Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Fyrirsjáanlegar klisjur og valdastrúktúr Vantrúar

Þessir gaurar

Eftir að hafa verið í rúm sjö ár í þessu veseni þá er margt ákaflega fyrirsjáanlegt. Það er til dæmis óhugsandi að það líði mánuður án þess að einhver lýsi því yfir að trúleysi sé bara trú - sama hve oft og hve vel það er hrakið. Svipað dæmi er um meinta leiðtogadýrkun í félaginu.

Fyrstu árin var James Randi okkar óskeikuli leiðtogi sem við sóttum okkar kenningar til. Síðan gerðist það að Richard Dawkins kom til landsins og varð líka frægari á heimsvísu og þá breyttist mantran sem andstæðingar okkar kyrjuðu. "Dawkins er ykkar trúarleiðtogi" og álíka línur heyrðust þá. Í fyrra kom síðan James Randi í heimsókn til landsins og, viti menn, ýmsir hafa í kjölfarið endurlífgað kenninguna um hann sem foringja okkar og kenningasmið. Geisp.

Ef við hefðum fengið Christopher Hitchens í heimsókn þá væri hann væntanlega búinn að taka við af einfeldningnum sem muna bara nafnið á einum frægum trúleysingja í einu. Þetta er í raun keimlíkt flökkusögum. Ég man að þegar Marilyn Manson varð fyrst frægur þá byrjaði ég að heyra nákvæmlega sömu sögur af honum og ég hafði áður heyrt um Alice Cooper og Ozzy Osbourne.

Okkur er líka gert upp sú árátta að vera blindir fylgjendur leiðtoga innan félagsins. Þegar við byrjuðum var Birgir Baldurs költleiðtoginn sem við hin fylgdum. Síðan varð Matti formaður og meira áberandi utan félagsins líka og þið getið giskað hverjum við vorum þá að fylgja í blindni. Geisp.

Kannski er hægt að upplýsa þá óupplýstu um hlið á Vantrú sem fæstir sjá. Félagið er nefnilega í grunninn með frekar anarkískt skipulag. Við erum með stjórn en hún er mest í afgreiðslu á aðildarumsóknum, að sjá um peningahliðina og ritstjórn vefritsins. Flestar ákvarðanir eru teknar við umræður hjá félagsmönnum. Þar kemur anarkíið inn.

Ég áttaði mig á þessu þegar ég las bók eftir Sigga Pönk sem heitir Beinar aðgerðir og borgaraleg óhlýðni. Þar lýsir Siggi hvernig anarkistahópar taka ákvarðanir og það er keimlíkt því sem er stundað innan Vantrúar. Við höfum nefnilega alltaf reynt að ná samhljómi um allar aðgerðir en ekki meirihluta (þetta er bundið í lög félagins). Það hefur jafnvel komið upp sú staða að við höfum hætt við að gera eitthvað af því að lítill minnihluti var á móti því. Enginn samhljómur - engin aðgerð.

Besta dæmið um þetta var einfaldlega þegar var ákveðið að Vantrú myndi ekki standa fyrir "Svarthöfðagjörningnum" svokallaða. Það sem skipti þar mestu máli var að einn félagsmaður, sem fæstir utan okkar hóps myndi þekkja, var mjög ákveðinn á móti þessu. Þáverandi formaður sá einfaldlega að það myndi ekki nást samhljómur um málið og gaf eftir. Nokkrir ákváðu hins vegar að standa fyrir þessu án aðkomu félagsins og þannig varð til epískt meistaraverk sem milljónir hafa séð á YouTube. Sjálfur hef ég þó komist á þá skoðun að þessi ákveðni andstæðingur hafi að mestu leyti haft rétt fyrir sér miðað við viðbrögðin sem komu þegar var upplýst að þarna hefðu verið á ferð félagsmenn úr Vantrú.

Löngu áður en þingmönnum VG var líkt við ósmalanlega ketti þá lýsti Richard Dawkins trúleysingjum á þann hátt og sem fyrr hafði óskeikull leiðtogi okkar rétt fyrir sér (vegna fyrirsjáanleika viðbragða húmorsleysingja þá er rétt að taka fram að þetta með óskeikula leiðtogann er brandari). Vantrúarseggir eru voðalega óþægilegir fyrir þá sem vilja gerast leiðtogar þeirra. Efahyggjuröddin í höfðinu er alltaf til leiðinda og það er til fyrirmyndar.

Óli Gneisti Sóleyjarson 25.02.2011
Flokkað undir: ( Hugvekja , Vantrú )

Viðbrögð


Halldór L. - 25/02/11 10:39 #

Sumir geta einfaldlega ekki hugsað sér að félag geti starfað eða manneskja haft skoðun án þess að yfirboðari sé þar á ferð og ráði öllu.

Margur heldur mig sig.


BjornG - 25/02/11 14:49 #

Hehe hef heyrt þetta svo oft ''atheism is a religion!'' gef sjálfum mér alltaf stóran facepalm við þessu. eins og einn youtube notandi sagði ''if atheism is a religion then not collecting stamps is a hobby'' Veit að það er hægt að skrá sig í Vantrú eins og hvert annað trúfélag þó ég hef ekki gert það, en ég fylgist samt náið með ykkur og Íslendskir trúleysingar virðast standa sig ágætlega móti sveim þeirra sem hafa gagnrýni og spurningar.


Elsa - 25/02/11 17:55 #

''if atheism is a religion then not collecting stamps is a hobby'' - Flott svar! Ætla að nota þetta næst. ;o)

það er ótrúlegt hve margir setja = milli Anarchy og chaos. Það er alveg hægt að taka ákvarðanir án þess að þurfa að vaða yfir minnihlutann.


Hjörtur Brynjarsson - 26/02/11 18:20 #

Mér finnst enn betra að nota: Ef trúleysi er trú þá er skalli háralitur.


Björn I - 27/02/11 18:27 #

Ég seivaði nú myndina upp á seinni tíma að gera.

Mynd þessi er nú frekar pínleg og sýnir ágætlega leiðtogadýrkun vantrúar sem leiðtogarnir þó afneita reglulega, á sama hátt og öldungar Votta Jehóva gera.

En hví snúast vantrúarpistlar um þessar undir um að afneita leiðtogadýrkun á sama tíma og örvitinn fjallar um slíkt hið sama?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 27/02/11 18:45 #

Mynd þessi er nú frekar pínleg og sýnir ágætlega leiðtogadýrkun vantrúar sem leiðtogarnir þó afneita reglulega, á sama hátt og öldungar Votta Jehóva gera

Þessi mynd er stæling á glæru Bjarna Randvers.

En hví snúast vantrúarpistlar um þessar undir um að afneita leiðtogadýrkun á sama tíma og örvitinn fjallar um slíkt hið sama?

Hvað í ósköpunum áttu við Björn? Ertu að segja að fyrst ég hafi bloggað um eitthvað þessu tengt (en þó fyrst og fremst undarlega þráhyggju þína) megi Óli Gneisti ekki gera það skrifa um málið?

Þarftu ekki að gera eitthvað í þessari þráhyggju þinni gagnvart mér? Ég verð að játa að ég hef ekki hugmynd um af hverju þú ert svona upptekinn af mér og svona í nöp við mig.


Björn I - 27/02/11 19:05 #

Ég er að benda á þá augljósu staðreynd að Óli Gneisti skrifar hér um þín hugðarefni, enda þú hans leiðtogi.

Það að þú þurfir að tala um mína "þráhyggju" í ad hominem stíl, bendir til þess að ég hafi einfaldlega rétt fyrir mér.

Ég hef grandskoðað költ og veit alveg hvernig slíkir söfnuðir vinna. Eins og staðan er í dag er Vantrú Költ og þú ert leiðtoginn Matti.

"Þráhyggja" mín gagnvart þér, er nú ekki merkilegri en "þráhyggja" þín gagnvart prestum þjóðkirkunnar.


Björn I - 27/02/11 19:14 #

Og hver er þessi Einar sem kommentar hjá þér á bloggsíðu þinni? Er það einn af þessum gáfumennum sem leggur í mikla rannsóknarvinnu eða einn aðf þeim sem fylgir þér í blindni?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 27/02/11 19:45 #

Ég er að benda á þá augljósu staðreynd að Óli Gneisti skrifar hér um þín hugðarefni, enda þú hans leiðtogi.

Þú svarar semsagt greininni með því að itreka klisjuna. Það er aldeilis gáfulegt.

Eins og staðan er í dag er Vantrú Költ og þú ert leiðtoginn Matti

Já einmitt :-) Af hverju er ég leiðtoginn? Vegna þess að ég er duglegur að tjá mig hér eða á blogginu mínu?

"Þráhyggja" mín gagnvart þér, er nú ekki merkilegri en "þráhyggja" þín gagnvart prestum þjóðkirkunnar

Þá er þráhyggja þín gagnvart mér ansi merkileg því prestar ríkiskirkjunnar skipta mig nokkru máli. Þeir hafa t.d. stundað trúboð í leik- og grunnskólum barna minna og flytja reglulega prédikanir þar sem þeir segja að ég sé siðlaus.

Í alvöru Björn, þú átt eitthvað bágt.

Er það einn af þessum gáfumennum sem leggur í mikla rannsóknarvinnu eða einn aðf þeim sem fylgir þér í blindni?

Það fylgir mér enginn - hvað þá í blindni (nema kannski dætur mínar stundum, en ég reyni þó að ala þær upp í gagnrýninni hugsun). Fólk hlustar á það sem ég segi, tekur mark á sumu, andmælir öðru. Stundum er tekið undir skoðanir mínar, oft ekki.

Það er staðreynd.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 27/02/11 20:10 #

Björn: Ég held að niðurstöður þínar um Matta séu helst tengdar því að þú fórst í fýlu við hann, og mig reyndar líka, vegna gagnrýni á Borgarahreyfinguna sem þú varst í framboði fyrir.


Einar - 28/02/11 18:01 #

Ertu 5 ára Björn? eða bara svona vitlaus greyið mitt :)


Björn H. - 28/02/11 19:19 #

Það er hið besta mál að prestar og kirkjunarmenn heimsæki skóla reglulega. Það vantar nefnilega meiri ást og kærleik í skólakerfið okkar. Margir prestar og biskupar eru ástríkir og geta veitt börnunum okkar guðlegan innblástur sem á eftir að skila betri einstaklingum út í lífið.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 28/02/11 19:23 #

Athugið að Björn H. er ekki Björn I. sem kommentar á undan.

Þetta er frekar slöpp tilraun til að trollast Kryppubjörn.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 28/02/11 23:00 #

Einar: Við skulum halda þessu málefnalegu. Ekkert meira svona.


Anonymous - 01/03/11 10:27 #

Ég hefði nú samt ekkert á móti því að geta skráð mig í trúleysisfélag í staðinn fyrir trúfélag

Það er soldið slappt að þurfa að velja á milli þess að borga tíundinn til kirkju eða til Háskólans, rétt einsog það sé verið að rukka mann fyrir að tilheyra ekki trúfélagi.

Frekar væri ég til í að borga tíund í trúleysi en trú, láta peninginn fara í árlega barbíkjúveislu í heiðmörkinni heldur en í messuvín og hempur.

Eina vandamálið er það að þá mundi trúarsauðirnir eflaust saka okkur um að tilbiðja Randi, Dawkins og Svarthöfða sem heilaga þrenningu.


Pétur (meðlimur í Vantrú) - 01/03/11 11:45 #

Okkar "sóknargjöld" renna ekki lengur til háskólans, heldur beint til ríkisins. Þar með er í raun trúleysisskattur á Íslandi.


Einar - 01/03/11 14:39 #

Haukur: Ég reyni nú nú að vera málefnalegur í athugasemdum, nú eins og alltaf.

Það eru nú aðrir hér sem hafa sett inn athugasemdir, sem þyrftu meira á þessari tillögu þinni að halda en ég.


EEG - 03/03/11 08:52 #

Svolítið fyndið að lesa þegar vantrúuðum er gerð upp leiðtogadýrkun.

Öll félög á Íslandi eru skyldug til að hafa stjórn, sem skiptir með sér þeim verkum sem lögin kveða á um hverju sinni. Svona t.d. eins og kirkjur hafa sóknarnefndir. Sóknarnefndarmenn (og -konur) eru ærið misjafnar manneskjur til verka. Sumir hörkuduglegir, aðrir liðleskjur sem lítt verður úr verki - bara svona eins og gengur. Ég hef aldrei heyrt þess getið að sóknarnefndarmenn (eða -konur) sem mest hafi sig í frammi, hafi verið titlaðir leiðtogar - sama hver ábyrgð þeirra er hverju sinni.

Og ég fæ ekki séð að þið vantrúarfólk hafi valið ykkur neinn leiðtoga.

En mörgum virðist mikið í mun að velja einn slíkan fyrir ykkur. Og ástæðulaust að agnúast út í það - því þetta er eflaust vel meint. Þetta ,,blessaða" fólk, kann barasta ekki annað.


EEG - 03/03/11 12:27 #

Einkennileg árátta hvað trúuðum er umhugað um að redda vantrúuðu fólki leiðtoga. Þetta jaðrar við þráhyggju hjá sumum.

Mér finnst ykkar félagsskapur álíka skipulagður og leshringur og kann því bara ágætlega.


Kristján (meðlimur vantrú) - 04/03/11 02:09 #

Mér finnst þetta ansi fyndið! Nú er ég búinn að vera meðlimur vantrúar í hvað.. hálft ár eða eitthvað álíka, en ég hafði ekki hugmynd um að gefinn Matti hérna (sorry Matti, hef eflaust lesið skrif þín hérna á síðunni, er bara ferlega lélegur á nöfn) væri í einhverri leiðtogastöðu, hvort sem það væri sem formaður eða bara "athugasemda"leiðtogi. Ég hef lesið mér ýmislegt til um költ og hvernig þau ganga fyrir sig og ég get ekki séð hvernig Matti getur verið leiðtogi slíks söfnuðar. Ef svo er þá er það varla nema einhverra fáa hérna. Annars væri þó áhugavert að stúdera hvort net-költ-leiðtogar séu til og hvernig þeir fúnkera á netinu. Gæti einhver t.d. fengið hóp fólks fengið fólk til þess að fyrirfara sér í gegnum heimasíðu..? Er Gunnar í Krossinum (eða var hann réttara sagt) að frelsa fólk í gegnum netið? Getur hann fært anda gvuðs í lömbin sín í gegnum netið? Spurning, en ég meina ef Jesús gat breytt vatni í vín, af hverju ætti hann ekki að geta gert ýmislegt í gegnum netið?

Æji, sorry en þessi umræða öll hérna finnst mér frekar kjánaleg, þ.e. fyrir utan upprunalega grein og viðbrögð sem tengdist henni beint.

Flott hjá þér Óli Gneisti

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.