Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Skýringarmyndir á 17.000 milljarða króna virði

Stærðfræðiformúlur

Til að undirstrika hversu galin talan 17.000 milljarðir er þá eru hér tvær einfaldar skýringarmyndir og þessi tala miðuð við heildarverðmæti kunnuglegra fyrirtækja, fjárhagslega stór verkefni og ýmsar háar skuldir. Þetta er þannig gert að jafnvel talnablindasta fólk (eins og þjóðkirkjuprestar) ætti að átta sig á því hversu sturluð þessi tala er.


Skýringarmynd no. 1

Stærðfræðiformúlur

Skýringarmynd no. 2

Stærðfræðiformúlur

Sjá einnig:

Sautján billjónir settar í samhengi
16 þúsund milljarðar?
Prestar. Vinsamlegsat sýnið útreikninga

Ritstjórn 22.10.2010
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


Styrmirr - 22/10/10 19:36 #

Þetta er snilld. Vonandi kemst þetta til skila.


Björn I - 22/10/10 19:51 #

Endurspeglar þetta súlurit kannski álit presta á egin mikilvægi og tengsl þess álits við veruleikann?


Halldór Logi Sigurðarson - 22/10/10 20:08 #

Þeir óvart allar kirkjujarðirnar :D


Matti (meðlimur í Vantrú) - 22/10/10 20:20 #

Þeir óvart allar kirkjujarðirnar

lol, nördalegasti brandari dagsins :-)


Egill Axfjörð - 22/10/10 21:38 #

Ég fór aðeins að pæla í hvað þessi tala væri stór samanborið við auð Páfans í Róm. Það sem ég finn á netinu er dæmi sem segir að eignirnar séu metnar á um fjóra milljarða punda. Þetta er á gengi dagsins í dag um 704 milljarðar íslenskra króna ef ég er að reikna rétt.

Á öðrum stað er haft eftir fjármálaráðherra Páfans að eignirnar séu um 5 milljarðar dala. Sem er um 555 milljarðar króna.

Þannig það er ljóst að ein ríkasta kirkja heims kemst ekki með tærnar þar sem íslenska kirkjan er með hælana. Eignir þjóðkirkjunnar í dag samkvæmt prestunum talnaglöggu væru bara tæplega 30 sinnum meiri en eignir Vatíkansins.


Sindri G - 24/10/10 14:21 #

Vert að taka það fram, þar sem það eru ekki allir sem átta sig á því, að jarðir eru fasteignir. Fasteignamat allra fasteigna á Íslandi (4.370 milljónir) er því gróflega vanmetið að mati prestana. :)


thork - 26/10/10 10:48 #

Vel gert!


Reputo (meðlimur í Vantrú) - 10/03/12 12:02 #

Það er spurning með að veita þeim smá útgönguleið og gefa okkur það að talnaglöggi presturinn sem setti þetta fram hafi ekki vitað muninn á milljón og milljarði. 17.000 milljónir eru mun nær raunveruleikanum þótt það mætti sennilega helminga þá tölu og jafnvel deila henni með þrem.

Annars eru þeir sennilega að verðleggja eigið mikilvægi og ego. Verst fyrir þá að enginn nema þeir sjálfir sjái þessi verðmæti í þeim. Allir peningar heimsins í tuttugasta veldi mundu ekki duga til að verðleggja mennta- og heilbrigðiskerfið út frá mikilvægi ef prestarnir eru 17 þús. milljarða virði.


EgillO (meðlimur í Vantrú) - 18/03/12 20:34 #

Nei, það er eiginlega útilokað. Ég nefnilega skrifaði grein í moggann eftir að tveir prestar höfðu birt þessar tölur þar og annar þeirra staðfesti að ekki var um talnarugl að ræða. Þeir virkilega halda að jarðirnar séu billjónavirði.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.