Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Blóðsugur

Nú er verið að skera niður út um allt samfélag, í heilbrigðisgeiranum jafnt sem öðrum þjóðþrifapóstum. Ríkiskirkjan segir nei og vill ekki taka á sig byrðar sínar. Frekja ríkiskirkjunnar á þrengingartímum er yfirgengileg.

Og á hvaða forsendum telur kirkjan að sér sé stætt á því að víkja sér undan ábyrgð? Jú, aukakirkjuþingið segir velferð samfélagsins vera í húfi, að safnaðarstarf kirknanna sé svo samfélagslega mikilvægt.

Við í Vantrú mótmælum þessu harkalega og höldum því fram að þótt skorið yrði niður um 100% hjá kirkjunni myndi samfélaginu ekki stafa nokkur ógn af. Það mikilvægasta sem kirkjan innir af hendi eru brúðkaup og jarðarfarir í krafti hefðarinnar og fyrir þær athafnir þurfa kúnnarnir hvort eð er að borga úr eigin vasa fá prestarnir greitt aukalega. Það hvort messað er í hverjum hól alla sunnudaga er aukaatriði, enda sést það á mætingunni.

Foreldramorgnar og áfengisfundir þurfa ekki að eiga neitt undir kirkjunni, þótt hefð sé fyrir því að hún skaffi húsnæði undir slíkt. Þessu má öllu saman halda úti þótt engir séu prestarnir á fljúgandi ofurlaunum. Samfélagið mun ekki riða til falls þótt engir prestar veiti sálgæslu á forsendum bænalífs eða tali á milli hjóna í skilnaðarhugleiðingum. Út um allt þjóðfélag eru færir sérfræðingar sem tekið geta þetta að sér.

Þjóðkirkjufólk, það er kreppa. Þið eruð hálaunastétt með þann annarlega tilgang á oddinum að véla huga samborgaranna undir óþörf og jafnvel skaðleg hindurvitni. Við teljum að þeir milljarðar sem myndu sparast við að dömpa ykkur myndu fremur efla velferðina en hitt. Þá mætti beina þeim þangað sem þörfin er mest, fremur en ofan í launaumslög þeirra sem liggja eins og blóðsugur á samfélaginu.

Ritstjórn 08.08.2010
Flokkað undir: ( Tilkynning )

Viðbrögð


hr. Maack - 08/08/10 10:24 #

HEYR HEYR!


Skorrdal - 08/08/10 11:06 #

AMEN!


Sindri G - 08/08/10 11:17 #

Til skýringar í tengslum við hátekjufullyrðinguna: http://krist.blog.is/blog/krist/entry/1081447/


Óli Jó - 08/08/10 12:10 #

Mér er hugsað til slökkviliðsmannanna sem standa nú í kjarabaráttu. Þeir vinna eitt hættulegasta og erfiðasta starf sem til er í þágu okkar allra. Ættu þeir ekki að fá prestalaun, eða eru störf klerkanna svona miklu mikilvægari en þeirra?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 08/08/10 12:26 #

Samþykki þjóðkirkjunnar á ofangreindri 5% skerðingu verði háð því að fjárhæð sóknargjalda árið 2011 breytist ekki frá árinu 2010 og verði 767 krónur á mánuði á hvern gjaldanda 16 ára og eldri, enda eru þau félagsgjöld í eðli sínu sem standa undir grunnþjónustu safnaðanna sem er mikilvægur þáttur í velferð samfélagsins.

(Leturbreyting mín - BB)

Eina "samfélagið" sem ber skarðan hlut af þessum niðurskurði er prestafélagið. Og þeir mega svo sannarlega við því.


Einar Einars (meðlimur í Vantrú) - 08/08/10 12:54 #

Tek undir þennan pistil 100%

Viðbrögð þjóðkirkjunnar nú þegar talað er um 9% niðurskurð er mjög athyglisverð. En allstaðar er verið að skera niður og eðlilegt að skorið sé niður þarna eins og annarstaðar.

Tekið af eyjunni.is: "Þjóðkirkjan hafnar þeim kröfum ríkisins að dregið verði saman í rekstri hennar um níu prósent eins og farið hefur verið fram á af hálfu stjórnvalda"

"Fimm prósenta niðurskurður sé hámarkið en þó aðeins með takmörkunum og aðeins til eins árs."

Er þetta eðlilegt ? þegar ástandið er eins og það er í samfélaginu. Veruleikafirringin er algjör.


Einar Jón - 08/08/10 12:58 #

Ég hef nokkrum sinnu stungið upp á því hér og þar að nota skattframtalið til að staðfesta trúfélagaskráningu á hverju ári.

Þeir sem vilja vera á sama stað og áður þurfa ekkert að gera, en þeir sem vilja breyta til þurfa bara 2-3 músarsmelli. Ég er viss um að innan örfárra ára myndi skráningin nálgast raunverulegt gildi...


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 08/08/10 13:17 #

Já, enda í hæsta máta eðlilegt að hafa þetta á skattframtali, þar sem um skattfé okkar er að ræða.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 08/08/10 16:31 #

Það eru fleiri ofstækisraddir þarna úti en okkar:

http://blog.eyjan.is/jenny/2010/08/08/rekid-thennan-krakka-ad-heiman/


Arnar Magnússon - 08/08/10 19:43 #

Getum þakkað Björn Bjarnason fyrir að prestar fái svona há laun skítapakk.


Ólafur H. Árnason - 08/08/10 19:46 #

Mér finnst við hæfi að benda á að laun kaþólskra presta hér á landi eru 30.000 kr. (sic) á mánuði + fæði og húsnæði (sumir fá reyndar bara það síðarnefnda) og engar aukagreiðslur eru veittar fyrir sérstaka þjónustu. Lútherskir virðast hins vegar ekki líta á prestsstarfið sem sjálfsfórn og þjónustustarf. Ég velti því þó fyrir mér hvort Þjóðkirkjuprestar geti ekki sýnt dálitla auðmýkt og farið einhvern milliveg... svona í ljósi ástandsins (og reyndar finnst mér Fríkirkjupresturinn í Reykjavík ekki heldur sérlega trúverðugur með sitt 800.000 króna mánaðarkaup).


Arngrímur Eiríksson - 08/08/10 23:56 #

Ólafur H. Árnason: Mér finnst einnig við hæfi að benda á að kaþólskir prestar eru jafnframt með önnur fríðindi, t.d. óheftan aðgang að ódýru messuvíni og altarispiltum. Flottur díll.


Bjarki - 09/08/10 00:39 #

eins og ólafur vísaði í um preststarfið ætti það að vera soddan sjálfsfórnun eða mjög örlátt starf... en þar sem þeir þyggja multi fé fyrir að vinna alla sunnudaga eru þeir ekki réttdræpir samkvæmt eigin lögmáli? ég veit að þetta er langsótt enda sjaldan um "orð guðs" að ræða heldur túlkun manna. spurning hvernig þeir réttlæta það að þyggja launaseðil fyrir vinnu alla sunnudaga... kaþólskir ofsatækismenn gættu auðveldlega myrt kaþólska presta fyrir þessa sök...

Önnur mósebók 31:14-15 „Haldið því hvíldardaginn, því að hann skal yður vera heilagur. Hver sem vanhelgar hann skal vissulega líflátinn verða, því hver sem vinnur nokkurt verk, sá maður skal upprættur verða úr þjóð sinni. Sex daga verk skal vinna, en sjöundi dagurinn er algjör hvíldardagur, helgaður drottni. Hver sem verk vinnur á hvíldardegi, skal vissulega líflátinn verða.“

þetta á ekki við þá sem boða fagnaðarerindi krists fyrir litlar 800.000kr á mánuði?


Ólafur H. Árnason - 09/08/10 01:30 #

Arngrímur Eiríksson: Það sem þú skrifar kallast reductio ad paedophiliam og er hvorki málefna- né gáfulegt. Fyrst þú heldur því fram að "óheftur aðgangur að altarispiltum" sé meðal "fríðinda" kaþólskra presta hér á landi, ættir þú a.m.k. að benda á dæmi um slíkt. Mér finnst lágmarks virðing að bera ekki barnaníð upp á saklaust fólk sem vinnur meira en fulla vinnu fyrir 30.000 kr. á mánuði - á meðan lútherskir kollegar þeirra fá hátt í milljón af skattfé almennings.

Bjarki: Þetta er ágætis pæling. Hins vegar myndi "ofstækisfullur kaþólikki" ekki myrða nokkurn mann, auk þess sem kaþólikkar eru ekki bókstafstrúarmenn. En sú umræða á ekki heima hér...


Arngrímur Eiríksson - 09/08/10 12:10 #

Ólafur: Barnaníðingar hafa verið fundnir í stórum stíl í röðum kaþólskra presta í hverju landinu á fætur öðru, því ætti annað að gilda hér? Það væri einfeldningsháttur að halda að Ísland væri undantekningin. Og að nefna meintar rökvillur á latínu breytir litlu þar um. Nice try.


Ólafur H. Árnason - 09/08/10 13:17 #

Arngrímur Eiríksson: Hvernig væri að leggjast aðeins lægra? Nefndu mér dæmi um barnamisnotkun kaþólskra presta hér á landi, fyrst þú veist þetta svona vel. Kirkjan er búin að starfa hér í 150 ár þ.a. það ætti að vera auðvelt fyrir hnífskarpan mann eins og þig. Enn fremur: Hefurðu heimildir fyrir því að slík misnotkun sé algengari meðal kaþólskra presta en presta annarra trúfélaga (eða grunnskólakennara)? Ég skora á þig til að leita þér óháðra upplýsinga um það.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 09/08/10 13:31 #

Arngrímur reynum að vera málefnaleg.

Við skulum vinsamlegast ekki fara út í umræður um kaþólsku kirkjuna í þessari umræðu. Það er hylmingin sem er glæpur kirkjunnar.

Spjallborðið er opið fyrir þá sem vilja ræða önnur mál.


Arngrímur Eiríksson - 09/08/10 13:36 #

Matti: Ok, en ég kveð þráðinn með þessu orði: Altarisdrengir. Happy Christmas.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 10/08/10 06:42 #

Prelátar ríkiskirkjunnar eru hræsnarar, predika á sunnudögum um hógværð og lítillæti en kveinka sér svo þegar kemur að því að gefa dálítið eftir í ofurlaununum. Svo bíta þeir höfuðið af skömminni með því að bera fyrir sig að fólk sem minna mega sín þurfi á kirkjunni að halda. Nær væri að senda þá peninganna beint til þess fólks og sleppa þessum mergsjúgandi millilið ríkiskirkjunni. Þetta lið er svo fordekrað og veruleikafirrt að það hálfa væri hellingur.


Sveinn - 11/08/10 16:48 #

Íslenska þjókirkjan er ekki bara í því að ferma og gifta hún er líka að fæða og klæða fátæka og veita sálrænan stuðning fyrir þá sem á því þurfa að halda.


Einar Einars (meðlimur í Vantrú) - 11/08/10 22:31 #

Níðingar eru til staðar í öllu þessu rusli sem eru kölluð trúarbrögð.

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/08/11/starfsmanni_kirkjunnar_vikid_ur_starfi_vegna_kynfer/


Alfred Styrkársson - 12/08/10 15:21 #

@Sveinn: Það eru fleiri sem sinna því hlutverki og ekki þurfa þeir að gera það á bullandi launum frá hinu opinbera.


Jón K - 14/08/10 13:08 #

Góðan dag !

Útfarir eru gjaldfrjálsar á Íslandi, hvað varðar þjónustu presta.

Bara svo að því sé haldið til haga.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 14/08/10 13:49 #

Útfarir eru gjaldfrjálsar á Íslandi, hvað varðar þjónustu presta.

Nei, þetta er ekki alls kostar rétt, sbr. http://www.domsmalaraduneyti.is/raduneyti/starfssvid/kirkjumal/upplysingar/nr/839. Hins vegar fá þeir þetta greitt úr kirkjugarðssjóði. Þannig að presturinn fær sitt, en aðstandendur þurfa ekki að borga. Eða réttara sagt, sú greiðsla fer gegnum skattkerfið.


Jón K - 14/08/10 14:19 #

"og fyrir þær athafnir þurfa kúnnarnir hvort eð er að borga úr eigin vasa."

"en aðstandendur þurfa ekki að borga"

Hvor fullyrðingin er þá réttari ?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 14/08/10 15:07 #

Fyrir brúðkaup borga kúnnarnir úr eigin vasa, fyrir greftranir borgar ríkið (í gegnum kirkjumálastjóð) klerkunum. Þeir jarða semsagt ekki ókeypis eins og sumir halda.


Jón K - 14/08/10 15:56 #

Aðalatriðið er að fullyrðingin í greininni hefur verið hrakin. ( þ.e. um greiðslu fólks "úr eigin vasa" v/ útfara ) Þessar athafnir eru gjaldfrjálsar í þeim skilningi að ekki þarf að greiða sérstakt gjald fyrir þær. Hins vegar eru þær ekki ókeypis, það er kirkjugarðurinn þar sem hinn látni/ látna er jarðsunginn greiðir presti þóknun. Það er rangt hjá Matta að Kirkjumálasjóður greiði þetta. Hver kirkjugarður er sjálfstæð eining, líklega með sér kennitölu. Við tölum um gjaldfrjálsan grunnskóla er það ekki ? Engum dettur þó í hug að kennararnir og starfslið skólans vinni sín verk án launa( sem vafalaust mættu þó vera hærri. Mbkv


Matti (meðlimur í Vantrú) - 15/08/10 00:07 #

Það er rétt, fullyrðingin í greininni er ekki rétt. Fólk greiðir ekki fyrir þjónustu prests í jarðaför úr eigin vasa.

Aftur á móti fá prestar greitt sérstaklega fyrir jarðafarir, það bætist ofan á laun þeirra.

Það er kjarni málsins.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 15/08/10 00:58 #

Aðalatriðið er, auðvitað, í samhengi greinarinnar, að prestar fá aukagreiðslur fyrir jarðarfarir.

Það er greitt sérstakt gjald fyrir þær. Það að greiðslan fari í gegnum ríkissjóð og kirkjugarðssjóð breytir ekki miklu. Á endanum greiðum við þetta.

Samanburðurinn við grunnskóla er nokkuð fráleitur. Prestar eru á föstum launum en fá greitt aukalega fyrir mikið af verkefnum. Svona (ef við höldum okkur við kennara) eins og kennarar fengju greitt aukalega fyrir ýmis viðvik, eins og hvert skipti sem þeir skrifa eitthvað á töfluna!


Jón K - 15/08/10 10:25 #

Nei, Valgarður, samanburðurinn er ekki fáránlegur milli presta og kennara. Kennarar fá sér greiðslur fyrir frímínútnagæslu, fyrir ferðalög sem farið er í með nemendur, bónus greiðslur úr e-m pottum,( hugsanlega aflagt núna í kreppunni) og vafalaust fleira.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 15/08/10 11:30 #

Eigum við virkilega að bera saman laun kennara og presta?

Það munar a.m.k. 200þ krónum á launum þessara hópa. Kennarar á Íslandi ná aldrei sömu launum og prestar, sama hvað þeir vinna mikið.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 15/08/10 17:37 #

Jón, prestar réttlæta há laun sín með því að þeir þurfi að sinna þessari þjónustu, en fá svo greitt fyrir hana aukalega.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.