Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hver eru siðferðileg markmið Jesú?

Í stólræðum og opinberri umræðu er kristinni siðfræði haldið hátt á lofti. Ég hef á síðari tímum ekki skilið þennan afstæða fagurgala, því fátt er meira innantómt og fátækt af visku en orð Jesú guðspjallanna. Hann segir fátt af viti, annað en að hvetja fólk í fátæktarböl og láta misþyrma sér út í það óendanlega, því þannig öðlist menn himnasæluna í allri sinni dýrð. Enginn hér á landi kennir barninu sínu kristið siðferði vegna þess að mestanpart er það tómt rugl. Ekki þekki ég nokkurn þann prest eða biskup sem fer eftir átrúnaðargoðinu sínu. Vissulega geta menn haldið dauðahaldi um meint orð hans um náungakærleikann sem kristna siðfræði. En þá gleyma sömu prelátar viljandi öllu því sem Jesú sagði sem skilaboð til lærisveina sinna. Hér á eftir ætla ég að rifja upp fyrir lesendum helstu siðferðileg markmið Jesú.

Ef þú horfir á og finnur fyrir minnsta áhuga á hinu kyninu, þá skaltu plokka úr þér augun eða höggva af þér hendurnar svo að þú lendir ekki í helvíti (Mt 5:29-30). Þessa viska Jesú er tómt rugl.

Að kvænast fráskyldri konu er hórdómur (Mt5:32). Þessi viska Jesú er grimm og tilgangslaus árás á fráskyldar konur.

Alls ekki spara eða safna peningum (Mt6:19-20). Þessi viska Jesú er heimskuleg og engum Íslendingi hjálpleg.

Ekki auðgast (Mk 10:21-25). Þessari visku Jesú fer ríkiskirkjan ekki einu sinni eftir. Einnig er þessi fátæktaraðdáun í raun réttlæting fyrir fátækt í heiminum. Mjög slæmt.

Seldu allt sem þú átt og gefðu fátækum (Lk 12:33). Þessi viska Jesú gengur ekki upp. Auðvitað eiga menn að hjálpa fátækum en samfélagslega myndi Ísland hrynja til grunna ef allir seldu eigur sínar og gerðust fátækir.

Ekki vinna til að útvega mat (Jn 6:27). Þessi viska Jesú er í raun heimska. Mjög slæmt.

Engar kynhvatir (Mt 5:28). Þessi viska Jesú myndi útrýma þjóðinni. Mjög slæmt.

Láttu alla vita að þú sért betri en ótrúaðir (Mt 5:13-16). Þessi viska Jesú er ekkert annað en gort og stórkallaleikur. Ómerkilegt.

Taktu pening af þeim ávaxta hann illa og láttu fjármuni til ríkrar manneskju (Lk 19:23-26). Þessi viska Jesú er ansi undarleg svo ekki sé meira sagt.

Ef einhver stelur af þér verðmætum, ekki endurheimta þýfið (Lk 6:30). Þessi viska Jesú gerði lögreglu óþarfa og er í raun hörmulegt rugl.

Ef einhver slær þig, hvettu viðkomandi til að slá þig aftur (Mt 5:39). Þessi viska Jesú er mjög slæm og gerir ofbeldismönnum auðvelt fyrir. Þannig geta þeir haldið áfram miskunnarlaust án afskipta.

Ef þú tapar lögsókn, borgaðu þá meira en þér ber að gera (Mt5:40). Þessi viska Jesú á hvergi heima í dómsölum landsins. Algjört rugl.

Ef einhver neyðir þig til að ganga mílu, gakktu tvær (Mt 5:41). Þessi viska Jesú auðveldar ofbeldismönnum og þrælahöldurum störf sín. Nei takk.

Ef einhver biður þig einhvers, gerðu það þá án þess að spyrja (Mt 5:42). Þessi viska Jesú er líka mjög slæm. Við verðum alltaf spyrja og taka ákvarðanir út frá hvað sé rétt og rangt. Hörmulegt rugl.

Frelsarinn 28.09.2003
Flokkað undir: ( Kristindómurinn , Siðferði og trú )

Viðbrögð


Aðalheiður Krstín - 29/03/04 22:47 #

Flott, loksinns, frábært einhver með viti. Bravó Húrra æði eins og talað úr mínum munni


Eyjó - 31/03/04 09:36 #

hefurru ekki séð fight club???? boðskapur je´su er ekkert ósvipaður! It´s only when you have lost everything, that you are free to do anything. Jesú var munkur sem að reyndi hvað hann gat til að vera fólki hjálplegur og góður (samkvæmt sögunum). Hann talaði við hórur, tollgæslumenn og krimma, holdsveika og önnur úrhrök samfélagsins og kom fram við þau af virðingu og ástúð. Hann var ekki plagaður af efnishyggju og sjálfselsku eins og þú virðist vera. Ég er ekki kristinn en ég virði jesú (eða það sem að hann á að standa fyrir, ef hann var þá til) þar sem að öll trúarbrögð eru með svipaðan boðskap. In star wars terms, þá var jesú jedi knight on the light side...... þú virðist tala eins og sith.


Eyjó - 31/03/04 09:38 #

plús það að þú ert að rífa hlutina úr samhengi bara svo að þú getir sett sjálfan þig á háan hest......ómerkilegt

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.