Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Prestar. Vinsamlegast sýnið útreikninga

Stærðfræðiformúlur

Það tíðkast víðast hvar í stærðfræðikennslu að svar á prófi telst ekki fullgilt ef ekki fylgir með hvernig menn komust að niðurstöðunni. Það eru góðar ástæður fyrir þessu. Ein er sú að skili nemandi augljóslega röngu svari er hægt að benda honum nákvæmlega hvað fór úrskeiðis. Í nýliðinni viku skiluðu tveir prestar skrýtnu svari við spurningunni um hversu mikils virði jarðirnar eru sem þjóðkirkjan afhenti ríkinu til eignar árið 1907 væru (Halldór Gunnarsson á miðvikudag og Valdimar Hreiðarsson degi seinna).

Báðir sögðu þeir að vægt reiknað næmu fjárútlát ríkisins vegna launagreiðslna til kirkjunnar ekki nema 0,01% af verðmæti þeirra. Þeir félagar nefndu reyndar hvor sína töluna um launagreiðslurnar, Halldór taldi þær nema 1,6 milljarði en Valdimar 1,9. Halldór tók reyndar fram að ekki væri allur hluti greiðslunnar arðgreiðslur vegna jarðanna en það væri þó stærsti hlutinn. Rétt upphæð greiðslna úr ríkissjóði vegna presta er 1,68 milljarðar en til einföldunar skulum við miða við 1,7 milljarða.

Hafi prestarnir rétt fyrir sér er verðmæti eignanna allt að 17 þúsund milljarðar. Til að setja þessa tölu í samhengi þá eru þetta um þrjátíuföld fjárlög íslenska ríkisins í ár. Heildarfasteignamat á landinu öllu nær því um það bil að vera einn fjórði af þessari ógnarupphæð (4.370 miljarðar). Ég held að ég sé örugglega ekki einn um það að velta fyrir mér hvernig prestarnir fengu þessa niðurstöðu og beini því þessari beiðni til Halldórs og Valdimars: Prestar, vinsamlegast sýnið útreikninga.


Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag, 13. október

Egill Óskarsson 13.10.2010
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


Jón Steinar - 13/10/10 21:10 #

Jafnvel þótt þeir hafi gloprað einu núlli aftan við kommu af óvitahætti og ætlað að segja 0.1% Þá eru þeir að tala um 1.700 milljarða, sem er fáránleg upphæð. Hvar er listinn, sem staðfestir það eignasafn? Segjum bara sem svo að þeir séu að meina 1% af eignum kirkjunna, þá eru þetta 170 milljarðar. Átti kirkjan eignir, sem teljast 170 milljarða virði? Hverjar eru þær? Þessar eignir eiga að liggja fyrir. Þetta eru ríkiseignir (okkar eignir) og heyrir því til opinberra upplýsinga. Það er svo absúrt af þessum prelátum að tala um "arð" af einhverju, sem þeir eiga ekki.

Ef maður sendir reikning upp á einhverja upphæð, þá verður maður að skýra forsendur tölunnar. Einhvernveginn reikna menn sig að gefinni niðurstöðu. Ef þetta er talan, hvar eru þá forsendurnar. Eignalistinn og mat hverrar eignar.

Er ekki rétt að rukka hið opinbera um þær upplýsingar?


Jon Steinar - 13/10/10 21:26 #

Ef að 1.6 milljarðar liggja til grunns launum þessara afæta, þá eru meðallaun þessara 110 presta á sextándu milljón á ári.

Hvernig er hægt að réttlæta áfnvel þá tölu eina? Svo er vert að ítreka að ríkið eys tæpum 6 milljörðum á ári í þetta skrímsli. Hvað réttlætir þá blóðjöf? Eru meintar fyrrverandi eignir kirkjunnar notaðar til réttlætingar þar einnig?


Erlendur - 15/10/10 11:56 #

Ég held að þeir klúðruðu bara prósentunni þannig að þetta hafi átt að vera 1%, þe. 0,01. Þá værum við að tala um 160 ma. króna sem er samt helvíti há upphæð.


Björn - 15/10/10 13:56 #

ég held að það ætti líka að skoða hvernig kirkjan sölsaði undir sig þessar eignir í gegn um aldirnar.


Egillo (meðlimur í Vantrú) - 15/10/10 18:46 #

Ég er ekkert viss um að þeir hafi ætlað að hafa þetta 1%. Talan sem kemur út úr því er stórfurðuleg líka eins og Kristinn Theodórsson var búinn að benda á: http://kt.blog.is/blog/kt/entry/1103257/

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.