Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Dylgjur biskups

Prestastrollan

Karl Sigurbjörnsson flutti síðustu páskaprédikun sína í dag. Í henni má finna sama gamla jarmið um meint mikilvægi kristninnar og þvaður um það hvað siðferðisvitund þjóðarinnar væri ömurleg ef ekki fyrir gömlu góðu ríkistrúna. En biskup lét ekki staðar numið í sínum fabúleringum því hann hafði meðal annars þetta að segja:

[...]þrátt fyrir andróðurinn og svívirðingarnar sem [fermingarbörnin] þurfa nú einatt að þola frá umhverfinu.

Hvaða andróður og svívirðingar er biskupinn að tala um? Er það virkilega svo að fermingarbörn ríkiskirkjunnar verði fyrir ofsóknum og þurfi að þola svívirðingar? Við erum að tala um stóran meirihluta barna í hverjum árgangi. Getur verið að þetta sé satt hjá biskup? Auðvitað ekki. Hér er um að ræða áróðursbragð frá biskup og almannatengslafólki hans.

Kæra fjölmiðlafólk, lærið af reynslunni. Ekki falla fyrir ódýrum áróðri biskupsstofu. Gangið á biskup á látið hann útskýra orð sín, biðjið hann um að segja beint út hvað hann er að tala um. Það er alvarlegt mál ef börn á Íslandi verða fyrir svívirðingum.

Ritstjórn 08.04.2012
Flokkað undir: ( Kristindómurinn , Vísun )

Viðbrögð


frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 08/04/12 18:53 #

Hr. Karl vill vorkunn sem minnihluti á sama tíma og hann vill halda í öll völd sem meirihluti. Þessi ræða hans var vonandi síðasti naglinn í líkkistu hans hræðilega ferils. Hann fer ekki með friði og kærleik heldur með blöðrusprengingum og hanaati.


Kristján (meðlimur vantrú) - 08/04/12 23:28 #

Hann er svo aumkunarverður að mig verkjar! Vildi að greyið myndi finna sér flottan spin-doctor bara vegna þess að það er lítið sport í að gagnrýna einhvern jafn kjánalegan.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 09/04/12 00:17 #

Ætli það hafi ekki verið töluvert erfiðara gegnum tíðina að skera sig úr hópnum og sleppa því að fermast kirkjulega?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 09/04/12 00:37 #

Kannski biskup sé að meina þetta. Þetta er frá árinu 2004 og eru einu skrifin sem ég hef séð þar sem hægt er að tala um að fermingarbörn séu undir einhverskonar gagnrýni.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 09/04/12 00:42 #

Best ad láta hér fylgja svar við gagnrýni á nefnda grein. Lesið það áður en þið hellið ykkur yfir mig (aftur).


Matti (meðlimur í Vantrú) - 11/04/12 08:25 #

Í Morgunblaðinu í dag:

Biskup segir fermingarbörn verða fyrir aðkasti

"Ég hef fyrir mér dæmi um það að fermingarbörn hafi orðið fyrir aðkasti og áróðri. Þetta hef ég heyrt bæði frá prestum og fjölskyldum fermingarbarna. Ég undrast það í rauninni að þrátt fyrir þetta haldi þau og fjölskyldur þeirra tryggð við þessa hefð," segir Karl Sigurbjörnsson, biskup, þegar hann er spurður út í ummæli í páskaprédikun sinni í Dómkirkjunni.
"Enn eru flest ung börn borin til skírnar [...] þrátt fyrir andróðurinn og svívirðingarnar sem þau þurfa nú einatt að þola frá umhverfinu," sagði Karl í prédikun sinni á páskadag.

Hann segist ekki vilja nefna ákveðin dæmi um þetta aðkast en það komi bæði úr nær- og fjærumhverfi barnanna.

"Það er svona verið að gera lítið úr einlægni þeirra og jafnvel verið að ásaka þau um hræsni og annað slíkt. Þetta kannast margir við," segir Karl.

Þá segir hann töluvert þungur róður hafi verið gegn kirkju og kristni úr ýmsum áttum víða í samfélaginu.

"Þessi áróður gegn trú, sið og trúarhefðum er ekkert séríslenskt. Þetta hefur verið mjög áberandi í okkar heimshluta," segir hann.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.