Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Fordómar biskupsins

Ég hef í kvöld verið að gúggla eftir ummælum biskups Þjóðkirkjunnar um samkynhneigð. Það er svo sem ekki margt sem ég hef fundið en allt er það einkar áhugavert.

Byrjum á því sem búið var að tiltaka hér:

Við horfum upp á mjög róttæk viðmiðahvörf í vestrænni menningu. Kynlífshegðun, hvatir, sambúðarform og samlífsmynstur sem áður voru talin óhugsandi, jafnvel óeðli, eru nú talin sjálfsögð og eðlileg og þarna hlýtur að verða að doka við og spyrja hvort við séum á réttri leið.

Og:

Það á jafnt við um okkur öll hvað sem kynhneigð líður að við höfum syndgað og skortir Guðs dýrð.

Héðan kemur svo þetta:

Aumingja biskupsgreyið

Biskupinn yfir Íslandi er ekki í hlutverki hins mynduga höfðingja þegar hann þorir ekki að samþykkja að samkynhneigðir geti eins og aðrir hlotið kristilega hjónavígslu. Hann segist vera á móti því, en ósköp er sannfæringin veikburða, þegar hann segir að það heyri undir mat sérhvers prests hvort hann vilji veita samvistum samkynhneigðra blessun. Röksemdafærslan, skv. frétt á forsíðu Morgunblaðsins á miðvikudag, er ótrúleg. "Við erum með mörgþúsund ára gamla samfélagsskipan og mannskilning sem erfitt er að horfa framhjá," segir hann. Hvaða fréttir eru það? Þetta heitir á skýrara máli að við búum við mörg þúsund ára kúgun, einelti og fordóma - sem ekki má að dæmi herra Karls hrófla við. Þess vegna yfirgefa margir hommar og lesbíur þjóðkirkjuna að því fólkið segir sjálft að: "Kirkjan vill okkur ekki, þá erum við heldur ekkert að þvælast fyrir henni." [Leturbreyting mín - BB]

Og loks fann ég svo þetta hér:

BLM: Ættleiðingar og giftingar samkynhneigðra eru mál í brennidepli. Hver eru réttindi þeirra frá þínum bæjardyrum séð ?

BISKUP: Það eru auðvitað skiptar skoðanir um þessi mál. Við höfum þessa inngrónu menningarlegu andúð á samkynhneigð sem fyrirbæri, en Biblían fjallar að miklu leyti um skilgreiningu á manninum. Það er ljóst að hjónaband er ávallt samband karls og konu, samkvæmt biblíunni. Þetta er aldagömul og rótgróin hefð. [Leturbreyting mín - BB]

Í samantekt hljómar þetta svona: Biskupinn lítur á samkynhneigð sem synd enda eru aldatugagamlar hefðir fyrir inngróinni menningarlegri andúð. Og nú þegar um hana hefur losnað verðum við að staldra við og gá hvort það sé heppileg framvinda.

Biskupinn fóðrar semsagt fordóma sína með hefðarökunum, hann vill ekki að siðurinn, þetta uppáhaldshugtak hans, glatist.

Sjáið hvað það getur skemmt besta fólk að ota að því Biblíu á unga aldri. Aumingja maðurinn er fórnarlamb kristilegrar innrætingar í æsku og getur ómögulega brotist út úr þeim vítahring trúarástundunar sem þarf til að öðlast heilbrigt og gott nútímasiðferði.

Hann trúir á syndina og siðinn. Honum er vorkunn, enda sjálfur fórnarlamb hryðjuverkamanna hugans.

Birgir Baldursson 24.08.2005
Flokkað undir: ( Siðferði og trú )

Viðbrögð


Finnur - 24/08/05 08:58 #

Þetta hafa verið skemmtilegar vangaveltur hjá þér Birgir, en ég verð að viðurkenna að ég hef átt í talsverðum erfiðleikum með að átta mig á hvað þú ert að fara. Telur þú að hugmyndir séra Karls séu samnefnari fyrir hugmyndir kristinna gagnvart samkynhneigðum? Og að þær eigi rót sína í biblíunni?


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 24/08/05 09:18 #

Þar sem samkynhneigð er fordæmd allavega þrisvar sinnum í Biblíunni þá er nú ekki verið að taka stórt upp í sig að segja að fordómar kristinna manna gagnvart samkynhneigðum gætu átt rót sína þar.


Finnur - 24/08/05 09:40 #

Ég man nú ekki eftir að hafa fengið kennslu í þessum fordómum í kristinfræði í gamla daga Óli.
Mér þætti nú gaman að sjá þínar útfærslur á biblíunni þar sem fordómar gagnvart samkynhneigðum eru boðaðir.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 24/08/05 09:56 #

Ég veit ekki með útfærslur en hér eru tilvitnanir.

Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð
Þriðja Mósebók.

Og leggist maður með karlmanni sem kona væri, þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim.
Þriðja Mósebók.

og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn frömdu skömm með karlmönnum og tóku út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar.
Rómverjabréf.

Vitið þér ekki, að ranglátir munu ekki Guðs ríki erfa? Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa.
Fyrra Korintubréf.


Finnur - 24/08/05 10:16 #

Eftir að hafa séð þetta þá verð ég nú að hrósa séra Karli fyrir hófsemi. Hann lætur sér nægja að telja samkynhneigð synd, sem er þá jafn saknæmt og að girnast konu náunga þíns.
Og reyndar tel ég að hann orði fordóma okkar gagnvart samkynhneigð nokkuð vel þegar hann segir að þetta sé "inngróin menningarleg andúð".
Þetta útskýrir ekki fordóma okkar, en er mun nær raunveruleikanum heldur en að leita uppi málsgreinar í biblíunni. Og reyndar fyndið á sjá vantrúarmenn rökstyðja mál sitt með tilvitnunum í biblíuna.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 24/08/05 10:30 #

Kommon Finnur, þetta er nú voðalega aumt hjá þér. Hvernig á ég að geta bent á fordæmingar í Biblíunni án þess að vitna í hana? ´ Þjófnaður er synd, morð er synd, samkynhneigð er synd. Það kemur hvergi fram hvar í stigveldi syndanna samkynhneigð sé.

Það er ljóst að Biblían er vonlaus leiðsögn í siðferðislegum málum og Karl Sigurbjörnsson er eftirbátur meirihluta landsmönnum í þeim málum. Það eru til hófssamir prestar en Karl Sigurbjörnsson er ekki einn af þeim, hann er svartstakkur.


Finnur - 24/08/05 10:55 #

Við getum verið sammála um þetta Óli: Biblían er vafasöm leiðsögn í siðferðislegum málum og ekki einu sinni séra Karl beitir henni. Annars segði hann að samkynhneigð varðaði lífláti, ekki satt?


Ásgeir - 24/08/05 10:58 #

Þetta þykir mér ákaflega einkennilegt, Finnur. Þú biður Óla um að sýna þér hvar samkynhneigð er fordæmd í Biblíunni og svo þegar hann gerir það þá gerir þú grín að honum!


AquilaMarke - 24/08/05 11:02 #

Tilvitnanir Birgis í Karl biskup þar sem hann ræðir samkynhneigð virka nú ekki mjög afgerandi. Það getur verið að Karl vilji ekki segja skorinort hver sé hans persónulega skoðun. Ástæðan getur verið að hann viti að í dag eru þeir í miklum minnihluta sem fordæma samkynhneigð, að hann sé að spara stóru orðin til að þurfa ekki að svara ennþá fleiri spurningum um þetta efni. Eða hitt, að hann persónulega hafi ekkert á móti samkynhneigðu fólki en þori ekki að vera hreinskilinn og fara í "bardagan" við þá kirkjunnar menn sem eru enn afturhaldsamari. Hann er kannski að hugsa meira sem embættismaður. Þetta eru bara vangaveltur en ég veit eiginlega ekki hvort er verra.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 24/08/05 11:26 #

Það er ljóst, einsog ég benti hér á að ofan, að Kalli er í íhaldssama liðinu (svartstökkunum). Ég held að það færi langt með að kljúfa kirkjuna algjörlega ef fjölmiðlafólk myndi neyða hann til þess að svara af hreinskilni um álit sitt á samkynhneigð.


AquilaMarke - 24/08/05 12:07 #

Ég held líka að biskup sé í "íhaldsama liðinu", þótt ég geti ekki verið alveg viss, en ef maður rýnir í orð hans hér að ofan þá er alveg augljóst að hann forðast að láta hafa nokkuð eftir sér hvað honum finnst persónulega. Orð hans eru í sjálfu sér ekkert vond túlkun á því hvað biblían segir um samkynhneigð. Í þeirri bók stendur einnig ýmislegt um grjót og annan refsirétt sem ekki einu sinni Pat Robertson myndi reyna að réttlæta. Túlkun, samfélagsþróun og persónulegar skoðanir kirkjunnar manna hafa auðvitað (og sem betur fer) haft áhrif á hvað þeir trúa að sé rétt siðferði úr biblíunni og hvað þeir í dag vilja helst hoppa yfir. Hvenær kemur sá tími að þeir hoppi yfir þessar kjánalegu málsgreinar um samkynhneigð?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 24/08/05 12:28 #

Það er auðvelt að hafna grýtingum, enda kemur fram í Nýja testó að Jesús fordæmdi þær. Aftur á móti er samkynhneigð formælt í NT og það gerir geðsjúklingurinn Páll postuli. Mikið ættu hinir kristnu og samkynhneigðir gott ef Páll hefði sleppt því.

Orð Karls um að staldra beri við, nú þegar það sem talið var óeðli þykir sjálfsagt, afhjúpa raunverulega skoðun hans.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 24/08/05 12:32 #

Telur þú að hugmyndir séra Karls séu samnefnari fyrir hugmyndir kristinna gagnvart samkynhneigðum?

Nei, ég veit sem er að fjölmargir innan Þjóðkirkjunnar hafa enga fordóma gagnvart alternatívum lífsstíl og eru að berjast fyrir bættum réttindum samkynhneigðra. Á tímabili í fyrrinótt grunaði mig m.a.s. að Karl væri einn af þeim, eins og fram hefur komið.


Peturty - 24/08/05 16:52 #

Mér finnst athyglisverðast í ummælum biskups hvað hann er varfærinn og tvístígandi, - að því er virðist. Kirkjan temur sér ekki mannúðlegri og frjálslegri viðhorf af eigin hvötum. Henni hefur alltaf verið þröngvað til þess. Nú situr biskup og spekúlerar hvernig kaupin gerast á eyrinni. Á ég að vera með, eða á ég að vera á móti... það hlustar jú enginn ef ég er ekki í takt við það sem er móðins. Kristileg víðsýni jafngildir hæfilegri hræsni og með tímanum þurfa kirkjunnar menn að verða sífellt meiri hræsnarar. Þeir eiga alla mína samúð aumingjans mennirnir. Við megum ekki gleyma því að Guð er eilífur og almáttugur og það væri harla kyndugt ef þyrfti að laga orð hans hverfulum hringlandahætti mannkynsins. Og þetta vita blessaðir mennirnir. Ég held það séu bara aular í klerkastétt sem söðla fyrirhafnarlaust um og kasta hefðbundnum viðhorfum til alls konar saurlifnaðar sem okkur hinum finnst alveg hreint sjálfsagður.


danskurinn - 24/08/05 19:51 #

Peturty skrifar: "Kristileg víðsýni jafngildir hæfilegri hræsni og með tímanum þurfa kirkjunnar menn að verða sífellt meiri hræsnarar."

Þetta er mergur málsins. Hræsni mun halda lífinu í hinum stóru trúarbrögðum enn um stund.


Victor Laszlo - 24/08/05 21:16 #

Eru menn að gleyma orðum hans hjá Agli, þar sem hann sagði okkur þurfa að standa vörð um "sannar dygðir" sem andsvar við fræðslu í skólum um samkynhneigð og fordóma gagnvart henni?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 24/08/05 21:42 #

Já, þetta man ég ekki eftir að hafa heyrt.


Finnur - 24/08/05 23:37 #

Orð Karls um að staldra beri við, nú þegar það sem talið var óeðli þykir sjálfsagt, afhjúpa raunverulega skoðun hans.

Ég skil þessi orð séra Karls þannig að ef samfélagið viðurkennir "Kynlífshegðun, hvatir, sambúðarform og samlífsmynstur sem áður voru talin óhugsandi, jafnvel óeðli...", er þá ekki líklegt að í náinni framtíð verði það sem við teljum óeðli eða óhugsandi talið sjálfsagt. Og er ekki eðlilegt að staldra aðeins við og spá í það.
Þetta er vissulega fordómafull athugasemd, en alls ekki neikvæð.


Peturty - 25/08/05 13:57 #

Finnur, - hvers vegna ættum við að "stalda við og spá í" hvert þróun einkalífsins stefnir? Það er vissulega áhugavert frá félagsfræðilegu sjónarmiði til að átta sig á trendum. En biskup hefur engan félagsfræðilegan áhuga á þessu máli. Ert þú kannski að gefa í skyn og deila því með biskupi að við eigum að staldra við og velta því fyrir okkur hvort þróunin stefni í einhverja siðferðilega átt sem kann að vera okkur með eða á móti skapi?


danskurinn - 25/08/05 17:46 #

Er ekki alltaf ástæða til að staldra við og velta því fyrir okkur hvert við stefnum yfirleitt? Er nokkuð búið að gefa út einkaleyfi á svona pælingar? Þurfa menn að hafa farið í réttan kúrs í háskóla til að vera gjaldgengir í umræðu af þessu tagi? Eru siðferðilegar spurningar ótengdar félagsfræði? Hafa félagsfræðingar siðareglur? En sálfræðingar? Geta félagsfræðingar og sálfræðingar verið siðlausir?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 25/08/05 18:08 #

Við skulum ekki gleyma því að biskupinn viðhefur þessi orð í umræðu um samkynhneigð. Nú er samkynhneigð meðfædd hvöt og ekki skaðleg öðrum frekar en gagnkynhneigð. Það að biskupinn dragi hugtök eins og óeðli inn í þessa samræðu og telur um leið að staldra þurfi við lýsir engu öðru en fordómum hans. Honum þykir hún ekki sjálsögð og eðlileg, sem hún þó er.


danskurinn - 25/08/05 19:39 #

Þetta er nokkuð einhliða og dólgsleg skýring Birgir. Biskupinn er að tala um kirkjuna og samkynhneigð. Þegar hann talar um kirkjuna og samkynhneigð er eðlilegt að hann dragi hugtök eins og óeðli inn í umræðuna en það hefur einmitt verið afstaða kirkjunnar til samkynhneigðar hingað til, að líta á hana sem óeðli. Biskupi þykir sjálfsagt og eðlilegt að staldra við sem mér þykir til marks um að hann sé að hugsa málið. Hafa verður í huga að biskup talar ekki fyrir eigin skoðunum, nema í einkalífi sínu.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 25/08/05 22:23 #

Þú heldur semsagt að hann sé að meina kirkjuna í þessari tilvitnun? Ég tek því þannig að hann sé að tala um okkur öll, samfélagið í heild.

Hann er auðvitað snillingur í að vera myrkur í máli. Maður getur ómögulega sé af þessari setningu hvort hann á við kirkjuna eða fólk almennt. Ef hann á við kirkjuna er hann að meina þetta:

  • Alls kyns kynhegðun sem áður var talin óeðli þykir nú sjálfsagt mál. Við kirkjunar menn þurfum að staldra við og skoða hvort andúð okkar á kynhegðun samkynhneigðra sé rétt leið að fara.

Ef hann á við fólk almennt gildir þetta:

  • Alls kyns kynhegðun sem áður var talin óeðli þykir nú sjálfsagt mál. Við öll þurfum að staldra við og athuga okkar gang, því þessi þróun er vond.

Ég er sannfærður um að seinni yrðingin sé sú sanna, en þín útgáfa gæti svo sem verið sú rétta. En eins og ég hef áður sagt, það er kominn tími til að maðurinn tali hreint út um stefnu kirkjunnar í þessum málum, hætti að tala svona í gátum.

En annars er hún svosem skýr. Samkynhneigð er í andstöðu við boðskap Biblíunnar og Jesú og því má ekki leyfa hommum og lesbíum að ganga í hjónaband. En þetta fólk má alveg koma til kirkjunnar og ástunda trú, því kirkjan má ekki við því að missa allt þetta fólk.


danskurinn - 25/08/05 22:58 #

Birgir skrifar: "Þú heldur semsagt að hann sé að meina kirkjuna í þessari tilvitnun? Ég tek því þannig að hann sé að tala um okkur öll, samfélagið í heild."

Hvort heldur sem er Birgir. Það væri hræsni að halda því fram að samfélagið sé laust við fordóma gagnvart samkynhneigðum en kirkjan ekki. Það eru eflaust til trúlausir einstaklingar hlaðnir þessum fordómum rétt eins og trúaðir einstaklingar. Einhver merkingarmunur gæti verið fordómunum sjálfum en þaðan sem hinn samkynhneigði horfir er lítinn mun að sjá. Séra Karl er svoldið fyndinn svona dularfullur í úlfakreppu sinni.


Finnur - 25/08/05 23:54 #

Ef við ýtum fordómum okkar gagnvart samkynhneigðum til hliðar um stundarkorn, þá stendur eftir vangaveltan um hvort frelsi í sambúðarformi og samlífsmynstri sé rétt og til bóta. Þetta finnst mér kjarninn í því sem séra Karl er að tala um. Þetta er spurning sem öllum kemur við og mér finnst séra Karl nálgast hana á mjög skynsaman hátt.
Og má ég minna á að ekki fyrir all löngu þá lögsetti Bush bann við giftingu samkynhneigðra í hinum fullkomlega "sekkjúlar" Bandaríkum. Þannig að mig langar til að spyrja hvort menn telji betra að halda þessaum vangaveltum innan kirkjunnar eða láta pólitíkusa fara að ráðgast fyrir um þessi mál.


Peturty - 26/08/05 10:28 #

Það er biskup þjóðkirkjunnar sem talar. Þetta er ekki snakk í kaffiboði. Hann er að velta fyrir sér stefnu kirkjunnar og afstöðu hennar til þess hvernig fólk hagar kynlífi sínu og fjölskyludháttum sem vísast hafa tekið breytingum á undanförnum árum, bæði í veruleikanum og hugum fólks. Við eigum og getum að taka afstöðu til þeirra skoðana sem koma fram hjá biskup, rétt eins og öðrum, hvort sem þeir eru trúlausir eður ei. Getum við hér baulað hver í kapp við annan á hinn geistlega herra. Það er þó alls ekki kjarni málsins. Kjarni málsins í þessu dæmi held ég sé að frá og með borgarabyltingum í Evrópu á síðustu öldum höfum við verið að rembast við að berjast fyrir eða semja um lög og reglur sem byggjast á hlutlægum og veraldlegum rökum en ekki einhverjum prinsíppum sem eiga sér upptök í guðlegum opinberunum. Þess vegna hefur þeim samfélögum farnast best sem tekist hefur að bægja kirkjulegum sjónarmiðum í burtu frá þessum álitamálum. Lög og völd eru ekki fengin frá guði. Þau eru niðurstaða átaka eða samkomulag sprottin úr mannlegri reynslu og mannlegum hugarheimi. Það sem er illt í efni eru ekki fordómar kirkjunnar. Kirkjan er hvort sem er ekki ein um þá eins og réttilega hefur verið bent á. Það sem er illt í efni er að kirkjan skuli gera kröfu til þess að hún hafi einhverju sérstöku hlutverki að gegna í lagasetningu og í raun getur hún ætlast til þessa meðan hún er ríkiskirkja. Við heimtum frelsi, frelsi til þess að setja okkur reglur án þess að þurfa að taka tillit til þess hvað Biblían segir. Rétt eins og í öðru samhengi.


Finnur - 26/08/05 11:37 #

Viðbrögð Óla hérna að ofan eru vitni um það að viðhorf séra Karls hafa ekkert með biblíuna að gera. Þjóðkirkjan er samfélagslegt fyrirbæri sem byggir undirstöður sínar á lagasetningu forfeðra okkar sem segir að við skulum vera kristnir, en okkur er heimilt að blóta í launi. Eða eins og Birgir segir, okkur er fullkomlega heimilt að haf okkar eigin kellingabækur.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 26/08/05 13:00 #

Já, meðan þið eruð ekki að troða þeim upp á saklaust fólk.


Finnur - 26/08/05 13:07 #

Þú verður nú að vera aðeins nákvæmari Birgir, hverjir eru þið og hvað meinarður með saklaust fólk?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 27/08/05 20:04 #

Þið sem aðhyllist kellíngabækur eigið ekki að troða þeim upp á saklaust fólk, t.d. börn í skólum og leikskólum landsins. Ekki heldur börn á gelgjuskeiði. Látum fullveðja fólk um að ákveða sjálft hvort það vill taka þátt í þessari ástundun hindurvitna með ykkur.


Finnur - 28/08/05 22:33 #

Það sem er illt í efni er að kirkjan skuli gera kröfu til þess að hún hafi einhverju sérstöku hlutverki að gegna í lagasetningu og í raun getur hún ætlast til þessa meðan hún er ríkiskirkja. Við heimtum frelsi, frelsi til þess að setja okkur reglur án þess að þurfa að taka tillit til þess hvað Biblían segir. Rétt eins og í öðru samhengi.
Ég held að þetta sé alrangt hjá þér Peturty, starfar ekki kirkjan innan ramma laganna eins og hver önnur ríkisstofnun? Og við höfum frelsi til að gera það sem okkur lystir svo fremi sem það er innan laganna, hvað svo sem biblían segir.
Kirkjan hefur samfélagslegu hlutverki að gegna og það er mjög eðlilegt að séra Karl velti upp spurningunni um frelsi í sambúðarformi og samlífsmynstri. Og mér finnst vantrúarmenn gjörsamlega missa marks þegar þeir gera lítið úr orðum hans á þeirri forsendu að þetta sé ekkert annað túlkun á málsgreinum í biblíunni.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 28/08/05 22:52 #

Gerum við lítið úr orðum hans? Ég einungis birti þau og velti fyrir mér merkingu þeirra. Kemst svo að ákveðinni niðustöðu sem hverjum sem er er frjálst að hrekja. Og maðurinn talar reyndar svo þokukennt að það er ekki auðvelt að sjá fyrir hvaða viðhorf hann stendur.

Við skulum rétt vona það mönnum finnist ekki óviðeigandi að skoða orð manna, túlka þau og gagnrýna vegna þess að þeir eru biskupar. Af hverju ættu biskupar að njóta meiri friðhelgi í þessum efnum en t.d. stjórnmálamenn?


Finnur - 28/08/05 23:44 #

Þú túlkar þessi orð hans sem fordóma gagnvart samkynhneigðum og dæmir þau þar með dauð og ómerk, Birgir.
Það er eðli málsvara kirkjunar að tala þokukennt, og mér finnst það mun smekklegra heldur en málflutningur Gunnars í Krossinum sem dæmi. Það gefur þér ákveðið svigrúm til mynda þér þína eigin skoðun, eins og þessi þráður er gott dæmi um.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 29/08/05 00:09 #

Þú túlkar þessi orð hans sem fordóma gagnvart samkynhneigðum og dæmir þau þar með dauð og ómerk, Birgir.

Bíddu, hvað áttu við? Það er rétt að ég túlka þau sem fordóma, sbr. samantekt mína á þeim í greininni:

Biskupinn lítur á samkynhneigð sem synd enda eru aldatugagamlar hefðir fyrir inngróinni menningarlegri andúð. Og nú þegar um hana hefur losnað verðum við að staldra við og gá hvort það sé heppileg framvinda.

En ég skil ekki alveg þessa staðhæfingu þína að þar með dæmi ég þau dauð og ómerk. Biskupinn er höfuð þjóðkirkjunnar og orð hans hafa mikil áhrif og fordæmisgildi. Og með því að gera sig uppvísan að fordómum setur hann hættulegt fordæmi.

En það er svosem búið að benda á það hér í þræðinum að hægt sé að túlka orð hans á annan veg. Ég kalla því enn og aftur eftir því að forstöðumaður ríkisreknu kirkjunnar tjái sig á skýran hátt um afstöðu sína til þessara hluta.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 29/08/05 09:54 #

Auðvitað á biskup þjóðkirkjunnar að tala hreint út, ekki í einhverjum gátum. Bixuppinn er handbendi guðs - fremstur meðal jafninga innan kirkjunnar. Það er hann sem mótar veraldlega jafnt og geistlega stefnu kirkjunnar. Það er hans að taka ákvörðun og fylgja henni eftir, rétt eins og hver annar stjórnarformaður eða forstjói. Það er á engan hátt óeðlileg krafa að hann sé samnefnari fyrir ríkiskirkjuna og hafi skoðun á samkynhneigð, rétt eins og hann hefur skoðun (sem hann viðrar oft og í heyranda hljóði) á ógn trúleysis eða heilnæmi samfélags við jésú. Það vefst náttúrulega ekki fyrir neinum að túlka vingulshátt Karls sem argasta afturhald og samkynhneigðarsjokk (homophobia). Enda getur hann ekki annað; guð er búinn að leggja línurnar.


Finnur - 29/08/05 10:49 #

Mér þykir nú leitt að flytja G2 þau tíðindi að séra Karl er nú einungis veraldlegur embættismaður kosinn á kirkjuþingi af öðrum veraldlegum embættismönnum. Þannig að það er ansi langt sótt að kalla hann handbendi Guðs. Nema G2 þykir embættismennska geistleg.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 29/08/05 11:44 #

Er biskupdómur ekki geistleg embættismennska??


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 29/08/05 14:45 #

Trúir þú því, Finnur, að samkynhneigð sé synd?


Finnur - 29/08/05 22:20 #

Nei Birgir, það að kalla samkynhneigð synd eru hreinir og klárir fordómar.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 29/08/05 22:50 #

Telurðu þá fordóma birtast í Biblíunni?


Finnur - 29/08/05 23:21 #

Tilvitnanir Óla hér að ofan benda nú ansi sterkt til þess Birgir.
Ég hef nú ekki lesið biblíuna, en mér skilst að megnið af því sem við gerum okkur til ánægju megi túlka sem synd.
Það er síðan dálítið merkilegt að orðið "synd" er síðan notað á þveröfugan hátt í daglegu máli. Við tölum um að hafa skemmt okkur vel um verslunarmannahelgina, en það var synd með veðrið.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.