Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Trúboð úr skólum!

Mannréttindaráð Reykjavíkur hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög, þ.e. að heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla verði óheimilaðar. Í stuttu máli, ekkert trúboð. Þessi drög byggja á vandaðri skýrslu Menntasviðs Reykjavíkur(.pdf) frá árinu 2007.

Síðustu ár hefur það færst í aukana að prestar komi í reglulegar heimsóknir í skóla, núningur kemur upp vegna fermingarfræðslu á skólatíma og brunnið hefur við að starf á vegum kirkjunnar sé orðið óeðlilega samtvinnað skólastarfinu.

Segir Oddný Sturludóttir í grein sem hún birtir á blogginu sínu, en hún tekur fram í byrjun að ekki stendur til að banna jól eða trúarbragðafræðslu með sérstaka áherslu á kristni.

En staðreyndir skipta starfsmenn og aðra velunnara ríkiskirkjunnar engu máli og vitaskuld hefur sami harmkór kirkjunnar byrjað að væla um að þetta að snúist að fá trúna og allt sem tengist trú úr skólum; s.s. banna jól og kristinfræðslu.

Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var sagt beinum orðum að hugmyndir borgarinnar um að banna trúboð í skólum falli í grýttan jarðveg hjá Þjóðkirkjunni.

Svo er þetta auðvitað kúgun minnihlutans á meirihlutanum, vitaskuld. En þetta er náttúrulega klassísk nálgun rökþrota manna sem hafa lélegan málstað að verja. Í staðinn fyrir efnislega nálgun, þá er trúin gerð að einhverju fórnarlambi sem þurfi helst að verja með lögum.

Þetta er kunnuglegt jarm, enda fór nákvæmlega sama umræða fram fyrir tveimur árum þegar grunnskólalögunum var breytt. En þá stóð einmitt sama til, að eyða burt öllum vafa um starfsemi opinbera skóla, en starfsemin varð byggð á "kristnu siðferði".

Sumir einfaldlega trylltust þegar orðalagið var gert almennara og einhvernmegin var því komið í gegn með frekju og látum að starfsemi skóla byggist á "kristinni arfleifð íslenskrar menningar", sem var engu skárra.

Á kirkjuþingi ríkiskirkjunnar núna í nóvember liggur fyrir tillaga(.pdf) um að efla samband skóla og kirkju með vísun og réttlætingu í þetta tiltekna orðalag. Prestar vilja semsagt miklu meira trúboð í opinbera skóla og þeir ætla væla hátt til að koma því í gegn. Og á að leyfa þeim að komast upp með það?

Í viðtali á Bylgjunni (tími: 1:23) í morgun sagði Halldóra Guðmundsdóttir, formaður Reykjavíkurdeildar félags leikskólakennara, að heimsóknir presta væru "náttúrulega trúboð, það er ekki hægt að kalla þetta annað".

Við fögnum því að loksins eigi að taka faglega á málum og virða mannréttindi í skólum Reykjavíkur í takti við stefnu Menntasviðs sem tekur mið af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu og úrskurði Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna, lögum um borgaraleg réttindi, barnalögum, grunnskólalögum og aðalnámskrá. Það er svo sannarlega kominn tími til.

Hver trúir því að þjóðfélagið fari á hliðina eða siðferðið versni ef prestar fá ekki að boða trú sína í leik- og grunnskólum? Eru kirkjunnar menn sannfærandi sem siðapostular þessa dagana? Er það ekki miklu frekar merki um siðbót þegar mannréttindi eru virt ofar sérhagsmunum einnar forréttindastéttar?

Við hvetjum hvern sem vill fá óbrjálaða sýn á þessi mál að lesa pistil Oddnýjar Sturludóttur í Mannréttindaráði. Hún segir allt sem segja þarf.

Ritstjórn 19.10.2010
Flokkað undir: ( Skólinn , Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Ingó - 19/10/10 12:53 #

Ég oft hugsað um það hvernig viðbrögðin yrðu ef að múslimar myndu sækja um að vera með skóla heimsóknir eða eitthvað annað trúfélag.

Ég er viss um að fólk myndi ekki sætta sig við það.

þetta er mjög skrítið en ég er samt sem áður hlyntur því að nemendum sé kennt um trúarbrögðinn.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 19/10/10 13:03 #

Það verður haldið áfram að kenna trúarbrögð og það hefur ekkert verið talað um að hætta því.

Þetta eru bara verulega móðursjúk viðbrögð af hálfu ríkiskirkjunnar og velunnara þess miðaldaapparats.


Björn I - 19/10/10 15:53 #

Ingó : Fyrir nokkrum árum bauð Gunnar í Krossinum fermingabörnum úr ónefndum skóla upp á heimsókn og pizzur. Foreldrar tóku vægast sagt illa í þann gjörning og úr þessu varð heilmikið fjölmiðlamál með mikilli hneykslan.


Ingó - 19/10/10 20:05 #

Mig rámar eitthvað í þetta Björn, en ég var að horfa á fréttirnar og þar fannst mörgum allt í lagi að kenna börnum bænir.

Ætli fólk myndi sætta sig við það að börnum væri kennt að særa illa anda úr öðru fólki.


Brynjar Örn Ellertsson (meðlimur í Vantrú) - 19/10/10 20:59 #

Prest greyin eru bara hræddir um að það fermist enginn án þess að þeir séu búnir að heilaþvo börnin í nokkur ár...


Jón Steinar. - 19/10/10 22:28 #

Takið eftir hvernig andófið´verður. Nú verður spilað á mjúku hliðarnar og talað um grimmdina sem felst í þvví að neita litlu greyunum um litlu Jólin etc.

Lesið Snorra í Betel á Mbl blogginu. Heimurinn mun farast út af þessu, ef menn lesa á milli línanna hjá honum.

Það ætti jú að vera gleðiefni fyrir hann, því hann hefur legið á bæn í áratugi til að flýta heimsendi og fá Idolið loksins heim eftir margboðaða komu hans.


Sigurlaug - 20/10/10 14:29 #

Hér bloggar Magnús Geir Eyjólfsson sem segist "ekki vera trúaður" en er augljóslega einn af þessum sem er í ríkiskirkjunni "afþvíbara".

Bloggið: http://www.pressan.is/pressupennar/LesaMagnusGeir/hjalp-thad-er-prestur-ad-tala-vid-barnid-mitt

Einn "misskilningurinn" sem haldið er á lofti er m.a. þessi: "Þá verður ekki langt þangað til að orðið „jól“ verði bannað og þess í stað þurfum við að nota „hátíð“. Þetta hefur verið gert víða í Bretlandi og Bandaríkjunum í anda pólitískrar rétthugsunar"

Að sjálfsögðu höldum við áfram að segja gleðileg jól!! Enda eru jól fyrir það fyrsta eldri kristni, orðið sjálft á ekkert skylt við kristna trú. Á mörgum öðrum tungumálum var þessi hátið hins vegar endurnefnd „kristsmessa“, sbr. ensku, og því með beina trúartilvísun, og einfaldlega þess vegna lenda enskumælandi þjóðir í vandræðum og geta ekki lengur sagt „gleðilega kristsmessu“ ef þeir vilja vera „pc“..

Alveg magnað hvað "kristið" fólk heldur að það hafi einhvern einkarétt á jólum og páskum.. Báðar hátíðirnar eru mikið eldri kristni og tengjast árstíðunum. Íslenska orðið páskar er hins vegar líklega frekar tengt gyðingdómi, þ.e. dregið af orðinu passover (sem er hátíð eldri en kristni). En enska orðið Easter er klárlega af heiðnum uppruna, er náttúrulega af sama meiði og kvenhormónin og tíðahringurinn, Estrogen og estrous cycle.


Þór Hauksson - 26/10/10 19:36 #

Þessir allir sem er verið að tala um eru 24 manneskjur í heildina sem hafa kvartað yfir svonefnum ágangi presta í skólana. Heildarfjöldi þeirra sem eiga börn í skólum borgarinnar eru á bili 18-20.000 manns! Hvers vegna svona fáir? Jú einfaldlega vegna þess að það er ekki rétt að prestar hangi á snerlum skólastofa. Við förum í skólana þegar við erum kölluð til þeirra sem fagaðilar!


Matti (meðlimur í Vantrú) - 26/10/10 19:41 #

Sæll Þór.

Ég hef síðustu ár átt samtöl við leikskólastjóra, leikskólakennara, skólastjóra og starfsmenn frístundaheimila útaf ágangi presta í skólastarf.

Ekkert af því hefur ratað til Mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar.

Við förum í skólana þegar við erum kölluð til þeirra sem fagaðilar!

Þetta er beinlínis rangt. Prestar hafa átt frumvkæði að heimsóknum í leik- og grunnskóla. T.d. áttu prestar algjörlega frumvkæði að Vinaleið.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 26/10/10 19:42 #

Þór Haukson (að ég held ríkiskirkjuprestur), það eru fleiri en 24 sem hafa kvartað yfir trúboði í skólum, eins og fram hefur komið þá nær þessi tala bara yfir það sem hefur komið á borð mannréttindaráðs, toppurinn á ísjakanum:

[Margrét Sverrisdóttir] segir að fullyrðingar Sjálfstæðismanna um að nánast engar kvartanir hafi borist byggi á tölum um kvartanir til Mannréttindastofu. Inn í þeim séu ekki kvartanir til skólanna eða menntasviðs borgarinnar. #


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 26/10/10 22:25 #

Ef meta á vandræði og óánægju með ágang presta í skólabörn út frá kvörtunum til Mannréttindaráðs má allt eins ákveða tíðni heimilisofbeldis með því að telja dóma hæstaréttar þar að lútandi.

Eru menn svona óheiðarlegir eða tregir?


Arnold Björnsson - 27/10/10 07:36 #

Þjóðkirkju fólk eins og presturinn Þór hér að ofan hafa sýnt fádæma óheiðarleika í framgöngu sinni. Þetta fólk lýgur óhikað eins og enginn sé morgundagurinn. Enda hvernig má það öðruvísi vera þegar starf þeirra grundvallast á lygum. Þetta fólk er alveg hætt að átta sig á hvenær lygunum skal ljúka og heiðarleiki og sannmælgi eiga við. Ég er með vísbendingu. Þið geti logið í ræðustólnum og í kirkjunni en þegar þið mætið náunganum úti í samfélaginu þá ættuð þið að viðhafa göfugri framkomu. Vil svo minna þetta fólk á að lesa yfir áttunda boðorðið á klukkutíma fresti næstu vikurnar. Ekki veitir því af.


Atli Jarl Martin - 27/10/10 08:34 #

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði lýsa því yfir að tillaga meirihlutans sé óþarfi og flokkurinn muni greiða atkvæði gegn henni í óbreyttri mynd.#

Ekki veit ég hvort er verra, ómálefnalegur og oft beinlínis rætinn málflutningur andstæðinga þessa máls eða athugasemd sem þessi frá fulltrúum stærsta stjórnmálaflokks Íslendinga. Ekki nóg með að þeir lýsi yfir að þeir munu hafna tillögunni í óbreyttri mynd, heldur koma þeir ekki með nokkrar einustu tillögur til breytinga og hengja sig í glórulausar staðhæfingar sem þessa hérna:

„Ein af forsendum tillögu meirihlutans var sú að fjölmargar kvartanir hefðu borist vegna heimsókna trúfélaga í skólana, ekki fylgdu þeirri staðhæfingu neinar tölulegar upplýsingar."

Að hafna þessu, rétt si svona, af því að þeim finnst þetta óþarfi og það í nafni flokksins? Allt í lagi, ef þeim finnst það, að virða að vettugi sjálfssögð og stjórnarskrárbundin mannréttindi einstaklingsins í krafti atkvæða, sem þjóðin, ekki bara kristið fólk, greiddi þeim, þá er það það á sama hátt afar einfalt fyrir mig að rægja Sjálfsstæðismenn í orði og á borði fyrir það eitt, og lýsa þá sem óþarfa stjórnmálaafl sökum óbilgjarns hroka og yfirgangs í garð okkar sem krefjumst breytinga á þessu. Og ég mun ekki gera það í þegjandi hljóði heldur. Sannarlega eru þessir fulltrúar ekki bara óþarfir, heldur líka ólýðræðislegir og óhemju illa gefnir ef þeir ætla ekki að höndla málefni sem þetta með meiri virðingu en raun ber vitni.

Mér er einnig spurn, ætli þessi yfirlýsing sé tilkomin sökum þrýstings frá lobbíistum ríkiskirjunnar og velunnurum hennar?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.