Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Nýja trúleysishreyfingin

Dawkins

Djákninn Halldór Elías Guðmundsson hélt tölu um "The New Atheist Movement" í námi sínu í Bandaríkjunum 2009. Fyrirlesturinn, sem er á ensku, birti hann á heimasíðu sinni iSpeculate. Þetta er ansi áhugavert innlegg í umræðuna um trúleysi á Íslandi. Hann ræðir aðeins um Helga Hóseasson og að sjálfsögðu um félagið Vantrú. Hann tekur fram að það gæti leynst hlutdrægni í málflutningi sínum sökum stöðu hans innan íslensku evangelísku-lúthersku kirkjudeildarinnar. Þrátt fyrir það er hún bara frekar sanngjörn og gerir þessu málefni fín skil. Þetta er allavega málflutningur sem sumir - nefnum engin nöfn - mættu allavega athuga með að taka til fyrirmyndar.

Ritstjórn 27.01.2011
Flokkað undir: ( Vantrú , Vísun )

Viðbrögð


Valtýr Kári - 28/01/11 12:26 #

Vá.

Þetta er bara hinn ágætasta lesning. Þessi Halldór er greinilega alltof vel gefin til að geta náð nokkrum frama innan kirkjunnar hér á landi.

Þetta er það viðhorf sem ætti að vera ráðandi hjá þjóðkirkjunni, ekki að vilja senda fólk á geðdeild fyrir það eitt að vera ósammála og færa fyrir því rök.


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 29/01/11 14:31 #

Þetta var ágæt lesning. Það er viss hughreysting í því að sjá svona sanngjarna umfjöllun frá manni sem er þó hinu megin borðsins.


Vigfús Pálsson - 29/01/11 23:19 #

Nú hef ég ekki ennþá lesið greinina eftir Halldór, en ég þekki hann persónulega og finnst mikið til hans koma. Nú sé ég að það er liðinn meir en 1 sólahringur síðan Valtýr Kári ritaði sitt innlegg. Ég er þess fullviss að forsvarsmenn Vantrúar hafa lesið seinni hluta síðari málsgreinar Valtýs Kára nú þegar.

Ég hef margoft lesið eftirfarandi orð neðanmáls á þessum vettvanti sem eru rituð svo... "Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum."

Rituð orð Valtýs Kára er einfaldlega ógeðsleg, en virðast vera fyllilega ásættanleg hjá forsvarsmönnum Vantrúar.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 29/01/11 23:28 #

Mér sýnist þú vera að misskilja eitthvað, Vigfús.

Valtýr Kári er að hæla Halldóri og segja að menn eigi að tala eins og hann í stað þess að bregðast við með því að vísa mönnum á geðdeild (eins og gerst hefur).


Valtýr Kári - 30/01/11 02:33 #

Ha?

... seinni hluti síðari málsgreinar ... Meinarðu "ekki að vilja senda fólk á geðdeild fyrir það eitt að vera ósammála og færa fyrir því rök."?

Ertu að segja að það eigi að vísa öllum sem eru ósammála prestum þjóðkirkjunnar á geðdeild, og að ég sé ógeðslegur að halda því fram að svo eigi ekki að vera? Ég er ekki að skilja þetta.

Og já, ég var að hæla Halldóri. Mér líkaði vel við skrif hans.


Einar - 30/01/11 11:23 #

Athyglisverð lesning. Óvenjuleg þó, úr þessari áttinni.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.