Það vakti dálitla athygli þegar ríkiskirkjupresturinn og Ómega-sjónvarpsstjarnan séra María Ágústsdóttir lét eftirfarandi speki út úr sér árið 2007:
Án elskunnar til Guðs er erfitt að koma fram við fólk af kærleika.#
Að launum hlaut séra María aðdáun flestra kollega sinna, a.m.k. voru þeir ekki margir sem andmæltu fullyrðingunni.
Séra Gunnar Kristjánsson hefur ákveðið að leggja til atlögu við Ágústínusarverðlaunin í ár og hér er framlag hans til umræðunnar um siðferði og trú:
Aðeins með trúnni á upprisuna getum við sýnt þá góðvild sem hefur engan tilgang nema sjálfa sig. #
Hér er vert að spyrja spurninga. Fyrst hljótum við að velta því fyrir okkur hvort hægt sé að sýna góðvild sem hefur engan tilgang nema sjálfa sig. Ef svo, skiptir það máli? Hver er munurinn á einstakling sem fremur góðverk einungis góðverkanna vegna eða þeim sem fremur góðverk vegna þess að hann fær kikk út úr því?
Einnig er áhugavert að skoða nálarauga Gunnars sem virðist frekar þröngt. Ekki dugar að vera skráður í ríkiskirkjuna eða annað kristið trúfélag, ekki er nóg að segjast kristinn. að trúa því að Jesús hafi verið sonur sjálfs síns er ófullnægjandi. Það er ekki heldur nóg að trúa því að hann hafi verið getinn af konu sem aldrei stundaði samfarir. Nei, fólk verður að trúa því að Jesús hafi steindrepist á krossinum, legið dáinn í helli, lifnað við á þriðja degi og ráfað um jörðina í fimmtíu daga ásamt öðrum uppvakningum. Það og ekkert annað dugar til að fólk geti sýnt þá góðvild sem hefur engan tilgang nema sjálfa sig og er því miklu betri en öll önnur góðvild.
Eru ríkiskirkjuprestar eins og séra Gunnar Kristjánsson og séra María Ágústsdóttir ekki full uppteknir af eigin ágæti? Hafa þeir virkilega efni á því?
Ríkiskirkjuprestar mega rembast við að eigna sér hina einu sönnu góðvild. Ég legg til að við hin, sem erum ekki jafn sannfærð um að okkar lífsskoðanir séu eina leiðin til að gera "alvöru" góðverk, stressum okkur ekki á því hvort góðu verkin séu framkvæmd einungis þeirra vegna og reynum að framkvæma slík reglulega. Just do it eins og markaðsmennirnir segja.
Hleraði samtal frá biskupsstofu áðan (eins og alþjóð veit hlera ég samskipti flestra trúmanna á Íslandi). Þar útskýrði einn ríkiskirkjumaður þetta ágætlega þegar sannkristin húsmóðir í vesturbænum (eða séra Örn Bárður) hringdi og leitaði ráða útaf þessari litu grein minni.
Sko, góðverkin okkar eru miklu betri en góðverk annarra vegna þess að góðverkin okkar eru góðverk í sjálfu sér en ekki góðverk vegna einhverra hvata. Við erum ekki bara góð heldur góð góð. Ef við tryðum því ekki að Jesús hefði gerst afturganga í fimmtíu daga værum við bara góð - sem væri glatað.
Svona fordómar eru furðulega algengir og sjást regulega í dagblöðunum og merkilega oft í messum sem útvarpað er í útvarpi allra landsmanna. Það versta er að við í Vantrú erum næstum því hætt að nenna að bregðast við, því eins og þú segir, það er hrikalega ofstækisfullt að svara fyrri sig :-)
Til fjandans með það,ég er þá bara ofstækisfullur og herskár umburðarlyndisfasisti eins og ríkiskirkjuprestarnir segja.
Svo montar þetta fólk sig af þvertrúarlegu samtali og umburðarlyndi fyrir öðrum lífsskoðunum, hvetur til samræðu og ég veit ekki hvað. Hvenær ætlar það þá að svara málflutningi okkar og taka þátt?
Eftir áralanga baráttu við að kynna sjónarmið trúleysingja, í bland við trúargagnrýni, hélt maður að eitthvað væri farið að þokast, en þegar maður áttar sig á að engin breyting hefur orðið í þessum forheimskuðu höfðum er hætt við að maður spyrji sig um heiðarleika klerkanna.
Til fjandans með það,ég er þá bara ofstækisfullur og herskár umburðarlyndisfasisti eins og ríkiskirkjuprestarnir segja.
Já, það góða við þetta er að manni hleypur kannski kapp í kinn og kemst aftur í gang við greinaskrif.
Það er ekki ofmælt að segja að ef kirkjunni hefur tekist eitthvað framúrskarandi vel þá er það þetta: Að sannfæra fólk um að trúfólk sé alltaf betra innrætt en trúlausir. Það er absalút hlutverk Vantrúar að koma því inn í umræðuna að trúgirni er hið versta mál. Beinlínis hættulegt ef út í það er farið.
Það er eiginlega bara næstum krúttlegt hversu sjálfhverfir, móðgandi og illgjarnir þessir þöngulhausar eru... alveg óafvitandi.
Kemur mér nokkuð á óvart að Gunnar segi þetta því ólíkt Maríu á hann að tilheyra frjálslynda armi kirkjunnar. Hann setti t.a.m. ofan í við mig fyrir nokkrum árum þegar ég gerði lítið úr frjálslyndri guðfræði í útvarpsviðtali.
Talandi um góðvild og kærleika þá er nú að lesa nýútkomna bók A.C. Grayling, "The Good Book: a Secular (Humanist í USA) Bible. Bókin saman stendur af yfir þúsund textum eftir mörg hundruð höfunda. Hún bræðir saman margt af því besta sem austrænir og vestrænir hugsuðir hafa í gegnum árþúsundin skrifað um hvernig á að lifa góðu og síðlegu lífi án vísunar í guð eða guði. Mæli eindregið með henni.
Mér dettur nú í hug Ghandi:
"If it weren't for Christians, I'd be a Christian"
og svo
"..it takes religion to make good people do bad things" (Dawkins?)
Þannig að dæmið virkar líklegast í báðar áttir. Verður maður líka að trúa á upprisuna til að brenna fólk á báli?
En mér finnst þetta afskaplega langsótt sýra hjá síra Gunnari.
Getur verið að séra Gunnar sé ekki bara að tala um þess konar upprisu sem lýst er í pistlinum hér að ofan? Mér sýnist a.m.k. við fyrstu sýn að hugmynd hans um upprisu hafi mun breiðari skírskotun en svo að einungis kristnir geti tileinkað sér þessa "góðvild sem hefur engan tilgang nema sjálfa sig."
Það er alls ekki útilokað.
Þetta var þó sagt í samhengi við krossfestinguna
Frá Betaníu er skammt til Golgata sem þokast æ nær í atburðum sögunnar, tveimur sólarhringum síðar hangir Jesús á krossinum. Stund og staður leiða hugann að þeim harmsögulegu atburðum sem voru yfirvofandi og loftið er þrungið af.
...
Á þessari stundu og á þessum stað er Jesús í hlutverki hins þurfandi. Hann er skotspónn og fórnarlamb andlegra og veraldlegra yfirvalda – og nafnlauss múgsins sem bíður þess að horfa á hann tekinn af lífi og taka þátt í grimmd heimsins sem áhorfandi álengdar, í skjóli rökkursins sem leggst yfir Golgata skömmu síðar.Eyðingin hefur ekki síðasta orðið, grimmdin ekki heldur, sá einn getur trúað á eilífðina sem trúir á eilífð ástarinnar. Með þannig hugmyndir um hið góða í huga getum við trúað á upprisuna.
Akkúrat. Orðræðan og tilvísunarramminn eru kristin, en mér finnst síðasta efnisgreinin sem þú vitnar til einmitt mjög almennt orðuð. Hún vísar út fyrir söguna. Þess vegna sýnist mér Gunnar einmitt opna upprisuhugtakið upp á gátt og útiloka engan.
Ef við leggjum okkur fram um að túlka orð hans jákvætt útilokar Gunnar a.m.k. þá sem trúa ekki á "eilífð ástarinnar"!
Kann að vera - ef þú vilt endilega finna einhvern til að útiloka. Hvað sem því líður þá sýnist mér hann a.m.k. að vera að tala fyrir tiltölulega húmanísku hugarfari sem mismunar a.m.k. ekki eftir trúarbrögðum, en það er punkturinn í pistlinum þínum, ekki satt?
Mér þykir sú túlkun langsóttari en mín.
Ég er svo ósköp lítið að tala um "mismunun" í rauninni. Ég er frekar að benda á þessa kjánalegu hugmynd um að einhverjir reyni að eigna sér fyrirbæri eins og "góðvild sem hefur engan tilgang nema sjálfan sig".
Ok, hefði átt að orða þetta öðruvísi. Mismunun er ekki rétta orðið - var að reyna orða þá hugmynd að hann væri að tala um hugarfar sem leiðir til góðvildar óháð lífsskoðunum. Og ég er sammála þér - það er fráleitt það séu einhverjir færari í góðvild en aðrir. En það hlýtur að mega ræða og hvetja til þess konar hugarfars - það er því miður ekki á hverju strái. Prédikunarstóll er ekki verri staður til þess finnst mér, svo lengi sem menn reyna ekki að slá eign sinni á það.
hljómar eins og saumaklúbbur hjá desperate housewifes þessi rök og ummæli ykkar með fullri virðingu fyrir ykkur var með áhuga á þessu en shit bara biturleiki og væl..
Takk fyrir innleggið "toggi". Það væri þó gagnlegra ef þú myndir tjá þig efnislega um það sem hér fer fram. Athugasemd þín er hvorki áhugaverð né gagnleg.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 18/04/11 14:53 #
Það yrði eitthvað sagt ef jafn djúpstæðir fordómar og þarna birtast í garð trúleysingja myndu vera viðraðir um einhverja aðra hópa, t.d. svertingja, samkynhneigða eða konur.
Og ef maður situr ekki þegjandi undir svona tali, heldur (Ji minn eini!) skrifar greinar, þá dynur söngurinn um öfgar og ofstæki.
Við eigum víst bara að halda kjafti og leyfa þessum viðhorfum að grassera.