Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Er guð skeggjaður karl?

Mynd af Jesú stíga upp til himins

Nýlega var minnst á Vantrú á Útvarpi Sögu1. Eins og vanalega þá voru þáttastjórnendurnir ekki jákvæðir í garð Vantrúar. Í þetta skiptið sagði Markús Þórhallsson að við létum eins og prestar ríkiskirkjunnar tali um "síðskeggjaðan gráhærðan karl sem stjórnar þessu öllu" í kirkjum landsins.

Markús misskilur

Til að byrja með er rangt að við höfum einhverjar svakalegar ranghugmyndir um trú presta. Við vitum alveg að þeir eru ekki allir algerir "bókstafstrúarmenn". Sem dæmi höfum við birt greinar þar sem við fjöllum um “frjálslynda” trú þeirra á krúttguð og afneitun þeirra á helvíti.

Við fylgjumst afskaplega vel með því hvað prestar segja og vitum því nokkurn veginn hvað þeir boða.

Guð presta er karl!

En er skrípamynd Markúsar svo langt frá raunveruleikanum? Er guðinn sem prestar boða "síðskeggjaður gráhærður karl sem stjórnar þessu öllu"?

Markús myndi vafalaust ekki mótmæla því að það sé sanngjarnt að nota fermingarkver kirkjunnar sem dæmi um það sem prestar boða. Í þeim er boðað að Jesús sé guð. Jesús var svo karl. Kverin boða einnig líkamlega upprisu Jesú. Þannig að guð er samkvæmt þeim núna í líkama karls.

Hvort hann sé síðskeggjaður eða gráhærður fylgir ekki sögunni.

Jesús á líka að vera almáttugur, en sá eiginleiki er oft skilgreindur niður í ekki neitt.

Prestar boða því trú á guð sem mjög máttugur karl með ótilgreindan hárvöxt og hárlit. Það er svo annað mál hvort að prestarnir trúi því sem þeir boða.


[1] Hér er upptaka af ummælunum um Vantrú, úr þessum þætti:

Hjalti Rúnar Ómarsson 29.01.2016
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 29/02/16 04:36 #

Á altaristöflunum í kirkjum landsins er Jesús sýndur sem alskeggjaður maður. Og þær myndir eru af honum fyrir 2000 árum. Það er ekki úr vegi að hugsa sér að hann sé aðeins farinn að grána eftir allan þennan tíma.

Svo segja prestarnir að guð hafi skapað okkur í sinni mynd. Ef við erum í mynd guðs þá lítur hann væntanlega út eins og manneskja og er manneskja (homo sapiens prímati). Það sannar líka mannsmynd Jesú, eftir að guð frjóvgaði Maríu. Ekki eignaðist hún eittnhvert hybrid af manneskju og annars konar veru, heldur bara manneskju.

En að öllu gamni slepptu, þá vitum við vel að hugmyndir manna um guð(i) kveða á um andlega veru og almáttuga, einhvers konar fyrirbæris sem er ofar okkar skilningi. Að saka okkur um að gera prestum upp gráskeggjaðan karl er strámaður, nógu vitlausar eru hugmyndir þeirra um allsráðandi andaveru samt.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?