Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Skuggahliðar kærleikans

Við höfum kannski hlegið dátt af einhverjum sem gaf nammi til að ná kosningu sem formaður skólafélags. Okkur er hins vegar ekki hlátur í hug þegar dólgur reynir að lokka til sín börn með slepjutali og sætindum. Slíkt háttarlag vekur eðlilega upp mikla reiði og angist. Bæði hinn óheiðarlegi frambjóðandinn og dólgurinn “gefa” til að fylgja eftir sínum ætlunarverki. Gjafir þeirra eru ekki kærleikur heldur óheiðarleiki falinn í búning dulbúinn sem góðmennska og gjafmildi.

Trúarhreyfingar hafa engan tilgang annan en að viðhalda sjálfum sér. Til að öðlast virðingu innan samfélaga notast trúfélög við sömu hugmyndafræði og lítilmennin sem talin voru upp hér fyrir ofan. Það er engin munur á íslömsku heittrúarmönnunum í Hamas eða kristnum söfnuðum hér á landi. Þessi költ sækja ekki fjármuni með heiðarlegri atvinnustarfsemi heldur hafa fé af þriðja aðila. Leika svo samverja fyrir þetta fé til að kaupa velvild hjá samfélaginu og reyna með því að skapa sér verðugan tilgang. Helst gera sig ómissandi.

Hamas samtökin þurfa ekki að keppa við velferðakerfi enda innviðir Palestínu í rúst eftir heilagar trúarstyrjaldir. Þess vegna eru samtökin einráð að viðhalda vinsældum sínum á Gasaströndinni með allskonar góðgerðarstarfsemi. Mörgu leiti njóta evangelískar kristnar hreyfingar svipaðrar stöðu í Bandaríkjunum vegna þess hve velferðakerfið fyrir vestan er veikt. Slíkt ástand skapar holur fyrir trúfélög til að sækja fram. Sterk staða þeirra í Bandaríkjunum má að hluta rekja til veiks velferðakerfis.

Trúfélög á Íslandi hafa orðið fyrir miklu áfalli og sama gildir um mörg lönd Evrópu þar sem velferðakerfið er öflugt. Þannig hefur fórnarlömbum trúfélaga fækkað mjög síðustu áratugi. Hin evangelíska ríkisþjóðkirkja er núna sníkill á skattgreiðendum. Það er engin skortur á sjálfumgleði ofurviðkvæmra atvinnugóðmenna hennar við að auglýsa þjónustu sína. Þjónustu sem er kostuð af skattborgurum þessa lands, jafnt trúlausra sem trúaðra. Oftast smyglar hún sér inn á fólk í formi gervisálfræðinga eða gerviuppeldisfræðinga. Eins krípí og það hljómar, helst allstaðar þar sem hægt er að krukka í heilastarfsemi fólks.

Verkefnaskortur sértrúarhópa á þessu sviði hér á landi er enn tilfinnanlegri. Þannig gera þessir söfnuðir hér á landi til dæmis eymd fíkla sér að góðu. Slík starfsemi er í anda miskunnsama samverjans sem rænir slösuðu fólki til að gera að þrælum sínum. Þessi starfsemi sértrúarhópa hefur oft endað með hörmulegum afleiðingum enda ekki á færi skottulækna að eiga við heilastarfsemi fólks. Segja má að ákveðnar holur í meðferðarúrræðum hér á landi hafi skapað rými fyrir þessa trúboðsstarfsemi.

Það er mikill misskilningur að halda að trúfélög starfi eingöngu í nafni kærleikans. Þau nýta sér sóknartækifæri í neyð fólks með þjónustu í þeirri von að sækja sér meðlimi og viðhalda sjálfum sér. Þannig hafa trúfélög því miður í mörgum tilvikum skrumskælt og nauðgað kærleikshugtakinu svo mikinn skugga ber af.

Frelsarinn 22.10.2007
Flokkað undir: ( Siðferði og trú , Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 22/10/07 11:39 #

Þegar skrattinn er málaður svoma á vegginn eru fyrstu viðbrögð að afskrifa það sem sagt er. Ég efast ekki um að flestir "dólgarnir" telja sig vinna gott og þarft starf. Barnaníðingar telja sig vera að veita börnum ást og umhyggju, hryðjuverkamenn að þeir séu að frelsa lýðinn, þjóðarleiðtogarnir að þeir séu að vernda frelsið, trúboðar að þeir séu að miðla kærleika. "Móðir Theresa" er hafin yfir gagnrýni í huga flestra en þegar betur er að gáð sankaði hún að sér gífurlegum fjármunum en þeir fóru ekki í að lina þjáningar fólks þar sem hún taldi þjáninguna skapa tengsl og samkennd með "Frelsaranum". Flestir þeir sem vinna að líknarstörfum hér á landi gera það ugglaust í góðri trú. En á bak við þá er báknið, stofnun sem vill völd og fé, framhjá því verður ekki litið.

Gallinn við trúboð er ekki mannvonska heldur blinda. Fólk er blint á þann óhugnað sem er innbyggður í hugmyndafræðina, blint á þá forheimskun sem hún bíður heim, blint á eðli og tilgang trúarbáknsins, blint á hættuna sem af trúnni leiðir.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 23/10/07 17:05 #

Ég er sammála hverju orði í þessari grein. Það er ógeðfellt hvernig þeir sem eru veikir fyrir á einhvern hátt eru nánast misnotaðir af trúarsöfnuðum.


Andri - 30/10/07 10:16 #

Sælir! strákar ef það er til speki og ráðvendni þá kemur hún ekki frá ykkar munni. þið gagngrínið kristna, múslima og allt sem tengist því að trúa. En vitið þið hvað er andstæðan við trú? strákar þið trúið mun heitar en margir kristnir, múslimar kunna yfir höfuð ekki að trúa. þið trúið heit á vantrú ykkar, þið trúið að þið sjáið eh sem við hin sjáum ekki, þið eruð upplýstir. Þar að leiðanid eruð þið líka að leggja traust á trúnna ykkar. svo eruð þið farisear líka, vegna þess að þið hreykkið ykkur upp af henni og segið að ykkar trú sé réttari en hinna kristnu. þið eruð blindir leiðtogar sem stefnið á vegg. hvað ef Guð væri til? en Guð í mínu hjarta er svo stór og kærleiksfullur, hann veit að þið trúið ekki á hann, en samt elskar hann ykkur og hjálpar ykkur. Hann er ekki eins og kirkjan. Kirkjan veit voða lítið um dýrð Guðs, þið hafið eflaust aldrei séð hana. Guð starfar ekki eins og þið haldið, hann er ekki eins og maðurinn.

Ef Guð myndi birtast ykkur eins og hann birtist mér eða eh öðrum sem trúir, þá mynduð þið líka falla fyrir honum. Að trúa á Jesú Krist er eins og að vera giftur frið og visku. maður óttast ekkert, góðir hlutir laðast að manni og Guð mun gera gott betra, og vont mun hann breyta í gott.

það eru engar skuggahliðar á kærleika. þú bara kallar eh kærleika sem er ekki kærleiki. kærleiki er einlækni, og það leikur hana engin. ég sé þann sem skrifaði þessa grein sem prétikara. Orð Guðs að vopni og talandi kærleika, ef Guð gat notað Pál sem var morðingi, afhverju getur hann þá ekki notað þig, þú hefur einlægni en þú trúir bara ekki rétt.

ástæðan fyrir því að þú þolir ekki kirkjuna, er vegna þess að hún vinnur ekki í trú. hún treystir ekki á Guð, heldur treystir hún á að fólk sé blint. þau lifa flezt undirlögmáli. þau trúa ekki, þau eru þrælar trúarinnar, þau eru að reina að þóknast Guði, dag og nótt. en þú veist að það virkar ekki að þóknast Guði, það virkar ekki. ekki dæma Guð útfrá þessum vitleysingum. ef þú ætlar að dæma Guð á eh hátt, þá skaltu gera það útfrá reynslu.


Haukur Ísleifsson - 30/10/07 10:33 #

Ég ber mikla virðingu fyrir trúartilfinnigu þinni en þú verður að horfast í augu við það að þetta er bara tilfinning. Þetta er ekki einhvað satt eða rétt. Þetta er það sem þér fynnst, það sem þú fynnur. En þú ert í raun sammála vantrú í þessu. Kirkjan er ekki góð. Bæði þeir sem trúa og þeir sem efast fá þá niðurstöðu. En þarf þessi tilfinning þín virkilega að hafa nafn. Afhverju Jesú. Hvað er það við það sem höfðar til þín. Guð. Hvar liggur tengingin milli þessa orðs og þinnar tilfinningar.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.