Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Engin trúlaus í sjávarháska

Það er gömul mýta trúaðra að það séu engir trúlausir í skotgröfunum (e. no atheist in foxholes). Þar falla trúaðir í þá gryfju að ætla öllum sinn innri mann. Það er að segja að ef hætta steðjar að eða einhverskonar vandræði, þá hrópi allir á hjálp til yfirnáttúrulegra vera.

Vegna reynsluleysis Íslendinga af stríði reyndi núverandi biskup íslendinga að snúa þessu upp á íslenskan veruleika með því að segja að það séu engir trúlausir í sjávarháska.

Að halda þessu fram er náttúrulega í fyrsta lagi gríðarleg vanvirða við þá sem eru annnara skoðun en biskup og í öðru lagi hræsni að gera öðrum upp innstu sannfæringu út frá eigin þröngsýnu viðmiðun.

Nú er það svo að í gegn um aldirnar hafa sjómenn við Ísland verið með guðhræddari mönnum og lítið gert til sjós án þess að signa og fara með bænir og biðja um náð og miskun við erfiðar aðstæður. Um aldir var ekki farið á sjó án þess að formaðurinn færi með sjóferðabæn og allir jesúsuðu sig í bak og fyrir. En árangur var ekki sem erfiði og sjóskaðar gríðarlega algengir og miklar blóðtökur samfélagana.

Það er kunnara en frá þurfi að segja að sjómenn hafa snúið sér að mun árangursríkari hlutum þegar kemur að vandræðum til sjós en bænahjali.

Tekin hefur verið í notkun allskonar tækni og tæki til að auka öryggis til sjós, öryggis- og slysavarnarnámskeið kennd og til reiðu þrautþjálfaðar björgunarsveitir og þyrlulið ef til sjávarháska kemur.

Þegar sjómenn lenda í lífsháska í dag einbeita þeir sér að lærðu, þróuðu og mannlegu kerfi þar sem guð kemur hvergi við sögu. Þjálfun í slysavarnarskóla verður til þess að farnar eru ákveðnar leiðir. Þau tæki sem eru um borð eru notuð til að tryggja öryggi eins og hægt er og koma í veg fyrir slys. Svo er það kunnátta og þekking til að óska eftir þeirri aðstoð sem þurfa þykir miðað við aðstæður. Í slysavarnarskólanum er ekkert minnst á það að leggjast á bæn enda vitað af sárri reynslu hvernig það gagnast.

Það sem gerist því í dag þegar sjómenn lenda í vanda er að allt traust og von um björgun er byggð á eigin kunnáttu og færni svo og tækni, tækjum og kunnáttu annara til að komast heil heim. Því miður verða enn sjávarháskar en ég leyfi mér að segja fullum fetum að árangurinn við úrlausn þeirra er mun betri en áður þegar hinu “algóða” var treyst fyrir þeim í blindni.

Að segja að enginn sé trúlaus í sjávarháska er þó kannski ekki að öllu leyti vitlaust. En menn trúa ekki og treysta á guð heldur á mannlega færni og gríðarlega óeigingjarnt starf fjölda manna og kvenna við að hjálpa hvert öðru í neyð.

Ímynduð vera að ofan kemur þar hvergi við sögu.

Sigurður Ólafsson 09.04.2008
Flokkað undir: ( Efahyggja )

Viðbrögð


Haraldur Gísli - 09/04/08 16:00 #

[ athugasemd færð á spjallið - Matti]


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 09/04/08 19:08 #

Mér hafa alltaf þótt þessi rök að enginn sé trúlaus í sjávarháska (eða þegar bráð hætta steðjar að) einhver ógeðfeldustu rök fyrir trúarþörf sem ég hef heyrt. Þarna er verið að ráðast að manneskjunni þegar hún er veikust fyrir. Viðbrögð fólks í bráðri hættu um spurningar um eftirlíf eða þvíumlíkt, eru í besta falli ósmekklegar.

Hvers vegna er manneskjan ekki spurð þegar hún er í kyrrð, ró og öryggi? Hví þarf að troða þessari asnalegu spurningu inn í aðstæður þar sem dauðinn er alltumlykjandi. Þetta er ósmekkleg spurning sem ég hef heyrt alltof oft.

Flott grein hjá þér Sigurður og góð pæling.


Arngrímur - 09/04/08 20:30 #

Og hvað hefur trúarÞÖRF/löngun með sannleiksgildi trúarkennisetninga að gera?

Eitt fallegt dæmi um trúlausan í háska: Úr myndinni "Touching the Void": http://youtube.com/watch?v=nWhmOwGqcMQ


Þór - 09/04/08 22:20 #

[ athugasemd færð á spjallið - Matti]


Arngrímur Vídalín - 10/04/08 00:06 #

Það er ekki á hverjum degi sem maður finnur fyrir nafna sína á netinu, svo mér finnst eðlilegast að taka fram til aðgreiningar að ég kem jafnan fram undir fullu nafni.


Lárus - 10/04/08 08:23 #

[ athugasemd færð á spjallið - Matti ]


Sigurður Ólafsson (ekki höfundur greinarinnar) - 10/04/08 10:06 #

Spyrja má í þessu samhengi: Er "játning" sem fengin er fram með hótunum um líkamsmeiðingar eða líflát gild? Myndi slíkt t.d. standast fyrir dómi? Ég er sammála Teiti, þessi "rök" trúmanna eru ógeðfelld og ósmekkleg, en lýsa vel brengluðum hugarheimi þeirra.


Lárus - 10/04/08 10:24 #

[athugasemd færð á spjallið - Þórður]


Björn Ómarsson - 01/02/09 17:35 #

Ég biðst afsökunar á að færa þennann eldgamla þráð upp, en ég las nýlega bók þar sem þessi setning: "there are no atheists in foxholes" er gagrýnd ansi harkalega. Bókin er "God's Problem: How the Bilble Fails to Answer Our Most Important Question - Why We Suffer" eftir Bart Ehrman. Ég get ekki samið útdrátt sem sýnir umfjöllun Ehrmans í réttu ljósi þannig að ég ætla að birta hérna smá texta úr bókini.

Fyrst svoldið samhengi. Í bókinni fjallar Ehrman um þau (fjölmörgu, afar ólíku og "mutually exclusive") svör sem Biblían bíður uppá sem svar við spurningunni hversvegna við þjáumst. Í þessum hluta sem ég vitna í er höfundurinn að fjalla um það svar sem finnst í langstærstum hluta Biblíunnar: Guð lætur okkur þjást til þess að refsa okkur, í þeirri von að við yðrumst og snúum aftur til Hans. Fæstir kristnir Íslendingar sætta sig við þetta svar þar sem það er fullkomlega ógeðslegt. Faðir sem lemur, misþyrmir og drepur börnin sín er ekki gott foreldri, heldur skrímsli. En þó er þetta kjarninn í umræddri setningu (þ.e. þegar trúlausi sjómaðurinn sér að það er farið að hvessa all mikið, yðrast hann trúleysis síns og biður Guð að bjarga sér). (Þetta er einnig sú skoðun á þjáningu sem lyggur að baki þessari umræðu).

Gagnrýni Ehrmans á þessari setningu (ensku útgáfunni) kemur eftir umfjöllun hans á reynslu föður síns í síðari heimstyrjöldinni:

"His first day 'on the job' he started as an ammunition bearer, and by the end of the day was the first gunner on a machine gun. The two guys ahead of him had been killed, and he was the most qualified to take over. [...] [His infantry division] had to cross the small Roer River, which was well protected by German troops armed to the teeth. [...]

He crossed the river in a boat, paddling with a dosen or so others, with German infantry on the other side firing at them, bullets flying everywhere. The fellow in front of my dad was blown away. Those who made it to the other side had to hunker down in foxholes while more troops crossed. The foxhole my dad found was filled with water. [...] And there they had to stay, my dad and two others, unable to move out with crossfire all around [...] legs and feet in freezing water, in the dead of winter.

Eventually they decided they couldn't stay: feet frozen and no prospect of help. They made a run for it, my dad in the lead. Unfortunately, the only way out was through a minefield. His two buddies were blown to bits behind him. He managed to get back to his line. [...] [Because his feet were in serious shape] he was evacuated to Salisbury, England.

[...]

The end of this story is that [...] [t]he sheer terror of my dad's experience had made his hair turn completely white. He was twenty years old at the time.

I tell this story not because it is unusual but because it is altogether typical. Fifty million other people were not so lucky: they were flat out killed.

[...]

[T]he prophets of the Hebrew bible had a ready explanation for why people had to suffer the excruciating agonies of war. For them [...] war came as a judgment from God for the sins of the people. [...] For the prophets, God sometimes brings war to his people to teach his people a lesson and make them repent. I suppose that if there are no atheists in foxholes, then on the individual basis the strategy works."

(allar stafsetningarvillur eru mínar)

Ég mæli eindregið með þessari bók, hún er bæði fróðleg og mjög vel skrifuð. Hér má horfa á fyrirlestur sem Ehrman hélt um þessa bók sína.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.