Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Afsögn páfa

pafinn.jpg Í vikunni bárust ţćr fréttir ađ Benedikt XVI páfi ćtlađi ađ segja af sér. Ţetta kom talsvert á óvart enda ţarf ađ fara ein sexhundruđ ár aftur í tímann til ţess ađ finna fordćmi fyrir afsögn páfa, dauđinn er yfirleitt ţađ sem kallar á páfaskipti. Ţessi óvćntu tíđindi kölluđu eđlilega á miklar vangaveltur um hver vćri raunveruleg ástćđa fyrir afsögninni ţví ađ margir virtust ekki taka orđ Benedikts um heilsufarsástćđur vegna aldurs alvarlega.

Hitt og ţetta var týnt til; alvarleg veikindi, fjármálamisferli, valdabarátta innan Vatikansins og yfirvofandi upplýsingar um barnaníđ. Ţađ segir sitt um stöđu Vatikansins ađ allar ţessar ástćđur hljóma líklegar, ekki hvađ síst sú síđasta enda hefur áđur komiđ fram ađ ţegar Benedikt hét bara Joseph Ratzinger ţá hylmdi hann yfir međ barnaníđingum.

Eins og viđ var ađ búast syrgir Vantrú ekki afsögn Benedikts og ummćli Christopher Hitchens ţar sem hann greindi frá ţví ađ hann nyti alltaf tímans frá ţví ađ páfi fćri frá og nýr kćmi í stađinn komu óneitanlega upp í hugann:

...there’s quite a long interval until the Conclave can meet and for the whole time – that whole interval, there’s a delicious, lucid interlude – there isn’t anyone on Earth who claims to be infallible.

Benedikt XIV var bođberi fornaldarlegra og ómanneskjulegra viđhorfa, eins og reyndar ađrir forverar hans á páfastóli. Hann barđist gegn rétti samkynhneigđra til hjónabands og sagđi ţá hreinlega brjóta gegn kjarna ţess ađ vera mennskur međ ţví ađ elska fólk af sama kyni. Hann sagđi Helförina hafa átt sér stađ vegna trúleysi nasisma. Og jafnvel ţegar hann sýndi einhvern vott af raunveruleikaskyni međ ţví ađ benda á ađ stundum gćtu smokkar komiđ í veg fyrir kynsjúkdóma var Vatikaniđ, sem hann var í forsvari fyrir, fljótt ađ benda á ađ orđ hans breyttu litlu um stefnu Vatikansins varđandi smokkanotkun, stefnu sem hefur gert ţeim sem berjast gegn útbreiđslu alnćmis erfitt fyrir.

Ţađ er líklega til lítils ađ vona ađ afsögn Benedikts XVI hafi ţau áhrif á Vatikaniđ fćrist nćr nútímanum í skođunum. Nćsti páfi verđur nćr örugglega eins og sá fráfarandi: Óskeikull bođberi Guđs og slćmra gilda sem hefur oftar rangt fyrir sér en rétt.

Ritstjórn 19.02.2013
Flokkađ undir: ( Kaţólskan , Siđferđi og trú )

Viđbrögđ

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.