Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Farísei á biskupsstól

Um helgina kom biskupinn með enn eina meinfýsna og rætna athugasemd um trúleysingja. Sem fyrr þá heyrist engin opinber gagnrýni á orð biskupsins. Þægir jámenn sitja kirkjuþingið og dást að ræðunni en fjölmiðlamenn sitja hjá. Kærleiksboðskapurinn nær ekki til trúleysingja enda væri það hvort eð er ekki í anda Jesú.

Á kirkjuþingi lét Karl Sigurbjörnsson þessa athugasemd falla:

Hattersley bendir á að nærfellt allir þeir sem standa að þess háttar hjálparstarfi séu á vegum trúarsafnaða eða kirkjustofnana. Og hann bætir við, "áberandi er að hvergi sjást hjálparteymi vantrúarfélaga, fríhyggjusamtaka, guðleysingjaflokka, - þess háttar fólks sem ekki einasta gerir lítið úr þeim sannindum [sic] sem trúarbrögðin standa fyrir, heldur telur þau standa gegn framförum og jafnvel vera undirrót ills."
Ávarp biskups við upphaf kirkjuþings

Hér er umræddur Hattersley að tala um eftirleik fellibylsins Katrínu. Málið er bara að hann hefur algerlega rangt fyrir sér. The Secular Humanist Aid and Relief Effort er eitt dæmi um hjálparsamtök trúleysingja. Ég nefni þessi samtök af því að eftir að Katrína gekk yfir þá fékk ég fjölda tölvupósta frá Center for Inquiry þar sem ég var beðinn um að gefa þessum samtökum peninga. Það er reyndar þannig í Bandaríkjunum að meirihluti landsmanna er kristinn og því hverfa svona samtök auðveldlega í fjöldann. Ég tel hins vegar nokkuð víst að flestir trúleysingjar kjósi að starfi innan hjálparsamtaka sem byggja ekki á trúarskoðunum.

Nú er ljóst að biskup hefur rangt fyrir sér. Athugasemd hans er móðgun við ótal trúleysingja sem vinna óeigingjarnt hjálparstarf (án þess að búast við verðlaunum í handanheimum). Hann hefði auðveldlega getað lesið sér aðeins til um málið og komist að hinu sanna. En væntanlega var það ekki hentugt. Biskup ákvað líka að láta flakka smá tilvísun í Vantrú, það er alltaf gaman þegar kirkjunnar menn gera það. Dylgjur eru þeirra helsta vopn, heiðarleg gagnrýni er þeim fjarlæg hugsun.

Hvað vakir fyrir biskupi með að vitna í þessa arfavitlausu grein Hattersley? Jú, hann er að monta sig yfir því hve kristnir menn séu góðir en trúlausir vondir. Hann hefur skipað sér kyrfilega í hlutverk faríseans sem gleðst yfir því hve Guð hefur gert hann góðan. Það er aumt hlutskipti aums manns.

Óli Gneisti Sóleyjarson 25.10.2005
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Þór Melsteð - 25/10/05 01:52 #

Já, þetta er aumt. Ég bý í Bandaríkjunum og ég gef í góðgerðarstarfsemi nánast á hverju ári, eftir getu. Ég gaf t.d. í safnanir eftir 9/11 og eftir flóðbylgjuna í Asíu og eftir fellibylina í suðurríkjunum, auk þess sem ég hef reglulega gefið í starfsemi til hjálpar heimilislausum. Þessar þrjár stærstu safnanir sem ég gaf í söfnuðu hundruðum milljóna króna og ekki voru þær trúarlegs eðlis eða reknar af trúarsamtökum.

Það er ansi algengt viðhorf trúaðra að þeir séu þeir einu sem standi að góðgerðarstarfsemi, sem er auðvitað alrangt. Ég hef gefið í góðgerðarstarfsemi nánast á hverju ári síðasta áratuginn en ég hef aldrei gefið í starfsemi sem er trúarlegs eðlis.

Þetta er hrein þvæla sem kemur frá Hattersley og magnað að Biskup skuli opinbera vanþekkingu sína og trúarhroka með þessum hætti. En reyndar er þetta bara enn eitt dæmið um hroka og fordóma kirkjunnar í garð trúlausra - og allra annarra sem ekki aðhyllast nákvæmlega sömu hjátrúnna.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 25/10/05 08:30 #

Ég hef séð kannanir sem sýndu að trúleysingjar í bandaríkjunum gefa að jafnaði meira til góðgerðamála en trúaðir bandaríkjamenn. Ýmislegt fleira en trúarskoðanir getur komið þarna inn í, en það er ljóst að það er mýta (les rætin lygi) að trúmenn séu betri en annað fólk.


frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 25/10/05 08:32 #

Við hjónin gefum í allskonar hjálparstarf bæði innan lands og utan auk þess til margra átaksverkefna sem farið er í hér á landi. Síðan til ýmissa félaga sem vinna að góðum málum eins og Amnesty o.s.frv. Meiri segja gefum við í hjálparstarf sem er yfirlýst sem kristileg. Það er eins og biskupinn sé að heimta að við gefum ekki til kristilegra samtaka? Mér var verulega brugðið þegar þessi ógeðis málflutningi biskups. Bill Gates sem yfirlýstur trúleysingi gefur manna mest til hjálpastarfs og gefur hann hundruð milljóna dollara á ári. Ég lýsi vanþóknun mína á orðum og æði biskups


Jóhanna - 25/10/05 13:55 #

Kallinn "gleymdi" að nefna að brýnasta þörfin fyrir hjálparstarfsmenn (trúaða eða ekki) er einmitt þar sem stríð geysa, og þar eru stríðsherrarnir undantekningarlítið mjög miklir trúmenn. Já, trúin gerir menn góða.

Tökum nú fullyrðinguna um að hvergi sjáist aðrir en trúaðir koma að hjálparstarfi. Það er örugglega sannleikskorn í því að margir þeir sem vinna hjálparstörf á vettvangi eru þar af trúarlegum ástæðum, en auðvitað ekki allir t.d. læknar án landamæra, margir starfsmenn rauða krossins eru ekki trúaðir og svo mætti lengi telja. Og svo má ekki gleyma öllum þeim sem fjármagna og styðja við hjálparstarfið heiman frá sér, það eru örugglega ekki síður trúlausir en trúaðir. Skrifum þetta á fáfræði biskups, hann sér bara það sem hann vill sjá.

En það sem er alvarlegra við málflutning biskups, og er endurtekið stef í öllum hans ræðum er hræðsluáróðurinn um að ef fólk sé ekki trúað þá geti það ekki verið gott. Trúað fólk = gott fólk Trúlaust fólk = slæmt fólk.

Það er reyndar rétt hjá biskupi að það hafa sannarlega verið unnin mörg góðverk í heiminum í nafni trúar. Margir góðir og velmeinandi einstaklingar finna góðverkum sínum farveg í trúnni og eru tilbúnir til að gefa skyrtuna af bakinu á sér fyrir þann málstað. Af þessu vill hann að fólk dragi þá ályktun að sönn góðverk geti ekki verið unnin af öðrum en trúuðum einstaklingum. Hundalógík biskups segir: Trúin gerir menn góða.

Það sem hann "gleymir" að nefna er að það hafa ekki síður verið framin hræðileg illvirki í nafni trúar, og þar er listinn langur og ljótur. Fordæmingar, kúgun, styrjaldir, fjöldamorð, ofbeldi og nauðganir.... Slæmir og illa meinandi einstaklingar finna illverkum sínum farveg í trúnni. Í rauninni má segja að nær ómögulegt sé fyrir vonda menn að fá heilar þjóðir til illvirkja með sér, nema með aðstoð trúar. Ef fólk getur ekki sannfært sjálft sig um réttmæti ofbeldisins með "æðri tilgangi" þá er ólíklegt að það haldi áfram að styðja þessar aðgerðir. Ef við notum hundalógík biskups á þetta líka, þá má jafnauðveldlega draga þá ályktun að trúin geri menn vonda.

En þar sem ég er ekki eins hrifin af hundalógík eins og biskup, þá finnst mér fáránlegt að eyrnamerkja fólk sem gott eða slæmt eftir því hvort það er trúað eða ekki. Svo einfalt er þetta nú ekki.

Hinsvegar þarf að hafa í huga að trú er mjög öflugt vopn. Það er hægt að nota það vopn til mestu góðverka og mestu illvirkja, allt eftir því hver notar það og fyrir hvaða málstað. Eins og með önnur öflug vopn finnst mér ástæða til að fólk beiti því gætilega, en reyni helst af öllu að komast hjá því að beita því.


Bjarni - 25/10/05 21:55 #

Ég tek undir gagnrýnin á orð biskups. Rauði krossinn er t.d. ekki trúarleg hjálparsamtök né heldur Læknar án landamæra. Ég vil benda á að Hjálparstofnun kirkjunnar, sem eflaust vinnur ágætis starf, ætlar sér að auk framlög sín þrefallt á næstu árum ef mig misminnir ekki. Hinsvegar eiga peningarnir að koma úr opinberum sjóðum þ.e. frá ríkinu!

Það kom fram mjög hörð gagnrýni á mörg trúarleg hjálparsamtök eftir flóðbylgjuna mikli í Asíu um áramót að þau hjálpuð bara kristnum! Sérstaklega voru það samtök fundamentalista sem þar fóru fyrir.

Ég og mín fjölskylda gefum t.d. reglulega í safnanir á vegum Rauða krossins og töku einnig þátt í starfi hans og allt er þetta gert í anda húmanismans þar sem sú aðstoð nær til allra án tillit til lífsskoðanna.


Finnur - 26/10/05 06:36 #

Ég verð að viðurkenna að mér brá nokkuð þegar ég las þennan pistil hjá þér Óli. Ég átti bágt með að trúa því að séra Karl væri að fullyrða að hjálparstarf væri nær einungis sinnt af þeim sem eru trúaðir. En eftir að hafa lesið úr ræðu Karls og pistil Hattersley, þá held ég að þú sért að miskilja þetta.
Í niðurlagi sínu þá vitnar séra Karl í þessar pælingar Hattersley (feitletrun mín):

„Biblían er svo full af mótsögnum að við getum samþykkt eða hafnað siðaboðum hennar eftir smekk. Samt sem áður fara karlar og konur, eins og ég, sem getum ekki samþykkt leyndardóma trúarinnar, ekki út með Hjálpræðishernum á kvöldin. Eina mögulega niðurstaðan er að trúin kemur með pakka af siðaboðum sem, þó að þau móti ekki skoðanir allra sem trúa, hafa þó áhrif á marga til að veita þeim siðgæðislega yfirburði yfir guðleysingja eins og mig. Ef til vill hefur sannleikurinn gert okkur frjáls. En hann hefur ekki gert okkur jafn aðdáunarleg og miðlungs foringja í Hjálpræðishernum.
Sem er nokkuð athyglisverð ályktun hjá yfirlýstum trúleysingja.
Það er sjálfsagt hægt að misskilja þetta sem árás á trúleysingja (eða sjálfsgagnrýni), en mér finnst þetta nú bara vera pæling á tengslunum milli þess að vera trúaður og bera umhyggju fyrir náunganum.Og þegar Hattersley segir:
Notable by their absence are teams from rationalist societies, free thinkers' clubs and atheists' associations...
Þá er hann að tala um að félög sem hafa það að markmiði að boða rökvísi, trúleysi og efahyggju sjást ekki sem aðilar að þessu hjálparstarfi.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 26/10/05 09:05 #

Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað þú heldur að ég sé að misskilja. Ég er þegar búinn að benda á að það er til hjálparsamtök sprottinn upp úr trúleysingjasamtökum og þau voru að aðstoða eftir fellibylinn, Hattersley hefur semsagt algerlega rangt fyrir sér af því að hann hefur ekki kannað málið.


Halldór E. - 28/10/05 05:52 #

Þau hjálparsamtök sem þú nefnir, þ.e. SHARE, starfa ekki að hjálparstarfi heldur eru farvegur fyrir stuðning við hjálparsamtök. Í tilfelli Katrínar runnu fjármunir í gegnum SHARE til AmeriCare sem m.a. hafa starfað náið með katólsku kirkjunni. Framsetning biskups felur EKKI í sér að trúleysingjar séu EKKI góðir heldur í því að hjálparsamtök sem starfi að góðgerðarmálum, þar sem fólk gefur af sjálfu sér spretti EKKI úr þessum jarðvegi. Það að nefna SHARE er ekki fullnægjandi svar við orðum Hattersley.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 28/10/05 08:27 #

Framsetning biskups felur víst í sér að trúleysingjar séu ekki góðir, sérstaklega miðað við fyrri ummæli hans sem sum eru jafnvel það gróf að ekki einu sinni þú gast náð að réttlæta þau.

Ég hef þegar tilgreint að mér þykir það ekki til fyrirmyndar að trúleysingjar séu að einangra sig í einhverjum sérstökum trúleysingjahjálparsamtökum.

Það er engin góð ástæða fyrir því að trúleysingjar eigi að stofna sérstök hjálparsamtök.

Það er líka fullkomlega eðlilegt að trúleysingjahjálparsamtök hafi ekki sprottið upp í gegnum tíðina af því að það stór trúleysingjafélög hafa ekki verið til nema nýlega. Kirkjur hafa hins vegar verið til í margar aldir. Í Bandaríkjunum eru trúfélög ekki skattlögð. Á Íslandi styrkir ríkið þjóðkirkjuna og innheimtir sóknargjöld fyrir önnur trúfélög. Það er einfaldlega þannig að það eru mikið meira af peningum innan trúfélaga heldur trúleysingjafélaga og því meira svigrúm fyrir svona starf.

Mér þykir það líka á mörkum þess sem er siðferðislega réttlætanlegt að kristileg hjálparsamtök séu samtímis að breiða út trú og að stunda hjálparstarf. Þar er einfaldlega verið að nýta sér neyð fólks til að útbreiða trúnna. Einnig má telja víst að peningar sem fólk telur að renni til hjálparstarfs renni að einhverju leyti í trúboð.

Verð hins vegar að nefna að til dæmis Skoska biskupakirkjan hefur opið hjálparstarf þar sem trú kemur málinu ekkert við, allir geta hjálpað í gegnum þau samtök og það er ekki verið að útbreiða trú. Til fyrirmyndar.

Ég vona innilega að þessi sér trúleysingjahjálparsamtök hverfi, ég mun ekki styðja þau og ég hvet fólk til þess að gefa frekar "trúlausum" samtökum einsog Rauða Krossinum. Þó að hálfvitalegar athugasemdir komi frá þeim sem ekkert skilja í þessu sambandi þá verðum við bara að þola það. Hjálparstarf er of mikilvægt til þess að fara í einhverja almannatengslaleiki með þau einsog margar kristnar kirkjur gera (og nokkur trúleysingjasamtök hafa einnig gert síðustu ár).

Það er líka gott að minna á í þessu sambandi að kristin hjálparsamtök er notoríus fyrir að geta ekki starfað með öðrum slíkum samtökum sem eru af öðrum undirgreinum kristninnar.

En Hands on humanity er trúleysingjafélag sem var á staðnum til að hjálpa fórnarlömbum fellibylsins. Glaður?


ÞórK - 29/10/05 22:22 #

Ég er trúlaus en gef til UNICEF þegar hörmungar dynja yfir. Eftir Katrina reið yfir var ég hissa að sjá link í Operation Blessing, góðgerðastofnun Pat Robertsson, efstan á blaði. Pat sem er kristinn prédikari eins og biskup, hvatti nýlega til að Hugo Chaves, forseti Venesuela yrði drepinn, til að tryggja stöðugt flæði af olíu til Bandaríkjanna. Ég kvartaði við vefmeistarann og var sagt að þetta hefðu verið mistök sem myndi varla endurtaka sig.

En saga kristins hjálparstarfs er víðar ófögur. Á nýlendutímanum var kristniboð oft undanfari undirokunar, hvort sem trúboðarnir vissu af því eða ekki. Jafnvel í dag er til að kristilegt hjálparstarf sé skálkaskjól þeirra sem þurfa að sölsa undir sig land annarra, sundra þeim og losna við þá. Áðurnefnur Hugo Chaves stuggaði nýlega við kristniboðinu New Tribes sem eru sakaðir um njósnir meðal infæddra í þágu námufélaga. Skyld stofnun The Summer Institute of Linguistics hefur legið undir svipuðum ásökunum í áratugi víða í Suður Ameríku.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.