Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Áhrifagjarnir unglingar

Félagshópurinn hefur æ meira áhrifavald, en foreldrar minna, þegar ungmennin verða óháðari foreldrum sínum tilfinningalega. Áhrif félagshópsins eru hvað sterkust í 8. og 9. bekk. Þá staðreynd er mikilvægt að nýta sér í fermingarstörfunum.

María Ágústsdóttir (í námskrá fermingarstarfanna)

Ritstjórn 03.09.2006
Flokkað undir: ( Ófleyg orð )

Viðbrögð


jonfr - 03/09/06 13:58 #

Ennþá sannar kirkjan hvað hún er illa innrætt. Notar sér varnarleysi unglingana til þess að troða trúardellu inná þá.

Skömm að þessu.


Carlos - 03/09/06 14:20 #

Það væri ekki ofrausn að ætlast til að vitnað sé til blaðsíðutal útgefins prentefnis, svo að hægt sé að glöggva sig á samhenginu sem tilvísunin er fengin.


Alex - 03/09/06 17:53 #

viðurstyggilegt er orðlaus yfir hvað þjóðkirkjan er spillt og mikill hræsni


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 03/09/06 18:16 #

Það hefur áður verið vitnað til þessarar klausu á Vantrú, í þessari grein. Þar kemur þetta fram:

[María Ágústsdóttir. 1999. Námskrá Fermingarstarfanna, bls. 20]


Alex - 03/09/06 21:23 #

þvílikr viðbjóður og að fólk finnst þessi stofnun í lagi er fyrir neðan allar hellur


arnold (meðlimur í Vantrú) - 03/09/06 21:56 #

Óheilindi myndi ég kalla svona lagað. En við hverju er að búast af fólki sem tilbiður bók sem er full af þversögnum og mótsögnum. Líf þeirra hlýtur að litast af orðinu. Kristið siðferði! Það er allt í lagi að beita svona aðferðum ef það er í nafni drottins.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 03/09/06 23:08 #

Og svo eiga múslímar að vera slæmir...?


nonni - 05/09/06 12:10 #

síðan hvenær hefur það verið heillandi að ferma sig útaf trú?. 90% ferma sig út af peningum .. hættið þessu röfli því ykkar trú er ekkert skárri


Alex - 05/09/06 12:13 #

höfum ekki trú í þeirri meiningu sem þú ert að tala um óþolandi þessi útúrsnúningar á orðum vegna galla í máli hjá trúarslepji liðinu


Helga - 05/09/06 15:46 #

Fólk ræður því hvort að það lætur ferma sig eða ekki. Þurfið ekkert að vera að drulla yfir kirkjuna.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 05/09/06 15:56 #

Tja, í þessari tilteknu færslu er varla verið að "drulla yfir kirkjuna", heldur verið að að koma skoðunum hennar á framfæri.

Það er ekki okkur að kenna að þær skoðanir eru hálfgerð drulla :-)


Arnold (meðlimur í Vantrú) - 05/09/06 16:23 #

Helga, Það er afstætt hvort þetta geti talist fjálst val fyrir 13 ára ungling.Þrýstingurinn frá umhverfinu á unglinginn til að láta fermast getur varla talist eðlilegur. Unglingur gerir flest til að samlagst sínum aldurshópi, það veit þjóðkirkjan og nýtir sér, eins og verið er að benda á í þessari færslu. Hins vegar þegar svona gögn koma fram sem sýna fram á vinnubrögð þjókirkjunar þá annað hvort heyrist ekkert í ykkur túuðum eða að þið komið með ómálefnaleg innlegg líkt og þitt innleg kæra Helga.


Kalli - 05/09/06 17:22 #

Ég tek undir með Arnold en vil bæta við að samkvæmt landslögum skulu fermingarbörn vera orðin fullra 14 ára. Þetta eru lög sem kirkjunni þykja greinilega léttvæg og þeim sem valdið hafa líka.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 05/09/06 17:46 #

Lesendur hafa kannski áhuga á að lesa það sem skrifað hefur verið um fermingar hér á Vantrú.


Einar Axel - 05/09/06 17:59 #

Sannleikurinn er sá að þrýstingurinn til að fermast er til staðar frá nær öllum hliðum - eða getur a.m.k. verið það. Í fyrsta lagi er um foreldrana að ræða, foreldraþrýstingur er samt sem áður til áhrifa á barn hvort sem því eða okkur líkar betur eða verr, þó minni eða meiri megi vera. Í öðru lagi er um félagaþrýsting að ræða og svo að sjálfsögðu fermingagjafirnar - sem mér finnst alltaf vera hálfgerðar mútur. Að sjálfsögðu er fráleitt að börn sem fermast trúarlega eigi nokkuð meira skilið en þeir sem fermast borgaralega. Hér er um álíka mikla fræðslu að ræða og engu minni ákvörðun að fermast ekki til trúarlegs lífs heldur en að fermast. Í þriðja lagi heyra mörg - jafnvel flest - börn aldrei af möguleikanum að fermast ekki, líklega vita þau af honum en hann er aldrei ræddur, samfélagið gefur oftast ekki raunverulega kost á honum og þar er um að ræða miklu víðtækara samhengi en bara félagaþrýsting, foreldraþrýsting eða áhrif frá yfirvöldum.

Það er ljótt að krækja svona í börnin á þessum aldri.


Einar Axel - 05/09/06 18:03 #

Afsakið greinaskilaleysið.


Björn - 05/09/06 18:08 #

bíddu voruð þið aldrei í fermingarfræðslu?

Meirihluti tímans hjá okkur fór í að spurja prestinn spurninga sem hann gat ekki svarað nema með svörum sem komu með aðrar spurningar og létu hann tala í hringi. Ah það var gaman, annars breytti það engu fyrir mig þó að það standi einhverstaðar að ég trúi á eithvað. Ég trúi það sem ég vil og það skiptir mig engu máli þó ég sé fermdur og skírður.


Arnold (meðlimur í Vantrú) - 05/09/06 20:58 #

Þetta var í minni sveit kallað að ganga til prests . Ég var í frekar áhugalausum og óstýrlátum hópi sem afrekaði meðal annars að græta prestinn. Ég er ekki stoltur af því. Við vorum mjög þæg eftir þetta atvik.

Afsakið stafsetningarvillur í skeyti mínu hér ofar á síðunni.


Elsa - 05/09/06 21:09 #

Bara pæling... snyst tetta ekki meira um ad aldargømul hefd hefur ekki verid endurskodud - heldur en hreint og klart illræti krikjunnar?

Ekki misskilja mig, eg er ekki vel lesin a tessu svidi og ekki truud heldur - tessari spurningu bara skaut upp i kollinn a mer vid lesturinn. Ekki ad tad afsaki heldur nokkud ef su er raunin, tad er bara svo margt i islensku stjornkerfi sem er urelt og eldgamalt en aldrei lagad...

Finnst eins og kirkjan se a sama stad hvad tetta vardar - en ekki eru teir heldur ad flyta ser ad breyta tessu, blessadir prestarnir.


Ari - 06/09/06 00:36 #

meira vælið í ykkur... ef á heiminn er litið í heild sinni þá erum við mjög vel sett, ekkert vesen með trúnna engin geðveiki, þó að þú sért fermdur (getur sleft því ef þú vilt) þá skulum við aðeins róa okkur með það að líkja okkur við múslima.. við lyfum í kristnu þjóðfélagi og sættið ykkur við það haha


Arnold (meðlimur í Vantrú) - 06/09/06 02:56 #

Ari, þú ert greinilega sönnun þess að kirkjan er með innrætingu og hún virkar. Enginn var að líkja okkur ( hvað sem þú meinar með OKKUR ) við múslima. Ég þekki hins vegar múslima persónulega og þeir eru hið besta fólk. Ekkert verri en kristnir menn.

Hins vegar skil ég ekki þessa fullyrðing þín um að við séum kristin þjóð. Þetta er alhæfing, á Íslandi eru einnig stunduð önnur trúbrög.

Annars finnst mér þetta innlegg þitt bera þess vott að þú sért kjáni.


Kalli - 06/09/06 04:46 #

Æ, hvar mannkynið væri statt ef andlegir risar hefðu hlustað á fólkið sem segir „þetta er svona og sættið ykkur við það“.


Júlíus - 06/09/06 06:11 #

Auðvitað reynir Kirkjan að grípa fólk á meðan það er ungt, ég held að flestir sem að hafa vonlausa trú eða aðrar heimskulegar skoðanir geri það. Lítið á Al Jazeera sjónvarpstöðina sem að útvarpar þáttum tileinkuðum börnum, þar sem að sjálfsvígs-sprengingar eru hylltar, eða hvernig nasistarnir í seinni heimstyrjöldinni voru með heilu hersveitirnar skipaðar ungmennum sem höfðu verið meira eða minna heilaþvegin, bæði af ríki og foreldrum. Kirkjan er ekkert öðruvísi í vinnubrögðum sínum(ég er ekki að líkja kirkjunni við nasisma, heldur einungis að bera saman vinnubrögð), í stað þess að kenna ungu fólki að hugsa fyrir sig sjálft, er reynt að troða upp á þau skoðunum og sannfæringu kirkjunnar áður en þau hafa andlegan þroska til að spyrja réttra spurninga.

Mér persónulega finnst svona framkoma viðbjóðsleg og að ætti að skoða þess háttar vinnubrögð með lagabókstafinn til viðmiðunar, Ég er ekki lögfróður maður en er viss um að eitthvað er ekki rétt, og ef að það er rétt líkt og Kalli bendir á í sinni færslu með aldur fermdra barna þá myndi ég hvetja yfirvöld að skoða þessar athafnir.

Ég gekk til prests á sínum tíma og ég man að minn prestur stóð á svörum eða reiddist ef að spurðar voru of krefjandi spurningar um ákveðin atriði, hann vildi bara segja okkur hvernig hlutirnir væru. Ég er viss um að það eru ekki allir prestar þannig en ég hef heyrt svipaðar sögur frá of mörgum.

Með kveðju,

J


elma r - 06/09/06 18:42 #

eg er ekki trúuð en ég lét ferma mig af einni ástæðu, peningum og gjöfum.. já mer finnst þetta allt rétt hjá ykkur! það er verið að heilaþvo litlu börnin með alskonar þvælu sem þau ekki einu sinni skilja hvað er! það lætur nánast enginn ferma sig nu til dags ut af trúnni, ekki sjéns, þetta er allt félagslegur þrystingur og þrystingur frá kirkju og foreldrum .. folk segir: ef þu fermist ekki þá áttu aldrei eftir að komast inn i himnariki! djöfs kjaftæði!!


Ari - 07/09/06 03:58 #

ef að ÞJÓÐkyrkjan á íslandi er kristin kyrkja og það er fermingarfræðsla í skólum afþví það eru flestir sem fermast... þá er þetta kristin þjóð sama hversu mikið þið eruð ósámmála því, en ekki misskilja mig, ég hef ekkert á móti öðrum trúarbrögðum eða múslimum(hvernig sem þú fekkst það út arnold)

og arnold.. ef þú ætlar að drulla út þínum skoðunum um mig skaltu gera það eins og maður en ekki á netinu, annars geturðu bara sleft því


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 07/09/06 07:30 #

Já, máske að það mætti og ætti að kalla Þjóðkirkjuna -> Þjóðkyrkjuna, en það virðist sem svo að þessi stofnun sé að kyrkja líftóruna úr menntakerfinu hérna á Íslandi.


Arnold (meðlimur í Vantrú) - 07/09/06 09:21 #

Blessaður Árni,

Þú skrifar: "þá skulum við aðeins róa okkur með það að líkja okkur við múslima"

Ég túlka þessi orð þannig að þér finnist neikvætt að vera borinn saman við múslima. Þar með ertu uppvís að neikvæðum viðhorfum til þeirra.

Ég bið þig engu að síður afsökunar á því að hafa kallað þig kjána.


Ari - 07/09/06 15:17 #

"Og svo eiga múslímar að vera slæmir...?" sagði Þórður Ingvarsson

það er væntanlega neikvætt ef múslimar eru að sprengja sig og aðra í tætlur útaf trú sinni

hljómar eins og það sé verið að ýkja þjóðkirkjuna AÐEINS....


Arnold (meðlimur í Vantrú) - 07/09/06 16:11 #

Árni, ég skil hvað þú ert að fara, en það sem Þórður er væntanlega að ýja að er að sumir innan kirkjunar fullyrða að múhameðstrú sé af hinu ílla. Því eru kirkjunarmenn að henda steinum úr glerhúsi þegar þeir svo viðhafa svona vinnubrögð eins og bent er á hér að ofan.

Árni skrifar: "það er væntanlega neikvætt ef múslimar eru að sprengja sig og aðra í tætlur útaf trú sinni"

Þarna ertu að alhæfa, Það eru ekki allir múhameðstrúarmenn hryðjuverkamenn. Og gleymdu ekki að saga kristninar er blóði drifin og hjá kristnum þrífst líka ofstæki.

Kristni er ekki trygging fyrir góðu siðferði. Nóg er að nefna fjöldanauðgnir á börnum í Bandaríkjunum sem framin voru af prestum kaþólsku kirkjunar sem reyndi svo að hylma yfir viðbjóðinn og tókst það reyndar í langan tíma í stað þess að hafa siðferðisþrek til að taka á þessum hryllingi.


Arnold (meðlimur í Vantrú) - 07/09/06 16:32 #

Sæll aftur Árni

Þú skrifar. "ef að ÞJÓÐkyrkjan á íslandi er kristin kyrkja og það er fermingarfræðsla í skólum afþví það eru flestir sem fermast... þá er þetta kristin þjóð sama hversu mikið þið eruð ósámmála því"

Ég held reyndar að þetta að kalla Íslensku þjóðina kristna þjóð mjög afstætt. Þó að börn sé default skráð í Þjóðkirkjuna þá er ekki þar með sagt að viðkomandi sé kristinn. Það eru um 30% þjóðarinnar trúlausir ef ég man rétt og mjög stór hluti til viðbótar sem tekur sína trú ekki mjög alvarlega. Kirkjusókn ber vott um það.

Það er reyndar spurning hvort ekki þurfi að fara að gera vandaða athugun af óháðum aðila á trúarlífi Íslending. Það er alla vega ekki hægt að treysta þjóðkirkjunni til að gera það því sú stofnun eyðir niðurstöðunum ef þær eru henni ekki geðfeldar.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 07/09/06 16:51 #

Þetta er farið að svipa til ríkja sem hafa Íslam sem ríkistrú, það er verið að innleiða þennan fjanda frá barnæsku.

Prestar sem flytja trúboð í leikskóla. Námskrá í barnaskólum þar sem kristinfræði (sem á að vera trúarbragðafræðsla) er stunduð líkt og trúboð. Fermingarfræðsla um leið og barnaskólinn er búinn. Svo vilja þeir troða sér inní framhaldskóla líka og eru í sumum tilfellum búnir að því.

S.s. blauti draumurinn er sá að þetta eigi svipa til Íslamsríkja: Skyldutrú.

Og hvað er sorglegast af öllu? Jú, sumum finnst þetta bara "altílæ, því við erum kristin þjóð skomm"

Kristin trú tekur alltof mikið pláss í námskránni og mér finnst það ekki í lagi, mér finnst það óeðlilegt og ógeðslegt.


Ari - 07/09/06 23:07 #

hver er Árni??

en voðalega hugsð þið mikið...

og ég hef nefniega fulla trú á því að þjóðkirkjan hætti störfum ef þið talið nóg mikið um þetta haha


Arnold (meðlimur í Vantrú) - 08/09/06 08:06 #

Fyrirgefðu mér þetta Ari. Ég þekki reyndar engan Árna :)


Valur - 08/09/06 10:24 #

Ef einstaklingur er ósáttur við trúarstöðu sína í samfélaginu getur hann látið skrá sig úr þjóðkirkjunni. Það er val hvers og eins. Því myndi ég ekki hafa áhyggjur af þessum "heilaþvotti" ef ég væri þið.

Eins er fáránlegt að líkja þessu við Íslömsk trúarsamfélög þar sem engar kröfur eru gerðar til þegnanna hér. Við þurfum ekki einu sinni að mæta í kirkju frekar en við viljum.

Eins er hægt að skilja/misskilja þessi orð hennar Maríu á marga vegu. Þið steiktu krakkarnir hafið hins vegar ákveðið að skilja þetta á versta vegu til þess að getað vælt yfir þessu á nörda-síðunni ykkar eins og smábörn sem fá of litla athygli.

Það sem ég held að hún sé að reyna að segja er: "Unglingar eru áhrifagjarnir á þessum aldri og því þurfum við að reyna að beina þeim inná réttar brautir" (beina þeim frá fíkniefnum, vændi, þjófnaði og öðrum hörmungum) Sem er bara hið besta mál.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 08/09/06 10:33 #

Ef einstaklingur er ósáttur við trúarstöðu sína í samfélaginu getur hann látið skrá sig úr þjóðkirkjunni. Það er val hvers og eins. Því myndi ég ekki hafa áhyggjur af þessum "heilaþvotti" ef ég væri þið.

Þó ég hafi skráð mig og börn mín úr Þjóðkirkjunni losna þau ekki við "heilaþvott" í leikskóla eða grunnskóla. Áfram borga ég sóknargjald þó það renni til Háskóla. En auk þess heldur ríkið áfram að taka af mér fé og afhenda það Þjóðkirkjunni.

Vísa á greinina um öfgafulla trúleysingja þar sem nánar er farið út í þessi mál.

Það sem ég held að hún sé að reyna að segja er

Þú hefur semsagt ekki hugmynd um hvað hún er að reyna að segja. Bendi á þessi ófleygu orð um heppilega grandalaus börn til samanburðar, það er ekki eins og hún sé að segja eitthvað einstakt. Staðreyndin er sú að Þjóðkirkjan vill ferma börn á aldrinum 13-14 ára vegna þess að þar á bæ gerir fólk sér grein fyrir hve viðkvæmir unglingar eru á þessum aldri. Væri fermingum frestað um 2-3 ár er ljóst að þátttaka í fermingum myndi minnka gríðarlega.


Valur - 08/09/06 22:11 #

Þó ég hafi skráð mig og börn mín úr Þjóðkirkjunni losna þau ekki við "heilaþvott" í leikskóla eða grunnskóla. Áfram borga ég sóknargjald þó það renni til Háskóla. En auk þess heldur ríkið áfram að taka af mér fé og afhenda það Þjóðkirkjunni.

Ég held Matti minn að þessi heilaþvottur sé ekki stóralvarlegur. Ég fékk kristinfræðikennslu á mínum skólaárum og þetta þótti frekar leim á þeim árum. Ég efast um að viðhorf barna til þessa hafi breyst. Þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að börnin þín helli sér útí trúarstarf og ef það trúarstarf væri á vegum þjóðkirkjunnar værum við í mesta lagi að tala um kórsöng. Trúðu mér, þau hljóta ekki varanlegan skaða af því.

Þú hefur semsagt ekki hugmynd um hvað hún er að reyna að segja.

Nei, ekki frekar en þú og satt best að segja þá verð ég að viðurkenna að þetta er einstaklega klaufalega orðað hjá henni en ég er handviss um að meiningin er góð. (sjá fyrsta svarið mitt)

Bendi á þessi ófleygu orð um heppilega grandalaus börn til samanburðar, það er ekki eins og hún sé að segja eitthvað einstakt. Staðreyndin er sú að Þjóðkirkjan vill ferma börn á aldrinum 13-14 ára vegna þess að þar á bæ gerir fólk sér grein fyrir hve viðkvæmir unglingar eru á þessum aldri. Væri fermingum frestað um 2-3 ár er ljóst að þátttaka í fermingum myndi minnka gríðarlega.

Ég held að t.d. 16 ára unglingum langi jafn mikið í i-pod eins og 13 ára unglingum. Þannig að ég sé ekki að þetta breyti neinu. Hins vegar er ég sammála þér í því að þessar fermingar eru að vissu leiti á villigötum. Ef gjafirnar væru ekki til staðar myndu flestir unglingar sjálfsagt ekkert vera að þessu. Svo að ég tali fyrir sjálfan mig þá vildi ég fermast á þessum tíma og sé ekki eftir því í dag.

Þetta gjafastúss er ekki Kirkjunni að kenna. Þetta er típiskt fyrir neyslugleði samfélagsins og kaupmennirnir græða og gera líka í því að markaðssetja fermingar, jól, páska o.fl. Þannig að það má segja að þetta sé frekar pólitískt heldur en trúarlegt. Ef slík markaðssetning væri bönnuð gætum við séð hverjir í samfélaginu væru raunverulega trúaðir og hverjir ekki.


Arnold (meðlimur í Vantrú) - 08/09/06 23:14 #

Ég held Matti minn að þessi heilaþvottur sé ekki stóralvarlegur. Ég fékk kristinfræðikennslu á mínum skólaárum og þetta þótti frekar leim á þeim árum. Ég efast um að viðhorf barna til þessa hafi breyst. Þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að börnin þín helli sér útí trúarstarf og ef það trúarstarf væri á vegum þjóðkirkjunnar værum við í mesta lagi að tala um kórsöng. Trúðu mér, þau hljóta ekki varanlegan skaða af því.

Valur, ef þetta skilar engum árangri hvers vegna er kirkjan þá að hafa fyrir þessu?

Nei, ekki frekar en þú og satt best að segja þá verð ég að viðurkenna að þetta er einstaklega klaufalega orðað hjá henni en ég er handviss um að meiningin er góð.

En má ekki lesa orð kristinna manna bókstaflega, þeir meina alltaf eitthvað annað en þeir segja. Er þetta ekki orðið frekar vandræðalegt fyrir ykkur?


Valur - 10/09/06 23:11 #

En má ekki lesa orð kristinna manna bókstaflega, þeir meina alltaf eitthvað annað en þeir segja. Er þetta ekki orðið frekar vandræðalegt fyrir ykkur?

Erum við sem sagt ekki saman í liði Matti? :)


Matti (meðlimur í Vantrú) - 10/09/06 23:29 #

Ég skil þessa athugasemd ekki.


Valur - 11/09/06 16:37 #

Sorry, Matti. Ég meinti Arnold :)

Þið eruð svo afdráttalausir í þessu þeir sem eru ekki 100% sammála ykkur eru í hinu liðinu (Kirkjuliðinu) á móti ykkur.

Ég get svo sem alveg verið með henni Maríu í liði ef ykkur líður betur yfir því. En ég get sagt ykkur að ég missi ekki svefn þótt unglingar hætti að vilja láta ferma sig.

Hins vegar hvet ég ykkur til að lesa svör mín og skoða heildarmynd samfélagsins. Þetta er ekki bara trúarlegs eðlis heldur hápólitískt og hagsmunatengt.

Þetta er svipað eins og með sykraða skyrið. Skyrið er selt sykrað útí búð af því að neitandinn vill það. Framleiðendur eru búnir að fara í gegnum langt og strangt þróunarferli sem endar í smökkun úrtakshópa og viti menn! Sykrað skyr varð niðurstaðann.


Valur - 11/09/06 16:53 #

Ég er reyndar ekki viss um að samlíking mín hafi komist til skila en það sem ég meinti er þetta:

Það er öllum sama þótt Sirrý á NFS sé hneyksluð á að mjólkurvörur séu seldar sykraðar. Þetta er það sem neytandinn vill og þessar vörur seljast í tonnavís.

Þetta er sambærilegt með fermingar, skýrnir og giftingar. Fólk vill þetta ákveðna umstang og afsökun fyrir glæsilegri veislu og það er það sem það fær. Trúið mér meirihluti þessa fólks hefur lítið sem ekkert vit á biblíunni eða hvað hún segir um þessi mál. Kirkjann er ekki að reyna að markaðssetja sig í þessum bransa. Það eru aðrir sem hafa meiri hagsmuna að gæta. Þeir sem selja allar gjafirnar, veislurnar og skemmtanirnar.

Ef þessir atburðir fara í taugarnar á ykkur (fermingar, skýrnir og giftingar) ættuð þið frekar að reyna að ráðast að rót vandans. Ég veit reyndar ekki hvernig, það væri t.d. hægt að stofna stjórnmálaflokk gegn tækifærisbrúðkaupum :)


Arnold (meðlimur í Vantrú) - 11/09/06 17:33 #

"Þetta er ekki bara trúarlegs eðlis heldur hápólitískt og hagsmunatengt"

Þarna er ég þér 100% sammála Valur.

"Ef þessir atburðir fara í taugarnar á ykkur (fermingar, skýrnir og giftingar) ættuð þið frekar að reyna að ráðast að rót vandans"

Það er ekki athöfnin sem slík sem fer í taugarnar á mér heldur aðferðarfræði kirkjunar í kringum fermingarnar og reyndar allt barnastarf sitt.

Jú jú við erum í sama lið Valur, Þú ert bara umburðarlyndari en ég :)


Ari - 15/09/06 01:59 #

þið ættuð þá að vera komnir með ágætis "gengi" gætuð kannski farið og brotið rúðu saman í þjóðkirkjunni ;) haha


Arnold (meðlimur í Vantrú) - 15/09/06 07:01 #

Nei, ertu ekki bara mættur aftur Ari með þitt "haha". Alltaf málefnalegur.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.