Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Maryam Namazie

Maryam NamazieNæstu daga mun Maryam Namazie flytja fyrirlestra um kvenréttindi og múhameðstrú.

Maryam Namazie fæddist í Íran en fluttist síðar með fjölskyldu sinni til Bretlands. Hún hlaut síðar menntun sína í Bandaríkjunum þar sem hún bjó um nokkurt skeið. Hún er nú búsett á Bretlandi og hefur látið mjög að sér kveða í gegnum tíðina hvað varðar mannréttindi kvenna, Íslam, flóttamenn, Íran og. fl. Allar frekari upplýsingar um Namazie er að finna á heimasíðu hennar

Upplýsingar um fyrirlestrana:

Súpufundur 5. september

Kvenréttindafélag Íslands stendur fyrir hádegisfundi miðvikudaginn 5. september nk. kl. 12:00 í samkomusal Hallveigarstaða. Á fundinum mun Maryam Namazie flytja erindi er nefnist: Women´s Rights, the Veil and Islamic Rule.

Kvenréttindafélag Íslands hvetur alla þá er hafa áhuga á alþjóðlegri baráttu kvenna og áhugafólki um Íslam til að mæta á fundinn sem er öllum opinn. Súpa verður í boði Kvenréttindfélags Íslands

Afneitun trúarinnar, fyrrum múslimar og áskoranir pólitísks islams, 6. september

Fimmtudaginn 6. september kl. 12:15-13:15 í Odda 101 flytur Maryam Namazie fyrirlestur á vegum Alþjóðamálastofnunar, Siðmenntar - félags siðrænna húmanista og Skeptíkusar. Erindið kallar hún: "Afneitun trúarinnar, fyrrum múslimar og áskoranir pólitísks islams". Í erindinu ræðir Maryam þróun pólitísks islams í Evrópu og leiðir til að vinna gegn áhrifum þess. Hún fjallar einnig um það hvernig verja þarf algild mannréttindi.

Erindið verður haldið á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Ritstjórn 05.09.2007
Flokkað undir: ( Tilkynning , Íslam )

Viðbrögð


Helgi Briem (meðlimur í Vantrú) - 06/09/07 13:55 #

Þetta var frábær fyrirlestur hjá Maryam.

Manni fannst að vísu okkar litlu skærur við þjóðkirkjuna og blómaorkudropakristallara hálf hjárænulegar hjá átökum hennar við alþjóðlegt islamskt klerkaveldi sem lætur drepa fólk fyrir að opna munninn.

Hún vakti mig til umhugsunar um ýmislegt sem ég hafði látið hjá líða eins og hve hættulegir hófsamir trúmenn eru sem skálkaskjól fyrir öfgamenn.

Einnig um það hvort fjölmenningarsamfélagið er bara yfirvarp fyrir það að skipta fólki í dilka þó á annan hátt sé en eftir litarhætti.


Svanur Sigurbjörnsson (meðlimur í Vantrú) - 07/09/07 11:15 #

Fyrirlestur Maryam Namazie um blæjuna og kúgun kvenna í Íslömskum löndum má sjá á blogginu mínu.


Jórunn - 07/09/07 13:58 #

Heyrði viðtal við þessa frábæru konu. Rök hennar fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju eru skotheld. Hvernig við stöndum aldrei jafnfætis ef stjórnvöld hengja sig á einhver trúarbrögð og hvernig við beitum börn ofbeldi með því að innræta þeim trú.

Gerum Maryam Namazie að heiðurfélaga Vantrúar!

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.