Laugardaginn 6. febrúar skrifaði grínistinn Davíð Þór Jónsson hugvekju um skrítlu í Fréttablaðinu. Þetta er skemmtileg skrítla sem lengi hefur verið í uppáhaldi hjá mér. En Davíð gerir meira en að segja skrítluna heldur reynir hann að túlka boðskap hennar:
Boðskapur sögunnar er þessi: Ekki bíða eftir kraftaverki. Guð sendir þér engla sína. Ef þú ert með augu og eyru opin, að ekki sé minnst á hjartað, þá þekkirðu þá þegar þeir birtast þér. Ekki á vængjunum, heldur erindinu.
Ég túlka boðskap skrítlunnar svolítið öðruvísi. Ef mennirnir gera eitthvað gott þá er það guði að þakka. Fólkið í skrítlunni sem reyndi að bjarga prestinum var ekki að gera góðverk. Guð var að gera góðverk. Ætli það gildi það sama þegar mennirnir gera eitthvað vont? Er guð að senda englana sína þegar menn berja konuna sína? Eða nauðga barninu sínu? Hvað með þegar milljónir gyðinga voru myrtar í seinni heimsstyrjöldinni, voru það boðberar guðs? Nei, þá voru það skítugar, syndugar mannverur.
Boðskapur skrítlunnar er sem sagt þessi: ef þú, lesandi góður, gerir eitthvað gott og aðdáunarvert þá er það ekki vegna þess að þú ert góð mannvera heldur er það góði guð sem á heiðurinn að því verki. Ef þú hins vegar gerir eitthvað slæmt þá er það af því að þú ert fæddur skíthæll.
Þegar venjuleg manneskja horfir á lítið barn sér hún ekkert nema fallegan og óendanlega verðmætan einstakling. Þegar kristinn maður horfir á barn sér hann skítugan, marklausan syndara. Þessi syndari mun aldrei geta gert neitt gott. Ef það lítur út fyrir að hann geri eitthvað gott þá er það blekking. Það var guð sem gerði það. Þessi syndari getur aðeins syndgað. Hann mun fara til helvítis. En það er von. Ef hann gefur sig á vald drottni þá hefur guð sett upp útgönguleið.
Jú guð fórnaði sér til sjálfs síns og þannig, og aðeins þannig, getur hann fyrirgefið okkur aumingjunum. Hver var fórnin þegar alvitur og alsjáandi guð hékk á krossi í nokkra klukkutíma annars? Ekki veit ég það en Davíð Þór er væntanlega með nokkrar hugmyndir.
Ég verð að segja að mér þótti þessi skrítla einu sinni fyndin. En í dag finnst mér hún aðeins bera vott um óendanlega mannfyrirlitningu og ömurlega heimssýn.
Ég skil ekki alveg samhengið hjá ykkur vantrúarmönnum sem þið setjið fram gegn þessari grein frá honum Davíð Þór. Þessi video af særingum barna og grein um töfrahugsunarhátt, á ekkert skylt við Kristna trú og þann boðskap sem Biblían kennir. Þessar særingar á börnum eru greinileg misþyrming á börnunum og vanþekking á orði Guðs. Auðvitað er sorglegt þegar menn gera hluti í Jesú nafni sem er algjörlega á skjön við boðskapinn. Það er greinileg nauðsyn fyrir því að hjálpa þessu fólki og leiða það að sannleikanum og hjálpa því að kynnast því Guð er á raunverulegan hátt. Mér sýnist ykkur einnig ekkert veita af því að kynna ykkur boðskapinn í réttu ljósi og biðja Guð um að opinbera fyrir ykkur sannleikann með hjálp Heilags anda. Þið eruð á algjörum villigötum með trúleysi ykkar, ekkert síður en aðrir sem fara rangt með orð Guðs. Grein Davíðs er mjög góð og lýsandi og á ekkert skylt við þann boðskap gegn Guði sem þið komið með.
Það er ekki öllum gefið að skilja, Nonni minn, en það má reyna að útskýra þetta fyrir þér.
Sé Davíð tekinn á orðinu eigum við að trúa að guð sé að verka í stóru sem smáu. Ef björgunarsveitin sækir þig í háska er það í raun guð.
Þessir prestar í Afríku lásu þremur blaðsíðum lengra að boðorðunum í Biblíunni: "Eigi skalt þú láta galdrakonu lífi halda." Önnur bók Móse 22:18
Þakki menn guði það góða lenda þeir í vandræðum með hið slæma, illa. Trúi menn Biblíu og Jesú eru þar að verki illir andar, kölski og galdrar galdrahyskis.
Hafirðu náð að fylgja mér fram að þessu þarftu bara að taka eitt skref enn... framfylgja lögum guðs í Biblíunni... og þá er samhengið fundið.
@Nonni Nú hef ég lesið Bilblíuna. Og þeir sem hafa eitthvað uppí kollinum og hafa lesið þessa bók vita að það er hægt að skilgreina þennan guð. Svo er vel hægt að sjá persónuleika hans. Hann er barnalegur, vondur, óréttlátur og sjálfselskur. Sjálfselskur því hann vill að allir séu að hugsa um hann alltaf og það fer í pirrurnar á honum ef einhver dirfist að trúa á eitthvað annað en hann.
Nonni. Þessi guð þinn er rusl. Ég segi ekki að það sé ekki til neinn guð. En þinn guð er augljóslega ekki til ef sorpritið Biblían er hans bók. Þessi morðóði rusl guð er ekkert að fara að opinbera sig fyrir neinum. Þannig vertu alveg rólegur. Kristin trú mun deyja út.
Hvernig getur Nonni verið viss um að hans túlkun á boðskapnum sé réttari en túlkun prestsins í myndbandinu?
Hvað eru til margar mismunandi túlkanir á orði guðs?
Talandi um túlkun á ritningunum. Hvernig stendur á því að hver og einn getur tekið sína túlkun og fleygt henni í andlitið á náunganum og segja: "Þetta er rétt túlkun!". Má ekki strax sjá hversu gloppótt þessi rit eru þegar fullkomið orð Guðs Föðurs Almáttugs Skapara Himins Og Jarðar má túlka á milljón vegu og öll hafa sama vægi á móti öllum hinum?
Hvar er skynsemin í þessu rugli? Ég á gífurlega erfitt með að sjá hana. Hvers vegna þurfum við þessi rit? Hvaða gagn gera þau? Mér virðist þau einungis skapa rifrildi og vesen. (Og "réttlætanlega" misþyrmingu á börnum.)
Það er mjög auðvelt að vera ekki fylgjandi Guðs og snúa boðskap Biblíunnar á þann veg að leiða fólk til glötunnar. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þið þekkið texta Biblíunnar en ég geri mér líka grein fyrir því að þið skiljið ekki samhengið og gerið það með mjög meðvitaðri ákvörðun að snúa út úr og loka augunum fyrir tilganginum og þeim fallega boðskap sem er rauði þráðurinn frá upphafi til enda. Það er sorglegt að sjá hatrið og fordómana sem býr í hjörtum ykkar. En eins og þið auðvitað vitið þá er von fyrir ykkur. Það er ykkar að opna augun og eyrun. Þið hafið val um að þjóna kærleiksríkum Guði sem elskar ykkur eins og alla aðra sem hann hefur skapað eða fylgja rógberanum og lygaranum sem er djöfull og satan. Þið hafið valið.
Ég geri mér alveg grein fyrir því að þið þekkið texta Biblíunnar en ég geri mér líka grein fyrir því að þið skiljið ekki samhengið
Hvaða samhengi skiljum við ekki?
þeim fallega boðskap sem er rauði þráðurinn frá upphafi til enda
Hvaða fallegi boðskapur er það?
Það er sorglegt að sjá hatrið og fordómana sem býr í hjörtum ykkar
Æi, éttann sjálfur.
Þið hafið val um að þjóna kærleiksríkum Guði sem elskar ykkur eins og alla aðra sem hann hefur skapað eða fylgja rógberanum og lygaranum sem er djöfull og satan.
Er þetta þessi "fallegi boðskapur"? Hvað gerist ef við veljum ekki að fylgja gvuðinum þínum?
þið skiljið ekki samhengið og gerið það með mjög meðvitaðri ákvörðun að snúa út úr og loka augunum fyrir tilganginum og þeim fallega boðskap sem er rauði þráðurinn frá upphafi til enda.
Þrækun
(Leviticus 25:44-46 NLT)(Exodus 21:2-6 NLT)(Exodus 21:7-11 NLT)(Exodus 21:20-21 NAB)(Ephesians 6:5 NLT)(1 Timothy 6:1-2 NLT)(Luke 12:47-48 NLT)
Morð og nauðganir.
(Judges 21:10-24 NLT)(Numbers 31:7-18 NLT)(Deuteronomy 20:10-14)(Deuteronomy 22:28-29 NLT)(Deuteronomy 22:23-24 NAB)(2 Samuel 12:11-14 NAB)(Deuteronomy 21:10-14 NAB)(Judges 5:30 NAB)(Exodus 21:7-11 NLT)(Zechariah 14:1-2 NAB)(Deuteronomy 17:12 NLT)(Exodus 22:17 NAB)(Leviticus 20:13 NAB)(Leviticus 20:27 NAB)(Exodus 21:15 NAB)(Proverbs 20:20 NAB)(Leviticus 20:9 NLT)(Leviticus 20:10 NLT)(Leviticus 21:9 NAB)(Exodus 22:19 NAB)(2 Chronicles 15:12-13 NAB)(Zechariah 13:3 NAB)(Deuteronomy 13:13-19 NLT)(Deuteronomy 22:20-21 NAB)(Deuteronomy 13:7-12 NAB)(Deuteronomy 17:2-5 NLT)(Leviticus 24:10-16 NLT)(Deuteronomy 13:1-5 NLT)(Deuteronomy 18:20-22 NLT)(Romans 1:24-32 NLT)(Numbers 1:48-51 NLT)(Exodus 31:12-15 NLT)(2 Kings 2:23-24 NAB)(1Samuel 6:19-20 ASV)(1 Kings 20:35-36 NLT)(2 Samuel 6:3-7 NAB)(Isaiah 14:21 NAB)(Hosea 9:11-16 NLT)(Ezekiel 9:5-7 NLT)(Exodus 12:29-30 NLT)(Jeremiah 51:20-26)(Leviticus 26:21-22 NLT)(Isaiah 13:15-18 NLT)(Judges 15:14-15 NAB)(Acts 5:1-11 NLT)(1 Samuel 15:2-3 NAB)(Jeremiah 48:10 NAB)(Joshua 19:47 NAB)(Jeremiah 15:1-4 NLT)(Exodus 23:23 NAB)(Joshua 8:1-29 NLT)(Joshua 6:20-21 NLT)(1 Kings 14:9-16 NLT)(Judges 20:48 NAB)(2 Kings 19:35 NAB) (Exodus 32:26-29 NLT)(Joshua 7:19-26 Webster's Bible)(Numbers 25:1-9 NLT)(1 Kings 18:36-40 NLT) (Jeremiah 50:21-22 NLT)(Judges 18:27-29 NLT)
Guð er alveg jafnt minn Guð sem þinn eða ykkar allra, að því leiti að við erum öll sköpuð af Honum til þess að eiga samfélag við Hann. Það er staðreynd sem við komumst ekki hjá að búa við. Samhengið er í stuttu máli, upphafið, upphaf syndarinnar sem rakið er til engilsins fallna, djöfulsins og hans fylgdarsveina. Syndar mannsins, Adams og Evu, sem átti sér stað vegna óhlýðni þeirra gegn Guði sem orsakaði það að því fylgdi dauði og sjúkdómar sem syndin veldur. Guð gaf englunum frjálsan vilja eins og okkur mönnunum. Þeir englar sem fylgja ekki Guði eru eilíflega dæmdir til að fylgja djöflinum. Djöfullinn er ekkert annað en engill með frjálsan vilja sem er skapaður af Guði. Það sem við höfum fram yfir englana er að við eigum endurlausn í Jesú Kristi. Það er sá boðskapur sem við fylgjum í dag, ekki lögmál Móse sem var ógjörningur að framfylgja og það fórnarkerfi sem því fylgdi. Þú spyrð Matti hvað verður um ykkur sem fylgið ekki Guði. Þú veist svarið. Djöfullinn er til og hann vill halda þér frá Guði. Jesús er líka til og Hann mun leysa þig undan valdi syndarinnar ef þú ert auðmjúkur og fús til að taka við Honum.
Arnarþ. Þessir ritningarstaðir sem þú kastar fram hér er gott dæmi um samhengislausa túlkun og skilningsleysi. Við vitum vel að það er hægt að finna fullt af ritningarstöðum sem gefa ekki fallega mynd og stinga í hjartað. Það er ekkert leyndarmál, en kjarni boðskapsins og rauði þráðurinn sem er kærleikur Guðs er það sem skiptir öllu máli. Reyniði nú að opna augun í Jesú nafni,Amen.
Nonni, mér þykir leitt að segja þér það en mér þykir þessi "boðskapur" þinn viðbjóðslegur.
Samhengislaus? Vinsamlegast allir að skoða þessi vers. Öll eru frekar ógeðsleg. "Stinga í hjartað" finnst mér vera alveg fáránlegt. Svipað og að segja"Helförin var í lagi, ég meina Hitler bygði nú betri vegi fyrir þýskaland."
Lesið kaflana á undann og eftir og segið mér, er evilbible.com að taka einhverja úr samhengi?
(2 Samuel 12:11-14 NAB)
11Því að svo segir Drottinn: Ég mun láta ógæfu koma yfir þig úr þinni eigin fjölskyldu. Ég mun taka konur þínar frá þér fyrir augum þér og gefa þær öðrum manni. Hann mun leggjast með konum þínum um hábjartan dag. 12Þú hefur unnið verk þín á laun en ég mun vinna þetta verk frammi fyrir öllum Ísrael um hábjartan dag.“ 13Þá sagði Davíð við Natan: „Ég hef syndgað gegn Drottni.“ Natan svaraði: „Drottinn hefur fyrirgefið þér synd þína. Þú munt ekki deyja. 14En vegna þess að þú hefur gefið óvinum Drottins tilefni til að smána hann mun sonur þinn, sem fæðist innan skamms, deyja.“[sonurinn deyr 7 dögum síðar]
Þetta er ein af sjúkustu tilvitnunum í biblíuna. Guð sjálfur lætur nauðga algjörlega saklausum konum, og drepur svo sjálfur algjörlega saklaust barn.
Samhengislausa bull!!!!!
Bara svona til ykkar sem hafið svona slæmt álit á guði. Ég ráðlegg ykkur að kanna samband ykkar við foreldra ykkar. Viðhorf fólks til guðs myndast af því hlutskipti sem fólk fær í lífinu og ekki síður af foreldrunum. Fólki sem finnst hlutskipti sitt í lífinu slæmt hefur yfirleitt neikvætt viðhorf til almættisins, finnst hann vondur,óréttlátur osfrv.
Foreldrar okkar gegna hlutverki guðs í lífi okkar fyrstu æfiárin og það samband sem við myndum við þau er mjög mótandi gagnvart því viðhorfi sem við mótum okkur á því sem við köllum guð, þeim aðila sem hefur alræðisval yfir okkar lífi. Foreldrar okkar hafa alræðisvald yfir okkar lífi fyrstu æfiárin og eru það eina í reynslu okkar sem við getum samsamað hugtakinu guð. Ef foreldrar okkar eru vondir við okkur þá hljótum við að fá mjög neikvætt viðhorf til þess sem ræður yfir lífi okkar og það eru foreldrar okkar og svo guð seinna meir.
Og svo smá um Biblíuna.
Ef Biblían væri skrifuð á rósamáli þar sem allir væru fallegir og gáfaðir eins og hjá Barbie og Ken. Engar blóðsúthellingar eða þar væri yfirleitt ekkert ljótt skrifað þá væri hún ekki marktæk. Ef guð er höfundur Biblíunnar þá er hún um lífið eins og það er væntanlega. Og lífið er svo sannarlega ekki alltaf fallegt eða skemmtilegt, þarf nú varla að segja það.
Ertu að móðga foreldra mína? "Fólki sem finnst hlutskipti sitt í lífinu slæmt hefur yfirleitt neikvætt viðhorf til almættisins, finnst hann vondur,óréttlátur osfrv". Meinaru eins og þetta fólk http://www.celebatheists.com/?title=Category:Atheist ? Og endilega eins og ég sagði að kíkja á versin sem ég skráði áðann.
Nei ekki endilega Arnar. Ég bendi á tvær ástæður fyrir neikvæðu viðhorfi til guðs.
Nei Arnar ég er ekki að tala um þetta fólk sem er trúleysingjar. Ef maður trúir ekki á guð þá getur maður ekki verið reiður út í hann. Er það nokkuð?
Ég er persónulega mjörg reiður, ekki beint út á almættið heldur fólkið sem bjó hann til. Notaði trú til þess að koma boðskap sínum framm.
Matti: Nú veit ég ekki neitt um þig og ætla ekki að dæma skoðanir þínar. Ég þekki ekki hvers vegna þínar skoðanir hafa mótast á þennan hátt sem raun ber vitni en ég hef alveg verið á svipuðum stað með mínar skoðanir og skil því vel þessa andlegu baráttu sem er til staðar. Það er ekki auðvelt að útskýra sannleikann fyrir mönnum sem eiga ekki trú án þess að vera álitinn ruglaður eða ofsafenginn. En þegar maður hefur öðlast skilning á sannleikanum fyrir opinberun Heilags anda sem starfar stöðuglega í þeim sem trúa þá er ekki hægt annað en að reyna eftir bestu getu að breiða út boðskapinn, hjálpa fólki og leiða það af vegi glötunarinnar. Það er ekkert sem segir að jarðneska lífið eigi bara að vera dans á rósum og að Kristið líferni sé staðfesting á áhyggjulausu lífi heldur þvert á móti. En það er þess virði, því að gleðin og kærleikurinn sem því fylgir er ofar öllum skilningi. Elskum Guð og elskum náungann. Það er lykillinn, sama á hverju dynur.
@Kristján
Ertu með einhverjar heimildir fyrir þessu kjaftæði? Eða varstu kannski að grínast?
Þetta er svona svipað og ef ég segði að kristnir ættu að fara að drífa sig þroskamælingu því oft er fylgni milli þroskaheftu og trúgirni.
Arnarþ: Ég legg til að þú byrjir á að lesa Nýja testatmentið sem er mun eðlilegra og auðveldara að skilja með tilliti til tímans sem við lifum á áður en þú ferð að reyna að skilja tenginguna á milli þess gamla og nýja. Biblían er ekki skrifuð í versum eða köflum. Hún er byggð upp á bréfum og bókum sem eru 66 talsins. Kaflar og vers voru ekki til fyrr en á 14. eða 15. öld minnir mig og í þeim tilgangi að auðvelda uppflettingu, það er því ekki réttlætanlegt að lesa hana og túlka í versum. Samhengið er mun víðara og tilgangur með öllum verkum, bæði Guðs og manna á mismunandi tímum og við mismunandi aðstæður.
Kristján sagði: Ég bendi á tvær ástæður fyrir neikvæðu viðhorfi til guðs.
Segðu mér Kristján, ertu með neikvætt viðhorf til jólasveinsins? En einhyrninga? Hvaða viðhorf hefurðu til Ra, Seifs nú eða Óðins?
Trausti ég er ekki alveg að skilja tengingna hjá þér. Ekki nema þú teljir pabba þinn vera jólasvein og mömmu þína einhyrning ;) Nú þá erum verið eitthvað komnir áleiðis ;)
Kristján, lestu setninguna sem þú sjálfur skrifaðir aftur. Hérna er hún til hægðar auka fyrir þig: Ég bendi á tvær ástæður fyrir neikvæðu viðhorfi til guðs.
Lestu hana vandlega... ókei búinn? s.s. neikvætt við horf til guðs. Ekki foreldra.
Svo ég matreiði þetta ofan í þig algjörlega þá er jafn heimskulegt að tala um neikvætt viðhorf trúleysingja til einhvers sem hann trúir ekki á og að tala um neikvætt viðhorf heilbrigðs einstaklings til ímyndaðra hluta.
Trúleysingjar hafa ekki neikvætt viðhorf til guðs. Þeir telja einfaldlega að hann sé að öllum líkindum ekki til.
@Kristján
"Ef Biblían væri skrifuð á rósamáli þar sem allir væru fallegir og gáfaðir eins og hjá Barbie og Ken. Engar blóðsúthellingar eða þar væri yfirleitt ekkert ljótt skrifað þá væri hún ekki marktæk. Ef guð er höfundur Biblíunnar þá er hún um lífið eins og það er væntanlega. Og lífið er svo sannarlega ekki alltaf fallegt eða skemmtilegt, þarf nú varla að segja það. "
Hate too burst your bubble en..
...það er guð sem er vondur og ógeðslegur í biblíunni! Biblían hefði vel getað fjallað um ógeðslega hluti en haft guð góða gæjanns svo þessi athugasemd þín hefur ekkert gildi.
Sá sem les allt ógeðið í gamla testamentinu og heldur áfram að kalla sig kristinn fær enga virðingu frá mér.
Opna augun og hugsa gagnrýnt!
Ég er bara orðlaus. Eru menn eins og Nonni og Kristján virkilega að meina það sem þeir eru að segja?
Hvernig er hægt að rökræða við svona rökleysu-experta??
Skýrist viðhorf manna til guðs á sambandi við foreldra?? HAHAHAH ertu ekki að grínast?!?!
Kannski fyrir fólk sem hugsar ekki sjálfstætt í eitt augnablik - en ekki eðlilegt hugsandi fullorðið fólk.
Ég er farinn að huga að matnum.. þetta er of súrrealískt!!
GuðlaugurEru menn eins og Nonni og Kristján virkilega að meina það sem þeir eru að segja?
Ég er á báðum áttum reyndar. Þetta er of kómískt til að vera alvara. Mig grunar botnvörpuhernað og hann vel útfærðan. Ég á amk nógu leiðinlega vini til að standa í þessu;)
Hvað heitir internet lögmálið aftur sem segir að það sé ekki hægt að greina í sundur grín og alvöru er það er nógu öfgakennt.
PS ef ég hef rétt fyrir mér þá krefst ég þess að menn hlíti alþjóðlegum lögum grínista og hætti þar sem ég hef spottað þá.
Nonni. Kíktiru á einhver af versunum sem ég benti á? Skoðaðiru einhveja af köflunum nálægt eða yfirhöfuð versin/kaflana sjálfa? Það er ekkert samhengi. Guð er A, OKEY með nauðgun. Svo lengi sem konan er neidd til að giftast nauðgaranum. Eða hvað með að konum sem er nauðgað og geta ekki öskrað verður að deyða. Síndu mér hvernig samhengi þetta passar í!!! Eingin af þessum versum geta verið góð. Í neinu samhengi. Ég hef lesið nýja testamentið. Of plain. Ekkert í því sem mér fynnst sérstakt. Bara maður að segja fólki að vera gott við annað fólk og segjast vera sonur guðs. Ég skal gera það einmitt núna. ELSKAÐU NÁGRANNA ÞINN, ps ég er guð.
Ætla að fara yfir það hversu mikill (ekkert orð sem lísir svona ógeði) þú ert. Þér fynnst í alvöru í lagi að: drepa þúsundir barna fyrir glæps eins manns(ekki hann samt), nauðga, myrða, ræna,eiga þræla og listinn fer áfram. Í réttu samhengi auðvitað.
Trausti Freyr: Sú setning sem þú endar á er gott dæmi um að það er mikil von, meira að segja hjá trúleysingjunum. Það að telja að Guð sé að öllum líkindum ekki til segir mér að þið útilokið ekki þann möguleika að Hann sé til. Það er góð byrjun og segir mér að þröngsýni ykkar er kannski ekki svo mikil eftir allt saman.
Guðlaugur Örn: Þú útskýrir mig sem rökleysu-expert. Það er einkennileg afgreiðsla, og kemur svo með dæmi um það sem Kristján er að segja varðandi foreldrana sem er algjörlega óviðkomandi því sem ég var að segja. En svo ég komi nú inn á hlutverk foreldra þá vitum við að börnin læra það sem fyrir þeim er haft og það sem foreldrarnir sá í hjörtu barnanna mun fylgja þeim um ókomin ár. Ef foreldrarnir sá guðleysi og trúleysi í hjörtu þeirra þá er það í mínum huga sorgleg og ómannúðleg uppeldisfræði. Börn án vonar verða augljóslega vonlaus og enda á vegi glötunarinnar eins og því miður margir fullorðnir glíma við í dag. Sagan endurtekur sig aftur og aftur en það er okkar hlutverk sem erum Kristin að færa von inn í þennan heim sem stefnir hraðbyr til glötunnar vegna vonsku og illsku mannsins. Þetta er auðvitað bænarefni og það er trú mín að trúleysingjarnir muni sjá að sér og átta sig á þeirri eyðileggingarstarfsemi sem þeir fara fyrir. T.d. það að berjast gegn boðun Kristinnar trúar í skólum landsins og um allan heim, er gott dæmi um illsku manna sem eru á valdi djöfulsins.
T.d. það að berjast gegn boðun Kristinnar trúar í skólum landsins og um allan heim, er gott dæmi um illsku manna sem eru á valdi djöfulsins.
Nú vantar bara góðan særingameistara, Nonni, eða bálköst.
Ok. Núna er ég viss um að þú sért bara að trolla. Alveg ótrúlegt að fólk vilji fá að stjórna uppeldi barna sinna! Þetta er outrage.
Nonni: Sú setning sem þú endar á er gott dæmi um að það er mikil von, meira að segja hjá trúleysingjunum. Það að telja að Guð sé að öllum líkindum ekki til segir mér að þið útilokið ekki þann möguleika að Hann sé til. Það er góð byrjun og segir mér að þröngsýni ykkar er kannski ekki svo mikil eftir allt saman. Jæja það er frábært að þú teljir að jafnvel við ógeðslegu trúleysingjar höfum von.
Seinni punkturinn þinn segir kannski meira um þekkingu þína á afstöðu trúleysingja en af afstöðunni sjálfri. Ég þekki amk engan trúleysingja sem er viss um að guðir séu ekki til (þó svo að einhverjir séu mögulega til).
Vissulega finnst okkur tilvist guða og annara hindurvitna ólíkleg en það er ekki hægt að afsanna óafsannanlegan hlut.
Svei mér, þessi umræða fór fljótt úr böndunum. En Trausti: Mig grunar að þú sért að tala um Poe's Law.
"Without a winking smiley or other blatant display of humor, it is impossible to create a parody of Fundamentalism that SOMEONE won't mistake for the real thing."
http://rationalwiki.com/wiki/Poe%27s_Law
Takk Ranger
Já það var amk frekar lítið um gagnlega umræðu um innihald greinarinnar fannst mér.
En svona virka troll vel:)
Reynir: Eða bara trú á Jesú Krist og einbeita sér að því hver hann er. Viðurkenna það að Jesús er Drottinn allra og losna þannig undan valdi hins illa.
Trausti Freyr: Þú getur ekki ætlast til þess að fá fullvissu um tilvist Guðs öðruvísi en að opna augun fyrir þeim möguleika að Hann er stöðugt starfandi um allan heim og í hjörtum þeirra sem á hann trúa. Þú munt ekki fá að vita sannleikann ef þú ekki biður Hann að mæta þér. Ef það er afstaða ykkar að tilvist Guðs sé bara ólíkleg þá hafið þið eitthvað innra með ykkur sem segir ykkur frá þeim möguleika að hann geti verið til. Biblían er ekki eina heimildin fyrir því hver Jesús Kristur er, það eru til þúsundir annarra rita sem segja frá þessum kraftaverkamanni sem gekk um á jörðinni. Fyrir utan alla þá vitnisburði og þá staðreynd að Jesús er að mæta fólki enn í dag. Hann mun ekki troða sér inn í líf þitt en Hann mun mæta þér ef þú biður í trú og einlægni. Ég mæli með því að þú og þið kynnið ykkur betur Kristið starf á Íslandi og látið á það reyna persónulega hvað fer þar fram, í stað þess standa og dæma fyrirfram hluti sem þið kannski þekki svo ekki sérstaklega vel. Það getur enginn ætlast til þess að hann skilji Biblíuna án opinberunar Heilags anda. Þið getið heldur ekki lokað augunum fyrir því að það býr í ykkur óáþreifanlegur andi og sál sem mun lifa þó svo að líkaminn deyji.
Nonni, ég hef heldur ekki lokað á möguleikan að jólasveinninn sé til. Mun ég sannfærast um tilvist hans þegar ég bið hann um að mæta mér?
Það er eitt að vera með opinn hug og annað að hafa hug sinn svo opinn að heilinn hafi dottið út.
Og það eru engar aðrar heimildir sem segja frá tilvist Jesú fyrir utan biblíuna. Bentu mér t.d. á eina heimild sem segir frá hundruðum uppvakninga í borginni sem Jesú var krossfestur.
http://www.hugi.is/tilveran/articles.php?page=view&contentId=7064260
Nonni, þú mættir taka ýmislegt í þessari grein til þín, þ.e.a.s ef þú ert ekki að grínast.
Ef það væri mitt hlutverk að sannfæra ykkur um tilvist Guðs og Jesú Krists þá yrði það sennilega ævilangt verkefni fyrir mig. En sem betur fer höfum við Heilagan anda sem mun á sínum tíma sannfæra ykkur um synd, réttlæti og dóm. Það er hans hlutverk en ekki mitt. Ég er hins vegar búinn að hafa gaman að því skrifa ykkur og mun örugglega halda því áfram í einhverju mæli og geri ráð fyrir því að ykkur leiðist það ekki heldur. Guð mun á sínum tíma nýta sér starf ykkar sér til dýrðar. Þið eruð mjög einbeittir og ákafir í ykkar trúboði, það er aðdáunarvert og mætti vera fyrirmynd margra. Það er líka gaman að sjá að þið eruð mjög Biblíulega sinnaðir að mörgu leiti, sem er hið besta mál.
Valdimar: Þetta er gott dæmi um einstakling sem er rændur trú sinni. Það kemur ekkert fram um hver afstaða foreldra hennar er, hvort þau eru í lifandi samfélagi við Guð. Það kemur heldur ekkert fram um það hvort hún hafi að einhverju leiti ræktað samfélag sitt við Guð eða lesið Biblíuna. Það að hún hafi farið í leikskóla hjá Hvítasunnumönnum hefur ekki mikið að segja ef áherslurnar eru ekki þær sömu heima fyrir og segir ekkert til um trú foreldranna. Mér sýnist hún bara hafa farið eftir því sem menn sögðu henni, hvort sem þeir voru trúaðir eða ekki. Það er ekki svo einfalt að segjast trúa, trú er ekki bara einhver hugmynd sem fæðist í kollinum. Messur þjóðkirkjunnar eru ekki lifandi trúað samfélag nema að litlu leiti, þar snýst þetta meira um form og hefðir frekar en persónulegt samfélag við Guð. Ég er t.d. ekki sammála því að skíra lítil börn að þeim óspurðum og það er ekkert í Biblíunni sem styður það. Sama með ferminguna, það er athöfn sem er bara búin til af mönnum, ekki byggð á Biblíulegum forsendum, og hefur í flestum tilfellum enga þýðingu fyrir viðkomandi einstakling. Það er ekki eðlilegt að taka trúarafstöðu fyrir einn eða neinn og ég tala ekki fyrir því. Það er ekki það sama og að boða trú, það tekur svo hver og einn sína afstöðu þegar hann er tilbúinn til þess. Þegar að því kemur er eðlilegt að framkvæma niðurdýfingarskírn eins og Biblían kennir.
Nonni, ég mundi gjarnan vilja heyra það sem þú hefur að segja um greinina mína. Er ég að túlka orð Davíðs þar eitthvað vitlaust?
Veistu hvað nonni. Ég meikaði eingann sens útur þvís sem þú varst að segja. Trú er tekinn á mismunandi hátt. Enda greinilegt að "guð" var á verstu sveppum þegar hann skryfaði biblíunna. Hægt er að taka við boðskak biblíunnar eins og hver og einn vill. T.d. mun sá sem les bara mattheusar guðspjallið aldrey hafa sömu trúarskoðun og maður sem hefur lesið alla biblíuna. Þetta er enn eitt sem mér fynst ótrúlegt við trú. Þetta byrjar sem rótir, verður svo með tímanum tré, það verða til greinar og á greinonum laufblöð. Svo hugsa allar sameindirnar í öllum laufunum öðruvísi. Það tekur einginn inn boðskap biblíunnar eins. Og það að segja að þín aðferð er sú eina rétta fynst mér bæði kaldhænislegt og ógeðsegt(þ.e.a.s. hvernig þú svarar mér ekki um samhengi nauðgunar og góðvilja guðs?).
Herra Nonni, viltu hætta að þvaðra þessa vitleysu og rökræða eins og maður. Hætta þessum ad hominem rökhætti og segja að við verðum að "Viðurkenna það að Jesús er Drottinn allra og losna þannig undan valdi hins illa.".
Ég meina það. Svona togara hef ég aldrei séð áður. Nú þegar ég hugsa útí það er Poe's Law alveg að snarverka hérna.
Viltu vera svo vænn að svara þessari spurningu án nokkurra útúrsnúninga og vitleysu: Hvaða samhengi erum við að missa hérna? Bæði hvað varðar greinina og hvað varðar Biblíuna.
Trausti. Það er auðvitað ekki hægt annað en að sjá fordómana og reiðina sem fylgir þessari grein. Það að láta sér detta í hug að Kristnir einstklingar sjá lítið barn fyrir sér sem skítugan og marklausan syndara sem á sér ekki viðreisnarvon er auðvitað eins og hvert annað bull. Við sjáum auðvitað börnin sem yndislega sköpun Guðs.
Svo er ekkert samhengi milli þess að trú á Guð og gera góðverk. Það geta allir gert góðverk, hvort sem þeir trúa á Guð eða ekki. En við sem erum lifandi trúaðir einstaklingar reynum eftir bestu getu að sýna það í verki. Við gerum ekki góðverkin til þess að upphefja okkur sjálf og sýna öðrum hvað við erum frábær heldur vinnum við þau verk sem Guð leggur á hjarta okkar til þess að gera hann dýrðlegan. Þegar maðurinn vinnur vond verk þá er það vegna þess að hann skortir Guð. Það segir sig sjálft að menn sem misnota börn eru ekki fylgjendur Guðs í því verki. Þetta þýðir heldur ekki að Kristnir einstaklingar syndgi ekki, þeir hafa þó þetta auðmjúka hjarta sem gerir þeim kleift að iðrast og snúa frá syndinni. Syndin er marglsungin og framkvæmanleg á mörgum sviðum og það er alveg ljóst að henni er ekki stjórnað af Guði eða englum Hans. Þú spyrð Trausti: Hver var fórnin þegar alvitur og alsjáandi guð hékk á krossi í nokkra klukkutíma annars? Guð lægði sjálfan sig og varð mönnum líkur, Hann gekk um og gerði góðverk, læknaði sjúka og þjónaði mönnum eftir bestu getu í sínum takmarkaða mannlega líkama. Hann skildi Guðdómleika sinn eftir og var því ekki alvitur og alsjáandi meðan hann gekk um á jörðinni. En fórnin var sú að við eigum endurlausnina í nafni Hans, Jesú Krists. Hann leysti okkur undan lögmáli og fórnarkefi Móse, ekki bara það, Hann uppfyllti lögmálið og mörg hundruð ára, sumir eldri, spádómar uppfylltust í Honum. Hann reis upp til Föðurins og eftir 40 daga gaf Hann okkur Heilagan anda sem var ekki til staðar áður nema mjög takmarkað þegar Guð ákvað. En nú höfum við Heilagan anda til staðar fyrir okkur alltaf sem sannfærir okkur um synd, réttlæti og dóm.
Arnarþ. Ég er ekkert að segja að mín túlkun sé sú eina rétta og setja sálfan mig á einhvern hærri stall en einhvern annan. Ég er að undirstrika mikilvægi þess að lesa alla Biblíuna í samhengi. Það er aldrei vilji Guðs að einstaklingum sé nauðgað eða misþyrmt á nokkurn hátt. En það er alveg ljóst að þeir sem ekki taka við Guði munu ekki hljóta blessun heldur miklu fremur bölvun. Það á einnig við um börn foreldra sem haga sér ósæmilega, þá fylgir bölvun foreldranna oft börnunum sem hafa ekki mikið um það að segja. Þetta er auðvitað erfitt að skilja og erfitt að eiga við. Biblían krefst í mörgum tilfellum ekki mikillar túlkunnar þó svo að það sé margt sem er erfitt að útskýra á mannlegan mælikvarða. Það er oft ágætt að leyfa Orðinu að tala bara eins og það stendur í stað þess að oftúlka og rangtúlka. Við munum aldrei skilja allan sannleikann fullkomlega fyrr en allt er komið fram. Eins og ég hef sagt áður er það kærleikur Guðs sem skiptir öllu máli, það er mjög auðvelt að sjá fyrir sér reiðan og ósanngjarnan Guð með því eingöngu að vitna í lögmál Móse. Guð er ekki reiður og hefnigjarn Hann er kærleiksríkur, Hann er kærleikur. Við finnum miklu meira um þá hlið Guðs í Biblíunni heldur en hitt. Við megum ekki gleyma því að Guð skapaði manninn í sinni mynd, það þýðir að við eigum eitthvað sameiginlegt með Guði, ekki satt?
Nonni, vissulega er hugmyndin um að börn séu ásökuð um galdra og þeim misþyrmt á vegu sem ekki er kurteist að tala um í siðuðum félagsskap ógeðsleg. Sjálfum dettur mér ekki í hug að ásaka neinn mann um að geta áreynslulaust dottið slík firra í hug. Hins vegar viðgengst það í Alþýðulýðveldinu Kongó að guðsmenn svindla út úr sveitungum sínum fyrir salti í grautinn með því að sá og rækta þess þess háttar hugmyndir í huga aðstandenda barnanna. Frá þessu hefur áður verið greint, sjá þessa athugasemd. Nema að þér viljið ásaka fréttastofu ABC um lygar (!)
Ég læt vera að stinga þau graftarkýli sem einkenna afgang athugasemdar yðar, ef undan er skilin hin illa lyktandi mótsögn sem þér festist í í línum 1-4 annarar málsgreinar áðurnefndrar athugasemdar. Ég hvet yður eindregið til að rýna í þetta textabrot þangað til þér sjáið hver hún er áður en þér haldið áfram þeirri krossferð sem þér hafið ráðist í á þessum athugasemdaþræði.
Fyrir ykkur sem telja Nonna og Kristján vera að grínast eða "trolla" þá er ég hræddur um ekki. Ég hef grun um hver Nonni er. Og hann lærði þessa vitleysu í Biblíuskóla hér á landi (www.mci.is).
Nonni, ef ég hef rétt fyrir mér þá máttu senda mér skilaboð á facebook, ég lofa (ef þú treystir trúleysingja) að gefa ekki upp fullt nafn þitt.
Trausti. Það er auðvitað ekki hægt annað en að sjá fordómana og reiðina sem fylgir þessari grein. Það að láta sér detta í hug að Kristnir einstklingar sjá lítið barn fyrir sér sem skítugan og marklausan syndara sem á sér ekki viðreisnarvon er auðvitað eins og hvert annað bull. Við sjáum auðvitað börnin sem yndislega sköpun Guðs.
Þú hafnar sem sagt hugmyndinni um erfðasyndina? Ok en þú áttar þig á því að þá ertu ekki kristinn þar sem þau trúarbrögð hvíla eiginlega öll á þeirri hugmynd. T.d. er „fórn“ jesú marklaus ef það er engin erfðasynd. Ef þú hafnar henni ekki þá eru börn syndarar ekki satt? Annað hvort er það!
Svo er ekkert samhengi milli þess að trú á Guð og gera góðverk. Það geta allir gert góðverk, hvort sem þeir trúa á Guð eða ekki. En við sem erum lifandi trúaðir einstaklingar (eru margir dauðir trúaðir einstaklingar til ? Eða ertu að reyna að segja að trúlausir einstaklingar séu minna lifandi en trúaðir?) reynum eftir bestu getu að sýna það í verki. Við gerum ekki góðverkin til þess að upphefja okkur sjálf og sýna öðrum hvað við erum frábær heldur vinnum við þau verk sem Guð leggur á hjarta okkar til þess að gera hann dýrðlegan.
Já þetta er nefninlega grundvallar munur á trúuðum og ótrúuðum. Við trúlausir erum gott vegna þess að það er hið rétta að gera. Þegar við gefum hungruðum manni að borða erum við ekki að gera það fyrir nokkurn annan en einmitt þennan mann.
Þegar maðurinn vinnur vond verk þá er það vegna þess að hann skortir Guð.
Þú ert sem sagt í heildina sammála greininni minni. Allt það góða sem menn gera er guði að þakka og allt það slæma sem þeir gera er þeim sjálfum að kenna.
Það segir sig sjálft að menn sem misnota börn eru ekki fylgjendur Guðs í því verki. Þetta þýðir heldur ekki að Kristnir einstaklingar syndgi ekki, þeir hafa þó þetta auðmjúka hjarta sem gerir þeim kleift að iðrast og snúa frá syndinni.
Hvað áttu við? Geta trúlausir ekki iðrast þá? Geta þeir ekki hætt að gera vonda hluti?
Syndin er marglsungin og framkvæmanleg á mörgum sviðum og það er alveg ljóst að henni er ekki stjórnað af Guði eða englum Hans. Þú spyrð Trausti: Hver var fórnin þegar alvitur og alsjáandi guð hékk á krossi í nokkra klukkutíma annars? Guð lægði sjálfan sig og varð mönnum líkur, Hann gekk um og gerði góðverk, læknaði sjúka og þjónaði mönnum eftir bestu getu í sínum takmarkaða mannlega líkama. Hann skildi Guðdómleika sinn eftir og var því ekki alvitur og alsjáandi meðan hann gekk um á jörðinni.
Hljómar ekki sem nein gríðarleg fórn fyrir mér satt best að segja. Guð tók sér helgarfrí á jörðini og skemmti sér að mestu vel þótt einhverjir klukkutímar voru vissulega ömurlegir. Ég get gefið þér mörg dæmi um venjulegt fólk sem hefur þjáðst miklu, miklu meira en þetta.
En fórnin var sú að við eigum endurlausnina í nafni Hans, Jesú Krists.
Ég held að þú skiljir ekki alveg hvað orðið fórn þýðir. Að fórna einhverju er að láta eitthvað verðmætt eða mikilvægt frá sér. Er það að við eigum endurlausn fórn fyrir guð? Var hann að spara þessar endurlausnir?
Hann leysti okkur undan lögmáli og fórnarkefi Móse, (hvernig er það fórn?) ekki bara það, Hann uppfyllti lögmálið (hvernig er það fórn?) og mörg hundruð ára, sumir eldri, spádómar uppfylltust í Honum(hvernig er það fórn?) . Hann reis upp til Föðurins (hvernig er það fórn?) og eftir 40 daga gaf Hann okkur Heilagan anda sem var ekki til staðar áður nema mjög takmarkað þegar Guð ákvað.
Hvernig er það fórn? Og NB afhverju þessi níska í guði. Var hann eitthvað tæpur á heilögum anda?
En nú höfum við Heilagan anda til staðar fyrir okkur alltaf sem sannfærir okkur um synd, réttlæti og dóm.
Kannski að þið trúmenn þurfið heilagan anda til þess. Við trúleysingarnir notum bara heilbrigða skynsemi.
Það er gott að heyra Trausti hversu grundvallaður í trú þinni þú ert. Ég hef svo sem ekki miklar áhyggjur af því fólk hlusti almennt mikið á ykkur þó svo að ykkur takist að tæla einhverja. Ég treysti Guði en þú treystir á sjálfan þig og þína heilbrigðu skynsemi sem náttúran gaf þér. Ef þú hefur rangt fyrir þér þá er það þinn skaði og þeirra smælingja sem þú tælir með þér en ef ég hef rangt fyrir mér þá skiptir þetta engu máli fyrir nokkurn mann.
"Það er gott að heyra Trausti hversu grundvallaður í trú þinni þú ert."
Hvaða trú Nonni? Ég sé ekki betur eftir lestur á umræðunni í heild sinni en að Trausti sé algjörlega trúlaus.
Einar, trúleysi er í mínum huga mjög gott dæmi um sterka trúarafstöðu. Úr því að Trausti trúir ekki á tilvist almáttugs Guðs þá trúir hann í það minnsta á tilvist sjálfs sín og þar af leiðandi á sjálfan sig sem sinn persónulega frelsara sem á uppruna sinn úr engu, varð til vegna óhapps eða tilviljunar og hefur í raun ekki nokkurn tilgang annan en að verða að mold. Ég vona að ég sé ekki að gera honum upp skoðanir en ef rétt reynist þá finnst mér þetta gott dæmi um mikla trúfesti. Nú svo má velta því fyrir sér hvað verður úr honum eftir moldun. Hann gæti haft þann tilgang að verða góður jarðvegur fyrir trjágróður sem fær að vaxa og dafna um ókomin ár. Verður síðan sagaður niður sem fallegt tré, framleiddur úr honum pappír og prentuð á hann Biblían. Það er tilgangur sem enginn þarf að skammast sín fyrir að eiga hlutdeild í.
Það er ekki gott að vera með óþol djöfulsins þú verður að biðja almáttugan Guð að losa þig við óþolið.
Nonni er að grínast. Ég bara trúi ekki öðru. Eftir síðasta komment Nonna þá bara getur maðurinn ekki verið að meina e-ð með þessu.
Nonni I:
Í mínum bókum og flestra annarra er trú að trúa e-n á æðri mátt. Enda slíkt kallað trúarbrögð. Ef e-r afneitar slíku þá fyllist viðkomandi ekki meiri trú á sjálfan sig fyrir vikið.
Þetta er komið út fyrir efni greinarinnar og ég biðst forláts á því. Ef menn kveða sér hljóðs þá er lágmark að þeir hafi grunnhugtökin á hreinu. Enda telur síðasti kommentari þig vera að grínast.
Maður hlýtur að freistast til að halda það sama ef þetta er röksemdafærslan.
Oki. Ég veit að þið munuð rakka þetta niður og dæma það sem ég hef að segja en mér er alveg sama. Mig langar bara að vera einn vitnisburður um það að Jesús breytti lífinu mínu og ég hef fengið að upplifa hann sem lifandi Guð og kærleiksríkan. Ég hef séð fólk umbreytast í kringum mig eftir að hafa kynnst Jesús, bæði hérna heima á Íslandi og útí heimi. Auðvitað er auðvelt að einblína á það slæma og viðbjóðinn sem viðgengur í þessum heimi, og margir að gera ýmsa hluti og gera það í nafni Krists. Hvað með alla þá sem eru að gera gott og vilja betrumbæta heiminn og breiða út kærleikisboðskap og hjálpa fólki að lifa í sátt og samlyndi. Afhverju er ekkert talað um það ? Trúin mín sem ég hef kynnst snýst ekkert um annað en kærleik og eina sem ég vil gera er að hjálpa og vera til gagns, hvað er svona slæmt við það? Afhverju megum við ekki sem erum að boða Jesús Krists til að gefa fólki von og frið í hjartað, gera það án þess að vera rakkað niður ? Stundum er vonin sem við eigum í Jesús það eina sem heldur okkur gangandi, hvað er svona slæmt við það ef það hjálpar fólki ?
Eydís, þakka þér innlitið og athugasemdina. Sæll er hver í sinni trú, stendur einhvers staðar.
Það er engin ástæða til að rakka niður orð þín. Þetta er þín trú, þín reynsla og þín upplifun og ég ber virðingu fyrir því. Við erum mjög fylgjandi trúfrelsi hérna.
Ég lofa hins vegar að svara spurningu þinni ítarlegar seinna með sérstakri grein hérna fljótlega þar sem mér finnst spurningin verðskulda það.
Eydís, ef trú þín er gott afl í þínu lífi og veitir þér styrk þá er það amk af mínu leyti hið besta mál.
Vantrú berst fyrir jafnrétti og trúfrelsi á Íslandi.
Það sem við hér á Vantrú höfum við að athuga t.d. er þegar fólk sem er trúað fer að koma með kröfur til okkar hinna vegna trúar sinnar. T.d. "ekki spila bingó á föstudaginn langa" eða "af því að ég trúi á guði þá verðið þið að kennið þetta hér í öllum skólum. Ykkar börn ekki undanþegin".
Að ég tala ekki um þegar trúfólk ætlar að fara að feta fingur út í vísindi af því að niðurstöður þeirra eiga ekki saman.
Eða þegar trúað fólk kemur með athugasemdir eins og "við höfum æðra siðferði en aðrir".
Einnig bendum við á hversu ólógísk tiltekin trúarbrögð eða trúarhugmyndir geta verið. Eins og ég var að gera með þessari grein. Heimsmyndin sem Davíð er að lýsa er annað hvort ólógísk eða hræðileg, nema hvoru tveggja er.
Hvað fannst þér annars um innihald greinarinnar? Hvað er ég að segja vitlaust þar?
PS þar sem ég var að koma af næturvakt þá biðst ég fyrirfram afsökunar á stafsetninga- og málfræði villum og mögulega óskýru málfari:)
Ég er ekki alveg sammála því að þegar við gerum einhvað gott að þá sé það aðeins Guði að þakka. Eins með að þegar við gerum einhvað slæmt að þá sé það bara kölska að kenna. Við erum öll með samvisku og er hún misjöfn hjá hverjum og einum. Mér finnst kannski annað rétt að gera meðan annar kristinn einstaklingur finnst það synd því samviskan hans segjir það. (t.d til að koma með dæmi, sumum finnst í lagi að drekka vín stundum og stundum en aðrir finnst það vera algjör synd) Við vitum öll almenn skynsemi og hvað er greinilega rétt og rangt. Og til eru fólk sem hafa ekki mikla góða samvisku. Ég sé ekkert hvað er að því að kenna kristin gildi í grunnskólum þar sem Ísland er sögð vera kristinn þjóð. Börnin geta síðan tekið sína afstöðu þegar grunnskólinn er búinn. Afhverju að taka frá þeim þann möguleika að byggja líf sitt á góðum gildum?
Eydís spyr: Afhverju að taka frá þeim þann möguleika að byggja líf sitt á góðum gildum?
Það vill engin taka það frá þeim. Mörgum finnst bara kristin gildi ekkert vera betri en önnur, jafnvel mun verri. Hefur þú t.d. kynnt þér siðrænan húmanisma og góðu gildin þar ? Eða Islömsk gildi ? Hvað með kenningar Búdda, er það ekki líka góð gildi ?
Eydís, börn geta einmitt tekið sína afstöðu þegar grunnskólinn er búinn og þau hafa lært um hin ýmsu trúarbrögð.
Sá möguleiki er ekki tekinn af þeim að byggja líf sitt á góðum gildum þótt þeim sé ekki innrætt kristni í skóla. Foreldrarnir geta kennt börnum sínum það sem þeir telja góð gildi.
Hins vegar þætti mér vænt um að heyra hvort þú telur þessa afstöðu til trúlausra góð gildi eins og sumir trúbræður þínir:
Þeir segjast þekkja Guð, en afneita honum með verkum sínum. Þeir eru viðbjóðslegir og óhlýðnir, óhæfir til hvers góðs verks.
Ég sé ekkert hvað er að því að kenna kristin gildi í grunnskólum þar sem Ísland er sögð vera kristinn þjóð.
Ég sé mikið að því (NB við í Vantrú erum ekki á móti trúarbragðafræðslu). Þrátt fyrir að þjóðin sé að stórum hluta kristin þá þýðir það ekki að sá hluti geti kúgað restina af þjóðinni með því að troða upp á hana trúarskoðunum sínum. Ef þú vilt þannig ríki þá mæli ég með Saudi Arabíu.
Ef þú sérð ekkert ógeðslegt við það að klerkar og æðstuprestar fái óheftan aðgang að börnum fólks fjarri foreldrum sínum til þess að troða í þau framandi trú þá er eitthvað að!
Eða eigum við kannski bara að aðskilja börnin þegar kemur að trúboði? Segja nú fara kristin börn hingað og börn trúlausra þarna og múslímsk börn þangað. Hljómar það eins og falleg gildi sem við eigum að gefa börnum okkar? Gildi um aðskilnað manna og það strax í barnaskóla?
Hvað yrði næst? Sauma merki í föt barna trúlausra foreldra þannig að þau þekkist úr?
Hér er eitt sem ég fatta bara alls ekki. Afhverju í ósköpunum er trúuðu fólki svona í mun um að kristinfræði eigi sér stað í skólum? Er það af því að þið nennið ekki að kenna börnum ykkar það sjálf? Eruð þið of upptekin á kvöldin til að tala við börnin ykkar? Eru helgarnar fráteknar fyrir golf og matarboð?
Ef kristni er fólki mikilvæg þá skil ég bara ekki afhverju það nennir ekki að segja börnum sínum frá henni sjálf. Það vill frekar að einhver ókunnugur út í bæ geri það og er skítsama þótt mannréttindi séu brotin við það og litlar sálir særðar. Kristið siðferði indeed!
Börnin geta síðan tekið sína afstöðu þegar grunnskólinn er búinn. Afhverju að taka frá þeim þann möguleika að byggja líf sitt á góðum gildum?
Afhverju vilt þú ræna börnin tækifærinu á að verða múslimar? Eða Shíkar? Afhverju ekki að kenna þessi gildi í grunnskóla og leyfa börnunum að taka sína afstöðu þegar grunnskólinn er búinn? Afhverju að taka frá þeim þann möguleika að byggja líf sitt á góðum gildum?
vóó smá reiði.. en jæja Ég samt enþá sé ekkert að því að kenna þetta í skólunum útaf landið okkar er sagst vera kristið land. Þetta er einhver basic bók sem allir gætu kennt. Kannski við ættum að skanna hvern kennara á landinu. Við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála.
Reynir; ég vil ekki standa og dæma fólk en satt bið ég fyrir fólki sem afneita Guði og byrja ég á þeim sem eru næst mér.
-Afhverju vilt þú ræna börnin tækifærinu á að verða múslimar? Eða Shíkar? Afhverju ekki að kenna þessi gildi í grunnskóla og leyfa börnunum að taka sína afstöðu þegar grunnskólinn er búinn? Afhverju að taka frá þeim þann möguleika að byggja líf sitt á góðum gildum?-
Við erum ekki múslima land.
vóó smá reiði.. en jæja
Hver er reiður? Ekki gera fólki upp tilfinningar.
landið okkar er sagst vera kristið land.
Þeir sem segja það eru vitleysingar.
"...landið okkar er sagst vera kristið land."
Sumir í landinu segjast vera kristnir. En með því að segja það þá eru þeir að útskúfa þeim sem eru það ekki.
Ég elska landið mitt en ég er ekki kristinn. Þegar þú (eða bara hver sem er) segir að Íslendingar séu kristin þjóð þá er ég ekki einn af þeim sem þú talar um. Þar með ertu búin að útskúfa öllum þeim sem ekki trúa því sem þú trúir út úr því að vera Íslendingar. (Það er allavegana tilfinningin sem ég fæ þegar fólk talar svona).
vóó smá reiði..
Hvar?
en jæja Ég samt enþá sé ekkert að því að kenna þetta í skólunum útaf landið okkar er sagst vera kristið land.
Þrátt fyrir að þjóðin sé að stórum hluta kristin þá þýðir það ekki að sá hluti geti kúgað restina af þjóðinni með því að troða upp á hana trúarskoðunum sínum. Ef þú vilt þannig ríki þá mæli ég með Saudi Arabíu. Þetta skrifaði ég í seinustu færslunni minni en þú virðist ekki skilja það.
Þetta er einhver basic bók sem allir gætu kennt.
Hér erum við sammála. Þetta er basic bók. MJÖG basic. Hver sem er, á hvaða greindarstigi sem er gæti kennt hana.
Kannski við ættum að skanna hvern kennara á landinu.
Skanna kennara? Afhverju? Ertu að svara réttum þræði?
Við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála.
Ja ef þú gætir skoðað rökin sem ég fór yfir í seinasta póstinum mínum og gefið mótrök þá þyrftum við kannski ekki að vera ósammála. En þar sem þú virðist ófær um það þá verðum við bara að vera það.
Við erum ekki múslima land.
Og Ísland er ekki kristið land. En þú vilt greinilega búa í landi þar sem meirihlutinn getur kúgað minnihlutan.
Og að lokum Eydís, ef þú ert rökþrota þá er oftast gáfulegt að endurskoða skoðanir sínar. Passaðu þig á stoltinu. Ekki leyfa því láta þig fara í útúrsnúninga og loka eyrunum.
Ég biðst afsökunar á því að hafa gert upp tilfinningar fólks. En það má greinilega kalla fólk vitleysinga. Mér finnst það vera vit-leysa að segja að það sé engin kærleiksríkur Guð.
Þegar ég segji basic bók meina ég að það er rétt svo farið yfir grunnatriðin í grunnskólum. Ef börnin vilja læra meira og fá dýpri þekkingu að þá geti þau gert það.
-Ef þú sérð ekkert ógeðslegt við það að klerkar og æðstuprestar fái óheftan aðgang að börnum fólks fjarri foreldrum sínum til þess að troða í þau framandi trú þá er eitthvað að!-
Eru prestar bara óþokkar? Við ættum að skanna alla kennarana sem eru að kenna börnum okkar því maður þarf ekkert að vera prestur til að vera óþokki.
Erum við kristnir að kúga ykkur? En þið ekki okkur?
Snýst þetta um að koma með bestu rök? er það málið? Það er hægt að læra slíkt að koma með góð rök á hvað sem er og sumir eru bara þannig gerðir að vera smooth í kjaftinum. Kannski er ég það ekki en ég mun aldrei gefast upp á því sem ég trúi.
En það má greinilega kalla fólk vitleysinga...
Sem segir að Ísland sé kristin þjóð. Við erum þjóð, er það ekki nóg? Fólkið sem býr hérna aðhyllist svo ýmislegt. Einstaklingar geta kallað sig kristið, en sem þjóð erum við ekki kristinn. Auk þess er meirihluti þjóðarinnar ekkert kristið þó það sé skráð í ríkiskirkjuna.
Ef það ætti að fara eftir því hvað er ríkjandi hverju sinni þá gætum við allt eins kallað okkur "framtakslaus kristileg sósíalista-alka-þjóð". Það yrðu eflaust allir voða sáttir við það.
Ég biðst afsökunar á því að hafa gert upp tilfinningar fólks. En það má greinilega kalla fólk vitleysinga. Mér finnst það vera vit-leysa að segja að það sé engin kærleiksríkur Guð.
Þú mátt alveg kalla okkur vitleysingja. Enda værum við það ef tilvist guðs væri í raun eins augljós eins og þú telur.
Þegar ég segji basic bók meina ég að það er rétt svo farið yfir grunnatriðin í grunnskólum. Ef börnin vilja læra meira og fá dýpri þekkingu að þá geti þau gert það.
Við í Vantrú höfum ekkert út á trúarbragðafræði í skólum að setja. Ég sé ekkert að því að í trúarbragðafræði þá yrði lagt áherslu á kristni af augljósum ástæðum. Næst mest á "ásatrú" og svo fram eftir götunum.
Við erum á móti trúboði í skólum
Ef þú sérð ekkert ógeðslegt við það að klerkar og æðstuprestar fái óheftan aðgang að börnum fólks fjarri foreldrum sínum til þess að troða í þau framandi trú þá er eitthvað að! --Eru prestar bara óþokkar? Við ættum að skanna alla kennarana sem eru að kenna börnum okkar því maður þarf ekkert að vera prestur til að vera óþokki.
Nei prestar eru upp til hópa hin bestu skinn sem vilja vel. Fólk sem aðhyllist ekki kristna trú vill samt ekki að þeir fái að troða trú sinni í börnin þeirra. Er það óeðlilegt?
Erum við kristnir að kúga ykkur? En þið ekki okkur?
Neyðum við börnin ykkar til að sitja undir áróðri frá okkur í skólum landsins án þess að þið fáið að gera neitt í því? Neyðum við ykkur til að borga okkur laun? Nei, þannig að við erum ekki að kúga ykkur. Gagnrýni er ekki kúgun! Að vilja réttlæti er ekki kúgun.
Snýst þetta um að koma með bestu rök? er það málið?
Já er það ekki? Eða má fólk bara slengja fram hverju sem er og rökstyðja það ekki? Hvernig næst niðurstaða þannig?
Það er hægt að læra slíkt að koma með góð rök á hvað sem er og sumir eru bara þannig gerðir að vera smooth í kjaftinum. Kannski er ég það ekki en ég mun aldrei gefast upp á því sem ég trúi.
Ég held að þú sért að rugla saman orðunum rök og útúrsnúningur. Vissulega nota margir útúrsnúninga til að vinna kappræður en við teljum okkur nota rök til að færa stoðir undir mál okkar í rökræðum. Ef þú hefur séð okkur nota útúrsnúninga þá máttu benda okkur á það.
Við erum stóryrtir og notum hvöss orð og það má mögulega gagnrýna okkur fyrir það. En þetta er stefna sem félagið ákvað að taka því við teljum okkur vekja athygli á málstað okkar þannig. Enda hafði slíka rödd vantað að okkar mati. Við erum samt aldrei ómálefnalegir, að okkar mati amk.
afsakið að ég komi inn í umræðuna svona seint enn finnst engum öðrum það skrítið að nonni guðsboðari með meiru hættir að commenta um leið og eydís byrjar með færslur hér?.....kanski er það bara paranoia í mér að finnast það undarlegt, en ég er reyndar heiðingi sem fer beint til helvítis. (eins og nonni segir er það allt foreldrum mínum að kenna) :)
Nei ég held að það sé líklegast ekkert skrítið satt best að segja.
Þau þekkjast væntanlega en fyrirspurnir þeirra og svör eru einlæg og áhugaverð. Þótt mér finnist innihald svara þeirra röklítil.
að ég komi inn í umræðuna svona seint enn finnst engum öðrum það skrítið að nonni guðsboðari með meiru hættir að commenta um leið og eydís byrjar með færslur hér?.....kanski er það bara paranoia í mér að finnast það undarlegt, en ég er reyndar heiðingi sem fer beint til helvítis. (eins og nonni segir er það allt foreldrum mínum að kenna) :)
Ásgeir, þú ert meðvitaður um það að þú ert heiðingi. Ég er það líka, það að vera heiðingi þýðir einungis að þú ert ekki gyðingur. Ég er ekki að kenna foreldrum þínum um eitt eða neitt varðandi þína mótun á trú eða trúleysi á Jesú Krist. Það er alfarið í þínum höndum hvaða afstöðu þú tekur á fullorðins árum þó svo að skoðanir og viðhorf til trúar mótist eftir uppeldi og aðstæðum í æsku. Það þýðir ekki að það sé endanleg niðurstaða fyrir líf þitt, allt sem foreldrar þínir segja og gera eða gera ekki, eða hvað? Varðandi helvíti, þá er Biblían alveg skýr, annað hvort tekuru við eða ekki, sýnir trúfesti eða ekki, dvelur í synd eða ekki, elskar Jesús eða ekki. Þetta er ekkert flókið og engar haldbærar staðreyndir fyrir því að Orð Guðs segi ekki sannleikann. Það eru einungis til tilgátur og kenningar sem notaðar eru til að afsanna Biblíuna en á móti eru óteljandi staðreyndir fyrir því að hún er algjörlega óskeikul og á engan hátt skrifuð af mönnum með þekkinguna og viskuna eina að vopni. 80% spádóma Biblíunnar hafa nú þegar ræst. Biblían er því klárlega innblásin af almáttugum Guði.
fyrirspurnir þeirra og svör eru einlæg og áhugaverð. Þótt mér finnist innihald svara þeirra röklítil.
Ég er búinn að lesa töluvert af því efni sem er á þessari síðu. Ég hef séð marga Kristna einstaklinga svara ykkur með frábærum rökum og mótrök ykkar eru oft frekar þunn. Rökin sem þið hafið gegn Biblíunni með hjálp vísindanna standa á algjörum brauðfótum og enginn grundvöllur fyrir mig eða nokkurn annan mann að sýna vísindum eða þróun það trúfesti sem þið gerið. Ég mun ekki hafa mikil áhrif á ykkur með mínum rökum eða rökleysu, það þarf eitthvað meira til ef marka má það sem þegar er komið fram.
heiðingi - Íslensk orðabók heiðingi. -ja, -jar KK. ... maður sem ekki játar kristna trú.
"enginn grundvöllur fyrir mig eða nokkurn annan mann að sýna vísindum eða þróun það trúfesti sem þið gerið."
Úff. Vona að þú farir þá aldrey til læknis né notir tölvuna þína aftur. Þróunn er vísindaleg staðreynd og hvernig sem þú reynir að andmæla henni breytir engu, hún er margsönnuð.
@Nonni
Mig langar að fá betri skýringu á nokkrum atriðum sem tengjast einhverju af því sem þú hefur sagt hér fyrir ofan, ef þú mátt vera að:
Er djöfullinn máttugri en gvuð?
Ræður gvuð ekki yfir syndinni?
Er djöfullinn máttugri en gvuð?
Nei það er hann ekki, hann er skapaður af Guði og valdi sjálfur að fylgja honum ekki. Djöfullinn hefur ekki alnánd eins og Guð. Djöfullinn er bundinn við einn stað í einu. Það kemur einnig fram í Opinberunarbókinni að þegar djöfullin er bundinn í þúsund ár þá þarf aðeins einn engil Guðs til þess.
Ræður gvuð ekki yfir syndinni?
Synd er val hvers og eins, synd er aðskilnaður frá Guði. Guð gaf okkur frjálsasn vilja og mun ekki taka það val af okkur en Hann hefur boðið okkur lausnina í Jesú Kristi sem sýndi með göngu sinni hér á jörðinni að Hann hafði algjört vald yfir syndinni og féll aldrei í freistni.
Vonandi svarar þetta einhverju. En ég geri mér alveg grein fyrir því að það er hægt að fara enn dýpra í þetta með ýmsum vangaveltum og jafnvel útúrsnúningum. Það er búið að fjalla um þessa hluti og marga aðra, ítrekað hér á þessari síðu. Þið vitið vel um hvað verið er að tala annars væri ekki þessi trúarsannfæring og trúboð um trúleysi til staðar. Ekki satt?
Nonni: Þú talar um að skoðannir og viðhorf til trúnnar mótist í æsku. Nú veist þú að við vorum báðir í sunnudagaskóla hjá ömmu minni og við lærðum báðir sömu hlutina þar. Samt erum við með allt aðrar skoðannir og viðhorf til kristinnar trúar.
Óttar, ég tók það líka skýrt fram að þó svo að við mótumst af æsku og uppeldi þá hefur það ekki endanlegt gildi. Þú ert ekki trúaður af því að amma þín eða einhverjir aðrir tengdir þér eru það, eins og þú sérð best sjálfur í þínu tilfelli. Þú sem einstaklingur hefur alltaf valið þegar þú kemst til vits og ára, að taka afstöðu.
[...]enginn grundvöllur fyrir mig eða nokkurn annan mann að sýna vísindum eða þróun það trúfesti sem þið gerið.
Margur heldur mig sig. Þú hefur blinda trú á einhverju og þá finnst þér eins og allir hljóti að gera það. En það er ekki raunin. Ég trúi ekki á vísindi. Ég trúi ekki á sjálfan mig. Ég legg ekki blinda trú á nokkurn skapaðan hlut.
Ég hef ber hins vegar ákveðið traust til mín og ber nokkuð traust á vísindi. En ég horfi samt alltaf á vísindi með skeptískum hug eins og allir vísindalega sinnaðir menn gera. Að gera það ER að vera vísindalega sinnaður.
Kristnum finnst hins vegar allt í lagi að trúa hlutum án þess að hafa nokkrar sannanir eða vísbendingar að baki. Kristnum finnst það ekki bara allt í lagi heldur finnst þeim það aðdáunarvert. Blind trú er af hinu góða í kristnu heimsmyndinni.
Ekki svo í minni. Í minni efast ég um allt þangað til ég fæ nægar sannanir. Og þó svo ég hafi fengið nægar sannanir þá hef ég alltaf annað augað á því. Þetta er amk það sem ég leitast til að gera þótt mér takist það að sjálfsögðu ekki alltaf.
Ég mun ekki hafa mikil áhrif á ykkur með mínum rökum eða rökleysu, það þarf eitthvað meira til ef marka má það sem þegar er komið fram.
Nei ég held að það sé borin von að við náum að sannfæra hvorn annan en svona samræður er samt gagnlegar fyrir þá sem hlusta ekki satt?
Nei ég held að það sé borin von að við náum að sannfæra hvorn annan en svona samræður er samt gagnlegar fyrir þá sem hlusta ekki satt?
Jú en ég er ekki sammála því að kastað sé fram fullyrðingum um það að þróunarkenningin eða aðrar slíkar kenningar séu staðreyndir, það er hættulegt og óafsakanlegt í ljósi þess að það er lygi og fólk fær mjög rangar upplýsingar. Á meðan eru milljónir manna sem geta vitnað um tilvist Jesú Krists en ekki einn um haldbæra sönnun þessa að þróunarkenningin sé hinn heilagi sannleikur. Það eru líka til aragrúi af vísindamönnum, mjög virtum og þekktum hér heima og erlendis, sem eru annaðhvort Kristnir eða trúaðir á almætti með einhverjum hætti sem hafna algjörlega þróun og sjá betur og betur að Biblían stenst. Við vitum líka að þessi umræða fær mjög einhliða nálgun í fjölmiðlum af ótta við að kollvarpa vísindaheiminum.
Jú en ég er ekki sammála því að kastað sé fram fullyrðingum um það að þróunarkenningin eða aðrar slíkar kenningar séu staðreyndir, það er hættulegt og óafsakanlegt í ljósi þess að það er lygi og fólk fær mjög rangar upplýsingar. Á meðan eru milljónir manna sem geta vitnað um tilvist >Jesú Krists en ekki einn um haldbæra sönnun þessa að þróunarkenningin sé hinn heilagi sannleikur. Það eru líka til aragrúi af vísindamönnum, mjög virtum og þekktum hér heima og erlendis, sem eru annaðhvort Kristnir eða trúaðir á almætti með einhverjum hætti sem hafna algjörlega þróun og sjá betur og betur að Biblían stenst. Við vitum líka að þessi umræða fær mjög einhliða nálgun í fjölmiðlum af ótta við að kollvarpa vísindaheiminum.
Þetta, félagi, er einum of klikkað fyrir mig.
Ég dreg mig hér með úr þessari umræðu. Þó svo allar samræður séu af hinu góða þá eru samsæriskennigar af þessari tegund bara alltof klikkaðar og dæma sig þar af leiðandi sjálfar. Ég meina alheims samsæri vísindamanna... Come-the fuck-on!
Ég held að Nonni hafi fengið afar lélegar upplýsingar um Þróunarkenninguna og vísindi. Einhver er að segja honum ósatt.
Ég sagði ekkert til um samsæri.
I beg to differ. Þú segir það ekki í svo mörgum orðum en þú gefur það í skyn með því að segja:
Við vitum líka að þessi umræða fær mjög einhliða nálgun í fjölmiðlum af ótta við að kollvarpa vísindaheiminum.
Ef þróun er samþykkt af 99% vísindamönnum í heiminum í dag þá þarf væntanlega samsæri til að halda sannleikanum í burtu ef kenningin er röng eða hvað?
Það eru líka til aragrúi af vísindamönnum, mjög virtum og þekktum hér heima og erlendis, sem eru annaðhvort Kristnir eða trúaðir á almætti með einhverjum hætti sem hafna algjörlega þróun og sjá betur og betur að Biblían stenst.
Um, nei. Það eru örfáir "vísindamenn" sem halda þessu fram og þeir eru yfirleitt útskúfaðir sem vitleysingar í vísindaheiminum.
Þróun af einhverskonar tagi er ekki það sama og þróunarkenningin sem byggir á lífi úr engu lífi. Hundar hafa t.d. breyst mikið en eru samt alltaf hundar. Hundur var ekki áður eðla eða mús. Ekkert frekar en að maðurinn hafi verið stjörnuryk. Ef vísindamenn eru útskúfaðir af meirihlutanum vegna ótta við sannleikann, er það ekki samsæri? Þú bara bullar og snýrð öllu í hringi.
Þróun af einhverskonar tagi er ekki það sama og þróunarkenningin sem byggir á lífi úr engu lífi.
Þróunarkenning darwins heldur engu slíku fram. Hvernig væri að þú læsir bók?
Hundar hafa t.d. breyst mikið en eru samt alltaf hundar. Hundur var ekki áður eðla eða mús.
Þróunarkenning darwins heldur engu slíku fram. Hvernig væri að þú læsir bók?
Ekkert frekar en að maðurinn hafi verið stjörnuryk.
Þróunarkenning darwins heldur engu slíku fram. Hvernig væri að þú læsir bók?
Ef vísindamenn eru útskúfaðir af meirihlutanum vegna ótta við sannleikann, er það ekki samsæri?
Jú!!! En varst þú ekki að enda við að segja að þú héldir því ekki fram að um samsæri væri að ræða?
Ég er einmitt að segja að ekkert slíkt eigi sér stað. Enginn er hræddur við sannleikan.
Þú bara bullar og snýrð öllu í hringi.
Ja hérna. Ég held að þessum umræðum sé lokið (og nú meina ég það). Þetta er bara einum of klikkað. Sem betur fer er Ísland fremsta land heims þegar kemur að viðurkenningu á þróunarkenningu darwins. Þannig að ég ætla ekki að eyða meira púðri í samsæriskenninganöttara eins og þig meira. Amk ekki í þessum þráði.
Úff. Hvað mundi fá þig til að trúa á þróunn? Þú væni minn hefur ekkert í þóunn. En gaman væri að sjá hvað væri nóg sem sönnun í þínum augum?
@Nonni
Ef gvuð er máttugri en Satan, afhverju eyðir hann þá honum ekki bara?
Ef ég hefði skapað eitthvað fólk sem mér þætti óendanlega vænt um og svo væri eitthvað annað sem ég hefði skapað að valda þessu fólki þjáningu - þá myndi ég einfaldlega losa mig við það.
Það tel ég vera gott siðferði, og því skil ég ekki hversvegna algóður gvuð leyfir þessa þjáningu.
Jújú, þegar hér er komið við sögu grípa menn oft í "frjáls vilji" spilið - en er frjáls vilji mikilvægari en allt annað?
Varðandi syndina sagðirðu að gvuð stjórnaði henni ekki í eldri athugasemd, en núna síðast sagðirðu hann hafa algjört vald á henni. Hvernig getur þetta tvennt passað? Hvort er það?
Ég sagði að Jesús hefði algjört vald yfir syndinni og vísaði til þess að hann féll ekki í freistni, hann lét ekki blekkjast. Ég geri alveg ráð fyrir að Guð geti eytt djöflinum og breytt öllum plönum, en það mun Hann ekki gera. Biblían segir nákvæmlega til um hvert planið er frá upphafi til enda og því verður ekki breytt. Guð mun standa við orð sín. Ef Adam og Eva hefðu ekki haft skilningstré góðs og ills sér til viðvörunnar þá hefðu þau aldrei haft neitt val. Þau vissu ekki hvað synd var, þekktu ekki aðskilnað við Guð, þekktu ekkert illt. En þau vissu af möguleikanum að hlýða ekki Guði. Ef þau hefðu aldrei haft neitt val þá væri......? Hver veit? Þá spyr ég, ef ekki Kristilegt siðferði, hvernig siðferði þá? Hver er þá mælikvarðinn á siðferði? Ef það er ekkert plan og enginn tilgangur, hver segir þá að það sé rangt að drepa eða stela? Ef allt snýst um náttúruval og hver er hæfastur, væri þá ekki eðlilegast að drepa sem flesta og stela öllu steini léttara sér í hag? Hvað mælir gegn því?
Ég sé eiginlega eftir að hafa spurt þessara spurninga því að ég er að reyna að hætta þessum skrifum. Þetta er ávanabindandi, tímafrekt og frekar gagnslaus aðferð við að ná einhverju fram. Fyrir utan að ég er ekki lengra kominn í þróuninni en það að ég hef aldrei tileinkað mér rétta fingrasetningu og er því að pikka meira og minna með tveimur fingrum. Það eru því meiri líkur en minni að sú tegund sem ég er muni verða undir skv. náttúruvalinu, staðna og deyja að lokum út.
@Nonni
Ég komst ekki hjá því að sjá að þú svaraðir ekki spurningum mínum. Það kom svosem ekkert á óvart, en ég varð samt fyrir örlitlum vonbrigðum - þar sem þú veist greinilega meira um plön gvuð en gengur og gerist.
ég er ekki sammála því að kastað sé fram fullyrðingum um það að þróunarkenningin eða aðrar slíkar kenningar séu staðreyndir.
Ég vissi ekki að það væri til fólk á Íslandi sem vissi ekki hvað vísindaleg staðreynd er.
Þessi "Nonni" gæti alveg eins sagt að hann væri ekki sammála um að það að kenningar um að jörðin sé ekki miðja alheimsins sé staðreynd.
Einhverstaðar hefur menntakerfið klikkað. Er lausnin við svona fáfræði að losna undan viðjum trúar ? Ég bara spyr því mér hreinlega blöskrar við því að lesa svona bull.
Birgir, þér blöskrar sjálfsagt líka við að heyra að Guð er kærleikur, Guð er almáttugur, Guð er skaparinn og Jesús er Drottinn. Við værum ekki hér að þessu pexi nema fyrir Hann, sem er reyndar ekki mjög kristilegt af minni hálfu.
Nonni, Guð biblíunnar var búinn til af mönnunum. Eingöngu fræðsla/menntun getur frelsað þig, Ekki einhver trú í blindni. Ahverju segi ég trú í blindni, vegna þess að eingöngu þeir sem sjá ekki að þetta er uppspuni frá A til Ö eru ennþá með lokuð augun.
Mér blöskrar ekki við að heyra að "Guð sé kærleikurinn ..." en mér blöskrar við því að það sé til einhver á Íslandi sem sé tilbúinn að velja trú fram yfir vísindi, en samt tilbúinn að njóta alls hins góða sem kemur frá vísindum.
Þesslags hræsni er svona dáldið eins og MaryBeth Sweetland hjá PETA (Hún er Vice President @ PETA). Hún er með sykursýki og þarf að fá tvær insúlínsprautur á dag. Það er ekki frásögufærandi nema fyrir það að Insúlín var búið til með því að testa það á hundum. En ekki óttast, MS er tilbúin að nota insúlín til þess að lifa til þess að geta barist gegn lyfjarannsóknum á dýrum.
Þú, Nonni, og trúarbræður þinir sem eruð tilbúnir að láta eitthvað eins og
ég er ekki sammála því að kastað sé fram fullyrðingum um það að þróunarkenningin eða aðrar slíkar kenningar séu staðreyndir.
út úr ykkur og rökstuðningurinn ykkar bak við það er "Guð er kærleikur" eruð hræsnarar á nákvæmlega sama stigi og frú MaryBeth Sweetland.
Ég er alveg tilbúinn að fallast á það að Þróunarkenningin sé röng. En það þýðir alls ekki að biblía mannana sé rétt.
Þú ert ekki tilbúinn að (sýnist mér miðað við þín skrif) íhuga það að eftil vill er biblían röng.
Mér blöskrar ekki við að heyra að "Guð sé kærleikurinn ..." en mér blöskrar við því að það sé til einhver á Íslandi sem sé tilbúinn að velja trú fram yfir vísindi, en samt tilbúinn að njóta alls hins góða sem kemur frá vísindum.
Guð gaf okkur heila til að nota hann. Vísindin eru ekki frá djöflinum eða hvað? En getur djöfullinn nýtt sér vísindin gegn mönnum? Gleymum því ekki að djöfullinn apar allt upp eftir Guði og reynir þannig að tæla okkur til falls. Það er ekkert sem mælir gegn því að kristnir menn nýti sér vísindin. Þvert á móti hjálpa vísindin okkur betur og betur að sýna fram á að Bíblían stenst allt mótælæti og sýnir því fram á að hún er algjörlega óskeikul.
Ég er alveg tilbúinn að fallast á það að Þróunarkenningin sé röng. En það þýðir alls ekki að biblía mannana sé rétt.
Það er ekki gott að segja til um hversu sannfæring þín er sterk.
Við getum allavega verið sammála því að það er gott að vera sannfærður. Þú byggir sannfæringu þína á trúleysingjanum Richard Dawkins og mönnum sem aðhyllast hans kenningar, en ég byggi mína sannfæringu á persónulegu samfélagi við almáttugan Guð og höfundi Biblíunnar. Það verður svo bara að ráðast hvor okkar hefur sannleikann í höndum sér þegar yfir líkur. Ég get ekki sýnt þér Guð ekki frekar en að þú getur ekki sýnt mér andann sem í þér býr. En það er hægt að upplifa og skynja hvorutveggja. Þú einn getur sótt sannleikann, það treður honum enginn upp á þig, hvorki Guð né menn. Trú í blindni er eins og hvert annað bull sem trúleysingjar reyna að nýta sér, sér til stuðnings.
Við getum allavega verið sammála því að það er gott að vera sannfærður.
Nei við getum ekki verið sammála um það. Þú skilur greinilega ekkert af því sem við erum búnir að vera að segja. Sannfæring er ekki kostur. Þvert á móti er efi kostur.
Þú byggir sannfæringu þína á trúleysingjanum Richard Dawkins og mönnum sem aðhyllast hans kenningar
Nei það gerum við ekki. Þú skilur greinilega ekki stakt orð. Birgir var einmitt að segja að hann tæki þróunarkenningu Darwins ekki sem hinn fullkomna sannleik heldur er hann tilbúinn að efast um hana.
Öfugt við trúmenn byggjum við ekki á blindri trú. Við kjósum að ganga um með augun opin.
Ég get sýnt þér andan sem í okkur býr. Ég þarf bara aðgang að starfrænni segulómun (fMRI).
Sannfæring mín er því sterkari, það var það sem ég var að meina. Efinn er aldrei kostur því hann opnar fyrir möguleika hins illa. Ég er enn sannfærðari um tilvist Guðs efir samræður við ykkur. Þið fullyrðið að þið gangið um með opin augun, sem er auðvitað ekki rétt.
Þótt hann hefði gjört svo mörg tákn fyrir augum þeirra, trúðu þeir ekki á hann, svo að rættist orð Jesaja spámanns, er hann mælti: Drottinn, hver trúði boðun vorri, og hverjum varð armur Drottins opinber? Þess vegna gátu þeir ekki trúað, enda segir Jesaja á öðrum stað: Hann hefur blindað augu þeirra og forhert hjarta þeirra, að þeir sjái ekki með augunum né skilji með hjartanu og snúi sér og ég lækni þá. Jesaja sagði þetta af því að hann sá dýrð hans og talaði um hann. Samt trúðu margir á hann, jafnvel höfðingjar, en gengust ekki við því vegna faríseanna, svo að þeir yrðu ekki samkundurækir. Þeir kusu heldur heiður manna en heiður frá Guði. En Jesús hrópaði: "Sá sem trúir á mig, trúir ekki á mig, heldur þann sem sendi mig, og sá sem sér mig, sér þann er sendi mig. Ég er ljós í heiminn komið, svo að enginn, sem á mig trúir, sé áfram í myrkri. Ef nokkur heyrir orð mín og gætir þeirra ekki, þá dæmi ég hann ekki. Ég er ekki kominn til að dæma heiminn, heldur til að frelsa heiminn. Sá sem hafnar mér og tekur ekki við orðum mínum, hefur sinn dómara: Orðið, sem ég hef talað, verður dómari hans á efsta degi. Því ég hef ekki talað af sjálfum mér, heldur hefur faðirinn, sem sendi mig, boðið mér, hvað ég skuli segja og hvað ég skuli tala. Og ég veit, að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér." Jóh.12:37-50
Þið megið svo snúa þessum orðum á þá kanta sem ykkur sýnist, með allri þeirri orðfimi sem þið búið yfir.
Sannfæring mín er því sterkari, það var það sem ég var að meina
Nú hvernig færðu þá meiningu úr þessari setningu:
Við getum allavega verið sammála því að það er gott að vera sannfærður. Þú byggir sannfæringu þína á trúleysingjanum Richard Dawkins og mönnum sem aðhyllast hans kenningar
.
Efinn er aldrei kostur því hann opnar fyrir möguleika hins illa. [...] Þið fullyrðið að þið gangið um með opin augun, sem er auðvitað ekki rétt.
Er maður sem sagt með augun opinn ef maður efast aldrei?
Þið megið svo snúa þessum orðum á þá kanta sem ykkur sýnist, með allri þeirri orðfimi sem þið búið yfir.
Takk fyrir hrósið en þetta kallast einfaldlega rök. En þar sem þú virðist ekki geta svarað þeim þá kallarðu það orðfimi og þar sem þú hefur engin rök sjálfur þá vitnar þú í biblíuna.
Vegna þessarar umræðu hér datt mér í hug að koma með smá innlegg. Mér var nefnilega sagður góður brandari um daginn. Maður á rölti hitti annan mann er var að selja kettlinga.Sölumaðurinn auglýsti þá sem kristna kettlinga. "Ha, eru þeir kristnir?" sagði röltarinn "já" svaraði seljandinn. Röltarinn hitti svo sama seljanda sem enn var að selja sömu kettlinga og hann hafði séð nokkrum dögum áður. "Má ekki bjóða þér að kaupa kettlinga, þeir eru heiðingjar", "ha, um daginn sagðiru þá kristna". "já, ég veit ég sagði það, en núna eru þeir búnir að opna augun!"
Sannfæring mín er því sterkari, það var það sem ég var að meina.
Með þessum orðum ert þú búinn að "Sannfæra" mig um að þú vitir ekki hvað Vísindi eru.
"Sannfæring" þín er eins og "Sannfæring" MaryBeth Sweetland. Hún (og þú) eruð tilbúinn að taka frá vísindum en snúið svo baki vegna eigin "Sannfæringa". "Sannfæringar" sem hafa engin stoð undir sér.
Þetta kallast hræsni.
Þessar næstu tvær setningar eru síðan kostur alveg útaf fyrir sig,
1) Efinn er aldrei kostur því hann opnar fyrir möguleika hins illa. 2) Þið fullyrðið að þið gangið um með opin augun, sem er auðvitað ekki rétt.
Í fyrsta lagi neitarðu að þora að efast um það sem stendur í biblíunni vegna þess að þú ert hræddur við þær bábiljur sem standa þar um það sem gerist ef þú þorir efast um sannleiksgildi biblíunar sjálfrar (e. Circular logic). Í öðru lagi sakarðu trúleysingja um að vera með "lokuð augu" þegar við erum búnir að viðurkenna það að við erum tilbúnir að skoða hlutina frá öllum sjónarhólum en ekki bara þínum eina, en þú vilt eingöngu skoða hlutina frá þinni einu "Sannfæringu".
Þú gerir þér enga grein fyrir því að þú ert fúll yfir því að vísindi geta útskýrt eitthvað og það er kallað staðreynd. En samt staðhæfirðu að biblían sé með einhvern sanleik í sér þó svo að engin vísindaleg gögn benda til þess.
Þú ert að gera nákvæmlega það sama og þú telur að vísindin séu að gera. Eini munurinn er sá að vísindin nota rök og reyna að afsanna kenningar en þú lokar augunum, staðhæfir og neytar að skoða eitthvað sem gæti breytt "Sannfæringunni" þinni.
Þú gerir þér enga grein fyrir því að þú ert fúll yfir því að vísindi geta útskýrt eitthvað og það er kallað staðreynd. En samt staðhæfirðu að biblían sé með einhvern sanleik í sér þó svo að engin vísindaleg gögn benda til þess.
Ég trúi því að Biblían sé sönn og óskeikul. Það er ekkert til sem segir að hún sé það ekki. Maðurinn er ekki til vegna vísindanna heldur vegna Guðs. Spádómar Biblíunnar rætast augljóslega og hafa gert það ítrekað. Margar vísindalegar staðreyndir sýna fram á að jörðin sé einungis 6000 - 8000 ára gömul eða þar um bil. Með hjálp vísindanna sést aftur og aftur að enginn þarf að efast um tilvist Guðs. Þeir vísindamenn og þróunarsinnar sem hafna Guði, notfæra sér milljónir og milljarða ára til blekkingar á meðan aðrir vísindamenn geta útskýrt sömu hluti með Nóa-flóðinu fyrir um 4400 árum. Það er algjörlega útilokað í mínum huga að hafna tilvist Guðs þegar ég hef bæði séð mikið af vísindamönnum fullyrða um tilvist Hans. Fyrir utan að ég hef séð kraftaverk allt í kringum mig og þekki fólk sem hefur upplifað mjög yfirnáttúrulega hluti sem enginn vísindi gætu sannað. Vísindin eru mjög takmörkuð enda er þeim ekki ætlað að afsanna tilvist Guðs, heldur þvert á móti. Það upplifir enginn þennan sannleika nema sá sem sækir hann sjálfur í trú og sýnir trúfesti í kærleika og auðmýkt. Jesús lifir, það er á hreinu!
Ertu ekki að grínast? Gögn sem sína fram á að heimurinn sé bara 6000-8000 ára gamall? Væni minn Ísland er eldra en það. Þætti gaman að sjá gögn þín, fyrir þessu og nóaflóinu.
@Nonni
Jafnvel þó þú hefðir rétt fyrir þér þá getur þú ekki sagt hvað vísindin eða vísindamenn segja því þú ert þegar búinn að afneita því sem drífur þau áfram og segja það af hinu illa:
Efi
Ég trúi því að Biblían sé sönn og óskeikul
Það að þú "trúir" því þýðir að þú hafir ekki röksemd fyrir því.
Dæmi, ef einhver myndi segja mér að hann ætti Bugatti Veyron þá gæti ég ákveðið að "trúa" honum eða ekki. En ef hann myndi sýna mér að hann ætti Bugatti Veyron þá myndi ég vita að hann ætti Bugatti Veyron. Munurinn á "trú" og og "vitund" er sá að eitt krefst sannana en hitt ekki .
Það er ekkert til sem segir að hún sé það ekki.
Þú segir í settningunni á undan að þú hreinlega neitir að skoða hvort að það sé eitthvað sem segi að hún sé það ekki. Hvernig getur þú þá vitað það?
Hvað segja vísindin okkur um : 1.) Að kona geti eignast barn án þess að stunda kynlíf ? (er möguleiki á því að hún hafi logið ?) 2.) Að einstaklingur sem er drepinn, lifni upp frá dauðum ? 3.) Að hægt sé að labba á vatni ? 4.) Um Illa anda ?
Þessi listi er nær endalaus.
Maðurinn er ekki til vegna vísindanna ...
Enn og aftur sannarðu það að þú hafir ekki hugmynd um hvað vísindi eru. Þú munt aldrei finna nokkurn mann sem mun segja neitt í þessa áttina né reyna að halda því fram.
... heldur vegna Guðs
Þú staðhæfir, með engum rökum. Aðferðafræði vísindanna segir okkur að við þurfum rökstuðning og hvaðan færð þú hann ? Biblíunni.
Biblían segir að Guð sé til og Guð, í biblíunni, segir að Biblían sé sönn. Þetta kallast "Circular Logic" og virkar ekki. Afhverju ekki spyrð þú kannski, en það er vegna þess að út frá svona hringlógík er hægt að fá allt til þess að vera satt.
TD: Heimasíðan Vantru.is er sönn, Birgir Hrafn er Guð. Birgir Hrafn segir að heimasíðan Vantru.is er sönn.
TD: Biblían er sönn, Jesús er guð. Jesús segir að biblían sé sönn.
skilurðu afhverju þetta er kallað rökvilla ? Það hefur ekkert að gera með það hvort þú "trúir" eða ekki.
Spádómar Biblíunnar rætast augljóslega og hafa gert það ítrekað
Einmitt.
Margar vísindalegar staðreyndir sýna fram á að jörðin sé einungis 6000 - 8000 ára gömul eða þar um bil.
Ég á ekki orð. Afhverju er það þá ekki kennt ?
Jæja, ég ætla að hætta núna. Þú mátt trúa því sem þú vilt Nonni minn, ég vill bara ekki að þín trú sé að brengla vísindastarf né hugsun komandi kynslóða.
Vertu blessaður, Bigginn
Munurinn á mér og þér, Birgir, er að þú ert trúlaus af einhverjum ástæðum en ég trú því að Jesús lifir vegna þess að ég hef upplifað það og veit af mörgum kraftaverkum sem Hann hefur marg sýnt mönnum sem á Hann trúa. Það getur enginn upplifað kraft Heilags anda öðruvísi en að trú því að Hann sé til. Það myndi heldur aldrei þýða fyrir mig að reyna að skýra fyrir þér hvernig Heilags anda skírn er eða tungutal. Ég hef fullvissu fyrir því eins og margir aðrir að Biblían er sönn. Sá sem ekki hefur Heilagan anda getur ekki skilið það. Það verður hver og einn að sækjast eftir sannleikanum sjálfur, það réttir þér hann enginn. Það er alveg sama hversu mikið þú lest Biblíuna, þú munt aldrei skilja Orðið öðruvísi en að trúa því og sækjast eftir því að Guð mæti þér. Biblían er lifandi orð sem fellur aldrei úr gildi.
Ef þú hefur áhuga á að vita hvað ég hef fyrir mér varðandi sköpun Guðs og unga jörð, þá get ég bent þér t.d. á video á youtube. Það er auðvitað margt annað til og margir vísindamenn sem halda þessu fram. En það er nokkuð ljóst og hefur verið viðurkennt á þessum vef að þeir vísindamenn sem trúa sköpunarsögu Biblíunnar eru að því er virðist frekar einangraðir og útskúfaðir vegna ótta við kollvörpun vísindaheimsins. Það breytir ekki því að aðrir vísindamenn hafa heldur engar sannanir fyrir því að Biblían sé ósönn. Þarna sést best munurinn á trú og vantrú. Ég hef sjálfur upplifað það að vera á bandi vantrúaðra eða efahyggjumanna en það breytist margt þegar maður leyfir Guði að mæta sér og umbreyta lífi manns.
Maðurinn sem ég ætla að vitna í á Youtube er kannski ekki mjög gott fordæmi vegna klaufaskapar hans í skattamálum og er því í fangelsi. En boðskapur hans er mjög góður að margra mati þó kannski ekki ykkar eða þínu mati. Þú leggur bara þitt mat á það. Þú slærð inn - Kent Hovind age of the eart - og þá finnuru þetta.
Það eru engir vísindamenn sem halda þessu fram, Nonni.
Sköpunarkenningin er skólabókardæmi um gervivísindi þar sem niðurstaðan er gefin fyrirfram og horft framhjá öllu sem gengur í berhögg við þá niðurstöðu.
Það er ástæða fyrir því að enginn þessarra "creation scientists" gefur niðurstöður sínar út í ritrýndum vísindatímaritum, ástæðan er sú að þessi "vísindi" standast enga skoðun. Þó að apparöt á borð við Discovery Institute og aðrar eins stofnanir gefi út tímarit í þeim eina tilgangi að birta niðurstöður sem ekki fást birtar í alvöru vísindatímaritum þá gerir það sköpunarkenninguna ekki að vísindakenningu.
Og allt tal um samsæri í þessum efnum er út í hött. Annað vinsælt bragð þeirra sem halda fram hæpnum staðhæfingum.
@Nonni
Ég skal glaður svara myndböndum Hovinds lið fyrir lið ef þú stofnar þráð á spjallinu.
Sveinn, mig langar að benda þér líka á önnur video með sama manni og þú getur eflaust fundið eitthvað athugavert við það líka. Þú hefur þá bara meira þér til stuðnings. Á youtube - dinosaurs kent hovind.
Kent Hovind?.. Kent fucking Hovind?.. Kristinn maður sem var staðinn að því að svíkja samborgara sínu með því að svíkja undan skatti. Æðra siðferði my ass.
Þessi gaur er athlægi. Kallar sig Doktor en er það í raun ekki.
Ég er orðin langþreyttur á þér Nonni minn. Ég er farinn að hætta að geta lesið athugasemdirnar þínar því miður. Þú svarar engum rökum. Þess í stað vísarðu á mann sem notar lygar sem afsannaðar hafa verið í um 30-70 ár.
There are no transitional fossils!!
Hér er síða Thunderf00t fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá hve heimskuleg innlegg sköpunarsinna eru
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Reynir (meðlimur í Vantrú) - 08/02/10 10:36 #
Það er þyngra en tárum taki að sjá að samtímamann og samlanda falla í þessa ormagryfju.
Afleiðingar þess eru m.a. þessar.