Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Krossferð biskups

Biskup hinnar evangelísku íslensku ríkiskirkju er í krossferð gegn trúleysi. Vegferð þessa riddara Krists varð reyndar kveikjan að stofnun Vantrúar. Samanlagðar skattgreiðslur okkar hér á ritstjórn Vantrúar duga örugglega ekki fyrir launum biskups sem eru 8.881.824 kr. á ári fyrir utan dagpeninga og önnur fríðindi. Þannig að fleiri trúleysingja þarf til að halda uppi viðhafnalífinu á biskupsstofu. Allavega fáum við ekki mikið fyrir þennan pening. En vonandi dansa limirnir ekki eftir höfðinu hjá ríkiskirkjunni. Er einhver vinur eða vinnufélagi sem getur talað við biskup? Er möguleiki að þessi velviljaði einstaklingur geti fengið biskupinn af þessari vegferð sjálfseyðingar og mannhaturs?

Hér eru nokkur af slagorðum biskups gegn græðgi og guðleysi sem hann vill oft blanda saman í formúlu með siðleysi sem útkomu. Það er undarlegt að vera grýttur af biskupi og ennþá verra að borga honum fyrir þjónustuna, en það er meira en hórseka konan þurfti að þola:

Blaðamaður spyr "Er til trúlaus maður?" Karl svarar: "Það er til trúlaus maður og það er ekki gott. Það eru líka til siðlausir menn. En trú er manninum eðlislæg og trúlaus maður er sá sem hefur slitið á það sem er manninum helgast" DV Magasín desmber 2002

En guðleysi samtímans heldur því fram að allir guðir séu jafngóðir. Sem sé að þeir skipti engu máli í alvörunni. Ekkert sé gott og ekkert illt, nema það sem hentar manni og borgar sig. Þvílík blekking! Prédikun á Nýársdag 2002

Á morgni 21. aldar spyr maður sig hvort kristinn siður sé að hopa fyrir afstæðishyggju og andlegu dómgreindarleysi og trúarlegu ólæsi. Er nafn Jesú að dofna, er sú guðsmynd og mannskilningur sem hann boðar að hverfa úr minningum okkar og reynsluheimi? Það er alvarlegt fyrir siðmenningu okkar, sálarheill og þjóðaruppeldi. Vegna þess að við lifum ekki af í gjörningarþokum afstæðishyggjunnar í guðvana heimi undir þöglum himni. Trúarþörf mannsins er ólæknandi og mun leita sér svölunar. Mannanna börn þarfnast hins sanna Guðs, sem skapar, leiðbeinir, endurleysir, huggar og gefur von og kjark gegn hinu illa valdi og vilja. Þess vegna fæddist Kristur á jörðu. Ef nafn hans gleymist, ef rödd hans drukknar eða týnist í síbylju samtímans, ef frásögn, andleg leiðsögn og trúaruppeldi og iðkun kirkju Krists missir fótfestu á vettvangi dagsins, þá verðum við munaðarlaus og andlega villt. Andleg anorexía verður hlutskipti barnanna okkar. Hér bera kirkja, heimilin og skólarnir mikla ábyrgð, sem við megum ekki bregðast! Prédikun á Nýársdag 2002

Trúleysi ógnar mannlegu samfélagi, viðskiptum og stjórnmálum; ótryggð og ótrú ógnar uppeldi barna okkar, sundrar heimilum og fjölskyldum. Valið stendur milli trúar og trúleysis á vettvangi hversdagsins, sem og viðskipta og stjórnmála. Ég er ekki í vafa um að flestir myndu að athuguðu máli velja trúna. Og viðurkenna að þegar allt kemur til alls sé einfaldlega ekkert vit í því að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni. Eða hvað? Dómkirkjunni á nýársdag, 1. janúar 2003.

Allt sem segir: „Enginn Guð!“ Allt sem segir: „Allt er jafngilt, allt er afstætt, allt er falt og allt til sölu, Ekkert er heilagt, nema réttur hins sterka, og rétturinn að græða.“ -„Fals!“ segir Kristur, blekking, lífsfjandsamleg, eyðandi, jafnvel þótt merkimiðarnir séu glæsilegir og umbúðirnar traustvekjandi. „Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá“ - og ávextirnir eru þegar best lætur plat, en geta líka verið banvænir. Prédikun á 8. sunnudegi eftir þrenningarhátíð

Auðævaoflætið og tæknioftrúin, allt þetta dót, allar þessar umbúðir, öll þessi afþreying, allt þetta sem vera átti þjónn okkar til frelsis og lífs og gleði er í raun að kæfa okkur, líkama okkar og móður jörð, og það stíar okkur frá hvert öðru, og ógnar okkar ódauðlegu sál. Prédikun við prestsvígslu á 15. sunnudegi eftir þrenningarhátíð

Jesús steig niður í heljardýpi hins guðlausa og djöfullega og velti burt steini vonleysisins og kaldhæðninnar og uppgjafarinnar. Dómkirkjunni í Reykjavík á páskadagsmorgni, 20. apríl 2003.

Og svo það að það er margt að skelfast. Lífið á svo oft í vök að verjast gegn dauðanum. Trúin á svo oft í vök að verjast gegn efa og vantrú. Djáknavígsla, 17.apríl 2005.

Þó að enn sæki þjáningin okkur heim, enn vinni hatrið og dauðinn hervirki sín, enn sé steinum uppgjafar og vonleysis og hjartakulda velt fyrir einum af öðrum, enn séu innsigli vantrúar, hroka og hleypidóma sett fyrir kærleika, trú og von." Dómkirkjunni í Reykjavík á páskadegi, 27. mars 2005

Hattersley bendir á að nærfellt allir þeir sem standa að þess háttar hjálparstarfi séu á vegum trúarsafnaða eða kirkjustofnana. Og hann bætir við, „áberandi er að hvergi sjást hjálparteymi vantrúarfélaga, fríhyggjusamtaka, guðleysingjaflokka, - þess háttar fólks sem ekki einasta gerir lítið úr þeim sannindum sem trúarbrögðin standa fyrir, heldur telur þau standa gegn framförum og jafnvel vera undirrót ills Stefnuræða á Kirkjuþingi 2005

Frelsarinn 24.10.2005
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 24/10/05 14:23 #

„áberandi er að hvergi sjást hjálparteymi vantrúarfélaga, fríhyggjusamtaka, guðleysingjaflokka,

Reddaðu mér 800.000.- krónum á mánuði handa mér prívat og persónulega og framlögum upp á nokkra milljarða á ári og ég skal gera betur en íslenska Þjóðkirkjan í þessum málefnum. Í hvert sinn sem Þjóðkirkjan hjálpar einhverjum gerir hún það með því að betla í stað þess að seilast í djúpa sjóði sína. Hellingur vantrúaðra íslendinga slysast til að gefa í slíkar safnanir og uppskera þessar þakkir frá Biskupsfíflinu.

Að sjálfsögðu eru til hjálparteymi sem hjálpa fólki án þess að tengja það trúarrugli - falla læknar án landamæra t.d. ekki í þann hóp?

Biskup er fullur af skít.


Turkish - 24/10/05 14:53 #

Auðævaoflætið og tæknioftrúin, allt þetta dót, allar þessar umbúðir, öll þessi afþreying, allt þetta sem vera átti þjónn okkar til frelsis og lífs og gleði er í raun að kæfa okkur, líkama okkar og móður jörð, og það stíar okkur frá hvert öðru, og ógnar okkar ódauðlegu sál.

Merkilegt hvernig talsmaður einhverrar jólasveinatrúar fer að saka aðra um innihaldslausan gjafapappír.

Mér finnst samt ekkert skrítið að hann komi þarna inná afþreyinguna. Biskup horfir örugglega með stjörnur í augum til þess tíma þar sem bændur og vinnufólk höfðu engann annan samkomustað heldur en kirkjuna þar sem hægt var að ausa yfir vinnuþreytt fólkið þessu djöfuls rugli á sunnudögum. Gott að við búum ekki lengur í þessu hyldýpi.


Maze - 24/10/05 15:57 #

Mér finnst sorglegt að lesa ummæli eftir mann sem á að kallast æðsta yfirmann kirkjunnar. Að halda því fram að á Íslandi ríki trúfrelsi og hér sé ekki lögregluríki er fásinna.


Ólafur Vignir Sigurðsson - 26/10/05 00:44 #

Þessi uppivöðslusemi íslensku Þjóðkirkjunnar er meira og meira óþolandi með hverju árinu.. Það versta er hve sjaldan mótvægi á borð við það sem hér birtist, birtist í Morgunblaðinu... Alltof sjaldan... Það verður bara að fara að skipuleggja það... Vikulega hið minnsta.. Þó það kosti mann á launum.. Ég er tilbúinn til að taka þátt í að greiða það.. Treysti mér ekki að skrifa sjálfur.. Og ENN eru kennd "Kristin fræði" í mörgum grunnskólum þessa lands þó grunnskólalögin segi að kennd skuli trúarbragðafræði... Og kinnroðalaust sett í stundatöflurnar. Auk þess sem a.m.k. ein kennslubók í ÍSLENSKU fyrir 10 ára börn er stórlega menguð af "Kristnum fræðum".. .... Allt þetta, o.m.fl. Hrópar á MÓTVÆGI...

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.