Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Aftur kristin arfleifð íslenskrar menningar?

Landslag

Grunnhyggni, kristni skóladrengurinn frá Höfðabóli hóf upp raust sína á ný og lagði fram, eina ferðina enn, vissa, gamla og úr sér gengna visku í formi þingsályktunartillögu þar sem minnt er á kolbilað ákvæði grunnskólalaga um að starfshættir skuli mótast af kristinni arfleifð íslenskrar menningar. Það var búið að afgreiða tillöguna og greinargerðina sem fylgir sem rakalausa þvælu áður. En það er ef til vill ekki úr vegi að benda á ruglið aftur.

Megi Árni Johnsen svo vera siðferðislegt leiðarljós kirkjunnar á alþingi eins lengi og auðið er, þar er á ferðinni sannkallað hagsmunahjónaband.

Ritstjórn 26.01.2011
Flokkað undir: ( Skólinn , Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Jon Steinar Ragnarsson - 26/01/11 03:14 #

Þetta frumvarp er líklega svona prívat aflátsbréf þessara meingölluðu einstaklinga, sem að því standa. Mikið sjálmiðað og mikið húrrahrópandi heimskulegt plagg.

Það mætti krefja þá um skilgreinigar á hugtökunum í frumvarpinu. Það er mikið búið að biðja um það en ekki er enn komið svar. Áþreifanleg markmið ber einnig að skýra.

Ef ekki, þá er þetta ekki þingtækt einu sinni. Þetta er eins og margtugginn brandari og ég hef stórbrotnar efasemdir um greind þessara manna og hafði ég ekki háar væntingar fyrir.


Einar - 26/01/11 09:47 #

Aumkunarvert hjá spillingarflokknum. Meirihluti þessara þingmanna eru styrkþegar og dæmdur glæpamaður .. og þeir eru að segja fólki að börn þeirra verði að fá sama kristilega siðgæðið og þeir hafa sjálfir.

Hálf ógeðfellt ....


Jón Ferdínand - 26/01/11 10:33 #

Hvaða endalausa vitleysa er þetta, eigum við ekki bara að taka upp nasisma fræðslu í skólum í leiðinni?


Kristján Fenrir - 26/01/11 11:58 #

Mikið vildi ég að skattpeningnum mínum væri eytt í eitthvað gáfulegra en að þylja upp sama ruglið í sífellu.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.