Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Konur, biskup og Biblían

Mynd af Agnesi biskup

Í ræðu sem Agnes Sigurðardóttir, biskup ríkiskirkjunnar, flutti á 17. júní barst tal hennar að stöðu kvenna. Þar sagði hún meðal annars:

Á þar síðustu öld var uppi kona ein í Bandaríkjunum, Elísabet Cady Stanton að nafni. Hún hafði brennandi áhuga á því að rétta hlut þeirra sem minna máttu sín og eitt af því sem hún tók sér fyrir hendur var að endurskoða Biblíuna út frá sjónarmiðum kvenna. Biblían hefur svo mikil áhrif, sagði hún, að hún mun alltaf móta afstöðu fólks. Við verðum þess vegna að gæta að því hvað hún segir í raun og veru um konur. (feitletrun höfundar)

Biblían ætti að hafa sem minnst áhrif á afstöðu fólks þegar kemur að jafnréttismálum og kvenréttindum. Til að rekja í stuttu máli hvað Nýja testamentið segir um konur þá má nefna eftirfarandi:

  • Í 1. Kor 11:3 kemur fram að maðurinn sé höfuð konunnar.

  • Í 1. Kor 11:7-9 kemur fram að karlmenn séu ímynd og vegsemd Guðs, en konur vegsemd mannsins. Maðurinn er ekki af konunni kominn heldur konan af manninum, og hún sköpuð vegna hans.

  • Í 1. Kor 14:33-35 kemur fram að konur eigi að vera undirgefnar og þegja á safnaðarsamkomum eins og lögmálið segir. Ef þær vilja fræðast eiga þær að spyrja menn sína heima.

  • Í Efesus 5:21-24 kemur fram að konur eigi að vera eiginmönnum sínum undirgefnar eins og það væri Drottinn, því maðurinn er höfuð konunnar. Konur eiga að vera undirgefnar mönnum sínum í öllu.

  • Í 1. Tím 2:11-15 kemur fram að konan eigi að læra í kyrrþey, í allri undirgefni. Konur mega ekki kenna eða taka sér vald yfir manni sínum. Því að Adam var fyrst myndaður, síðan Eva. Adam lét ekki tælast, heldur lét konan tælast og gjörðist brotleg. En þar sem konan er nauðsynleg til að búa til börn, þá getur hún orðið hólpin, uppfylli hún viss skilyrði.

  • í Títusi 2:3-5 kemur fram að konur eigi að vera undirgefnar mönnum sínum.

  • Samkvæmt 1. Tím 3:2 í Nýja testamentinu virðist ekki gert ráð fyrir því að kona geti verið biskup. Í Gamla testamentinu má svo finna mikinn fjölda versa sem fjalla mætti um í þessu samhengi.

  • Í 10. boðorðinu eru konur taldar vera eignir (1. Mós 20:17), konur sem eignast syni eru andlega óhreinar í 7. daga, en þær sem eignast dætur eru óhreinar í 14 daga (3. Mós 12:1-7), konur eiga að giftast manni sem nauðgar þeim (3. Mós 21:11-14).

Svona mætti lengi telja áfram. Það er í þágu réttinda kvenna að gefa innihaldi Biblíunnar sem minnsta vigt. Agnes Sigurðardóttir biskup mætti átta sig á því. Allar konur mættu átta sig á því.


Upprunaleg mynd frá Þjóðkirkjunni og birt samkvæmt cc-leyfi

Sjá nánar:

Ritstjórn 19.06.2015
Flokkað undir: ( Biblían , Kristindómurinn , Messurýni )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.