Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Sælir eru prestar

Prestastrollan

DV upplýsti nýlega um tekjur þeirra starfsmanna ríkisins sem starfa hjá Þjóðkirkjunni. Í fundargerð Prestafélags Íslands frá því í fyrra kom fram að prestum þætti laun biskupsins vera óeðlilega lág. Æðsti biskup ríkiskirkjunnar er með "rúmlega 970 þúsund krónur á mánuði".

DV fann nokkra ríkiskirkjupresta sem eru með yfir 900 þúsund króna mánaðarlaun. Samkvæmt blaðinu þá hafa prestar "flestir hverjir mánaðarlaun á bilinu 500 þúsund til 700 þúsund krónur."

Í nýlegri fundargerð Prestafélags Íslands(.pdf) kemur fram að prestum finnst það afskaplega mikilvægt að hækka grunnlaun presta.

Alveg óháð þeirri hræsni að þessir klerkar telji sig vera fylgjendur manns sem dásamaði fátækt, þá finnst okkur í Vantrú skammarlegt að íslenska ríkið skuli halda úti hálaunastétt manna í vinnu hjá ríkiskirkjunni á grundvelli hundrað ára vafasams samnings.

Við hvetjum allt fólk sem blöskrar þetta að skrá sig úr ríkiskirkjunni.

Ritstjórn 28.07.2011
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú , Vísun )

Viðbrögð


Eiríkur - 28/07/11 13:16 #

"...þeim sem hefur, mun gefið verða, og frá þeim sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það, sem hann ætlar sig hafa" sagði nú einhver


Þröstur Hrafnkelsson - 28/07/11 13:30 #

Hvar í nýlegri fundargerð prestafélagsins stendur að þeir telji það mikilvægt að hækka grunnlaunin? Ég sé það ekki í fljótu bragði....


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 28/07/11 13:33 #

Þá var stuttlega rætt um kjaramál stéttarinnar og talað um að leggja þyrfti á það áherslu að hækka grunnlaun presta, hefði það mikilvæga þýðingu þegar kæmi að eftirlaunum.


G. - 28/07/11 14:12 #

Fróðlegt að bera saman laun presta annars vegar og háskólakennara hins vegar. Ætli lektor sé ekki með svona 350 þúsund á mánuði, dósent með um 430 þúsund og prófessor um 500 þúsund? Mig grunar að það sé ekki fjarri lagi. Og gleymum ekki hvað það tekur mikla menntun, mikla vinnu og langan tíma að komast í prófessorsstöðu.


Einar - 28/07/11 14:46 #

Verulega subbulegt að þessir guðsmenn telji prest jobbið (köllunin?) eigi að vera hálaunastarf.

..sorglegt eitthvað. En er við öðru að búast?


Ása Margrét - 28/07/11 18:29 #

Hvað með félagsráðgjafa.... á kaffistofuni í vinnuni í dag var einmitt verið að ræða um laun presta og þá kom sú ástæða þessara launa að þeir væru nú undir miklu álagi þar sem þeir koma að alverlegum og erviðum vandamálum einstaklinga..... félagsráðgjafar gegna nefninlega einmitt því starfi líka en samt sem áður fá þeir mikið lægri laun......


Bubbi Morthens - 29/07/11 11:27 #

Hvað Bull er þetta hjá vantrú eru þið orðin öfgasamtök.?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 29/07/11 13:06 #

Hvaða öfgar ertu eiginlega að tala um Bubbi?


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 29/07/11 14:35 #

Hvar er verið að bulla?

Og hvaða dæmi eru um öfgar?

PS. mér finnst reyndar ótrúlegt að Bubbi sjálfur skrifi svona athugasemdir - fullyrðingar út í loftið án rökstuðnings eða dæma - getur verið að þetta komi frá einhverjum sem hefur tekið upp á að skrifa í hans nafni??


Jón K - 29/07/11 15:05 #

Það hefur komið fram að tveir af hæðstu prestunum gleymdu að skila framtali og fengu þar af leiðandi áætlað all rosalega. Bjarni K og Svavar A


Halldór L. - 29/07/11 15:10 #

Afhverju geta kennarar, á öllum skólastigum, ekki verið með svona laun? Þeir bera ábyrgð á líðan, öryggi og menntun fjölda barna.


Andri - 03/08/11 11:45 #

Þó ég sé alveg sammála að laun biskups eru mikið meira en nóg fyrir einn einstakling þá hef ég samt margt við þetta að athuga.

Ég veit, og þið vitið, að starf margra presta er ekki hið dæmigerða 9-5 starf. Þeir geta jafnvel þurft að vakna um miðja nótt og fara í útköll, vinna alla sunnudaga, vinna um jólin og páskana. Sumir segja eflaust að þeir séu í fríi alla hina dagana, en það held ég að sé nú ekki rétt. Þó það sé eflaust misjafnt eftir prestum hversu mikið þeir vinna.

Hitt sem ég set athugasemd við er sá misskilningur margra að Jesús hafi dásámað fátækt. Ég man ekki eftir því. Hann dásamaði hins vegar gjafmildi og það er ekki hægt að gefa mikið nema maður eigi mikið. Reyndar er líka talað um það á mörgum stöðum í Biblíunni að Jahve hafi blessað fólk með fjármunum og ýmsu öðru.

Ég veit ekki hvað biskupinn eða prestar landsins gera við peningana sína, en ég veit hins vegar að ekki allir sem vilja kauphækkun ætla að nota hana í sjálfan sig. Sumir vilja kauphækkun af því þeir vilja geta gefið öðrum meira. Kannski sumir prestanna, maður veit aldrei...


Sigurlaug Hauksdóttir - 03/08/11 13:22 #

"Ekki hið dæmigerða 9-5 starf".. jahá! Hvað þá með lækna, hjúkrunarfræðinga, dýralækna, lögregluþjóna, slökkviliðsmenn, bændur, sjómenn og svo mætti lengi telja.


GH (meðlimur í Vantrú) - 03/08/11 13:47 #

Ég veit ekki hvað biskupinn eða prestar landsins gera við peningana sína, en ég veit hins vegar að ekki allir sem vilja kauphækkun ætla að nota hana í sjálfan sig. Sumir vilja kauphækkun af því þeir vilja geta gefið öðrum meira. Kannski sumir prestanna, maður veit aldrei..

Já einmitt - prestar og biskup vilja hærri laun til þess að geta gefið meira.

(Nei Nei.. þetta er fyrir vin minn sko. Þetta er ekki fyrir mig heldur vin minn... ég meina frænda vinar míns!)


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 03/08/11 14:03 #

Hitt sem ég set athugasemd við er sá misskilningur margra að Jesús hafi dásámað fátækt. Ég man ekki eftir því.

Sælir eru fátækir? Talið um úlfaldann og nálaraugað? Skipunin um að menn ættu að selja allar eigur sínar og gefa fátækum peninginn?


Trausti - 03/08/11 21:05 #

Auk þess þá veit ég ekki betur en að hjálparsveitarmenn þurfi að vera til taks allan sólarhringinn. Fá þeir borgað 700þúsund á mánuði fyrir það?

Nei, þeir gera það af hugsjón.

En prestar eru þeir í vinnu eða er þetta köllun? Ef þeir virkilega tryðu því sem þeir predikuðu þá hefði maður haldið að launin væru aukaatriði. Að þeir myndu gera þetta launalaust ef því væri að skipta.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.