Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Lygar og fals

Gunnar í Krossinum og Birgir Baldursson ræddust í gær við í morgunþætti Bylgjunnarr um áttunda og níunda boðorðið. Kraftaverkahyskið var þar lítillega til umræðu, þar á meðal Benny Hinn.

Einnig er hægt að sækja skrána hér [.mp3 ~ 12MB]

Ritstjórn 09.05.2007
Flokkað undir: ( Kristindómurinn , Útvarp )

Viðbrögð


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 09/05/07 15:07 #

Mér finnst sérstaklega skemmtilegt þegar þú nefnir við hann að þú hafir sent honum áskorun um að láta smita sig af lifrabólgu C og láta síðan þennan töfralækni lækna sig.

Eftir að maður er búinn að kynna sér hvaða aðferðum þetta kraftaverkahyski beitir þá finnst manni að pakk eins og Benni Hinn og hans líkir eigi hvergi heima en í fangelsi.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 09/05/07 15:16 #

Birgir, Gunnar sagði að gögn væru fyrir hendi um kraftaverkalækningar í Danmörku. Við þurfum að rukka hann um þau gögn. Ef þau eru ekki til var Gunnar að ljúga.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 09/05/07 15:59 #

Um að gera rukka Gunnar um öll þau gögn sem styðja þennan svikaiðnað. Hann Gunnar virðist nefnilega vera helvíti hraðlyginn og um að gera að ganga á það sem hann heldur fram.

Það má heldur ekki gleyma einu - fólk á það til að læknast að sjálfu sér jafnvel þótt það þjáist af AIDS, krabbameini, lifrabólgu C o.s.frv. þótt það sé mjög sjaldgæft. Gvuð kemur hinsvegar þar ekkert nærri - bara líkaminn sem á það til að lækna sjálfan sig.


Sverrir Ari - 09/05/07 19:12 #

Þér gekk mjög vel að koma góðum rökum og athugasemdum á framfæri í þættinum Birgir. Besti þátturinn til þessa. Mikilvægar vangaveltur fyrir hinn trúaða, og svo sem alla að sjálfsögðu. Hafa ber í huga að kraftaverkaloddarar geta virkað eins og hveitipillur, þ.e.a.s. að lyfleysiáhrif geta komið í ljós við verkjum og þess háttar, en svo er það líka rétt að líkaminn leitar við að lækna sig sjálfur og stundum jafnvel erfiða sjúkdóma. Þetta notfæra "óhefðbundnir" læknar sér, þar með talið kraftaverkaloddararnir á óupplýst fólk og græðir oft vel. Svo mikið fyrir 8. og 9. boðorðið.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 09/05/07 20:31 #

Það má heldur ekki gleyma einu - fólk á það til að læknast að sjálfu sér jafnvel þótt það þjáist af AIDS, krabbameini, lifrabólgu C o.s.frv. þótt það sé mjög sjaldgæft.

Það er þekkt að krabbamein geta gengið til baka þar sem líkaminn hefur sérstakar varnir gegn krabbameinsfrumum. En ég held að alnæmi læknist aldrei þar sem HIV veiran ræðst á hershöfðingja ónæmiskerfins og gerir það óvirkt þannig. Líkaminn á ekkert svar við þessari veiru. Þó er lítill hluti manna ónæmur fyrir HIV vegna breytileika í erfðum.


FellowRanger - 13/05/07 01:11 #

Mér fannst leitt þegar þátturinn endaði því þarna var Birgir að VALTA yfir Gunnar. Gaman að þessu. En þetta er eitt það hættulegasta í sambandi við trú, svo aðvelt að misnota hana.


Margrét St. Hafsteinsdóttir - 18/05/07 22:57 #

Raunin er kannski sú að þegar fólk veikist þá hafa sumir trú á því að þeir læknist en aðrir ekki. Þetta hefur ekkert með trúarbrögð að gera. Læknar segja gjarnan við fólk sem er veikt að lifa jákvæðu lífi og trúa því besta. Þannig ástand hefur betri áhrif á líkamann en neikvætt. Það eru frumur í líkamanum sem ráðast gegn meinum ef þær eru örvaðar til dáða. Það er alvitað að manni líður betur ef maður er jákvæður en neikvæður og allt verður auðveldara. Að senda fólki fallegar bænir ef því líður illa og liggur kannski fárveikt á sjúkrahúsi, gefur fólki of smá von og fólki finnst gott að vita til þess að einhver er að hugsa fallega til þess og senda fallegar hugsanir sem dæmi. Ég veit það fyrir vissu að árangur kraftaverkalækninga sértrúarsafnaðanna er afar lítill þegar upp er staðið. Innan við 5% árangur, hin "kraftaverkin" ganga til baka, þegar fólk er komið úr trúarvímunni. Ótrúlegt hvað fólk lætur hafa sig út í svona samkomur horfandi upp á fólkið sem situr fremst í hjólastólunum og fær aldrei lækningu. Algengustu "kraftaverkin" eru að bakverkir hverfa og þá tímabundið oftast, enda það fólk sem fær þannig "lækningu" í slæmu líkamlegu ástandi oft og tíðum.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 19/05/07 08:48 #

Margrét segir: "Þetta [trúin á það að læknast]hefur ekkert með trúarbrögð að gera".

Í sumum tilfellum (t.d með kraftaverkalækna) hefur þetta sannarlega með trú á guð eða guði að gera. Trúarbrögðin eru notuð sem tæki til þess að lækna. Kraftaverkalæknirinn lítur á sig sem tæki guðs sem miðlar lækningu til þess sjúka.

Annars er ég sammála öllu sem þú skrifar. Ég set spurningamerki um meintan 5% árangur af kraftaverkalækningum og tel að þú eigir við að 5% af sjúklingum kraftaverkalækna fái tímabundin "bata". Það hefur enginn "læknast" fyrir tilstuðlan kraftaverkalækna. Ef svo væri, þá þýddu það algera umbyltingu á allri samanlagðri þekkingu mannsins. Sú er einfaldlega ekki raunin. Sögusagnir um meintar lækningar eru allar brendar sama markinu. "vinur hálfsystur vinkonu minnar læknaðist"-heilkennið.


Margrét St. Hafsteinsdóttir - 19/05/07 21:18 #

Þetta kom eitthvað skrítilega út það sem ég skrifaði kannski :) En ég átti við að yfir 95% tilvika af svokölluðum "lækningum" á samkomum sértrúarsafnaðanna gengju strax til baka og innan við 5%, væri viðvarandi eitthvað lengur. Trúlega hefur það þá verið ímyndunarveiki í upphafi :-)

Varðandi trúna. Þá held ég að sé reginmunur á trú sem felst í því að trúa því að maður læknist af sjúkdómi sem er í meðhöndlun hjá fagfólki og trú á að sjúkdómur læknist vegna þess að einhver tekur hann frá manni, þ.e. Guð. Fyrri trúin ber miklu betri árangur en sú síðari. Í þeirri síðari setur maður ábyrgðina yfir á aðra, en í fyrri trúnni tekur maður sjálfur ábyrgðina og trúir á meðhöndlunina og sinn eigin kraft.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.