Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Nýr formađur - sama röddin

Ný stjórn hefur tekiđ til starfa í Vantrú. Í annađ skipti í sögu félagsins gerist ţađ ađ enginn stofnmeđlimur situr í stjórn. Ţađ sýnir ađ félagiđ er ađ stćkka og fjölbreytni međal félagsmanna ađ aukast. Konur eru í meirihluta í stjórn í fyrsta skipti. Ţví ber ađ fagna en ţó fyrst og fremst vegna ţess ađ ţćr konur sem tekiđ hafa sćti í stjórn eru öflugir fulltrúar stefnu og markmiđa félagsins.

Sjálfur hef ég ekki veriđ lengi í Vantrú, gekk í félagiđ á haustmánuđum 2010. Á ţeim tíma hef ég lagt mig fram um ađ vera virkur í starfi félagsins og látiđ í mér heyra um ţau mál sem ţađ, og mig, varđa.

Starf Vantrúar er ólíkt starfi flestra annarra félaga. Ég hef ágćta reynslu af félagsstörfum, t.d. úr ungliđapólitík, en hef aldrei starfađ í jafn lýđrćđislegu félagi. Hún er lífseig og leiđinleg mýtan um ađ Vantrú sé ofurselt duttlungum stofnmeđlima og jafnvel bara eins ţeirra. Ţetta er auđvitađ innantómur kjaftavađall fólks sem ţolir ekki Vantrú og ţráir ađ koma höggi á félagiđ.

Vettvangur Vantrúar er fyrst og fremst á netinu. Á vefritinu koma skođanir félagsmanna og stefna félagsins fram og í umrćđum viđ greinar og á opnum hluta spjallborđsins fara fram rökrćđur ţar sem allir geta tekiđ ţátt sem hafa tök á ţví ađ hlýta ansi rúmum reglum um lágmarkskurteisi og málefnalegheit. Innra starf félagsins fer ekki fram međ fundum í raunheimum heldur fyrst og fremst á afmörkuđu og lokuđu spjallsvćđi félagsmanna. Ţar ráđa međlimir ráđum sínum, skipuleggja sig og rćđa allt á milli himins og jarđar. Enginn stjórnar fundi, allir félagsmenn geta lagt sitt til málanna viđ umrćđur sem eru í gangi eđa stofnađ nýjar. Spjallsvćđiđ er eins og sambland af félagsfundi og kaffistofuspjalli.

Ţetta hefur sumum reynst erfitt ađ skilja. Ţeir sem eru of ferkantađir í hugsun til ađ geta ímyndađ sér annađ skipulag á félagi en gamaldags félags- og stjórnarfundi í raunheimum finna ţví allt til foráttu ađ félagar í Vantrú hreinlega rćđi saman og taki sameiginlegar ákvarđanir í málum. Ţađ er jafnvel tekiđ sem dćmi um illsku og slćgđ félagsmanna. Ţetta er auđvitađ fráleitur málflutningur. Eru kannski allar ákvarđanir sem teknar eru međ samráđi međlima í félögum sprottnar af illum hvötum? Er einrćđisvald fárra stjórnarmeđlima hiđ eina eđlilega fyrirkomulag? Eiga ákvarđanir ađ vera teknar í reykfylltum bakherbergjum?

Tilkoma nýrrar stjórnar og nýs formanns mun ekki breyta eđli Vantrúar. Vissulega hvílir ábyrgđ á stjórn félagsins en áfram verđa allar ákvarđanir teknar eftir ađ félagsmenn rćđa ţćr og komast ađ niđurstöđu.

Ţrátt fyrir ađ vera ekki stórt er Vantrú öflugt félag. Sú stađreynd ađ varđmenn ofvaxins ríkisstyrkts trúfélags, sem veđur í peningum og teygir anga sína út um allt stjórnkerfi landsins, líta á Vantrú sem einn af höfuđandstćđingum sínum ber félagsmönnum góđa sögu.

Vantrú mun halda áfram ađ valda ríkiskirkjunni, kuklurum, svikamiđlum, snákaolíusölumönnum og öđrum sem nýta sér hindurvitni og gerfivísindi sem valda- og fjáröflunartól, vandrćđum og veita ţeim ađhald. Ţađ er mikilvćgasta hlutverk félagsins.

Egill Óskarsson 29.02.2012
Flokkađ undir: ( Leiđari , Tilkynning )

Viđbrögđ


JohannV - 29/02/12 12:19 #

Mr President :DEr kannski bara ég en hló smávegis ţegar ég las ađ stelpur vćru í meirihluta ( Egill er stelpa :P )


Hjörtur Brynjarsson (međlimur í Vantrú) - 29/02/12 15:04 #

Sense; your comment makes none!

Annars er nýja stjórnin svona samssett:

Egill Óskarsson - formađur
Kristín Kristjánsdóttir - varaformađur
Berglind Freyja Búadóttir - gjaldkeri
Rebekka Búadóttir - ritari
Ţórđur Ingvarsson - ritstjóri


Jórunn Sörensen - 29/02/12 20:24 #

Til hamingju, Egill!


Jón Ferdínand - 29/02/12 21:17 #

Congratz, dear leader!(Bows in admiration);)


Einar (međlimur í Vantrú) - 02/03/12 13:13 #

Besta mál. Til hamingju međ ţetta öll.


EgillO (međlimur í Vantrú) - 04/03/12 03:42 #

Ég ţakka!

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.