Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Fermingarhugleiðing

Eldri sonur minn er að fara að fermast eftir rúma viku. Hann fermist borgaralega enda verið alinn upp utan trúfélaga og trúarbragða. Vegna þessa fór ég að hugsa um ferminguna mína á sínum tíma. Málið var það að ég uppgötvaði það frekar fljótt í fermingarfræðslunni að ég gat ekki ímyndað mér að staðfesta skírnarheitið og þegar ég sótti messu í kapellunni á hrafnistu eins og okkur var skylt að gera endaði það með því að ég lét mig hverfa og gekk út. Mér ofbauð svo trúarofstækið (í hefðbundinni messu hjá þjóðkirkjunni) að ég mætti aldrei aftur. Samt lét ég ferma mig! Af hverju? Jú, vegna þess að ég taldi mér trú um á þeim tíma að ég væri Deisti. Ég þóttist sjá slík merki í náttúrunni og náttúrulögmálunum sem báru þess vitni að þetta gæti ekki allt verið sprottið af tilviljun. Eitthvert æðra vald hlyti að hafa búið til þessi lögmál og sett allt af stað þó svo að það sama vald væri annaðhvort farið á braut, skipti sér ekki af sköpunarverkinu eða hefði einfaldlega ekki mátt til þess.

Mér fannst því gersamlega tilgangslaust að vera að tilbiðja það. Í dag gengur fólk sem trúir á e-ð svona undir nafninu sköpunarsinnar og kalla kenninguna vitþróunarkenningu (sem andsvar við þróunarkenningu). Munurinn er náttúrulega sá að þróunarkenningin er vísindi en vitþróunarkenningin eru hindurvitni. Allt á þetta rætur að rekja aftur til 17. aldar þegar endurreisnarmenn fóru að vegsama skynsemina og endurvekja forna tækniþekkingu og margir þeirra sáu að kristnin meikaði engann sens (ekki einu sinni á þeim tíma). Deismi var bull þá og vitþróun er það í dag. Ég man líka greinilega hvenær þessi hræsni fór af mér. Það var daginn eftir ferminguna þegar ég vaknaði og tók vörutalningu á gjöfunum. Þá rann upp fyrir mér ljós af hverju ég hafði fermst og það hafði sko ekkert með neinn Deus að gera. Þess vegna vildi ég bjóða syni mínum upp á að fermast, fara í fermingarfræðslu sem snýst um manngildi, siðfræði o.s.frv. og fá hina eftirsóttu fermingarveislu án þess að vera að hræsnast með einhverja trú í því samhengi. Ef hann verður trúaður sem fullorðinn maður þá getur hann bara gengið í eitthvert trúfélag. Ég hitti stundum fólk sem er ekki trúað en lætur samt skíra og ferma börnin sín en segir svo í framhaldinu að þau geti svo ákveðið þetta sjálft þegar þau verða fullorðin. Það finnst mér undarlegt.

Sjálfur er ég mjög hrifinn af Ásatrú. Vættirnar í umhverfinu finnast mér vera mjög skemmtileg tákn fyrir náttúruna. Fossbúinn, gilbúinn og tröllin í fjöllunum eru mjög sterk tákn fyrir umhverfið, rétt eins og goðin sjálf tákna náttúruöflin. Goðsögurnar eru svo dæmisögur sem færa okkur heim allskyns grundvallar sannindi eins og til dæmis að varast græðgi, passa okkur á viðsjárverðu fólki, sækja okkur fróðleik o.s.frv.

Mig grunar að margt kristið fólk sé álíka kristið og ég er Ásatrúar. Þ.e. það lítur á Biblíuna sem safn dæmisagna sem færi manni heim sjálfssögð sannindi um gildi góðmennsku, kærleika, fyrirgefningar o.s.frv. Guð er ágætt tákn fyrir hið góða í manninum og himnaríki er það að líða vel í samneyti með guði (þ.e. hinu góða í manni sjálfum). Helvíti er þá að sama skapi það að vera ekki í sambandi við þennan sama guð og líða illa. Þetta eru allt fallegt tákn til að nota yfir líðan okkar og umhverfi án þess að trú á nokkra yfirnáttúru sé þar á ferð.

Ég er voðalega hræddur um að ef kristnir teldust einungis þeir sem eru það í raun (samkvæmt trúarjátningunni) þá myndi fækka verulega í þjóðkirkjunni. A.m.k. held ég að mjög fáir í dag trúi í raun á þríeinan guð (já, yfirnáttúrulega og almáttuga veru sem skapaði og ræður öllu, ekki tákn, sem er bæði þrír og einn!) að hann hafi sent son sinn til jarðarinnar (fæddann af hreinni mey) til að deyja fyrir syndir okkar (en við fæðumst öll bersyndug) og að ef við trúum þessu komumst við í himnaríki eftir dauðann (ekki í samband við hið góða í sjálfum okkur heldur á raunverulegan stað eftir að við deyjum) en ef við trúum því ekki komum við til með að þjást í helvíti (sbr. himnaríka, raunverulegur staður sem við förum til eftir að við deyjum ef við trúum ekki á Jesú) þangað til téður Jesús kemur og dæmir okkur (Upp úr bók!). Þessu þarf raunverulega að trúa til að teljast kristinn þó svo ég efist um að margir sem segjast vera kristnir átti sig á því.

Daníel Freyr Jónsson 15.04.2006
Flokkað undir: ( Fermingar , Hugvekja )

Viðbrögð


Björn - 15/04/06 09:59 #

Það eru rosalega margir fermdir sem tala um ferminguna sína eins og reykingamenn tala um reykingar sínar.

Er menn líta til baka, þá var þetta oftast eitthvað sem menn hefðu viljað vera án, hefðu betur sleppt.

Annars er ég ekki sammála þér með borgaralegu ferminguna. Ég hef alltaf séð hana sem sömu hræsnina og hina hefðbundnu fermingu. Menn eru bara að taka afstöðu gegn ríkjandi venju, en þeir vilja samt ekki að það kosti þá neitt.

Ef maður er ekki trúaður, hví þá að taka þátt í hefð sem kirkjan kom á fót, er bara framkvæmd í öðru húsi og af öðru fólki? Örugglega heilmikil fræði og fín sem koma fram í borgaralegu fræðslunni, en megintilgangurinn er sá sami hjá krökkum í báðum tilfellum mundi ég halda, gjafirnar.


Hope Knútsson, formaður Siðmenntar - 15/04/06 11:30 #

Kirkjan kom EKKI fermingin á fót. Hefðin er miklu eldri en kristni. In every society and at every time, people have marked the transition between childhood and adulthood in some way. Það er félagsleg hefð. Vinsamlegast lestu greinin: "Ranghugmyndir um borgaralegar fermingar" sem Sigurður Hólm Gunnarsson varaformaður Siðmenntar skrifaði. http://www.sidmennt.is/archives/2003/11/08/ranghugmyndirumborgaralegar_fermingar.php And the big difference between religious and secular confirmation is that in the secular one you are not asked to stand up and LIE in front of a whole congregation of people and say that you believe in something that you don't! Doing that is the definition of hræsni! Í borgaraleg ferming þarf engin að strengja trúarheit til lífstíðar. Þetta er leið til að læra margt gagnlegt um lífið og ábyrgð, gagngrýn hugsun og marget fleira sem er yfirleit EKKI kennt í skólum og er fermingarathöfn menningarlegt útskriftarhátíð. Mér finnst ekkert hræsni í þetta ferli.


Björn - 15/04/06 14:18 #

Auðvitað finnst þér þetta ekki hræsni Hope, þú ert að agitera fyrir þessum borgaralegu fermingum. Presturinn veit alveg að meiri hluti krakkanna fersmist fyrir gjafirnar, hann getur samt sannfært sig um að ekki sé um hræsni að ræða.

En þetta er nú samt mitt álit. Þetta er valkostur fyrir fólk sem vill taka afstöðu gegn hinum hefðbundnu gildum en vill samt ekki þurfa að tapa á því. Hefur þér dottið í hug að bjóða upp á þessa fræðslu án þess að kalla þetta fermingu? Telur þú að ásókn mundi minnka ef ekki væri um gjafir að ræða eftir þessa fermingu ykkar?

Ég held að þú sért að selja sömu hluti og kirkjan, þú pakkar því bara í öðruvísi pappír.

Rukkar Siðmennt fyrir borgaralegar fermingar?

Hefur Siðmennt dottið í hug að koma á fót einhverskonar borgaralegum skírnum?


Björn - 15/04/06 14:29 #

Varðandi greinina á http://www.sidmennt.is/archives/2003/11/08/ranghugmyndirumborgaralegar_fermingar.php, þá myndi hún sóma sér í hvaða trúaráróðursriti sem er. Allir sem ekki eru sammála ykkur eru tregir, grátlegir og ómálefnalegir. Unga fólkið ykkar er svo rosalega ábyrgt og gáfað alveg eins og unga fólkið í költunum er svo rosalega þroskað að velja þá leið sem koltið vill.

Það er ekkert grátlegt eða ómálefnalegt við það að velta því fyrir sér hví krakkar séu að fermast borgaralega. Ef þetta er svona mikil manndómsvígsla, hví þá ekki að fresta henni til 18 ára eins og kirkjan er krafin um? Geta krakkar frekar valið ykkur 14 ára en kirkjuna?


Eysteinn - 15/04/06 20:54 #

Ágætis pistill. Sjálfur er ég algerlega mótfallinn fermingum, en það er nú meira útaf allri gervimennskunni og fjáraustrinum í kringum þessar asnalegu athafnir, en af trúarlegum ástæðum.

En mig langaði að minnast á annað: Ég er nú alveg örugglega ekki sá fyrsti til að segja það, en mér finnst ferlega skondið að þú sem "vantrúarmaður" skulir bera fornafn og millinafn beint uppúr tveimur trúarbrögðum!


Daníel - 15/04/06 22:01 #

Ég er nú ekki meiri Vantrúarmaður en það að ég á ákaflega fáar greinar hér inni og sú síðasta birtist fyrir löngu síðan. Ég er hins vegar yfirleitt alveg sammála því sem hér er skrifað og tók því vel í að þessar hugleiðingar mínar um fermingu sonar míns yrðu birtar. Ég vil taka það fram að í pistlinum kemur einmitt fram að ég er að ferma hann vegna þess að ég vil ekki að hann fari á mis við það að fá að halda fermingarveislu og fá gjafir eins og jafnaldrar hans. Það finnst mér engin hræsni. Veislan og gjafirnar eru ástæðan fyrir þessu. Hitt er svo ekki verra að hann fái húmaníska fræðslu í siðfræði um leið. Það getur svo enginn gert að því hvað hann er nefndur en goðsögurnar af Daníel og Frey eru mjög skemmtilegar og hafa til að bera góðan boðskap. Ég ber því bæði nöfn mín með stolti.


Björn - 15/04/06 23:06 #

Gott að sjá að veislan og gjafirnar eru hvatinn og að þú viðurkennir það. Hope og Sigurður eiga því kannske við alla aðra sem fermast borgaralega?

Auðviað fermist fólk borgaralega vegna sömu hræsni og þeir sem fermast kirkjulega. Annað þykir bara hip og kúl, hitt lummó.

Þessar tilraunir Hope og Sigurðar til að réttlæta sínar hefðir eru auðvitað engu betri en tilraunir költa til að réttlæta eigin tilveru, enda Siðment költ trúlausra.

Sem trúleysingi afneita ég hagsmunasamtökunum Siðmennt.

Ég hefði gaman af að vita við hvort Hope vinnur eingöngu fyrir Siðmennt eða hvort hún hefur annan starfa.


Hope Knútsson - 15/04/06 23:32 #

Siðmennt would like to offer secular alternatives for ALL of life's transitions just as other Humanist organizations around the world do: borgaraleg nafngjöf, gifting, og útför. En til þess, verðum við að sitja við sama borð og aðrar liffskoðunarfélög s.s. trúfélög. Við sem standa utan trúfélaga, getum EKKI valið hvert sóknargjöld okkar fara og alls ekki látið Siðmennt fá þessi penningar og þar af leiðandi höfum við ekki efni á að sinna meira en við sinnum í dag. Borgaraleg ferming verður að standa undir sig því við erum ekki stofnun eins og kirkjan. Auðvitað verðum við að rukka fyrir námskeið, (rándýrt) húsaleiga, athöfn o.sv.fr. því þetta kostar allt. En þetta er hugsjónastarf hjá okkur. Okkur finnst dýrmæt og nauðsynlegt í lífinu að eiga val í öllu vegna þess að fólk er ekki öll eins. Ef sumir vilja halda upp á mikilvægustu tímamót í lífinu sínu án íhlutun kirkjunnar og ýfirnáttúrlega hlutir, og vilja fá meaningful ceremonies that reflect their Humanistic values, we are there to assist them. We offer people advice about how to hold secular naming ceremonies, weddings and funerals. Many people call us every year about these things and we help as much as we can considering our volunteer status. Once we gain equal status as a life stance organization we will train Humanist celebrants just like in other countries and be able to offer all of these things to people who choose them. I started Borgaraleg ferming 18 years ago and was going to do it just once, for my own kids but hundreds of people have contacted me and begged me to keep providing this alternative because they WANT it. There is obviously a great need in Iceland because it has been growing by leaps and bounds over all these years. There has been a 40% increase in enrollment in Borgaraleg ferming just in the past year. So it has become my life's work, volunteer work! In these 18 years, 885 families have participated in the program and around 10.000 people have attended the ceremonies. Siðmennt has ALWAYS said that we would like the fermingaraldur að vera fjráls. But we have no "control" over this, as a tiny volunteer organization. The state church with all its power and billions of kronur funding each year, has no interest whatsoever in raising the age or letting kids do it when they feel they are READY, which is what we think would be the most rational, sensible approach. All we can do, as a tiny áhugamannafélag with no headquarters, no money, and no staff, is to offer an alternative at the time these kids are being courted by the church. Indeed we have had a number of kids in the program who are 15, 16 and even 17. I hope this clarifies the situation. Sorry I can't explain all of this clearly in Icelandic.


Davíð - 15/04/06 23:45 #

Langaði bara að óska öllum á Vantrú.is Gleðilega Kristsupprisuhátíð í fyrramálið :) Gleðilega Páska, og reynum öll að njóta þess að vera til :O)


Svanur Sigurbjörnsson - 15/04/06 23:52 #

Málflutningur Björns hér að ofan er með ólíkindum. Hann gagnrýnir borgaralega fermingu en færir ekki nein góð rök gegn henni. Hann segir:

Þetta er valkostur fyrir fólk sem vill taka afstöðu gegn hinum hefðbundnu gildum en vill samt ekki þurfa að tapa á því.

Þetta er algerlega ónýt hugsun. Siðmennt er ekki að halda Borgaralega fermingu (BF) af því að félagar þess "vilji taka afstöðu gegn hinum hefðbundnu gildum". Siðmennt er ekki samansafn fólks á mótþróaskeiði. Siðmennt byggir á húmanisma og hagar framkvæmdum sínum eftir því en ekki til þess að vera "á móti hefðbundnum gildum". BF er námskeið í rökhugsun, siðfræði, umburðarlyndi, sorgarviðbrögðum, vímuefnavörnum, samskiptum og fleiru því er mun koma fólki á hraðri leið að verða fullorðnum til góða. Í BF felst ekki nein trúarjátning eða loforð af hálfu ungmennisins. BF og sú veisla og gjafir sem fylgja er góð fyrir unglinginn því að á þeim degi beinist athygli allra í fjölskyldunni og vinahring að honum á jákvæðan máta. Gjafir eru ekki hræsni. Hins vegar er það hræsni þegar játast á trú án þess að hafa þá sannfæringu.

Varðandi "hagsmunasamtök". Gjörðu svo vel að skýra það betur út hvað þú átt við með því Björn. Áttu við að Siðmennt sé í þessu til að fá ágóða? Áttu við að þær þúsundir klukkustundir sem hafa verið lagðar fram í sjálfboðavinnu til að BF megi fara fram séu til þess að ná fram einhvers konar annarlegum hagsmunum? Orð þín eru óábyrg og töluð af mikilli vanþekkingu um Siðmennt. Að baki Siðmennt starfar hugsjónafólk sem vill færa þjóðinni betri valkosti í lífinu. Hefur þú aldrei kynnst slíku Björn?

Ég vona að ég sjái aldrei oftar skrif sem þín um Siðmennt hér á síðum Vantrúar.

Svanur Sigurbjörnsson, stjórnarmaður í Siðmennt.


Hope Knútsson - 15/04/06 23:59 #

Dear Bjorn, I am a retired psychiatric occupational therapist (geðiðjuþjalfi) I worked in psychiatry for over 20 years. That was my job. Everything else I have done has been social activism. Ég er aðgerðasinni. Ég kom til Íslands til þess að stofna námsbruait í iðjuþjálfun. Ég var formaður Iðjuþjálfafélag Íslands í 22 ár. Ég var formaður Geðhjálpar í 6 ár (hugsjón). Ég stofnaði Félag nýrra íslendingar og var formaður þess í 6 ár (hugsjón). Ég stofnaði Fjölmenningarráð og var formaður þess í nokkur ár (einnig hugsjón). Árið 1989 skipulagði ég fyrsta Borgaraleg ferming á Íslandi og árið seinna Siðmennt til þess að tryggja að fólk sem hefur áhuga á valkostur við trúarleg athafnir gæti haft aðgang að slíku. Þetta er hugsjónarmál og hugsjónarstarf. Siðmennt er EKKI hagsmunasamtök heldur lífsskoðunarfélag eins og öll Húmanistafélög út um allan heim! You are the first person to call an ethical humanist association a cult. I don't know what your definition of a cult is, but if you will take a look at the Stefnuskrá Siðmenntar http://www.sidmennt.is/sidmennt/#stefnuskra , I think you will find that it is nothing whatsoever like a cult!


Hope Knútsson - 16/04/06 01:07 #

Definition of hypocrsy (hræsni) - pretending to hold beliefs which you do not have. Many kids in kirkjuleg ferming do this. They actually stand up and LIE in public, in front of hundreds of people. Nobody in BF does this because they are not asked to strengja trúarheit til lífstíðar. They don't have to pledge anything. We respect kids who chose religious confirmation because they truly believe. We feel that should be the ONLY reason anybody chooses a church confirmation. If some kids in BF are there because they want a big party and lots of gifts that may be greedy but that is NOT the same thing as hræsni. We know for a fact that many of the kids in BF do NOT have big parties. Some do and some don't. But the big difference, nonetheless, is that none of them are lying about an important thing like their philosophy of life or what they do or don't believe. BF offers kids a way of celebrating this transition, this félagslegt hátíð, WITHOUT being hræsnarar. It offers them a chance to learn to think critically, learn about what adulthood means, and about taking responsibility for their thoughts, feelings, and behavior.


Þorsteinn Kolbeinsson - varamaður í stjórn Siðmenntar - 16/04/06 01:28 #

Til þess að útskýra nokkra hluti betur:

Að láta ferma sig í BF er rándýrt, dýrara en í flestum kirkjum líklega. Það er bara staðreynt. Ég get þó sagt þér Björn að allur sá peningur sem rukkaður er inn fyrir BF fer beint í að standa undir kostnaði við að halda BF og ekkert annað. Vissirðu að það þarf að leigja Háskólabíó tvisvar sinnum til þess halda eina athöfn? Það er ekki ókeypis.

Ég skil þig samt alveg ágætlega þegar þú talar um

    En þetta er nú samt mitt álit. Þetta er 
    valkostur fyrir fólk sem vill taka afstöðu 
    gegn hinum hefðbundnu gildum en vill samt 
    ekki þurfa að tapa á því.

en þarna ertu í raun að álasa unglingnum í raun fyrir að vera gráðugur. Ég efast heldur ekki um að það sé einnig mikið til í því að margir sem fermast í BF séu að hugsa fyrst og fremst um peningana, enda ekkert rosalega margir unglingar á þessum aldri sem í raun hafa þroska til að gera það ekki. Ekki frekar en barn neiti sér um sælgæti sem því finnst rosa gott því það sé svo fitandi og það sé að hugsa um það. Það er þó ekki málið hérna, enda Siðmennt að bjóða uppá valkost við fermingu sem á sér stað á aldri sem Siðmennt hefur enga stjórn á.

Fermingar á einhverjum af hinum norðurlöndunum eiga sér stað t.d. síðar en á Íslandi, og ekkert nema gott um það að segja.

Sem sagt, bottom line. Fermingar eiga sér stað hvort sem okkur líkar það betur eða vel. Fullt af krökkum sem eru ekki kristnir munu fermast samt sem áður í kirkju og ljúga fyrir alþjóð til þess að fá gjafirnar. Fullt af krökkum sem ekki vilja strengja trúarheit en samt fá veislu og gjafir geta valið BF. Það er engin hræsni í því. Smá græðgi kannski...

Hitt er svo annað mál, að fermingardagurinn er dagur barnsins. Það er stjarna dagsins. Það er barnið sem hefur farið í gegnum manndómsvígslu dagsins, og fær veislu og gjafir sér til heiðurs.

Ef þú vilt gagnrýna veisluhöldin og réttlætingu gjafa, ættirðu í raun að gagnrýna veisluhöld og gjafaaustur þegar fólk útskrifast úr námi og heldur útskriftarveislur. BF er námskeið og því er fermingarveislan sem fylgir í kjölfarið í raun útskriftarveisla.


khomeni - 16/04/06 01:52 #

Flott grein hjá þér Daníel. Skýr og klár. Engin hræsni að ferma út af pökkunum. Þú ættir að skrifa oftar á Vantrúna góðu. 'Ég er sammála þér varaðndi krisni og ásatrú og gildi þeirra sem dæmisög-banka. Ég upplifi trúarbrögð á sama hátt. Það má alveg nota þau til gagns ef maður stillir sig inn á það.

Þegar ég sagði við félaga minn að ég tryði ekki lengur á að Jesú hefði verði til og allar líkur bentu til þess að hann væri goðsaga, þá hváði hann og fannst það í rauninni ekkert merkilegt. Hann sagðist sjálfur aldrei hafa litið á guðspjöllin öðruvísi en einhverskonar dæmisögur. Einhver tákn fyrir hluti eða atburðarásir. Kom mér nokkuð á óvart satt að segja.

Þú hefur verið þroskaður krakki. Deisti. Ég fermdist BARA út af pökkunum. Græddi 17 þús. var semt neðarlega í bekknum. Sumir græddu miklu meira.

Ég eyddi þessu reyndar öllu á Fredda-Bar sem var spilasalur. Mig minnir að megnið af peningunum hafi farið í leikina Xevious og Nibbler.

Ég sé ekki eftir krónu.


Svanur Sigurbjörnsson - 16/04/06 02:29 #

Takk fyrir góðar hugleiðingar Daníel Freyr.
Síðasta setning þín hittir í mark. Það átta sig ekki margir "kristnir" á því að þeir trúa í raun ekki á neitt af yfirnáttúrlegu þáttum kristninnar, þ.m.t. manninn á himnum með hvíta skeggið og geta því varla talist kristnir. Það virðist nægja þeim að telja að Jésú hafi verið til og að hann hafi boðað náungakærleika. Hinn algóði Jésu sem bauð börnunum að koma til sín er hetjan sem límið sem heldur bátnum saman. Munurinn á þessu fólki og trúlausum húmanistum er því harla lítill (T.d. sagði Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir í viðtali um ferminguna á NFS að hún "væri húmanisti eins og þið [Jóhann Björnsson og félagar Siðmenntar]") en það virðist vera erfitt að slíta naflastrenginn. Fólk segist hafa sína "barnatrú", þ.e. það trúi hluta af því sem því var sagt í æsku og skammast sín ekki fyrir að hafa endurskoðað það síðan. Biskupinn sagði í Blaðinu á Skírdag "Ég fékk trúnna með móðurmjólkinni. Það var mín gæfa". Auðvitað er margt gott og gilt alla ævi það sem maður lærir í æsku en manni finnst dapurt að fólk skuli ekki skoða meir gagnrýnið það sem fyrir það var lagt. Það verður ekki framför milli kynslóða ef við teljum barnakverin þurfi ekki sífelldrar endurskoðunar við. Annars held ég að fólk vilji hreinlega ekki skora á hugmyndir vina sinna prestanna. Fólki finnst sárt og erfitt að hugsa sjálfstætt. Það vill ekki lenda í deilum og hin fagra og blíða ("kærleiksríka")ásýnd kirkjunnar er sefjandi. Prestar og kirkjur eru í alls kyns hlutverkum og því gæti virst að hvort tveggja væri ómissandi. Hver vill trúa því að kirkjan standi í vegi fyrir mannréttindum eða innihaldslaust blaður hennar um yfirnáttúrulega hluti valdi skaða í þjóðfélaginu? Trúaður vinur minn heldur að vestræn siðmenning og lýðræði sé vegna hinnar "þróuðu" mótmælendakirkju en ekki þrátt fyrir hana. Stundum líður manni eins og árið sé 1406. Hvenær ætlar heimurinn að vakna og læra að meta heiminn eins og hann er?


Sigurður Hólm Gunnarsson - 16/04/06 14:00 #

Fyrst það er verið að minnast á mig og greinarkorn mitt hér ætla ég að fá að leggja nokkur orð í belg.

Næstum allt það sem Björn (hvað heitir þú annars fullu nafni og hvað gerir þú? Finnst eðlilegt að vita við hvern ég er að tala) segir er rangt og/eða byggt á einhverjum fordómum. Ég svara honum hér því lið fyrir lið í von um að leiðrétta “misskilning” hans um Siðmennt.

1)

“Ég hef alltaf séð hana [Borgaralega fermingu] sem sömu hræsnina og hina hefðbundnu fermingu. Menn eru bara að taka afstöðu gegn ríkjandi venju, en þeir vilja samt ekki að það kosti þá neitt.”

Hræsni er að halda einhverju fram sem maður trúir raunveruleg ekki. Þykjast hafa aðra skoðun en maður hefur (flettu upp í orðabók). Þannig eru t.d. þeir sem þykjast trúa til þess eins að geta haldið fermingarveislu (og fengið gjafir) hræsnarar. Þeir sem velja borgaralega fermingu (BF) vegna þess að þeir vilja halda veislu án þess að játa trú sem þeir hafa ekki gera það einmitt til þess að vera EKKI hræsnarar. Það skiptir því ekki máli hvernig þú hefur “séð” BF. Ljóst er að það er ekki hræsni að velja BF. Það er ekki hægt. Þú ert ekki beðinn um að trúa neinu eða játa neitt í BF.

Menn geta haldið því fram að allar athafnir eins og fermingar, afmæli, útskriftir og giftingar séu byggðar á græðgi. Ég vil líta á það þannig að fólk hafi gaman að því að halda upp á tímamót og taka þátt í samfélaginu. En auðvitað er gaman að fá gjafir, sérstaklega þegar maður er 14 ára unglingur. Er eitthvað að því? Það finnst mér ekki. Sérstaklega ekki ef maður er ekki að ljúga að sjálfum sér og öðrum.

2)

“en megintilgangurinn er sá sami hjá krökkum í báðum tilfellum mundi ég halda, gjafirnar.”

Hjá sumum án efa já. En ekki hjá öllum. Persónulega fermdist ég kirkjulega af því að ég var afar trúaður á þessum aldri. Hefði án nokkurs vafa fermst þó ég hefði ekki átt von á neinum gjöfum. Reynum að alhæfa ekki.

3)

“Auðvitað finnst þér þetta ekki hræsni Hope, þú ert að agitera fyrir þessum borgaralegu fermingum.”

Hope finnst BF ekki vera hræsni af því BF ER EKKI hræsni. Sjá lið 1.

4)

“Hefur þér dottið í hug að bjóða upp á þessa fræðslu án þess að kalla þetta fermingu? Telur þú að ásókn mundi minnka ef ekki væri um gjafir að ræða eftir þessa fermingu ykkar?”

Já. Reyndar er það svo að krakkar sem fermast EKKI og jafnvel nokkrir sem fermast kirkjulega hafa óskað eftir því að fá fræðslu hjá Siðmennt. Þeim hefur verið orðið við ósk sinni. Þar að auki græðir Siðmennt ekkert á BF. Boðið er upp á BF fyrst og fremst af hugsjón. Við viljum að unglingar eigi val.

5)

“Hefur Siðmennt dottið í hug að koma á fót einhverskonar borgaralegum skírnum?”

Úr stefnuskrá Siðmenntar: ...Félagið vill einnig bjóða upp á aðrar borgaralegar athafnir, eins og nafngjöf, giftingu og útför. Siðmennt stuðlar að fræðslu í samræmi við markmið félagsins.

Manndómsvígslur, nafngjafir, giftingar og útfarir eru ekki kirkjulegar athafnir, heldur sammannlegar og tíðkast alls staðar. Það er ekkert nema sjálfsagt og eðlilegt að fólki langi til að halda athafnir sem samræmast sinni lífsskoðun. (Ég tek það reyndar fram að ég er persónulega ekki mikið fyrir athafnir. Þær skipta mig ekki persónulega máli. En mér þykir sjálfsagt að fólk hafi val).

6)

“Varðandi greinina á [...] þá myndi hún sóma sér í hvaða trúaráróðursriti sem er. Allir sem ekki eru sammála ykkur eru tregir, grátlegir og ómálefnalegir.”

Reyndu nú að vera sanngjarn Björn. Hvar stendur í grein minni að allir þeir sem séu ekki sammála mér séu a) tregir b) grátlegir eða c) ómálefnalegir? Þú þarft ekki að leita. Það stendur hvergi.

Ég fullyrði það hins vegar hér með að þú ert ómálefnalegur, eins og glögglega kemur fram í athugasemdum þínum hér. Þú getur uppnefnt mig trúaráróðursmann ef þér liður betur. Verst að þú getur ekki rökstutt skoðanir þínar. Upphrópanir eru ekki rök.

7)

“Ef þetta er svona mikil manndómsvígsla, hví þá ekki að fresta henni til 18 ára eins og kirkjan er krafin um? Geta krakkar frekar valið ykkur 14 ára en kirkjuna?”

Vegna þess að þá væri BF augljóslega ekki val við kirkjulegri fermingu. Auk þess er munur á að hvetja 14 ára börn til að hugsa sjálfstætt og að hvetja 14 ára börn til að játa trú á eitthvað sem þau eru jafnvel ekki reiðubúin til.

8)

“Gott að sjá að veislan og gjafirnar eru hvatinn og að þú viðurkennir það.”

Nei, en það er augljóst að það er gaman að fá gjafir og það hefur, eðlilega, áhrif á marga sem ákveða að halda veislu. Mundu bara að banna öllum að gefa þér gjafir næst þegar þú heldur upp á afmæli svo þú verður ekki sakaður um græðgi.

9)

“Þessar tilraunir Hope og Sigurðar til að réttlæta sínar hefðir eru auðvitað engu betri en tilraunir költa til að réttlæta eigin tilveru, enda Siðment költ trúlausra.”

Veistu hvað “költ” eru? Úr stefnuskrá Siðmenntar: Félagið byggir starfsemi sína á lífsviðhorfi óháðu trúarsetningum. Maðurinn sjálfur er ábyrgur fyrir velfarnaði sínum, ekki "æðri máttarvöld".

Þú mátt uppnefna okkur eins og þú vilt. Það væri samt hressandi að heyra rökstuðning af og til.

10)

“Sem trúleysingi afneita ég hagsmunasamtökunum Siðmennt.”

Ljómandi skemmtilegt. En ertu á móti stefnuskrá (http://www.sidmennt.is/humanismi/) Siðmenntar (að einhverju öðru leiti en þér er illa við BF)? Hvað fer í taugarnar á trúleysingja eins og þér þar?

En það er rétt hjá þér. Félagið Siðmennt er hagsmunasamtök. Siðmennt berst fyrir jafnrétti lífsskoðana og er ég afar stoltur af því.

Páskakveðjur, Sigurður Hólm Gunnarsson Varaformaður Siðmenntar.


Asta Norrman - 16/04/06 16:52 #

2 dætur mínar fermast borgaralega í ár. þó að fjólskyldan sé ekki kristina og stelpurnar því ekki tilbúnar til að gera jesu að leiðtoga lífs síns, þá er ekki þar með sagt að okkur þyki ekki gaman að hitta ættingja okkar og vini. Eg get alveg viðurkennt að ég sit og ét páskaegg um leið og ég skrifa þessar línur.

Eg var í kristilegri fermingu um síðustu helgi (fór í kirkju og allt) og fannst mjög gaman. Hitti þarna fólk sem ég hef ekki hitt í 20 ár og skemmte mér vel. Fór í skírn í gær (líka í Kirkju) fannst að vísu hálf bjánalegt að standa upp þegar farið var með trúarjátninguna, en af virðingu fyrir foreldrum barnsins fór ég í kirkjuna og fannst mjög gaman í veislunni.

Eg hafði veislu fyrir yngstu dóttur mína þegar hún var 6 mánaða til að kynna hana fyrir vinum og ættingjum. Eg sá enga hræsni í því frekar en að halda veislu fyrir dætur mínar núna. Við höfum það mikið að gera í hversdagsleikanum að við hittum vini og ættingja alltof sjaldan. Þess vegna hlakka ég til að halda veislu um næstu helgi. Hef heilmikla þörf fyrir að umgangast fólk þó ég sé ekki kristin. Dætrum mínum þykir líka jafn gaman að fá gjafir eins og frændi þeirra sem fermdist í kirkju um síðustu helgi.

Það má vel vera að þú takir afstöðu gegn ríkjandi venjum, en ég geri það ekki ég veit ekki til þess að Siðmennt geri það heldur. Það er aftur á móti góð tilfinning að geta haldið uppá tímamót í lífinu án þess að þurfa að skammast sín fyrir að maður standi ekki heilshugar bak við það sem presturinn segir. Þess vegna er ég mjög þakklát fyrir að þessi möguleiki er til staðar.

Það er alltof algengt að fólk sé sett í ákveðna bása. Þeir sem eru vinstri sinnaðir eiga að vera grænmetisætur, ganga um með palistiniu sjal helst reykja hass og vera á móti hvalveiðum.

þó að við séum eflaust sammála um margt Björn, þá er ekki þar með sagt að við séum sammála um allt. Þú tekur afstöðu á móti ríkjandi venjum, en það eru ekki allir í siðmennt sem gera það, samt eflaust einhverir.


Svanur Sigurbjörnsson - 17/04/06 18:35 #

Hvað varð um Björn .....son ?

Björn hafði mörg niðrandi orð um Siðmennt hér að ofan og spurði Hope nærgöngulla persónulegra spurninga. Hope hefur virt spurningar hans góðu svari þó þær væru hnýsni í hennar einkahagi og ásakandi um samtök sem hún kom á fót með miklum dugnaði og hugsjón. Menn í stjórn og varastjórn Siðmenntar hafa að auki gefið Birni ítarleg svör um eðli og starfsemi Siðmenntar.

Hvar er Björn? Hvað heitirðu Björn, fullu nafni? Áttu þér hugsjón? Hvað segirðu um svör Siðmenntarfólks? Ætlarðu að bera ábyrgð á orðum þínum og fylgja málinu eftir með endurskoðaðri afstöðu eða kýstu að þegja eins og óeirðarseggur sem hefur orðið á í messunni? Mér finnst að við höfum unnið til svars frá þér.


Sigurður Hólm Gunnarsson - 18/04/06 11:32 #

Ég er voðalega hræddur um að Björn ...son noti sömu taktík og guðfræðingurinn Hulda Guðmundsdóttir gerði á þessum sömu síðum. Hún fór hér (sjá þessar umræður) með hrein ósannindi og fordóma um Siðmennt en þegar var búið að reka allt ofan í hana hvarf hún bara. Hún baðst ekki einu sinni afsökunar fyrir að hafa farið með fleipur um starfsemi Siðmenntar. Hún bara hvarf. “Disappeared in a puff of logic” eins og Douglas Adams orðaði það í “Hitchhiker's Guide to the Galaxy” :)


Gilgames - 18/04/06 14:20 #

Mér sýnist talsmenn Siðmenntar fara full geist gagnvart hinum djúpvitra Birni hér að ofan. Vissulega var það kirkjan sem kom fermingunni á fót eins og Björn fullyrðir. Fermingin var ekki til sem athöfn fyrr en kristnir menn fóru í miklum mæli að skíra smábörn. Löngu fyrir daga Krists voru drengir vígðir í hóp trúarreglna með eins konar greftrun og upprisu sem tákn um sigur lífsins yfir dauðanum.

Sá költ sem Jóhannes og Kristur tilheyrðu (Essenar) stunduðu þennan sið í breyttri mynd með niðurdýfingu fullorðinna í vatn eða sjó sem táknaði það sama en um leið innvígslu í regluna.

En eins og fáfróður almúginn í dag heldur að skírn sé fyrst og fremst nafngjöf, þannig halda talsmenn Siðmenntar að fermingin sé eitthvað annað en trúarathöfn. Hvernig getur aleinn lítill Björn komið þannig költurum í skilning um hið rétta?

Látið nú af þessum fordómum í garð Björns og viðurkennið villu ykkar. Hann hefur rétt fyrir sér um þetta fermingarrugl. Um það snerist umræðan í byrjun. Ekki um Siðmennt, Hope eða stefnu Siðmenntar. Berjið ekki hausnum við steininn né stingið hausnum í sandinn.


Khomeni - 18/04/06 14:59 #

"Fermingin" hefur alltaf verðið til í einhverri mynd eða annari. Kristinn siður yfirtók þennan sið og gerði að sínum. Rétt eins og með jólin sem eru í raun hátið sem fagnar vetrarsólstöðum.

Ef Gilgames á í erfiðleikum með að fatta að sumar hefðir eiga sér sögu, þá verður hann bara að búa í vanþekkingarþokunni ógeðfeldu.

Kirkjan kom fermingunni ekki á fót. kirkjan tók við eldri sið og aðlagaði að sínum.

Þetta er ekki erfitt að sannreyna með lestri sagnfræðirita. Gilgames ætti að prufa það áður en hann tjáir sig næst. Svona blaður er einungis til þess fallið að kasta rýð á vitsmuni Gilgamesar.


Sigurður Hólm Gunnarsson - 18/04/06 16:56 #

Djúpvitrir eða ekki þá hafa þeir Björn ...son og Gilgarnes (skrifar enginn hér undir nafni?) rangt fyrir sér.

Ég bendi til dæmis á Vísindavefinn þar sem segir:

“Fermingin er eins konar ungmennavígsla og sem slík er hún sennilega jafn gömul mannlegu samfélagi. Félagshópar, fjölskyldur og þjóðfélög aðgreina stöðu og hlutverk einstaklinga á margvíslegan hátt með siðum og venjum til þess að tryggja félagslega reglu og samhæfða verkaskiptingu. Unglingavígslan tengist kynþroskatímabilinu og táknar það að einstaklingurinn er ekki lengur barn heldur ungmenni sem mætir í alvöru viðfangsefnum hinna fullorðnu og öðlast bæði réttindi og skyldur. Það er eins og það sé innbyggt í samfélög manna að þessi tímamót verði eftirminnileg.”

Eina ferming sem kirkjan kom á fót er kirkjuleg ferming, sem er mun yngra fyrirbrigði. En hvað koma staðreyndir málinu við þegar menn eru “djúpvitrir”?


Svanur Sigurbjörnsson - 18/04/06 18:11 #

Nú er Gilgames kominn Birni til bjargar en virðist vorkenna honum sárt (sbr "aleinn lítill Björn"). Aumingja Björn fékk stóran skammt af upplýsingum og mótrökum þannig að Gilgames fannst nóg um.

Hvað heitirðu Gilgames? Þú ert betur falinn en Björn sem virðist þó gefa upp fornafn sitt.

Gilgames segir:

En eins og fáfróður almúginn í dag heldur að skírn sé fyrst og fremst nafngjöf, þannig halda talsmenn Siðmenntar að fermingin sé eitthvað annað en trúarathöfn.

Siðmennt er ekki neinum vafa með hvaða skilning beri leggja í ferminguna. Borgaraleg ferming er ekki trúarathöfn þó að orðið "ferming" sé notað. Það má lengi deila um notkun þessa orðs en eftir stendur að borgarlega ferming stendur vel fyrir því sem hún er. Það er ekki verið að blekkja neinn með henni. Það er ekki græðgi að vilja fá gjafir. Við höldum öll uppá afmæli og ýmis tímamót og finnst sjálfsagt að gefa og þiggja gjafir. Umræðan um hræsni kirkjulegra ferminga skapast af trúarheitinu, ekki gjöfunum sem slíkum.

Rökstuddu mál þitt betur Gilgames áður en þú sakar okkur um fordóma. Hver er að "stinga hausnum í sandinn" í þessum umræðum? Hvar er Björn og hvað heitir hann fullu nafni?


Gilgames - 19/04/06 13:29 #

Ég sé að Khomeni, Sigurður Hólm og Svanur komast ekki með tærnar þar sem við Björn erum með hælana.

Fermingin varð ekki til fyrr en í kjölfar barnaskírnar, sem sumir kristnir menn telja afbökun á hinni upprunalegu skírn fullorðinna.

Vísindavefurinn er hlaðinn áróðri kirkjunnar manna um þessi atriði og vart marktækur.

Borgaraleg ferming er jafn fáránleg hugdetta og "borgaraleg skírn". Þetta hljóta allir fordómalausir menn að sjá í hendi sér.

Talsmenn siðmenntar verða kannski komnir með "borgaralegt bænahald" á varir sínar til þess að fullkomna þetta rugl.

Dæmið hvorki mig né Björn. Það köllum við að sjálfsögðu fordóma. Þið vitið ekki hvaða þekkingu við höfum viðað að okkur, en augljóst er að ykkar þekking nær skemur en okkar þar sem þið bendið á skrif Péturs Péturssonar í "Vísindavefinn", sem einhvern sannleik í þessu máli. Pétur er í raun að tala um skírn þegar hann talar um fermingu. Hann virðist hafa gaman af að rugla almúgann enn meir og fá ykkur til að taka undir af öllu afli.

Þið ruglið saman skírn og fermingu í skrifum ykkar. Skírn hefur lengi verið til sem athöfn, en ferming er uppfinning kaþólsku kirkjunnar eftir að hún tók upp ungbarnaskírn. Margir söfnuðir mótmælenda ferma ekki börn sín, en leyfa þeim að ráða hvenær þau vilja skírast niðurdýfingaskírn sem er þá um leið yfirlýsing um inngöngu í söfnuðinn.

Babtistar, Sjöundadags Aðventistar, Vottar Jehóva, Mormónar, Hvítasunnusöfnuðir o.fl. ferma ekki heldur börn sín, en unglinga- og/eða fullorðinna skírn er þar viðhöfð.

Reynið nú að gera greinarmun á skírn og fermingu í framtíðinni, þótt hvort tveggja sé trúarleg athöfn.

Þarf ég nokkuð að endurtaka þessi sannindi meir áður en þoku misskilnings og fáfræði léttir af ykkur kæru trúleysingjabræður.


Magnús - 19/04/06 15:15 #

Ég tel mikið svigrúm fyrir athafnir sem vegarstikur á lífsleiðinni án þess að yfirnáttúrutrú kom þar við sögu, þó að hliðstæðar athafnir séu samkvæmt hefð tengdar trú. Til dæmis er gleðilegt þegar börn fá nöfn og bauð ég sjálfur ættingjum og vinum til kaffisamsætis fyrir nokkrum mánuðum af því tilefni. Markmiðið var að hittast og halda upp á að nýr einstaklingur væri kominn í hópinn og hefði félagslegt lífshlaup sitt í ástríku umhverfi. Besta mál og svipuðu hlutverki þjónað og með hinni félagslegu umgjörð skírnarathafnarinnar. Hvaða nafni þetta kallast er annað mál, en það er umhugsunaratriði að fólk spyr nær alltaf "Er búið að skíra?" en ekki "Hefur barnið fengið nafn?" þegar það er að forvitnast um nafnið, enda tengir fólk hin trúarlegu heiti athafnanna við hið félagslega inntak þeirra. Þess vegna finnst mér hvorki fáránlegt að tala um borgaralega fermingu né borgaralega skírn þó sjálfur kjósi ég síður að hanga á þessum trúarlegu hugtökum.


Sævar Helgi Bragason (meðlimur í Vantrú) - 19/04/06 15:24 #

Vísindavefurinn er hlaðinn áróðri kirkjunnar manna um þessi atriði og vart marktækur.

Gilgames nafnleysingi, hvað hefurðu fyrir þér í þessu annað en það sem þú kýst að lesa og meta sjálfur sem áróður?

Ég get sem fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins fullyrt að svo er ekki. Þrátt fyrir að guðfræðingar svari sumum spurningum á vefnum eru svör ekki birt nema með samþykki ritstjórnarinnar, en öll svör eru lesin yfir og send aftur á höfundinn ef þau eru ekki nógu góð. Þetta hefur margoft komið fyrir og sérstaklega þegar svör um trúarbrögð er ræða.


Sævar Helgi - 19/04/06 15:26 #

Annars sýnist mér þetta svar Péturs Pétursson guðfræðings vera mjög fínt og laust við allan áróður.


Svanur Sigurbjörnsson - 19/04/06 16:37 #

Þú virðist leggja það að jöfnu að tala um borgaralaga skírn og borgaralega fermingu Gilgames. Ferming hefur víðari orðskilning en bara staðfesting á trú. Hugsanlega hefði mátt finna annað heiti á þetta en þar sem það eru margar hliðstæður við hina venjubundnu kirkjufermingu (aldur unglinganna, siðfræðilegt nám, athöfn, veisla) lá það beinna við að hafa sama heitið. Eflaust má gagnrýna þetta og lá Siðmennt fyrir skort á ímyndunarafli en svona hófst þetta og hefur gengið vel. Hver sem svo saga ferminga eða manndómsvígslna er skiptir ekki höfuðmáli. Svo lengi sem borgaraleg ferming þjónar góðum tilgangi sé ég hlutverk fyrir hana. Hefurðu kynnt þér námsefni borgaralegrar fermingar? Það er yfirlit yfir það á www.sidmennt.is
Það er auðveldara að finna nafn fyrir "borgaralega skírn", nefnilega "borgaralega nafngift". Eins og Magnús hér að ofan orðaði svo skemmtilega er hlutverk fyrir félagslegar athafnir að þessu tagi þegar fjölskylda og vinir fagna vissum áföngum í lífi einstaklings. Það skiptir ekki máli þó að trúfélög geri það líka. Auðvitað er hægt að skera sig úr og fagna frekar einhverju öðru, t.d. 1 mánaðar aldri, fyrstu sporunum, 13 ára aldri, bílprófinu o.s.frv. en ég sé ekki að það sé þörf fyrir það né bót.

Er þér illa við námskeiðið og athöfnina eða veisluna á bak við borgaralega fermingu eða bara nafnið "ferming"? Vinsamlegast komdu með tillögur um nafn ef að það er bara nafnið sem angrar þig.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 19/04/06 18:29 #

Einhvern tíma stakk ég upp á nafngiftinni siðmenntun í stað fermingar. Krakkarnir gætu þá spurt hvert annað: „Fermdist þú eða siðmenntaðist?“


Sigurður Hólm Gunnarsson - 19/04/06 21:13 #

Ég legg til að menn hætti að svara þessum nafnleysingjum sem virðast hafa áhuga á einhverju öðru en upplýstri umræðu!

Sorglegt að verða vitni að þessu.


Magnús - 20/04/06 10:36 #

Það hefur nú sést töluvert verra í kommentunum hérna. Svo er bara ágætt að ganga á undan með (vonandi) góðu fordæmi í að ræða málin.


Gilgames - 20/04/06 11:34 #

Pétur Pétursson er í raun að breiða yfir uppruna fermingarinnar sem eins af sakramentum kaþólsku kirkjunnar og fer eins og köttur í kringum heitan eldinn þegar hann kemst svo að orði;

"Fermingin er eins konar ungmennavígsla og sem slík er hún sennilega jafn gömul mannlegu samfélagi."

Hér er hann í raun að tala um hina upprunalegu "skírn" og er þar af leiðandi að rugla saman skírn og fermingu að mínu mati.

Skírn eða hreinsanir tíðkuðust í fornum launhelgum Austurlanda svo og í hellenískum launhelgum þar sem svokölluð "taurobolium" eða "kriobilium", var fórn og skírn í senn. Sá sem vígjast átti stóð í gröf með grindum yfir. Síðan var hrút eða tarfi slátrað og blóð úr skepnunni látið streyma yfir hinn launvígða sem ataði sig allan út í blóði og dreypti á því um leið. Eftir það sýndi hann sig blóði drifinn og tók á móti hyllingu viðstaddra.

Limlestingar þekktust einnig, svo sem umskurn og gegndu svipuðu hlutverki þó óljóst sé um ástæður.

Trúleysingjar ættu að sleppa öllu sem heitir skírn eða er skylt skírn, því hún er og hefur alltaf verið trúarathöfn eins og umskurn. Það er því vanhugsað af trúleysingjum að taka upp trúarathafnir og reyna að framkvæma þær sem eitthvað annað en þær eru og voru.

Eða má búast við því að trúleysingjar fari að taka upp umskurn og réttlæta það með læknisfræðilegum rökum?


Magnús - 20/04/06 14:16 #

Nú hefur kristin kirkja haft sín áhrif á íslenskt samfélag í meira en þúsund ár. Megum við sem erum ekki trúuð þá ekki gera neitt sem líkist neinu sem kirkjan hefur sett mark sitt á? Fólk vill almennt halda í ýmsar hefðbundnar félagslegar athafnir vegna þess að það sér tilgang í þeim sem hefur ekkert endilega neitt með trú að gera. Það er ekki hægt að eigna kirkjunni merkisdaga á mannsævinni um aldur og ævi, þó að lengi vel hafi enginn haft frelsi til að sleppa undan hrammi hennar. Þess vegna áskil ég mér siðferðilegan rétt til að gefa barninu mínu nafn án skírnar, bjóða kaffi án íhlutunar guðs þegar það lætur ferma sig eða siðmennta, gifta mig úti á túni í friði frá prestum og láta grafa mig í óvígðri mold. Ef það má ekki er ekkert frelsi til lífsskoðana.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 20/04/06 17:28 #

Eða má búast við því að trúleysingjar fari að taka upp umskurn og réttlæta það með læknisfræðilegum rökum?

Ef læknisfræðileg rök lægju fyrir myndi það væntanlega teljast gott og gilt heilsuverndarskrf að stíga að láta umskera sig. En tæplega yrði það gert með einhverri seremóíu.

En umskurður er sannarlega algert kjaftæði og því áfram við því að búast að trúleysingjar láti slíkt eiga sig.

En að fermingunum. Hefurðu aldrei heyrt minnst á manndómsvígslu? Fyrir marga sem ekki eru trúaðir skiptir máli að geta tekið slíka vígslu án þess að þurfa að ljúga upp á sig hollustu við goðmögn. Og er þá ekki bara í fínasta lagi að „siðmenntast“ með þessum hætti, nema nútímalegar siðferðishugmyndir samfélagsins og ljúka því námi með athöfn?


Svanur Sigurbjörnsson - 20/04/06 18:00 #

Athyglisverð tillaga Birgir; "Siðmenntun". Með þessu eina orði yrðum við laus við tvö og viðurkenningin yrði betur afmörkuð og meira sérstök. Hins vegar tæki líklega nokkurn tíma að sannfæra ungmennin um að það að "siðmenntast" væri jafn gott eða betra en að fermast borgaralega. Ég gæti vel sætt mig við þetta þó að sögnin hljómi dálítið einkennilega. Kannski er hægt að finna betra orð.

Mér sýnist Gilgames að þú skiljir ekki félagslegt gildi þessara umræddu athafna og vilt ekki að trúleysingjar geri neitt þeim líkt.
Eins og Magnús bendir á að ofan er það réttur okkar að halda uppá þessi tímamót á trúlausan máta og við höfum ekki áhyggjur af því hverjir hófu þessar athafnir eða hvort þær hafi líkingu við athafnir trúaðra. Mér finnst eðlilegt að fagna nafngjöf barns, tímamótum í lífi unglings og halda kveðjuathöfn vegna látins ættingja eða vins. Giftingu má deila um því að það þarf ekki athöfn til að halda hjúskaparheit. Það er samt skemmtilegt að halda hverju pari veislu og styrkja þau fyrir lífsleiðina og því er félagslegur og efnislegur (praktískur) tilgangur með öllu heila batteríinu.

Gilgames, þú hefur ekki sannfært neinn hér um ágæti orða þinna. Þú hefur ekki heldur bent á aðra valkosti. Þú horfir einsleitt á BF og tekur ekki mið af þeim uppbyggjandi áhrifum sem námskeiðið skilar til ungmennanna. Þú getur valið að vilja ekki taka þátt í neinum af þessum félagslegu athöfnum en ég er hræddur um að þú munir reka þig á vegg einhvern daginn, t.d. ef að þú þarft sjálfur að bera ábyrgð á uppeldi unglings í framtíðinni. Þú getur lært allan fjandann um sögu og tuggið upp gamlar staðreyndir en ef að þú lærir ekki að skoða málefnin og meta gildi þeirra mun þér ekki vegna vel félagslega. T.d. þó að orðið "ferming" sé notað er annað (námskeiðið) sem liggur undir yfirborðinu og það skiptir höfuðmáli í þessu. Ef þú gerðir þér grein fyrir því myndir þú ekki spyrja þessarar fáránlegu spurningar um umskurnina. Svona rétt til að svara því samt: Nei, Siðmennt færi ekki að umskera fólk því að félagið er lífsskoðunarfélag. Það er ekki lífsskoðun húmanista að skera af líkamshluta til friðþægingar. Umskurn hefur ekki siðferðislegt gildi, ekki frekar en að setja gat í eyrnasnepilinn. Læknisfræðilegar ákvarðanir eru teknar af læknum í samráði við sjúklinga eða forráðamenn þeirra.


Gilgames - 21/04/06 13:02 #

Að nokkru leyti hefur Svanur rétt fyrir sér.

Gilgames, þú hefur ekki sannfært neinn hér um ágæti orða þinna. Þú hefur ekki heldur bent á aðra valkosti. Þú horfir einsleitt á BF og tekur ekki mið af þeim uppbyggjandi áhrifum sem námskeiðið skilar til ungmennanna<

Það er erfitt að sannfæra menn um að gera rétt. Ásatrúarmenn lýstu því yfir í fyrra að þeir ætluðu að taka upp eins konar fermingu eða ungdómsvígslu en ætla að kalla hana "siðfestu". Eftir sem áður er það trúarleg athöfn hjá þeim og þykir mér ekkert athugavert við það.

Trúleysingjar ættu að taka þá til fyrirmyndar. Sleppa orðinu "fermast" eða "vígjast", því þau fela í sér trúarlega merkingu og taka upp annað orð eins og taka t.d. upp orð eins og Birgir nefnir hér framar "siðmenntast".

Að bera saman námsefni BF og fermingarbarna er mér ókleyft. Hvorugt liggur frammi opið almenningi til skoðunar. Hins vegar giska ég á að BF sé ekki með trúarlegu ívafi þó eitthvað slæðist þar óvart inn vegna vanþekkingar manna á trúarlegum merkingum orða eins og kemur fram í skrifum ykkar hér ofar.

Daníel Freyr segir hér efst í inngangsgrein að hann sé aðeins Ásatrúar að nafninu til eins og flestir innan Þjóðkirkjunnar. Það er þessi tvískinnungur sem er svo áberandi hjá þeim sem kalla sig trúlausa en vilja ekki vera utan allra trúfélaga.

Mig grunar að margt kristið fólk sé álíka kristið og ég er Ásatrúar. Þ.e. það lítur á Biblíuna sem safn dæmisagna sem færi manni heim sjálfssögð sannindi um gildi góðmennsku, kærleika, fyrirgefningar o.s.frv. Guð er ágætt tákn fyrir hið góða í manninum og himnaríki er það að líða vel í samneyti með guði (þ.e. hinu góða í manni sjálfum). Helvíti er þá að sama skapi það að vera ekki í sambandi við þennan sama guð og líða illa. Þetta eru allt fallegt tákn til að nota yfir líðan okkar og umhverfi án þess að trú á nokkra yfirnáttúru sé þar á ferð<

Menn geta verið í hvaða költi sem er með þessu hugarfari. Líka í Siðmennt sýnist mér.

Magnúsi get ég alveg unnt þess að gefa barni sínu nafn og bjóða nánum ættingjum og vinum í kaffi í því tilefni, en mér þætti það skrýtið ef hann ætlaði að gifta sig úti á túni. Betra þætti mér að vita af því að hann kvæntist einhverri konunni og að hún giftist honum.

Þannig hafa menn snúið við merkingu orðanna í tímans rás og eru enn að.


Magnús - 21/04/06 14:58 #

"Gilgames", þú mátt gjarnan fletta upp merkingu þess að giftast í nýjustu orðabókum, það gera karlar jafnt og konur á grundvelli nútíma jafnréttis. Hins vegar er hugtakið að fara "eins og köttur í kringum heitan eldinn" nýtt fyrir mér en ég sleppti því að benda þér á það að fyrra bragði því ég vildi ekki vera með stæla. Hefur þú eitthvað að segja um málflutning minn annað en að koma með hálfpælda málfarsútúrsnúninga?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.