Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

16 þúsund milljarðar?

Fjárframlag til Biskupsstofu, kirkjumálasjóðs og kristnisjóðs eru um 1,6 milljarður [...] Þetta fjárframlag er ekki styrkur frá ríkinu heldur að stærstum hluta arðgreiðsla af afhentri eign, sem nemur vægt reiknað um 0,01% af verðmæti eignarinnar.

Svo segir Halldór Gunnarsson í grein sem birtist í Morgunblaðinu og Trú.is í dag. En samkvæmt þessu "væga" reiknisdæmi er heildarvirði kirkjujarða um 16.000 milljarðar króna.

Til samanburðar er heildarfasteignamat á landinu um 4.370 milljarðar, samkvæmt Þjóðskrá Íslands.

Sjá einnig:
Skuldum við kirkjunni pening?
Eru prestar dálítið að ofmeta eignirnar sem afhentar voru ríkinu? @ Gruflað og pælt
16 billjónir @ Örvitinn
Prestlaunasjóður @ Sagnfræði og trú

Ritstjórn 06.10.2010
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin , Vísun )

Viðbrögð


Hjörtur Brynjarsson (meðlimur í Vantrú) - 06/10/10 13:18 #

Hér eru miklir reiknimeistarar á ferð.

Þetta er svona Ali-Baba stærðfræði.


Jón Pétur Jóelsson (meðlimur í Vantrú) - 06/10/10 13:29 #

Þetta eru andleg verðmæti sem verða ekki metin til fjár og þó, það er hægt að koma með "vægt" mat....


Einar Karl - 06/10/10 13:34 #

Ætli séranum hafi ekki skjöplast í aukastöfunum og ætlað að segja 1% eða 0.01, en ekki 0.01%. Sem myndi þýða að hann áætli verðmæti jarðanna 160 milljarðar.

0.01% þætti anski hreint lítill arður á ári...


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 06/10/10 14:26 #

Það er eðlilegt að hugsanir presta og prédikanir þeirra snúist fyrst og fremst um peninga og jarðeignir þessa dagana. Þeir eru trúir sínum boðskap nú sem áður:

Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela.

Enginn þjónn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón.

Eins er þér vant. Far þú, sel allt, sem þú átt, og gef fátækum, og munt þú fjársjóð eiga á himni. Kom síðan, og fylg mér.

Reyndar fékk ég tækifæri til að spyrja séra Örn Bárð að þessu um daginn og fékk þá þau svör að síðasta tilvitnunin hefði verið ráðleggingar til eins ákveðins manns (alls ekki allra) þar sem hann var svo "bundinn af eignum sínum". Þá spurði ég hvort verið gæti að kirkjan væri hugsanlega "bundin af eignum sínum" en fátt var um svör.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 06/10/10 14:41 #

Ætli séranum hafi ekki skjöplast í aukastöfunum og ætlað að segja 1% eða 0.01, en ekki 0.01%

Jú, það er afar sennilegt.

Sem myndi þýða að hann áætli verðmæti jarðanna 160 milljarðar.

En spurningin er náttúrulega hvert verðmæti jarðanna var árið 1907, en síðan þá hefur ríkið verið að greiða kirkjunni fyrir þessar jarðir.

Svarið er áhugavert, verðmæti þeirra jarða er ekki neitt!

Í samkomulaginu frá 1907 var gengið út frá að kirkjujarðirnar skyldu afhentar og ríkið myndi ávaxta andvirði seldra kirkjujarða í kirkjujarðasjóði og í prestslaunasjóði. Prestslaunasjóður var jöfnunarsjóður er átti að jafna tekjur presta. Þetta launakerfi varð ekki langlíft og prestar fóru á föst laun frá ríkinu nokkrum árum seinna – efnahagsþrengingar höguðu því þannig að sjóðirnir urðu að engu. #

Það sem maður hefur selt einu sinni getur maður varla selt aftur og aftur - eða hvað?


Kristinn (meðlimur í Vantrú) - 06/10/10 14:50 #

Í Viðskipablaðinu sagði árið 2008 á ríkið ætti um 500 jarðir og eyðibýli. Fasteignamatið á þeim jörðum mun vera um 2,9 milljarðar og markaðsvirði um 15 milljarðar. Eignir kirkjunnar hafa því samkvæmt stærðfræði sr. Halldórs verið um eitt þúsund sinnum meiri en samanlagðar jarðeignir ríkisins í dag.

Kirkjujarðirnar eru gjarnan sagðir hafa verið um 700 talsins. Miðað við tölur sr. Halldórs hefur meðalvermæti þeirra því verið um 22 milljarðar, eða hver og ein verið verðmætari en allar jarðir ríkisins til samans.

Gefum okkur þó til gamans að sr. Halldór hafi ruglast og að þetta hafi átt að vera 1% en ekki o,o1%, sem eru ekki ýkja óeðlileg mistök. Þá erum við að tala um að 160 milljarða í stað 16.000 milljarða. Þá er meðalverðmæti kirkjujarðar (miðað við 700 stykki) dottið niður í 228 milljónir, en hæstu upphæðir sem greiddar hafa verið fyrir gæðajarðir í flottustu héröðum landsins munu vera um 150 miljónir. Kirkjan má því heldur betur hafa setið á eigulegum jörðum fyrst meðalverðmæti þeirra er töluvert hærra en það hæsta sem gerst í þeim efnum. Til samanburðar er meðalmarkaðsvirði ríkisjarða miðað við tölur Viðskiptablaðsins um 30 milljónir króna, svo það er ljóst að það ekki sama hvort Jón eða séra Jón sér um útreikningana.

Hvernig sem þessu er snúið er augljóst að verið er að ganga mjög langt í að ýkja verðmæti kirkjujarðanna. Ekki er það nú mjög kristileg hegðum að ýkja eða ljúga til um hlutina til að blekkja landsmenn!?


Þórður - 06/10/10 16:54 #

Ég vil byrja á að þakka Kristni fyrir góðar upplýsingar. Það virðist nú vera talsvert á reiki hversu margar svokallaðar kirkjujarðir eru eða voru og um hvaða jarðir er verið að tala um yfirhöfuð og við hvaða eignarheimildir er miðað. Ég held að það væri verðugt verkefni fyrir Vantrúarmenn að komast að því um hvaða jarðir og spildur er að ræða ásamt fasteignamati. Fasteignamatið gefur auðvitað ekki rétta mynd af raunverulegu markaðsvirði þessara eigna en það er samt vel hægt að finna einhvern raunhæfan stuðul til þess að komast nálægt markaðsvirði. Á árunum fyrir hrun var ekki óalgengt að bújarðir væru að seljast á bilinu 20-30 mkr. Einstaka jörð seldist á mun hærra verði en þá höfðu aðrir hlutir en hefðbundinn landbúnaður áhrif á hátt söluverð. Slíkt ofurverð er því frávik en ekki regla í verðmati sé litið til alls landsins. "Arðsemi kirkjujarða" er því ekki eitthvað sem er reiknað út frá raunverulegum tekjum eða tekjumissi, heldur pólitísk ákvörðun um að greiða kostnaðinn við uppihald kirkjunnar.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 06/10/10 18:42 #

Má ekki frekar gera kröfu á kirkjuna að hún sýni fram á hvaða eignir þetta eru og hversu mikils virði þær eru? Og jafnvel hvernig hver eign komst í eigu kirkjunnar.

Menn sem fullyrða eins og Halldór hljóta að geta gert grein fyrir á hverju þeir byggja fullyrðingarnar.


egillo (meðlimur í Vantrú) - 06/10/10 19:28 #

Í aðalhlutverkum eru Karl Sigurbjörnsson og Einar Karl Haraldsson:

http://www.youtube.com/watch?v=jTmXHvGZiSY


Þórður - 06/10/10 19:35 #

Vissulega væri rétt að krefja kirkjuna um þessar upplýsingar en ég er nú ansi hræddur um að því fylgdi alls kyns langsótt þvæla um eignarhald sbr. fullyrðingar Karls Sigurbjörnssonar fyrir nokkrum árum um það að kirkjan ætti Þingvelli. Nei, það er heppilegra að aðrir en starfsmenn biskupsstofu rannsaki þetta.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 06/10/10 21:38 #

Já, kannski vonlaust, en ég var nú að fara fram á að fá upplýsingar, ekki fullyrðingar út í bláinn.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 07/10/10 10:15 #

Þess má geta að í grein í Morgunblaðinu í dag notar ríkiskirkjupresturinn séra Valdimar Hreiðarsson sömu prósentutölu og sama orðalag.

Þriðji liður milljarðanna fjögurra, 1,9 milljarðar, er fjárframlag til Biskupsstofu sem er afgjald vegna framsals mikilla eigna kirkjunnar til ríkisins. Er þessi greiðsla samkvæmt samningi sem gerður var milli ríkis og kirkju árið 1997. Talið er að vægt reiknað sé árlegt afgjald af þeim eignum sem um er að ræða 0,01% af verðmæti.

Merkileg tilviljun að tveir ríkiskirkjuprestar "ruglist" á sama hátt.


Árni Árnason - 03/02/13 13:26 #

Það er alveg magnað og í raun gersamlega galið að það skuli hafa verið gerður samningur 1997 sem felur í sér yfirtöku ríkisins á kirkjujörðum gegn miljarða útgjöldum árlega um aldur og ævi, en svo er ekkert til um þessar jarðir. Ekki er til listi yfir jarðirnar og þaðan af síður nokkrar vísbendingar um ímyndað verðmæti. Hvernig má það vera að gerður hafi verið samningur með svo gersamlega óræðu andlagi á annan veginn, en óendanlegum útgjöldum á hinn veginn??

Það er í raun ekki nokkur einasta leið að ræða þetta mál af neinu viti við þessar aðstæður.

Hitt er svo auðvitað sér kapituli útaf fyrir sig hvernig kirkjan gat yfir höfuð "eignast" öll þessi veraldlegu verðmæti, hafandi sjálf ekkert fram að færa á móti annað en upplogna sæluvist í himnaríki eða hótanir um eilífar þrautir í helvíti.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.