Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Það er ekki til neitt sem heitir "ókeypis prestur"

Prestar

Í hagfræði er sagt að það sé ekki til neitt sem heitir "ókeypis hádegismatur". Það er alltaf einhver kostnaður við efni og vinnu. Þrátt fyrir að sá sem borðar hádegismatinn þurfi ekki að púkka út pening þá er alltaf einhver sem hefur þurft að borga.

Eftir að hafa farið yfir námskrá guðfræðideildarinnar tók ég eftir því að hagfræði er ekki hluti af námi verðandi presta. Vanþekking sumra presta á hagfræði í umræðunni um ályktun mannréttindaráðs Reykjavíkur ætti því kannski ekki að koma á óvart. Síra Bára Friðriksdóttir skrifaði grein sem birtist í fréttablaðinu þar sem hún harmar ályktunina, eins og margir kollegar hennar síðustu vikur. Hún skrifar:

Þegar allt snýst um fjármál á þessum síðustu og verstu, má minna á að það þarf ekkert að borga prestinum í núverandi skipulagi sem þarf að gera séu aðrir fagaðilar kallaðir til

Prestar eru ekki ókeypis. Það er greinilegt ef horft er á laun þeirra. Á endanum eru það auðvitað skattgreiðendur sem borga þjónustu prestanna. Laun þeirra koma frá ríkinu.

Miðum laun presta við aðra stétt fagaðila sem hafa góða reynslu og menntun að baki. Berum saman laun presta og sálfræðinga. Samkvæmt stofnsamningi Sálfræðingafélags Íslands við Landspítalann þá eru byrjendalaun sálfræðings um 280 þús kr. Forstöðusálfræðingur LSH getur mest fengið 555 þús. kr á mánuði, sem er aðeins yfir byrjendalaunum presta . Ef þið eruð forvitin um laun presta þá hefur Vantrú birt nokkrar greinar um það mál.

Skólar þurfa eflaust að greiða laun til þeirra sálfræðinga sem veita þjónustu í skólum. Þegar allt snýst um fjármál á þessum síðustu og verstu tímum, þá getur það jafnvel verið freistandi fyrir peningameðvitaðan skólastjóra að fá til sín prest í stað sálfræðings. Það getur verið gott fyrir efnahag skólans en það er ekki gott fyrir efnahag samfélagsins að borga prestum hærri laun fyrir vinnu sem þeir hafa almennt minni menntun í.

Prestar hafa þannig nýtt sér að sálfræðingaþjónusta er almennt ekki niðurgreidd fyrir skóla eða einstaklinga og hafa því reynt að koma sér inn á markaðinn með "sálargæslu".

Ég ætla ekki að efast um reynslu og menntun presta, það er hægt að rökræða það lengi hvort þeir séu góð býtti í staðinn fyrir aðra fagaðila. En sama hvert álit manns er á því, þá vil ég minna fólk á: Það er ekki til neitt sem heitir ókeypis prestur!

Kristján Lindberg 09.11.2010
Flokkað undir: ( Skólinn )

Viðbrögð


Halldór Benediktsson - 09/11/10 17:08 #

Heyr, heyr!

Það er þó hægt að færa rök fyrir því að það sé ekki ríkið sem borgi prestum laun heldur þeir sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna. Held að Sr. Guðrún hafi sagt það á fundinum um daginn. En það eru auðvitað hártoganir.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 09/11/10 17:18 #

Ríkið borgar laun uþb 150 presta, þau laun eru ekki inn í sóknargjöldunum.


Bjarki (meðlimur í Vantrú) - 09/11/10 17:20 #

Ríkið greiðir laun presta, þau koma úr sameiginlegum ríkissjóði okkar allra, ekki bara frá þjóðkirkjumeðlimum.


Iðunn - 09/11/10 17:22 #

Sálfræðiþjónusta við skóla er lögboðin og ekki þarf að greiða aukalega fyrir þjónustu sálfræðings td í kjölfar áfalla.


Fjola - 09/11/10 22:05 #

Heyr heyr, bloggaði um þetta mál um daginn þegar Þórhallur var í Kastljósinu, og fékk bara strax svör frá honum nokkrum tímum síðar!

http://fjoladogg.blog.is/blog/fjoladogg/entry/1088852/


Jón Frímann - 10/11/10 01:14 #

Prestur kostar uþb 640.000 kr á mánuði. Þar fyrir utan þá rukka þeir fyrir alla þjónustu sem þeir veita. Gildir einu hversu lítil hún er.


Kristinn Geir - 10/11/10 17:15 #

Hvað er þá "söfnuðurinn" að fá fyrir þessar litlu 640þús á mánuði?


Bastet - 10/11/10 23:22 #

http://www.dv.is/frettir/2010/11/10/thrju-til-fjogur-sjalfsvig-i-manudi/

Gerir guðfræðinám menn sérfræðinga í sjálfsvígum?

Er ekki réttara að sálfræðingar eða geðlæknar séu fengnir í svona alvarleg mál.

Finnst eitthvað rangt við þetta....


Matti (meðlimur í Vantrú) - 10/11/10 23:31 #

Gerir guðfræðinám menn sérfræðinga í sjálfsvígum?

Ef ég hef skilið ríkiskirkjupresta rétt í umræðunni undanfarið gerir guðfræðinám fólk að sérfræðingum í öllu.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.