræðir hann gríska hugtakið satanas (sem þýtt er Satan á íslensku) og kemur m.a. inn á notkun þess í ýmsum fornum textum, s.s. handritum frá Qumran, í Nýja testamentinu og í ritum hinna s.k. postullegu feðra. Hún er um margt athyglisverð og gæti gefið þér hugmynd um það hvers konar nálgun ég á við.


Orri - 13/02/04 12:18 #

Bendi hér með á að grunnrökfræði er einnig kennd við sálfræðiskor. Það er þó ekki sérkúrs hledur partur af kúrsum eins og persónuleikasálfræði og rökgreiningu í sálfræði.


Freyr Gígja - 13/02/04 13:04 #

Umræðan um Guðfræðideild. Mér satt að best sárnar þessi umræða. Ef til vill ætti ég ekki að taka svona sterkt til orða, vera ekki svona væminn. Þetta er einsog blaut tuska framan í andlitið á mér, einn fjölmargra "trúleysingja" við guðfræðideildina. Ég fór ekki í guðfræðideild Háskóla Íslands til þess að auðga mína trú. Enda er hún mitt einkamál. Ég fór ekki í guðfræðideil Háskóla Íslands til þess að láta prenta inní mig lúthersk fræði um almennan prestdóm og svo framvegis. Ég taldi og tel enn guðfræðinámið vera mjög gagnlegt fyrir alla þá sem vilja skilja hugmyndasögu Evrópu, þá heimsálfu sem við erum hluti af. Ég taldi og tel enn að guðfræðinámið geti hjálpað fólki að mynda sér þá lífsskoðun sem það síðan kýs að halda sig við. Líkt og heimspeki myndar mismunandi lífskoðanir mismunandi manna. Háskólanám er líkt og starf fréttamanns. Fréttamaður sem segir já við öllu sem viðmælandi hans segir, kemst aldrei að hinni hliðinni. Fréttamaður sem spyr gagngrýnna spurninga kemst ýmist að því að viðmælandi sinn er trúr sínum skoðunum og hefur haldbær rök fyrir þeim eða að hann sé bara "tóm tunna". Guðfræðideild Háskóla Íslands hefur hjálpað mér að skilja samtíma minn, fortíð mína og þær hugsanir sem voru í gangi á miðöldum,siðbótinni, endurreisninni,upplýsingunni og svo framvegis. Ég hef vissulega margt við umhverfi guðfræðideildarinnar að athuga og hef t.a.m aldrei sótt messur á hennar vegum, enda finnst mér það ekki við hæfi í akademískri stofnun. Ég hef rifist yfir trúarlegum táknum og svo framvegis. Hinsvegar kemur það náminu sem slíku lítið við. Við fyrstu sýn lítur guðfræðideildin út fyrir að vera verndaður vinnustaður en þegar nánar er að gáð, námsefni deildarinnar skoðað er margt gert til þess að prófa þá trú sem 91% þjóðarinnar aðhyllist (meðtaldir Hvítasunnusöfnuðir, Þjóðkirkjan og Fríkirkjan).Enginn er heilaþvotturinn, að mínu mati. Fólk hefur vissulega leyfi til þess að skilja námsefnið sem það "stúderar" út frá sínum eigin forsendum, en ef menn hafa ekki gagngrýna hugsun þá eiga menn ekki heima í Háskóla Íslands.Sama hvaða deild það er. Ef menn hafa áhuga á almennum trúarbragðafræðum geta þeir skráð sig í það skor næsta vor, en þá býður Guðfræðideildin uppá nám í þeim fræðum. Ágætur heimspekingur sagði: ,,Vandamálið við guðfræðinga er að þeir eru of skynsamir og vandamálið við heimspekinga er að þeir eru of trúaðir".


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 13/02/04 13:20 #

Af hverju notarðu gæsalappir utan um orðið trúleysingi?

Ég geri afskaplega stóra athugasemd við það að þú segir að 91% Íslendinga aðhyllist kristna trú, stór könnun sem var gerð árið 2000 ef ég man rétt sýndi fram á að um þriðjungur Íslendinga er trúlaus. Ríkið passar sig hins vegar á því að þetta fólk græðir ekkert á því að taka afstöðu með því að skrá sig úr þeim trúfélögum sem foreldrar þess skráðu það í. Það að þú nefnir þessa 91% tölu án fyrirvara gefur nú ekki til kynna að guðfræðin sé að kenna mikla gagnrýna hugsun.

Heldurðu að það væri ekki betra að fara í sagnfræði til að skilja nútíðina og fortíðina? Eða heimspeki?

Við gerum augljóslega engar athugasemdir við að trúarbragðafræði og trúarbragðasaga sé kennd við Háskólann en við höfum djúpar efasemdir um að þetta sé gert á þennan hátt með svona sterkum tengslum við þjóðkirkjuna.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 13/02/04 13:35 #

Sæll Freyr, leitt þykir að þér sárni - þakka þér fyrir að koma með þína hlið á málinu.

Það er áhugavert að heyra að fjölmargir trúleysingjar stundi nám við Guðfræði í HÍ. Er hugsanlega grundvöllur fyrir stofnun félags trúlausra Guðfræðinga? Það væri fengur í slíkum félagsskap.


Freyr Gígja - 13/02/04 13:58 #

Ástæðan fyrir gæslalöppunum utan um "trúleysingja" er einfaldlega sú að orðið "trúleysingi" er í raun merkingarleysa, þar sem sá sem trúir engu, hefur í raun markað sér sína eigin trú, þ.e ákveðið að trúa engu. Hitt með 91%. Jú, ég skal fallast á þessi rök, það er stór munur á því að vera hluti af trúfélagi og svo að trúa. Þetta einkennir að mestum hluta þá "tómhyggju" sem er allsráðandi í nútímasamfélagi. Fólk eru meðlimir í samtökum og félögum sem það hefur enga trú á. Hérna mætti setja spurningarmerki, og nú veit ekki hvort þú hefur skoðað könnun félagsvísindarstofnunar á trúarlífi íslendinga, þar sem í ljós kemur að meirihluti þeirra íslendinga sem eru hluti af þjóðkirkjunni aðhyllast alþýðutrú, draugatrú, álfatrú, miðlum. Atriði sem stangast á við kristna hugmynd. Atriði nr. 2 sem þú nefndir hvort ekki væri betra að fara í sagnfræði eða heimspeki? Eitt af aðalatriðum frönsku byltingarinnar var að afnema samband ríkis og kirkju. Hugmyndasaga Evrópu er mótuð af guðfræðingum. Heimspekingar fyrri alda voru yfirleitt að fást við tilvistarvanda mannsins útfrá guðfræðilegum forsendum. Vissulega er heimspeki eða sagnfræði gjaldgeng fög um fortíð Evrópu. Málið var að ég hafði áhuga á að sjá hvernig Kristin Trú hefur mótað það samfélag sem við lifum í. Þá er ég ekki að tala á jákvæðum eða neikvæðum nótum, heldur sem áhorfandi, gagngrýnin áhorfandi. Þriðja atriðið sem þú nefnir er vissulega eitthvað sem guðfræðideildin ætti að skoða. Er henni stætt á að kynna sig sem Akademísk Deild, þar sem hún útskrifar menn sem geta orðið hæfir sem prestar, í þágu kirkjunnar? Ég held að rökin sem mæla með og á móti séu mjög haldbær. Rökin með er sú að í raun er kirkjan opinber ríkisstofnun. Starfsmenn hennar eru ríkisstarfsmenn. Líkt og lögfræðingar. Ríkið verður að mennta starfsmenn sem eiga að starfa í þágu þess. Þar af leiðandi er starfandi guðfræðideild við Háskóla Íslands, ríkisrekið "apparat". Við aðskilnað ríkis og kirkju breytast þessar forsendur. Þá hefur ríkið ekki lengur þessum skyldum að gegna. Þá kemur það í hlut kirkjunnar að mennta sína eigin starfsmenn. Forsendur fyrir prestvígslu breytast. Ég er mjög hrifin af því sem að kaþólska kirkjan gerir. Þar eru prestarnir með BA. próf í sagnfræði, sálfræði o.sv.frv.frá Háskólum víðsvegar að, en taka síðan tveggja ára embættispróf hjá kirkjunni. (að ég held, leiðréttið mig ef rangt). Ég held að það verði að gera stóran greinarmun á göllum guðfræðideildarinnar sem stofnun og hinsvegar náminu sem þar fer fram.Stofnunin og staða hennar er eitthvað sem vert er að skoða, en námið sem slíkt býður uppá gagngrýna hugsun og skoðun á kristna trú, sem að 91% íslendinga eru skráðir í, en e.t.v fáir aðhylltast.


Skúli - 13/02/04 14:05 #

"Heldurðu að það væri ekki betra að fara í sagnfræði til að skilja nútíðina og fortíðina? Eða heimspeki?"

Það fer svolítið eftir því hvað menn vilja skilja við nútímann og fortíðina.

Lítið dæmi: Nýverið komu út tvö rit um 17. öldina: Brennuöld e. Ólínu Þorvarðardóttur og ný útgáfa af Píslarsögu Jóns þumlungs í umsjá Matthíasar Viðars Sæmundssonar, heitins.

Í gagnrýni á efnistök þessara höfunda (alls ekki neikvæðri) sem birtist í vorhefti Skírnis 2003 bendir Már Jónsson, sagnfræðingur, m.a. á þá margbrotnu mynd sem blasir við okkur af galdrafárinu og því hversu mörgum spurningum er enn ósvarað í því sambandi þrátt fyrir þessi ágætu rit:

Hvers vegna var t.a.m. svo rík andstaða gegn galdraofsóknum meðal æstu manna kirkjunnar á þessum tíma (Guðbrandi, Þorláki og Gísla á Hólum og einkum Brynjólfi í Skálholti)? Hvers vegna voru sýknumál svo mörg sem raun bar vitni? Hvers vegna er svo áberandi munur á fjölda galdramála á milli landshluta? Hvers vegna slotaði óveðrinu svo skyndilega undir lok aldarinnar?

Til þess að geta fengið svar við slíkum spurningum þurfa menn á yfirvegaðan og gagnrýninn hátt að lesa þau trúarrit sem menn höfðu fyrir fram á þeim tíma og ætla má að hafi mótað þá og reyna að fá botn í þær hugmyndir sem stýrðu elítu og alþýðu.

Slíkt geta auðvitað hverjir sem er gert - rétt eins og hver sem er getur lesið heimspeki, lært tungumál eða á tölvu ("á 7 dögum"!). Ef menn á hinn bóginn vilja kanna innviði þessarar hugmyndafræði og fá í hana innsýn er guðfræðin afar gagnleg.

Þetta var aðeins lítið dæmi um það sem ég held að Freyr sé að tala um í aths. sinni.

Hvað tengslin við þjóðkirkjuna varðar - og Óli nefnir - hafa þau í raun ekkert að gera með bókakost eða námsefni deildarinnar. Fólk er almennt sæmilega gefið og ekki þarf stöðugt að passa upp á að það verði ekki fyrir einhverjum "óæskilegum" áhrifum.

H.v. eru þessi tengsl í þróun og væntanlega stefnir í það að aðgreiningin þarna á milli verði skýrari en nú er.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 13/02/04 14:14 #

Ástæðan fyrir gæslalöppunum utan um "trúleysingja" er einfaldlega sú að orðið "trúleysingi" er í raun merkingarleysa, þar sem sá sem trúir engu, hefur í raun markað sér sína eigin trú, þ.e ákveðið að trúa engu.

Þetta er rökleysa hjá þér. Það að vera laus við trú er ekki trú. Mig grunar að það sé guðfræðideildinni að kenna hve illa ykkur gengur að skilja þetta orð.

Það er annars ljós að það á að aðskilja ríki og kirkju og það mun vonandi verða gert innan áratugs, þá ætti guðfræðideildin að sjálfssögðu að víkja líka.


Skúli - 13/02/04 14:27 #

"Það er annars ljós að það á að aðskilja ríki og kirkju og það mun vonandi verða gert innan áratugs, þá ætti guðfræðideildin að sjálfssögðu að víkja líka."

Ótrúlegt hvað þú lokar augunum fyrir því sem viðmælendur þínir eru að segja Óli. Þú þrástagast á sömu klisjunum án þess að svo mikið sem svara þeim rökum sem menn hafa hér lagt fram til umræðunnar.

Spurningunni sem stendur hér að ofan ber að svara neitandi. Í kjölfarið mætti h.v. spyrja hvort skoðanir þínar séu ekki bara verndaðar - verndaðar fyrir ærlegum og skýrum rökum og vísan til staðreynda.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 13/02/04 14:27 #

Að segja að trúleysi sé trú er svipað og að segja að það að safna ekki frímerkjum sé áhugamál
höfundur ókunnur


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 13/02/04 14:35 #

Skúli, ég er að svara því sem Freyr segir um að þjóðkirkjuprestar séu ríkisstarfsmenn. Hvernig færðu út að ég sé ekki að svara honum?


Skúli - 13/02/04 14:36 #

Hér eru menn að ræða um guðfræðideild en þið reykspólið á þessu gamla stagli um það hvort trúleysi sé trú eða ekki:

Redherring-alert! ;)


Skúli - 13/02/04 14:39 #

"Hvernig færðu út að ég sé ekki að svara honum?"

Vegna þess að Freyr hefur, ásamt Árna Svani og sjálfum mér tíundað mörg og fjölbreytt dæmi sem við notum til þess að rökstyðja það nám í guðfræðideild sé í eðli sínu akademískt og byggi á gagnrýninni hugsun.

Fyrir vikið ætti guðfræðideildin sem slík að geta staðið óháð e-i þjóðkirkju (eins og guðfræðideildir í BNA gera t.a.m.) en þú skellir skollaeyrum við þessu og hamrar á sömu frösunum að þetta sé svo nátengt kirkjunni að hana beri að leggja niður í kjölfar aðskilnaðar ríkis og kirkju.

Þetta er mér alveg óskiljanlegt svo a.m.k. annar hvor okkar er hér sekur um yfirsjón!


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 13/02/04 14:40 #

Við erum einfaldlega að leiðrétta rangfærslu hjá honum, pirrandi rangfærslu sem virðist sífellt koma frá þeim sem eru menntaðir í guðfræðinni.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 13/02/04 14:48 #

Farðu sparlega með roðasíldina Skúli, við viljum bara fá það á hreint hvort Freyr sé trúlaus eða ekki. Ég er nefnilega dálítið gáttaður á fullyrðingu hans um fjölda trúleysingja í Guðfræðináminu og vildi gjarnan fá svar við spurningu minni um félag trúlausra Guðfræðinga.

Varðandi blessað Guðfræðideildina, sýnist mér í fljótu bragði að það sé hægt að troða þessum kúrsum sem þið nefnið inn í Sagnfræðideild án nokkurra vandræða og ná þannig fínum samlegðaráhrifum, kristið siðfræði má svo nefna í Siðfræðikúrsi Heimspekinnar. Annað á að mínu mati heima á námskeiðum á vegum þjóðkirkjunnar.


Skúli - 13/02/04 14:50 #

Æ, ég hef aldrei skilið af hverju þetta er svona mikið atriði.

En ég vildi gjarnan fá endurskoðað svar ykkar við spurningunni sem stendur hér að ofan.

Hafa rök okkar ekkert að segja í þessu máli? Skiptir engu máli þótt andstaða Lúthers gegn gyðingum sé ekki falin heldur sé meðal lesefnis í deildinni? Skiptir engu þótt farið sé krítískt í sögu kirkjunnar, í textarýni og samtímasögu?

Er það ekkert atriði að til séu trúlausir (með eða án gæsalappa!) guðfræðinemar og -ingar? Skiptir það engu þótt þar sé um einhvern hóp að ræða?

Skiptir engu máli þótt kirkjan hafi ekkert um það að segja hvað kennt er í deildinni og samskipti deildar og kirkju fari dvínandi? Er það ekki atriði (sem ég reyndar hef nýbent á) að til séu guðfræðideildir í löndum þar sem engin ríkis/þjóðkirkja er við lýði?


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 13/02/04 14:51 #

Ég bara veit ekki hvert þú ert að fara Skúli, ég svaraði kommentinu hans Freys, í raun var ég sammála því sem hann var að segja um guðfræðina og aðskilnað ríkis og kirkju. Þú segir að ég sé að "þrástagast á sömu klisjunum" þegar svarið mitt innihélt einmitt nokkuð sem ég hef allavega ekki komið með í þessari umræðu áður.


Skúli - 13/02/04 15:01 #

Þetta er nú ekki hægt:

  1. Freyr færði ágæt rök fyrir því að guðfræðinámið sé í eðli sínu hlutlægt en ekkert af því sem Matti og Birgir tala um í greininni hér að ofan.

  2. Því svarar þú með því að hvá um einhverjar gæsalappir. Þú tjáir þig ekkert um kjarna málsins: Þetta er eins og hver önnur fræðihefð.

  3. Sjálfur bendi ég á nýlegt dæmi þar sem virtur sagnfræðingur kallar eftir þekkingu og innsýn í trúarhugmyndir 17. aldar sem hann segir þjóðfræðing og íslenskufræðing ekki hafa greint sem skyldi í ritum sínum. Um leið bendi ég á það hversu tengsl deilar og kirkju eru í raun mikið aukaatriði í þessu sambandi.

  4. Þú segir í næstu aths. að deildin hverfi greinilega um leið og aðskilnaður r/k verði. Ekki orð um röksemdir mínar og dæmi. Ekki heldur orð um svar ÁSD við (leiðandi?) spurningu þinni um djöfulinn.

  5. Matti tjáir sig heldur ekkert um efnisatriði gagnrýni minnar. Eins og þú ítrekar hann innihaldið í greininni (sem hann hefur auðvitað síðri forsendur en ég til þess að þekkja - ekki frekar en ég myndi leggja til að tölvudeildin í LÍ verði lögð niður!).

  6. Í lokin tek ég saman það helsta sem fram kemur í umræðunum og engum málefnaleg svör hafa fengist við.

  7. Því svarar þú á þann hátt að þú vitir ekki hvað ég er að fara.

Manni finnst nú að einn dyggasti (a.m.k. virkasti) lesandinn hérna eigi betra skilið..!


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 13/02/04 15:04 #

Finnst þér skrýtið að okkur finnist mikið mál að þið segið að það sé ekkert sem heitir trúleysi. Ég tel þig ekki kristinn mann Skúli, mér finnst þú ekki fara nægilega vel eftir Biblíunni til þess að þú getir kallað þig kristinn mann. Ég læt nú samt vera að troða þessu inn í aðra hverja trúmálaumræðu sem þú tekur þátt í. Færi það ekki í taugarnar á þér ef ég væri að tuða sífellt um þetta?

Hafa rök okkar ekkert að segja í þessu máli? Skiptir engu máli þótt andstaða Lúthers gegn gyðingum sé ekki falin heldur sé meðal lesefnis í deildinni? Skiptir engu þótt farið sé krítískt í sögu kirkjunnar, í textarýni og samtímasögu?

Ekkert af þessu skiptir mig sérstöku máli, það kemur mér að vísu á óvart að það sé kennt um gyðingahatur Lúthers miðað við hvað sumir útskrifaðir guðfræðingar virðast vera illa að sér í þeim málum. Þú nefndir mér engin dæmi um lesefni í guðfræði eftir trúleysingja sem skrifa á forsendum trúleysis um kristni.

Er það ekkert atriði að til séu trúlausir (með eða án gæsalappa!) guðfræðinemar og -ingar? Skiptir það engu þótt þar sé um einhvern hóp að ræða?

Já, við værum afar spenntir um að spjalla við þá einstaklinga, fyrirgefðu forvitni okkar. Reyndar viljum við helst tala við þá sem eru án gæsalappa.

Skiptir engu máli þótt kirkjan hafi ekkert um það að segja hvað kennt er í deildinni og samskipti deildar og kirkju fari dvínandi? Er það ekki atriði (sem ég reyndar hef nýbent á) að til séu guðfræðideildir í löndum þar sem engin ríkis/þjóðkirkja er við lýði?

Tengsl guðfræðideildar og kirkjunnar eru mikil, einsog til dæmis með það að guðfræðideild hefur fulltrúa á kirkjuþingi. Eru þessar guðfræðideildir sem þú nefnir ríkisstyrktar?


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 13/02/04 15:15 #

Skúli, ég sé mig ekki knúinn til að svara hverju einasta atriði sem kemur í kommentum hér, sérstaklega af því að þetta er ekki grein eftir mig.

Varðandi Svar Árna um Satans þá kom það mér ekkert á óvart, það fylgir bara línu þjóðkirkjunnar um að taka ekki afstöðu til tilvistar hans.

Varðandi þetta með það að guðfræðideildin færi með aðskilnaði ríkis og kirkju þá var ég að samþykkja það sem hann sagði um málið og því taldi ég óþarfi að rökstyðja mál mitt frekar.

Ég get ekki svarað fyrir Matta, grunar að hann væri aktívari í þessu ef hann væri ekki vinnunni, ég hef meiri tíma fyrir þetta af því ég er í námi. Reyndar held ég að ég ætti að hætta þessu enda á að vera að læra undir próf.

Ég vissi ekki hvað þú varst að fara, það er sannleikurinn, þú sagðir að ég væri að endurtaka klisjur þegar ég var einmitt ekki að endurtaka mig að neinu leyti.


Skúli - 13/02/04 15:18 #

Aðeins þetta "gæsalappamál": Ég þekki ekki til Freys en augljóslega aðhyllist hann ekki nein viðurkennd trúarbrögð. Hann kallar þá afstöðu sína "trú" en þið kennið hana við "trúleysi". Hvað er svona skelfilegt?

Já, það má alveg færa fyrir því rök að ég sé ekki kristinn. Ef menn t.d. skilgreina hugtakið "kristinn" á þann hátt að viðkomandi lifi því hnökralausa lífi sem Kristur fer fram á skv. t.d. Fjallræðunni. Ég aðhyllist annan skilning og kalla mig kristin.

Fullt af orðum og hugtökum hvíla algerlega á því hvernig þau eru túlkuð. Hvað er fátækt? hvað er menning? hvað er vestræn menning? hvað er vald? hvað er sósjalismi? hvað er ævisaga og hvað er fræðirit (talandi um gæsalappir!)? hvað er sagnfræði? hvað er heimspeki?

Þú getur fundið ólíkar skýringar á þessum hugtökum. Sumir viðurkenna þann fjölbreytileika og halda svo áfram að tala um það sem skiptir máli - vita hvað viðmælandinn á við, gera grein fyrir sínum skilningi, og þá skilur hvor hinn.

Aðrir stoppa á þessum hugtökum og komast ekkert lengra.

"Eru þessar guðfræðideildir sem þú nefnir ríkisstyrktar?"

Það veit ég ekki. Þær eru a.m.k. ekki bundnar neinni þjóðkirkju þar sem engin slík er við lýði í BNA! Á þeirra vegum fara h.v. fram merkilegar rannsóknir.

Trúmál og guðfræði er feykilega skemmtilegt umræðuefni (þarf ég vart að segja ykkur) og smitar út í alla króka menningarinnar. Sá sem á heima í þeirri fræðagrein er um leið hæfur til þess að túlka ótal margt sem fyrirfinnst í fortíð og samtíð - listir, pólitík, kenningar, sögu etc. - já og kvikmyndir!


Skúli - 13/02/04 15:22 #

"Varðandi Svar Árna um Satans þá kom það mér ekkert á óvart, það fylgir bara línu þjóðkirkjunnar um að taka ekki afstöðu til tilvistar hans."

Þú skilur þetta ekki ennþá.

Svarið hans Árna Svans var fengið upp úr guðfræðiriti ekki neinni yfirlýsingu kirkjunnar.

Þú hittir h.v. naglann á höfuðið er þú talar um þarfari hluti en þessa. Verið sælir að sinni!


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 13/02/04 15:29 #

Það er allt í lagi að rökræða um merkingu orða en við höfum gert það of oft, við vitum hvað við meinum með trúleysi og við gefum okkur að lesendur okkar fatti það líka. Ástæðan fyrir að við spurðum núna er að okkur fannst að hann væri kannski að tala um eitthvað annað en við enda þá höfum við ekki orðið varir við þó hópa af trúleysingjum sem hann segir að séu í guðfræði.

Mér finnst allt í lagi að einhverjir háskólar kenni guðfræði frá sjónarhóli einhverra trúarbragða en mér finnst að ríkið ætti ekki að koma nálægt því, aðskilnaður ríkis og kirkju.

Ég held líka að það sé alveg hægt að hafa kúrsa við Háskólann sem fjalla um áhrif kristni á menningu án þess að guðfræðideildin sjái um það.


Freyr Gígja - 13/02/04 15:31 #

Enn og aftur um orðið trúlaus

Ég alltaf haldið því fram og hef mínar eigin röksemdir, sem hér koma fram, að ekkert er til sem heitir að vera trúlaus. Félag Trúlausra hefur meira að segja sótt um réttindi til þess að vera metið sem trúfélag. Hinsvegar aðhyllist ég þá skoðun að menn geti verið guðleysingjar eða ekki. Um það snýst debatið, hvort guð (með litlum staf, vegna þess að kristin trú er ekki sú eina sem hefur guð í sínum fræðum)sé til. Að trúa því ekki, er þá guðleysingi, og það er þá bara fínt. Ég er t.a.m ekki guðleysingi, en er "trúlaus". Sem þýðir, ég aðhyllist enga trú og álít að enginn trú hafi yfir að búa hinum eina sanna sannleika. Þess vegna set ég gæsalappir utan um "trúlaus" vegna þess að ég trúi. Hentugra orð væri eftir vill "trúfélagslaus".Gott og vel. Umræðan um guðfræðideild Háskóla Íslands er nátengd umræðunni um aðskilnað ríkis og kirkju. Merkilegt nokk, skiptast kennarar í guðfræðideildinni í tvo hópa. Nemendur fá að kynnast röksemdum beggja þessara hópa, kæri þeir sig um það. Auðvitað er auðvelt að loka eyrunum fyrir röksemdum sem e.t.v eru andstæðar þínum eigin skoðunum. En þá er sá og hinn sami einnig að bregðast hlutverki sínu sem háskólastúdent. Með fulltrúa guðfræðideildarinnar á kirkjuþingi er það að segja að nauðsynlegt, vegna ríkjandi ástands, er að guðfræðideildin sé vel inní þeim málum sem að gerast á kirkjuþingi. Við aðskilnað tel ég, að guðfræðideild ætti enn að hafa fulltrúa, þá eingöngu vegna sagnfræðilegra ástæðna. Að geta fylgst með störfum Kirkjunnar útfrá augum áhorfandans. Vegið og metið þá strauma og stefnur sem eru í gangi og miðlað þeim til nemenda. Ég er fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju. Ég er fylgjandi breytinga á guðfræðideildinni, en ég er ekki sammála þeim sem segja að námið í guðfræðideildinni sé ekki akademískt nám. Auðvitað er hægt að draga fram ýmsar bækur sem menn telja að eigi að vera skyldulesning. Ég hef t.a.m í fórum mínum borðræður Lúthers. Ég tel að flestir viti að Lúther var ekkert sérstaklega hylltur undir gyðinga. Ég held að áður er haldið útí háskólanám eigi hver og einn að gera það upp við sig, að námið sé ekki til þess að staðfesta þá lífskoðun sem maður hefur haft, það sé ekki til þess að brjóta hana niður, heldur til þess að efla skilning nemendans á umhverfi sínu. Að byggja upp gagngrýna hugsun, sem felst í því að ekki beri að taka öllu sem gefnu, að til séu tvær hliðar á sama peninginum. Að því leyti held ég að guðfræðideild Háskóla Íslands standi öðrum deildum Háskólans hvergi að baki, nema síður sé. Að minnsta kosti finnst mér, trúfélagsleysingjanum, ekki verið brotið á mér á neinn hátt.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 13/02/04 15:35 #

Ég veit ekki til þess að það sé nokkuð sem kallast Félag Trúlausra sem hefur sótt um viðurkenningu sem trúfélag, Siðmennt hefur hins vegar sótt um stöðu trúfélags á þeirri forsendu að lögin tala um "rétt á að stofna félög um hvers konar kenningar og lífsskoðanir, þ.m.t. um trúleysi." sem er allt annað en trú.

Þú hefur greinilega einhverja trú og ert því ekki trúlaus en við erum það. Við höfnum tilvist yfirnáttúrulegra fyrirbrigða hvort sem er um að ræða guð, jólasveininn, drauga eða álfa. Við erum trúleysingjar og getum vel staðið undir þeim titli.


Freyr Gígja - 13/02/04 16:06 #

Um umræðuefnið: Er Guðfræðideildin verndaður vinnustaður.

Við sleppum þessum umræðum um trúlausa (gæsalappir horfnar) og Félag Trúlausra. Vel get ég skilið ykkar sjónarhorn, ég er ykkur ekki sammála.Ég aðhyllist orðin guðlaus (í jákvæðum skilningi) og trúfélagslaus (í jákvæðum skilningi.Biðst ég bara velvirðingar á ummælum mínum ef þau kynnu að hafa valdið miskilningi. Þessi mál voru hinsvegar ekki á dagskrá. Umræðan hér hófst hinsvegar á þeirri fullyrðingu að guðfræðinámið ætti ekki heima innan háskólans. . Þar er ég ykkur algerlega óssammála. Ég skal glaður ræða við ykkur um trúfræði, heimspeki, sagnfræði, gyðingahatur Lúthers, Q kenninguna, sagnfræðilegan skilning á Jesú, Nýguðfræði Harnacks, tilvistarkreppu Sören Kirkegaard, túlkunarfræði, samanburðarfræði, náttúrulögmálskenningu Aquinas sem kaþólska kirkjan beitir til þess að útskúfa og réttlæta andúð sína gagnvart samkynhneigðum, tveggja ríkja kenningu Lúthers, upplýsinguna, skynsemina, tómhyggjuna og svo framvegis. En ég mun ekki sætta mig við það að menn útbreiði þá skoðun að guðfræðideildin sé ekki akademísk deild. Námið sem boðið er uppá í guðfræðideildinni er akademískt.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 13/02/04 16:22 #

Námið sem boðið er uppá í guðfræðideildinni er akademískt.

Akademísk vitleysa svipað og rannsóknir Dr. Erlends Haraldssonar á Sai Baba. Allt voða akademískt, samt kjaftæði þegar allt kemur til alls.

Ekki láta svo eins og við höfum verið að snúa út úr umræðunni með tal um trúleysi. Það er alveg ljóst að innkoma þín í þennan þráð byggir á vanþekkingu á hugtakinu trúleysi. Sú vanþekking segir okkur ýmislegt um lágan akademískan standard í Guðfræðinni. Tilraun þín til að kenna þig við trúleysi var gerð til að koma ákveðnu höggi á greinarhöfunda, en það er ljóst að þetta var vindhögg - enda stendur sú fullyrðing óhögguð að þetta er nám fyrir trúmenn þar sem trú þeirra er pökkuð inn í bómul. Þar með trú þín Freyr. Merkilegt annars að guðfræðineminn mæti hingað og rugli saman trú og trúarbrögðum, eitthvað sem við vantrúarpennar erum iðulega ranglega sakaðir um.

Það er hægt að réttlæta tilvist alls, en það er harla erfitt að réttlæta tilvist Guðfræðideildar við Háskóla Íslands. Deildar sem byggir grundvöll sinn á trú og hindurvitnum sem brjóta gegn forsendum þeim sem vísindi og Heimspeki byggja á. Eins og ég hef áður sagt, þá má færa ýmsa kúrsa deildarinnar yfir í Sagnfræði, Bókmenntafræði og jafnvel sem hliðardúr í Heimspeki, en Guðfræðideild er tímaskekkja. Eða segið mér, hvað ef nokkuð myndi glatast við það að leggja deildina niður, loka kapellunni og færa kúrsana yfir á aðrar deildir?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 13/02/04 16:50 #

Öðruvísi mér áður brá. Nú eru trúaðir farnir að kalla sig trúleysingja, í gæsalöppum þó. Eru engin takmörk fyrir því hve menn geta togað þetta augljósa hugtak í allar áttir?

Þeir trúmenn sem hér hafa svarað greininni hafa varið málefnaleika guðfræðinnar án þess þó að sýna fram á að neitt af því námsefni sem þar er kennt komist nálægt því að vera gagnrýnið á grundvöll trúarinnar. Hvar eru rit á borð við "Atheism - the case against God" og umfjöllun af þeim toga?

Getur það flokkast undir gagnrýnin vinnubrögð að hafa endalaust til skoðunar gömul trúar- og trúarsögurit þar sem tilvist guða og réttmæti trúarkenninga er aldrei til umræðu?


Freyr Gígja - 13/02/04 16:54 #

Vindhögg

Eitthvað hef ég komið ílla niður á ykkur. Biðst ég afsökunar á því. Þið hafið hinsvegar frammi á opinberum vettvangi slíkar fullyrðingar að erfitt er að standast að svara þeim. Að ég sé að koma ákveðnu höggi á greinarhöfunda! þvílík og önnur eins fjarstæða. Höfum þetta á málefnalegum grundvelli. Ekki veit ég til þess að Freud hafi verið mikill vinur kristinnar trúar, samt sem áður eru kenningar hans mjög fyrirferðamiklar í námi guðfræðideildarinnar. Mér er ekki kunnugt um að Karl Marx hafi verið kristinboði, en mér er hinsvegar ansi kunnugt um kenningar hans. Sören Kirkegaard gagngrýndi kirkjuna sem stofnun og taldi ekkert kristið siðferði til, það væri firra að trúa, óháð skynseminni. Með því var hann að gagngrýna kenningar Hegels sem taldi að það væri skynsamlegt að trúa. Ég get vel skilið að menn aðhyllist guðleysi og hafni tilvist guðs. En er hægt að vera skynsemishyggjumaður og loka eyrunum fyrir röksemdum sem aðrir hafa. Því miður, bómullinn sem trúin hefur verið vafin inní er ekki sá bómull sem ég hef orðið var við í guðfræðideildinni.

Trú og trúarbrögð

Ég hef ekki ruglað saman trú og trúarbrögðum, ef einhver hefur miskilið orð mín þannig þá biðst ég afsökunar og ég skal hér með útskýra mál mitt.

Trúarbrögð eru kerfi ákveðinna hugmynda sett saman á skilvirkan hátt sem hópur manna aðhyllist og álítur sannleika. sem dæmi: Siðmennt, Þjóðkirkjan, Islam, Búddadómur.

Trú er persónuleg afstaða hvers og eins.

Trúarbrögð, félagsleg afstaða til lífsins. Trú, persónuleg afstaða til lífsins.

Þess vegna segi ég að ekki sé til "trúlaus maður" vegna þess að ég tel að allir hafi sína persónulegu afstöðu lífsins og tilgang þess. Það er síðan spurning hvort fólk finni tilgang sinn í guði eða ekki.

Trúmenn eða ekki Er ég trúmaður eða ekki. Það varðar engum um það. Hinsvegar hef ég orðið var við þá skoðun, og tel það miður, að eingöngu kristnir eða trúaðir geti stundað nám við guðfræðideildina. Það byggir á vanþekkingu um námið. Er ef til vill verið slá vindhögg útí loftið um nám sem áðurnefndir greinarhöfundar hafa e.t.v ekki stundað. Er verið að byggja á sögusögnum eða hafa greinahöfundar stundað nám við Guðfræðideild HÍ. Ef svo er, þá erum við á öndverðum meiði um nytsemi þessa náms. Góð gagngrýni á að vera á málefnalegum grundvelli. Bómullarvafin trúarbrögð hverfa,postulínstrúin brotnar og verður að engu. Kirkegaard vildi að við glímdum við trúna okkar, efuðumst um tilgang guðs en aldrei um tilveru hans. Vel getur verið að mín trú sé vafin í bómull, en ég er tilbúin til þess að taka hann af og skoða hana frá öllum hliðum.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 13/02/04 17:33 #

"Kirkegaard vildi að við glímdum við trúna okkar, efuðumst um tilgang guðs en aldrei um tilveru hans."

Hver eru rök hans fyrir því? Er þetta ekki einmitt bara kennslustefnan í guðfræðideildinni?

Lestu þetta hér, því hugtökin trú og trúleysi hamla greinilega umræðunni, misjafn skilningur í gangi.

Þú ert greinilega vítalisti, þrátt fyrir "trúleysið". Við erum að gagnrýna það að í öllu guðfræðináminu er aldrei dílað við það hvort hinn vítalíski heimur trúarbragðanna sé raunverulega til staðar, en á honum byggir öll guðstrú. Engin meðrök liggja hugmyndinni um vítalískan heim til grundvallar, en sterk rök eru til gegn slíku og gegn tilvist guðlegra vera. Þau rök henta greinilega ekki í þessu námi og því er þeim stungið undir stól.

Þar klikkar fræðimennskan í þessu námi og það er nákvæmlega þetta sem gerir deildina að vernduðum vinnustað.


Skúli - 13/02/04 17:54 #

V A N T R Ú A R R U G L ! :>d

Einhver djúp innri sannfæring um góðan vilja ykkar hlýtur að búa að baki því að ég fæ mig enn og enn til þess að svara ykkur þótt öll mín rök virðist fara inn um annað og út um hitt.

Freyr telur upp nokkra trúleysingja sem allir eru kenndir í guðfræðideild en Birgir nefnir engan þeirra - aðeins S.K:gaard. Merkilegt.

Freud hafði sínar sálrænu skýringar á trúnni og afsagði hana með öllu - þær kenningar hans eru rækilega útlistaðar í deildinni. Marx þ.m.t. líka.

Ég m.a.s. gref hérna upp möppu, forna mjög, þar sem hver heimspekingurinn á fætur öðrum - harðir andstæðingar trúar hvaða nafni sem hún nefnist eru dregnir fram og svo auðvitað andmælendur þeirra. Kennarinn: Mikael Karlsson - heimspekingur og yfirlýstur trúleysingi. Sá kúrs heitir trúarheimspeki - kenndur í guðfræðideild. Fyrsta greinin sem við lásum var "Ljósið sem hvarf" eftir Þorstein Gylfason. Grimm og óvægin gagnrýni á kirkju og kristna trú.

Góða helgi.


Freyr Gígja - 13/02/04 18:12 #

Loksins, loksins

Nú erum við farnir að tala saman.Rétt er það, ég er vítalisti. En á hinn boginn hafna ég ekki þeirri trú að maðurinn og apinn eigi sér sameiginlegan forföður. Slíkt held ég að eigi við mjög marga í guðfræðideildinni. Í heimspekilegum forspjallsvísindum varð maður var við þessa fordóma, að guðfræðingar hlytu að leggja blessun sína við sköpunarsöguna. Ekki ætla ég að fara útí þá sálma. Tilvitnunin um Kirkegaard ber ekki að strengja eingöngu við kristna trú, þó svo hann hafi ætlað henni skrif sín. Ég tel að við eigum að reyna okkar trú, við eigum að kafa eins djúpt og mögulega er í hana. Barnatrúin er hættulegasta trúin, vegna þess að hún gengur útá svör án spurninga, í rauninni. "Þetta bara er svona, af því að ég trúi því" eru algeng svör þeirra sem ekki enn hafa reynt trú sína. Hinn verndaði vinnustaður er hinumegin, í t.d lagadeildinni. Þar eru lögin, óhrekjanleg staðreynd, hin eina sanna trú. Lærðu þau utanað, þú þarft að vita hvar þau eru og gerðu þau að þínum sannleika. Guðfræðideild háskólans reynir ekki að fá fólk til þess að kunna hlutina að, fá það til þess tileinka sér einhvern einn sannleika. Jú, vissulega hef ég lent í tíma hjá kennerum sem hafa sagt að forsenda þess að vera í guðfræðideildinni séu þau að trúa. En þá má ég ekki bregðast hlutverki mínu sem háskólamaður og gagngrýna þá skoðun. Jú, vissulega hef ég lent í tíma með fólki sem að telur kristni einu leiðina í átt að sannleikanum. Og ég hef líka lent í fólki sem úthúðar "trúlausum"(sorry). Mitt hlutverk er ekki að fá þetta fólk til þess að taka upp mína skoðun, heldur fá það til þess rökstyðja sína skoðun ( líkt og Sókrates gerði) Það er það sem akademískt nám byggir á, rökstuddum skoðunum. Fyrir mitt leyti stendur guðfræðideildin fyllilega undir því nafni að kynna alla mögulegar hliðar þess að trúa eða ekki trúa. Vissulega eru alltaf til bækur sem verðar eru þess að lesa og verða undir. Ég hef verið í námskeiðum þar sem hinudurvitni trúarbragðanna eru brotin niður í smæstu einingar heilastarfseminnar.Það er meira að segja skyldunámskeið í guðfræðideildinni. Trúarlífsfélagsfræði og trúarlífssálarfræði. Mystískri reynslu lýst sem kraftaverki eða geðveilu. Það er því rangt að kalla guðfræðideildina "verndaðan vinnustað" út frá þeim skoðunum að hún verndi nemendur sína frá óæskilegum kenningum og skoðunum.


Freyr Gígja - 13/02/04 18:19 #

Eitt enn, sem gleymdist. Kirkegaard er hvergi á dagskrá innan guðfræðideildarinnar.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 13/02/04 18:42 #

Þannig að þið fáið tveggja eininga námskeið um mótrökin?


Freyr Gígja - 13/02/04 19:08 #

Þessi tvö námskeið eru tveggja eininga hvort. Ég ætla ekki að fara að telja upp önnur námskeið þar sem mótrökin eru reifuð en þau eru þó nokkur.


Frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 14/02/04 02:35 #

Ég hef hlustað á margar stólræður og lesið efni frá gamalreyndum guðfræðimenntuðum prestum. Ég get ekki annað sagt en að betri hefði verið að þessir ágætu "fræðimenn" hefðu tekið betur eftir í tímum þegar meint rökhyggjan frá kennurunum átti að berast þeim til eyrna. Það læðist að manni sá grunur að meirihluti tímans hafi farið í að signa sig og blessa gegn slíku efni en að meðtaka nokkurn raunveruleika. Vonandi eru þetta horfnir tímar og nýnemar 21aldar í guðfræðideild mæti nú með bólgna heila af fræðimennsku og rökhyggju, en líti ekki lengur á námið sem klerkafæriband með samfélag við Jesú Krist í huga. Ef svo er má leggja niður nafngift þessarar deildar Háskólans. Enda fyrir lítið að halda úti deild sem hefur afhjúpað tilvist nafngiftar sinnar, sem er dregin af stríðs guðinum Yahweh, eingetna upprisuklónanum auk heilags draugs sem einn og sama guðinn sem kemur til að dæma lifendur sem dauða. Er ekki kominn tími til að gera meiriháttar breytingar á þessari deild nemendum jafnt kennurum til heilla.


hjalti (meðlimur í Vantrú) - 14/02/04 05:58 #

"Jú, vissulega hef ég lent í tíma hjá kennerum sem hafa sagt að forsenda þess að vera í guðfræðideildinni séu þau að trúa"

þegar að kennararnir segja að það sé forsenda námsins að taka einhverju sem sönnu án raka eða sannana, þá fer maður að efast um akademíska þáttinn í þessu.

Annars þegar fjallað var um guðfræði í heimspekilegu forspjallsvísindunum, þá voru lestnar greinar eftir tvo þekkta guðfræðinga, Barth of eitthvað-worth, og báðir héldu því fram að trúleysingi gæti ekki lært guðfræði.

Svo er það varla eitthvað leyndarmál að nær allir sem að stunda guðfræðinámuð eru trúaðir. Amk veit ég ekki um marga (reyndar ekki neinn)

"Trú, persónuleg afstaða til lífsins."

Ekki er þetta HÍ-"guðfræði"-skilgreiningin á trú?


Freyr Gígja - 16/02/04 13:25 #

Í upphafi var spurningin: Er guðfræðideildin verndaður vinnustaður?

Ég er sammála því að vissulega megi mörgu breyta og þróa í guðfræðideildinni. guð - fræðideild, er nafn sem getur haft tvennskonar merkingu, annarsvegar guð, þar sem hugtakið guð er rætt út frá mismunandi sjónarhornum (sem og er gert) og guðfræði, þar sem guðfræði margvíslegra trúarbragða er rannsökuð (sem mætti vissulega gera meira af). E.t.v er ekki nóg af samanburðarfræðikúrsum í deildinni, en mér skilst á námsframboði næsta árs í almennu trúarbragðafræðadeildinni,að verið sé að bæta úr því. Rótin að þessu öllu saman er samt sem áður ekki guðfræðideildinni að kenna heldur fjársvelti háskólans. Guðfræðideildin hefur ekki fjármagn til þess að standa undir auknum kröfum um "fjölmenningarlega" kennslu. Við viljum akademíska fræðslu um hin og þessi trúarbrögð, hinar og þessar skoðanir og svo framvegis. Til þess að svo gerist eru tvær leiðir. Annars vegar að gera guðfræðideild að skori innan heimspekideildar og efla þar með val innan guðfræðifagsins og hitt er að auka fjármagn inn í skólann þannig að litlar deildir skólans geti rekið sig. Þannig ber að forðast alla fordóma gagnvart deild sem tekur á jafn mikilvægu hugtaki og "guð" er, þannig að menn sjá sig tilneydda að halda úti síðum sem ýmist rökstyðja tilvist þess eða hafna henni.

"Trú, persónuleg afstaða til tilgang lífsins, upphaf þess og endaloka"

Ég þakka á margan hátt góðar umræður um nytsemi guðfræðideildar við Háskóla Íslands, sem vissulega eiga rétt á sér séu þær byggðar á réttum forsendum.

Kveðja Freyr Gígja

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.