Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ímyndaðir vinir

Í gærmorgun sagði Magnús Skarphéðinsson fallega sögu í morgunþætti Bylgjunnar, Í bítið. Sagan fjallaði um sýnir lítillar telpu og sömu sýnir dóttur hennar og loks barnabarns.

Vissuð þið að það er hægt að planta í okkur fölskum minningum? Þið getið verið nokkuð viss um að slatti af bernskuminningum ykkar er ekki raunverulegur, heldur endurminning ímyndaðrar upplifunar á atburðum sem þið aðeins heyrðuð sagt frá og/eða sáuð myndir af. Þannig eiga margir einhverjar endurminningar úr fortíð sinni sem við nánari skoðun standast ekki því nánari eftirgrennslan leiðir í ljós að þeir voru hvergi nærri þeim atburðum sem lýst er.

Sjálfur kannast ég við eitthvað svipað.

Það sem líklega hefur verið í gangi í sögu Magnúsar er einfaldlega það sem kalla má ímyndaða vini. Börn skýra gjarna frá slíku, en ef foreldrarnir eru hjátrúarfullir halda þeir að um raunveruleg fyrirbæri sé að ræða og planta síðan þeirri endurminningu í barnið síðar, þegar þetta er allt saman rifjað upp. Þessar endurminningar fylgja svo barninu fram á elliár og móta viðhorf manneskjunnar til samskonar frásagna afkomenda sinna.

En það má hlusta á okkur Magnús þusa með því að smella á tólið hér að neðan.

Einnig er hægt að sækja skrána hér [.mp3 13 MB]

Birgir Baldursson 17.10.2007
Flokkað undir: ( Útvarp )

Viðbrögð


Kári - 17/10/07 09:11 #

Þeir segja að skyggni erfist, ég veit að geðsjúkdómar erfast, skyggni gáfa er snert af geðtruflun.


Kristján Hrannar Pálsson - 17/10/07 10:00 #

Enn og aftur vakna hjá mér ýmsar spurningar sem ég hefði viljað skjóta á Magnús Skarphéðinsson. Í þættinum hamrar hann á því að aðalsannarnirnar fyrir draugum séu atburðir á borð við hurða- og skápaskelli, undarleg hljóð á næstu hæðum (hvers vegna alltaf næstu hæðum?), blikkandi ljósaperur og fleira í þeim dúr.

Ef einhver efahyggjumaður gæfi upp öndina og gæti sem framliðinn einstaklingur hreyft "jarðneska" hluti á borð við ofangreind atriði, hvers vegna nýtir hann sér það ekki og sannar draugatilvist sína í einu og öllu? Gæfi ég upp öndina einhvern daginn og uppgötvaði þessa getu mína myndi ég glaður sækja um að koma fram í Kastljósi og skrifa skilaboð á pappír eða birtast ljósum logum fyrir áhorfendur og ganga gegnum veggi og annað slíkt. Hvers vegna vilja allir draugar hræða fólk með því að skella hurðum og sturta niður klósettum? Nennir það ekki að sanna tilvist sína nema til hálfs? Eru þetta einu skilaboðin sem það hefur til eftirlifandi ættingja að hræða vitandi úr þeim líftóruna?


Magnús - 17/10/07 10:24 #

"Hún fylgist með þér... já... hún segir að þú mættir nú vera duglegri að vaska upp. Já, haha. Já, það er mikil hlýja. Já. Ertu sáttur við mig?"


FellowRanger - 17/10/07 14:03 #

Ruglaða lið sem hringi. Kona sem blandaði draugum við tilfinningar, kona sem vildi losna við Margréti Sverrisdóttur og krakki með skrópusýki. Þessir þættir eru allt of snemma.


Þorsteinn Ásgrímsson - 18/10/07 10:22 #

Tek undir orð Kristjáns. Það ætti ekki að vera erfitt fyrir framliðna efahygjumenn að sanna tilvist sína ef þeir vildu.

Aðeins fyrir utan efnið svo. Eftir að þið settuð upp nýja útlitið þá hvarf sá möguleiki að geta skoðað flokkana (var í headernum). Væruð þið ekki til í að redda þessu einhvern vegin svo auðveldara væri að leita í gömlum færslum hjá ykkur.


ArnarG - 18/10/07 11:30 #

Mér fannst merkilegt að Magnús skuli enn halda því fram að grjóthrúgan (Mýrdalssandi ef ég man rétt) sé draugur. Þrátt fyrir að búið sé að komast að hinu sanna, að þetta sé í raun grjóthrúga. Tek annars ofan fyrir Birgi að missa sig ekki gagnvart því fólki sem hringir inn í þáttinn, með einstaklega heimskulegar athugasemdir.


Margrét St. Hafsteinsdóttir - 18/10/07 20:35 #

Hafa ekki flestar rannsóknir um "dulræn málefni" gengið út á það að reyna að afsanna tilvist einhvers yfirskilvitlegs?

Mér finnst miklu eðlilegra að það væri rannsakað almennilega hvers vegna sumir sjá og skynja eitthvað sem aðrir gera ekki og þá auðvitað á vísindalegan hátt. Það gengur ekkert að fá niðurstöður í þannig mál ef það er bara glutrast eitthvað í málunum og einstaka atvik tekið fyrir af handahófi.

Það er ekki hægt að komast fram hjá því að mjög margir telja sig hafa upplifað eða séð eitthvað mjög dularfullt og kannski óútskýranlegt. Það er þó ekki bundið við einhverja "lúsera" eins og einhverjir eru að halda fram.

Ímyndunaraflið getur hlaupið með fólk í gönur og jafnvel fólk upplifað ýmislegt myndrænt sem það telur vera yfirskilvitlegt en veit það ekki að þar er þeirra eigin hugur að verki. Þetta segir okkur að það þarf að rannsaka þessa hluti á annan hátt en hefur verið gert og koma með niðurstöður sem fær fólk til að skilja sjálft sig betur og mannshugann yfirleitt.

Það er líka til fólk sem sér framliðið fólk og getur gefið nákvæmar lýsingar á því, þannig að aðrir kannist við. Hvort allt þetta fólk er að ljúga eða búa til finnst mér hálf klént að halda fram.

Það þarf einfaldlega að læra að skilgreina og aðgreina upplifanir og skynjanir fólks og sjá hvað kallar þær fram, og hvort hugsanlega, mögulega, sé til eitthvað annað í alheiminum sem aðrir skynja en aðrir ekki.

Við vitum ekki allt, er það nokkuð?


Haukur Ísleifsson - 19/10/07 18:07 #

Var einhverntíman þáttur 2 ef svo er hvar er hægt að finna hann.


Sigrún H. - 05/11/07 23:33 #

Heyr heyr Margrét :) Við getum ekki hugsanlega vitað allt. Og hvernig gætum við í raun sannað eitthvað almennilega ef við erum föst á öðrum helmingi málsins? (Sama hver hann nú er.) Eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér (mögulega ótengt þessu máli): Getur maður í raun treyst vísindalegum sönnunum til hins ýtrasta þar sem vísindin bæta því alltaf við í smáu letri að ef aðrar upplýsingar berast getur svarið gjörbreyst? En þrátt fyrir það eru nú sannanir eða afsannanir ósköp þægilegar. Allt eftir því hvar maður stendur.


FellowRanger - 05/11/07 23:48 #

Þú þarft að skilja að það er ekki til neitt sem heitir "vísindalegar sannanir", aðeins staðfestar kenningar. Ef ný breyta kemur í málið getur útkoman gerbreyst.

Hins vegar, ef vísindin koma með eitthvað nýtt sem vegur á móti því sem Bábiljan segir, er gert allt til að blása því í burtu.


Jon Arnar Magnusson - 08/01/09 17:34 #

Hvað er munurinn á dauða hins vegar og líf annars vegar?

Getur líf verið fyrir utan hins efnilegs heims og þá í hvernig formi?

Er möguleiki á því líf geta ferðast í gegnum tómarúm eins og ljósið?

Eitthvað sem væri gott að rannsaka.

Hvað er líf?

Þetta eru pælingar sem ég hef verið að velta fyrir mér lengi. Ef þið vitið um einhvern stað þar sem ég get lesið mig til um þetta endilega látið mig vita.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 08/01/09 19:33 #

Líf er illskilgreinanlegt hugtak sem ber mjög mismunandi merkingu eftir atvikum. En það er ekkert óefnislegt við það, og aldrei hefur fundist neitt sem gæti talist líf án efnis.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 08/01/09 22:26 #

Jón Arnar, þú getur lesið þér til um þetta í líffræðibókum - fyrir lengra komna.

Þú getur auðvitað líka flett þessu upp á netinu og skoðað til dæmis "abiogenesis" - sem fjallar um það hvernig líf verður til úr lífvana efni. Við þær pælingar ættirðu að geta fundið skilgreiningu á lífi sem þú sættir þig við... og þá geturðu svarað spurningu þinni.


Óttar - 10/01/09 21:11 #

Hann segir að börn geta lýst smáatriðum hjá draugum. Fatnaði og þess háttar. Mér er spurn, deyr fatnaður líka og verður það að draugi. Eða eiga ekki allir draugar að vera í sparifötum sem þeir eru jarðaðir í.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 10/01/09 22:03 #

Þú verður að leita álits hjá helsta sérfræðing í þessum málum á Íslandi hið snarasta. En það ætti að vera téður Magnús Skarphéðinsson.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.