Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Kaþólskir barnaperrar og Ratzinger páfi

Ratzinger

New York Times greindi frá því á dögunum að nú séu loksins komin fram gögn sem sýna ótvírætt það sem menn hefur lengi grunað. Nefnilega að yfirmaður rannsóknarréttar kaþólsku kirkjunnar, kardínálinn Joseph Ratzinger, hafi árum saman hylmt yfir með barnanauðgurum.

Bréfaskriftir milli Erkibiskupa í Wisconsin og rannsóknarréttarins, m.a. til Ratzingers sjálfs persónulega, sýna ótvírætt að hann vissi af máli Lawrence Murphy. En Murphy var kaþólskur prestur sem sagður er hafa nauðgað upp undir 200 drengjum á nokkurra áratuga tímabili. Stór hluti þeirra er heyrnarlaus, en Murphy vann lengi við heyrnleysingjaskóla en var þó fluttur nokkrum sinnum til í starfi eftir því sem nýjar ásakanir bárust á hendur honum. Skjölin voru gerð opinber vegna málsóknar sem nokkur fórnarlamba Murphys hafa höfðað.

Á meðal skjalanna er bréf sem Murphy sendi Ratzinger sjálfum árið 1998 þar sem hann biður um að fá að lifa út sína daga með reisn, enda orðinn gamall og hrumur. Nokkru seinna var leynilegum kirkjuréttarhöldum yfir Murphy aflýst. Þegar Murphy lést, seinna sama ár, hafði hann ekki enn verið sviptur hempunni, jafnvel þó ekki færri en þrír biskupar í Wisconsin hafi tilkynnt athæfi hans til Páfagarðs.

Gögnin sýna, svo ekki verður um villst, að kirkjunnar menn létu ímynd kirkjunnar útávið ganga fyrir velferð ótaldra barna í þessu máli og að það viðhorf hafi náð allt til æðsta yfirmanns rannsóknarréttarins, kardínálans Josephs Ratzinger. Meðal skjalanna er fundargerð fundar þar sem einkaritari Ratzingers brýnir fyrir bandaríska biskupnum sem kærði Murphy að Páfagarður leggist gegn réttarhöldum og mælist eindregið til þess að Murphy verði einungis látinn sækja ráðgjöf annars prests til að ná tökum á girndum sínum.

Í dag hefur Joseph Ratzinger breytt nafninu sínu í Benedikt XVI, af því að hann fékk nýja og merkilega vinnu. Og vegna þess hvaða starfi Ratzinger gegnir í dag þá lítur kaþólska kirkjan á fréttaflutning af þessu máli sem "auvirðilega árás á persónu hans". En nýja embættinu fylgir auðvitað sá eiginleiki að vera óskeikull.

Hvort Benedikt XVI sé óskeikull skal ósagt látið, en allt bendir nú til að Joseph Ratzinger sé sekur um að hylma yfir með stórfelldu barnaníði innan þeirrar stofnunar sem hann nú, undir nýja nafninu sínu, veitir forstöðu.


  • Þeir sem treysta sér til geta lesið málsgögnin, þar á meðal vitnisburði fórnarlamba Murphys, og bréfaskriftir bandarískra preláta við rannsóknarréttinn.
Baldvin Örn Einarsson 08.04.2010
Flokkað undir: ( Kaþólskan , Siðferði og trú )

Viðbrögð


Einar Einars - 08/04/10 14:03 #

Þetta er ótrúlegt.

Ég hreinlega skil ekki hvernig foreldrar þora að skilja börn sín eftir í umsjá svona aðila. Eftir allt sem komið er fram.

Maður á ekki orð.


Jóhann - 08/04/10 14:19 #

Ég þekki aðeins til í Póllandi, og þar hefur t.d. lögreglan tekið þátt í að hylma yfir barnaníðinga innan kirkjunnar, til að ,,vernda heiður hennar". Þetta er efni í heilan pistill, en ég læt þetta gott heita.


Rebekka - 08/04/10 16:06 #

Ég skil ekki hvernig heiðvirðir kaþólikkar haldast í kirkjunni eftir allt þetta. Ef þeir hafa snefil af kærleika í sér ættu þeir að segja sig úr kaþólsku kirkjunni á stundinni.


Trúleysingi - 08/04/10 21:20 #

Hræsni trúarinnar hefur margar birtingarmyndir. Morð, pyntingar, nauðganir, þjófnaður og annar ósómi eru þar á meðal. Það þarf bara að lesa sögu síðustu ára og alda því til staðfestingar. Þetta er allt skjalfest.


Innkaup - 08/04/10 23:20 #

Í huga Vantrúar á prestur ekki að vera mannlegur og ekki brjóta af sér. Því að prestar eiga ekki vera mannlegir í huga Vantrúar líðs

Í huga Vantrúar á lögreglumaður í frí alltaf að aka á löglegum hraða því að í huga Vantrúar líðs má hann ekki vera mannlegur því hann er lögreglumaður

Í huga Vantrúar líðs má læknir ekki reykja því hann er læknir og á að vita betur um skaðsemi reykinga má því ekki í huga Vantrúar líðs ekki vera mannlegur því að hann er læknir

Allt siðferði og réttlæti er í molum í heiminum í dag. Af þessu fjötrast fólkið og festir sig sjálft með böndum ranglætisins sem því er ógerningur að losa af sér. Böndin eru svo vel falin að menn sjá þau ekki og vita oft ekki af hvað þá meira og það er vera mannlegur. En ekki hjá Vantrúar líðs sem ekki einu sinni skilja sýn eigin verk frá öðrum því að Vantrúar líður veit ekki hvað mannlegt er


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 08/04/10 23:25 #

Er það að nauðga hundruðum barna bara hluti þess að vera mannlegur? Er það að hylma yfir með einhverjum sem nauðgar hundruðum barna bara mannlegt?

Eru þessir glæpir sambærilegir við það að aka örlítið yfir hámarskshraða eða reykja?

Mér hreinlega býður við svona "röksemdafærslu".

"Innkaup", þetta er hreint út sagt viðurstyggilegt komment hjá þér.


Ásgeir (meðlimur í Vantrú) - 08/04/10 23:32 #

Reyndar finnst mér að lögreglumaður í fríi eigi alltaf að aka á löglegum hraða...

Annars er ég sammála Bigga.


Innkaup - 08/04/10 23:36 #

Nei kæri Baldvin

Það er viðurstyggilegt að Vantrúar líður beini bara spjótum sýnum að einum hóp vegna þess að hann á vera fullkominn. Vantrúar líður á líta á sinn innri mann og tala svo. Hugsa áður en talað er

Vantrú er viðurstyggilegt vegna þess

En ég sammála því samt að þessir glæpir eru viðbjóður en hann ekki að festa við starf glæpamannsins þá er verið ásaka þá sem saklausir eru og það eru Vantrúar líður að gera og eru því viðurstyggilegir kæri Baldvin


Arnar M - 08/04/10 23:39 #

G. Bush setti lög sem banna að Páfinn verði kærður fyrir þetta.

http://www.youtube.com/watch?v=2e3XXB9LmrI Penn & Teller - Bullshit - Vatican

Kominn tími að minnsta ríki heims með sinn eigin banka verði fyrir almennilega rannsókn.


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 08/04/10 23:42 #

en hann ekki að festa við starf glæpamannsins þá er verið ásaka þá sem saklausir eru og það eru Vantrúar líður að gera og eru því viðurstyggilegir kæri Baldvin

Hvern er verið að ásaka hér saklausan?

Þú talar tóma steypu.


innkaup - 08/04/10 23:49 #

Kæri Baldvin

Það er talað um eina stétt og hún ásökuð um viðurstyggilega glæp. Það eru saklausir í þessari stétt en hún samt líka ásökuð

Það að Vantrúar líður brita þessa grein er tóm steypa

Ef ráðist er á eina stétt er þetta eingöngu tímaspursmál hvenær ráðist verður á næstu að hálfu Vantrúar líðs kæri Baldvin


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 08/04/10 23:53 #

Hér er talað um staðfest dæmi. Ekki er minnst einu orði á að hægt sé að alhæfa yfir alla presta, enda væri það fjarstæða.

Það er því helber vitleysa að prestastéttin í heild sé ásökuð um eitt eða neitt.

Þú talar tóma þvælu.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 08/04/10 23:55 #

Það er talað um eina stétt og hún ásökuð um viðurstyggilega glæp. Það eru saklausir í þessari stétt en hún samt líka ásökuð

Innkaup, þú ert einfaldlega að bulla. Við erum ekki að ásaka alla meðlimi einhverrar stéttar um viðurstyggilega glæpi. Nema auðvitað að "fólk sem hylmir yfir barnaníðingum" sé stétt.


Innkaup - 09/04/10 00:00 #

Lestu svörin við þessari grein og kæri Baldvin

Mundu: Hugsa áður en talað er svo að tóm þvæla komi ekki


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 09/04/10 00:16 #

Ég held að þú ættir sjálf/ur að lesa svörin. Og fara að eigin ráðleggingum.

Ég sé engar fullyrðingar eða alhæfingar um neina stétt þar. En þó svo væri, þá ber Vantrú enga ábyrgð á því sem fólk utan úr bæ segir hér í athugasemdum.

Í greininni er ekki að finna neinar alhæfingar og ég stend við það sem þar stendur. Þú getur sjálf/ur lesið skjölin sem til umfjöllunar eru með því að fylgja hlekknum neðst í greininni.

Dæmdu bara sjálf/ur.

Frekari innihaldslausar upphrópanir frá þér verða færðar á spjallið.


Viddi - 09/04/10 08:38 #

Það er ekki Vantrú sem segir presta og páfa fullkomna, það eru þeir samkvæmt kenningum kirkjunnar (ekki samt allra kirkna).

Páfinn á óskeikull að heita, umboðsmaður guðlegs valds á jörðu. Hann heldur því fram að hann sé yfir aðra menn hafinn og ætti því að sýna siðferði samkvæmt því, sem hann augljóslega gerir ekki.

Prestar þá valdið frá biskupum sínum og guði, þeir segjast hafa í gegnum trú sína öðlast æðri siðferðilega visku, og vinna við það að breiða það út að þeir viti betur en flestir og þeirra ráðum ætti að fylgja. Fjölmörg dæmi sýna fram á það að margir prestar vita ekki betur en næsti maður um siðferðileg mál og virðist það alveg ljóst að siðferðileg vitneskja er ekki bundinn við trú eða starfstétt.


Helgi Briem (meðlimur í Vantrú) - 09/04/10 09:43 #

Burtséð frá meintum óskeikulleika kirkjunnar þjóna sem enginn heldur fram nema þeir sjálfir þá snýst málið fyrst og fremst um yfirhylmingu stofnunarinnar.

Barnaníð "virðist" vera algengara meðal kaþólskra presta en gera mætti ráð fyrir af tilviljun. Ekki er augljóst í hvora áttina orsakasamhengið liggur, að fólk með hneigðir til barna leiti í "skírlífisstarf" í þeirri von að bæla niður hvatir sínar eða á hinn bóginn, að þvingað skírlífi valdi því að kynhneigðin leiti útrásar þar sem hún getur. Mér þykir hið seinna líklegra en veit svo sem ekkert um það.

Alveg án tillits til þessa er augljóst að kaþólska kirkjan sem stofnun hefur markvisst framið þann glæp að hylma yfir með barnaníðingum innan sinna raða og stofna fjölda barna í stórfellda hættu með því að ítrekað að færa níðpresta milli sókna, leyna verkum þeirra og koma í veg fyrir lögsókn og fangelsisvist.


Sigurlaug - 09/04/10 12:03 #

Þessi athyglisverða frétt er á mbl.is

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2010/04/09/flod_abendinga_um_barnanidinga/

Fréttir um þetta má finna á vefmiðli Verdens Gang (vg.no)


Rebekka - 09/04/10 12:49 #

Eins og Viddi segir, þá er það kaþólska kirkjan sem skilgreinir páfann sem óskeikulan umboðsmann guðs. Kaþólska kirkjan hefur í aldaraðir predikað "gott siðferði", kærleika, guðsótta og dyggðugt líferni, en um leið hylmt yfir með barnanauðgurum á kostnað fórnarlambanna. Er það "bara mannlegt"?

Ekkert afsakar hegðun þessara presta. Ekkert.


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 09/04/10 23:58 #

Nú er komið fram annað bréf sem Ratzinger sendi biskupi í Kaliforníu varðandi annað svipað mál sýnir að hann tafði það mál í nokkur ár áður en níðingspresturinn, Stephen Kiesle, var sviptur hempunni. Í bréfinu, sem hann undirritaði sjálfur, sagði hann að þó að frávísun Kiesle væri "ákaflega mikilvæg" þyrfti hann meiri tíma til að ákveða sig vegna þess að hafa bæri í huga "hagsmuni kirkjunnar í heild", sem og "þau neikvæðu áhrif sem málið kynni að hafa á samfélag trúaðra".

Þegar Ratzinger skrifaði bréfið, árið 1985, hafði hann verið með þetta mál í skoðun í fjögur ár. Það var ekki fyrr en 2 árum seinna sem Kiesle var loksins sviptur hempunni. Allan þann tíma sem málið var til meðferðar í páfagarði hélt presturinn áfram að starfa með börnum.

Þess má geta að árið 1978 var Kiesle dæmdur í 3 ára skilorðsbundið fangelsi eftir að hann játaði að hafa misnotað tvo unga drengi.

Kiesle var sviptur hempunni árið 1987. Ekki liggur fyrir hvort Ratzinger hafi komið að þeirri ákvörðun.


gimbi - 10/04/10 00:46 #

Eðlilegast er að skoða þetta hörmulega mál út frá kynhneigð:

  • Þeir menn sem níðast á drengjum eru samkvæmt skilgreiningu samkynhneigðir.
  • Þeir menn sem níðast á stúlkum eru gagnkynhneigðir.
  • Þeir menn sem níðast á báðum kynjum barna eru tvíkynhneigðir.
  • Allir eru þeir barnaníðingar.

Kynhneigð mótast einkum með kynþroska, sem og þeirri reynslu sem viðkomandi verður fyrir á því mótunarskeiði.

Þar sem þessi mál sem koma upp innan kaþólsku kirkjunnar varða fyrstnefnda flokkinn, er ástæða til að spyrja hvort eitthvað það fyrirkomulag sé til staðar innan hennar, sem laðar að menn sem hneigjast til barnaníðs.

Því er auðsvarað.

Kaþólska kirjan er karlaveldi þar sem ungir drengir eru látnir þjónusta klerkana.

Þegar karlmenn sem girnast unga drengi leita sér að vettvangi til þess að fullnægja girnd sinni, þá er eðlilegt að þeir horfi til stofnana þar sem drengir eru fjölmennir, og ekki er verra ef drengjaníðingarnir komast í valdastöðu gagnvart fórnarlömbum sínum.

Þess vegna laðast ungir karlmenn með mótaða drengjagirnd í öryggi kaþólsku kirkjunnar. Þeir gætu vart hugsað sér heppilegri veiðilendur. Þeir fá m.a.s. borgað fyrir vikið!

Þess vegna kemur skírlífi ekkert barnaníði kaþólikka við.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 10/04/10 01:28 #

Ég held reyndar að þetta tengist að hluta til amk. kröfunni um skírlífi, sbr. http://valgardur.blog.is/blog/valgardur/entry/1039377/.

Þeir sem ekki hafa áhuga á "hefðbundnu" fjölskyldulífi eru líklegri til að líta á það sem minni fórn að stofna ekki fjölskyldu. Auðvitað ekki eini þátturinn, en mér finnst amk. ekki ósennilegt að þetta sé eitt atriðið á vogarskálinni...


gimbi - 10/04/10 01:43 #

Hugmyndin um að skírlífi verði með einhverjum hætti til þess að menn taki að níðast á drengjum, felur í sér að e.k. uppsöfnun á ófullnægðri kynhvöt, verði til þess að annars granvarir menn fari að taka drengi í rassinn.

Það er vitaskuld furðuleg skýring. Þessir sömu klerkar geta þá:

  1. Rúnkað sér.
  2. Leitað til vændiskvenna.
  3. Orðið sér út um hjákonu.

Það að þeir girnast unga drengi segir í fyrsta lagi að þeir eru samkynhneigðir. Í öðru lagi að þeir eru á góðum veiðilendum.

Rakhnífur Ockhams.


gimbi - 10/04/10 01:45 #

grandvarir*


jogus (meðlimur í Vantrú) - 10/04/10 10:44 #

Í þessari færslu Psychology Today er talað um að það séu ekki tengsl milli samkynhneigðar og barnagirndar, en líkur leiddar að því að þetta snúist meira um "veiðilendur", þ.e.a.s. að karlmenn sem girnast börn eiga auðveldar með að koma sér í vinnu með drengjum og konur sem girnast börn auðveldar með að koma sér í vinnu með telpum.


G2 - 10/04/10 12:30 #

@ gimbi

Barnanauðganir koma kynhneigð EKKERT við. Þær eru ofbeldi, rétt eins og aðrar líkamsmeiðingar.


Kristín Kristjánsdóttir (meðlimur í Vantrú) - 10/04/10 12:59 #

Eðli svona stofnunnar afhjúpast aldrei betur en þegar á reynir af alvöru.

Viðbrögð kirkjunnar síendurtekið við þessum málum afhjúpa á áþreifanlegan máta tilgang hennar. Tilgangur hennar er að viðhalda sjálfri sér en ekki að mæta þörfum fylgjendanna.

Nýlega heyrði ég af íslensku embætti þar sem sömu hugsanavillu er beitt. Starfsmaður embættisins gaf þá skýringu fyrir því að taka ekki á þeim málum sem því bar, að það myndi lama embættið vegna vinnunnar sem fylgdi því, en það þurfti að vera frjálst frá þeirri vinnu til að hafa svigrúm til að vera viðbúið til að taka á þeim málum sem kæmu upp!

Og viðkomandi gerði þar með það tiltekna embætti að eintómum brandara og sjálfan sig aðeins að áskrifanda að laununum.

Stofnun sem verður mikilvægari í sjálfu sér heldur en málefnin sem hún er sköpuð til að taka á verður aldrei annað en algjört viðrini. Og á aðeins skilið virðingu í samræmi við það.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 10/04/10 15:17 #

"gimbi" ég veit ekki hvort svarinu er beint til mín, en ég er alls ekki að halda því fram að skírlífi leiði til misnotkunar á börnum, það er fráleitt...


gimbi - 10/04/10 18:02 #

Ég get alveg fallist á, eins og segir í greininni sem jogus benti á, að nauðgun sé fyrst og fremst ofbeldisglæpur. Eða eins og femínistar hafa árettað; einkum ofbeldi manna sem nota kynfæri sín sem vopn. Sé það sú skilgreing sem best lýsir verknaðinum þá skiptir hvorki samkynhneigð né gagnkynhneigð máli.

Fjarri mér að ætla að ala á einhverri hommafóbíu.

Hins vegar hefur oft borið við að skírlífsheiti kaþólskra er sagt vera orsök þess drengjaníðs sem á sér stað innan veggja kaþólsku kirkjunnar. Það þykir mér illa ígrunduð afstaða og var aðallega að árétta það.

Síðan má öllum vera ljóst að miðað við umfang slíkra mála þá hefur kaþólska kirkjan gjörsamlega brugðist yfirlýstu hlutverki sínu.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 10/04/10 19:40 #

Punkturinn er að krafan um skírlifi gæti hugsanlega í einhverjum tilfellum síður fælt þá frá sem hafa verið mjög áberandi í umræðunni....


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 11/04/10 10:57 #

Dawkins og Hitchens vilja láta handtaka páfa.


Jóhann - 11/04/10 20:04 #

Ég held að kaþólska kirkjan sé á barmi þess að riða til falls, líkt og Rómarveldi forðum daga. Þetta er spurning um ár eða áratugi. Í nútímasamfélagi virðist þessi stofnun ekki ná til fólks. Kannski finna þeir einhverja í Þróunarlöndunum til heilaþvo. Ég held að það sé tæpast hægt í Evrópu, kannski eftirvill með landsbyggðarfólks og týpna eins Tony Blair.


gimbi - 12/04/10 00:01 #

Þetta: "Dawkins og Hitchens vilja láta handtaka páfa." er náttúrulega ekkert annað en tilefni í nýjan pistil.

Ég vona svo sannarlega að þeim gangi vel.


Sigurlaug - 13/04/10 14:14 #

Þetta er allt hommunum að kenna! Það segir Tarcisio Bertone kardínáli a.m.k.

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2010/04/13/segir_samkynhneigd_orsok_barnanids/

Blindir menn að skjóta sig í fótinn trekk í trekk?


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 15/04/10 08:12 #

Mæli með þessari frétt og að menn hugleiði muninn á heilbrigðu siðgæði og kristilegu/kirkjulegu siðgæði.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 23/04/10 09:36 #

Nú er þetta allt frímúrurum að kenna.

Kólumbíski kardinálinn Dario Castrillon lýsti því t.d. yfir í gær að hann myndi aldrei iðrast þess að hafa stutt franskan biskup sem neitaði að reka prest sem sakaður var um barnaníð og segir Frímúrara standa fyrir ófrægingarherferð gegn kaþólsku kirkjunni. „Ég er ekki hræddur við að segja að í sumum tilfellum hafa óvinir kirkjunnar innan Frímúrarareglunnar sameinast gegn okkur. Það er skömm að því að fífl af þessu tagi skuli standa fyrir svona ofsóknum," hefur AFP eftir Castrillon.

Erkibiskupinn í Líma í Perú, Juan Luis Cipriani, hefur einnig gert að umtalsefni að kirkjan sé fórnarlamb í málinu. „Þetta eru verk djöfulsins, jafnvel þótt það kæti blaðamenn," segir Cipriani, sem er einnig háttsettur meðlimur í Opus Dei reglunni. Biskuparáðið í S-Ameríku sakaði í síðasta mánuði fjölmiðla um að ýta undir „falskan" og „illgjarnan" rógburð um viðbrögð Benedikts páfa á sínum tíma þegar hann þurfti að taka á barnaníði í prestastéttinni.


Snorri - 27/04/10 23:25 #

Kemur manni ekki á óvart svo sem. Þarf ekki annað en að horfa á mynd á honum, einsog þessa. Hverskonar bros er þetta? Gefur alltaf í skyn á myndunum sem nást á honum einsog hann hafi eitthvað illt mjöl í pokahorninu

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.