Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Bókstafstrú í augum ríkiskirkjupresta

Ég átti einu sinni gott samfélag við Jesú Krist. Aldrei skildi ég Jesú-hopparana í sértrúarhópunum sem afbökuðu guðsorð. Í mínum huga voru þeir á rangri braut og á þeim tíma þóttumér útskýringar okkar lútersku guðfræðinga mun skynsamlegri. Satt best að segja hafði ég andúð á sértrúarhópum sem virtust ekki skilja aðalatriði kristinnar trúar. Guð er kærleikur, Jesú fórnaði sér til að færa okkur nýtt lögmál sem kallast fagnaðarerindið. Trú mín var ekkert flókin og ég held að flestir kristnir vinir mínir skilji hvert ég er að fara.

Í eitt skipti ákvað ég að lesa nýja testamentið af meiri eftirtekt. Ég gladdist alltaf yfir því að lesa jákvæðar setningar sem ég hafði lært á minni kristnu ævi. En til að svíkja ekki sjálfan mig og bæta skilning minn las ég í þetta sinn allt mjög nákvæmlega. Brátt opnuðust augun mín fyrir því að það eru til viðbjóðslegir textar í Nýja testamentinu. Í dag veit ég að það þarf lygara eða bjána til að horfa fram hjá hryllingnum. Eftir þennan lestur hafði ég um tvennt að velja, vera áfram með góða samvisku og afneita Jesú Kristi eða samþykkja sorann í hans nafni. Fyrir mér var þá stórmál að fórna samfélaginu við Krist. En það var mín niðurstaða sem ég gleðst afskaplega mikið yfir i dag.

Þegar ég tjáði mig opinberlega um mannvonsku og illa texta biblíunnar voru undirtektirnar ekki jákvæðar. Það var eins og kristnir vinir mínir hefðu verið teknir í bólinu, slíkur var pirringurinn. En ekki var ég bókstafstrúarmaður heldur haldin smá rökviti. Núna sé ég vini mína í ríkiskirkjunni uppnefna alla í dag bókstarfstrúarmenn ef þeir voga sér að vitna í neikvæða texta. Hin grænsápuþvegna ríkiskirkjutrú gengur aðeins út á að vitna í jákvæðu setningarnar. Það var á þeim tímapunkti sem ég skildi hvað bókstafstrú er í raun veru í augum þessara presta. Bókstafstrú er að lesa alla Biblíuna, líka neikvæðu textanna.


Sjá einnig: Grænsápuguðfræði, Hver eru siðferðileg markmið Jesú?, Helförin hin síðari.

Frelsarinn 03.01.2007
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 03/01/07 08:39 #

Ekki kom Jesús til að afmá einn stafkrók úr fáránlegum lögmálum og vissulega boðaði hann helvítisvist og alls konar ófögnuð en sem betur fer hafa kirkjunnar menn haft vit á að sniðganga svoleiðis smáatriði í heilagri ritningu... svo er Guði (eflaust) fyrir að þakka.


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 03/01/07 09:37 #

Vandamál bókstafstrúarmanna er auðvitað það að kunna ekki að lesa Biblíuna í "Ljósi Krists". Þegar ljós krosslafs skín á skrudduna er aðeins hægt að lesa það út úr þessu öllu að guð sé kærleikur og að þar sé allt í samræmi við almenna siði, gildi og menningu þess sem er að lesa.

Bókstafstrúarmenn virðast ekki kunna að kveikja á ljósi krosslafs við lesturinn og því er guðinn þeirra sífellt reiður, refsandi, hommahatandi og kvennfyrirlitningar skrímsli.

Hámenntaðir guðfræðingar ríkiskirkjunnar sem afneita sköpunarsögunni, Satan, meyfæðingu, frumburðarmorðum, hommahatri, talandi ösnum, kraftaverkasögum og öðrum fantaseringum, og jafnvel bókstaflegri upprisu krosslafs, virðast þeir einu sem hafi bevís og réttindi uppá það að úrskurða hvað sé "guðsorð" og hvað uppspuni geitahirða úr fornöld.


Khomeni (meðlimur í Vantrú) - 03/01/07 13:38 #

Fullkomnlega sammála Frelsaranum.

Það sem er sérstakt við þetta mál er að hin guðfræðilega stefna ríkiskirjunnar er afbökun á biblíunni!!

Bókstafstrúarfólkið afbakar ekki! í boðskap bókstafstrúarfólksins afhjúpast hið rétta og ógeðfelda inntak kristindómsins.

Boðskapur biblíunnar er í rauninni bræðingur úr grískri heimmspeki, júdaisma, kvenfyrilitningu... Nei annars. -Kvenhatri og kynþáttafordómum.

Þið sem efist þessi orð: LESIÐ BIBLÍUNA... þetta stendur allt þar...


Óskar - 04/01/07 04:21 #

Það kemur margt krassandi í ljós þegar maður slær inn 'helvíti' í biblíuleitinni.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.