Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Fáfræðirökleiðslan

Fáfræðirökleiðslan (argumentum ad ignorantiam) er rökvilla sem kemur upp þegar því er haldið fram að fullyrðing sé sönn vegna þess að það hefur ekki verið sannað að hún sé ósönn eða að eitthvað sé ósatt vegna þess að það hefur ekki verið sannað að það sé satt.

Réttmæti fullyrðingar fer eftir rökum sem styðja hana eða hrekja, ekki skorti á rökum fyrir andstæðri eða mótsagnakenndri fullyrðingu (Andstæðar fullyrðingar geta ekki báðar verið sannar, en báðar geta verið rangar, ólíkt mótsagnakenndum fullyrðingum. "Jói var í Reykjavík þegar ránið var framið" og "Jói var á Akureyri þegar ránið var framið" eru andstæðar fullyrðingar. Jói var í Reykjavík þegar ránið var framið" og "Jói var ekki í Reykjavík þegar ránið var framið" eru mótsagnakenndar fullyrðingar. Fullyrðing telst sönnuð ef mótsagnakennd fullyrðing er afsönnuð og öfugt).

Það að ekki er hægt að afsanna að alheimurinn er ekki hannaður af alvitrum Skapara sannar ekki að hann sé það. Einnig sannar það ekki að heimurinn sé ekki skapaður að ekki er hægt að sanna að hann sé það.

Fáfræðivísunin virðist sérlega freistandi þegar hún tengist óskhyggju. Til dæmis er fólk sem vill trúa á ódauðleika líklegra til að telja að skortur á sönnun á andstæðri kenningu styðji trúarkenningu þeirra á einhvern máta.

Skeptic's Dictionary - argument to ignorance

Matthías Ásgeirsson 06.04.2004
Flokkað undir: ( Efahyggjuorðabókin , Rökvillur )

Viðbrögð


Svanur Sigurbjörnsson - 08/01/05 01:22 #

Kærar þakkir fyrir þessa rökleiðslu. Ég hef löngum velt þessu fyrir mér og ekki náð að festa þetta niður almennilega. Það er mér nú deginum ljósara að ég þarf ekki að afsanna hvaða vitleysu sem er því að fyrst þarf að sýna fram á að vitleysan sé ekki vitleysa. T.d. ef að vinur minn segði að hann hefði tamið "rósrauðan zeprahest með vængi" hefði ég ekki nokrra þörf fyrir að afsanna það. Slíkt er rétt eins ólíklegt eins og "Guð á himnum" og ég myndi biðja hann um að sanna það fyrir mér fyrst með hlutlægum hætti áður en ég leggði nokkra trú á það. :-)


Óskar - 09/01/05 15:17 #

Fáfræðirökleiðslan (argumentum ad ignorantiam) er rökvilla sem kemur upp þegar því er haldið fram að fullyrðing sé sönn vegna þess að það hefur ekki verið sannað að hún sé ósönn eða að eitthvað sé ósatt vegna þess að það hefur ekki verið sannað að það sé satt.

Með þessari röksæmdafærslu má þurrka út margt á ykkar annars ágætu vefsíðu...............


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 09/01/05 16:37 #

Það væri hægt ef það væru einu rök okkar. Svo er aldrei.


Óskar - 10/01/05 12:24 #

athugasemd eytt

Varðandi innihald athugasemdar Óskars. Hann ásakaði Vantrú um að "senda inn komment á mér". Gaf í skyn að athugasemdin fyrir ofan væri ekki frá honum komin. Samt kemur hún frá sömu ip-tölu og aðrar athugasemdir Óskars.


Óskar - 10/01/05 12:33 #

Fáfræðirökleiðslan (argumentum ad ignorantiam) er rökvilla sem kemur upp þegar því er haldið fram að fullyrðing sé sönn vegna þess að það hefur ekki verið sannað að hún sé ósönn eða að eitthvað sé ósatt vegna þess að það hefur ekki verið sannað að það sé satt.

Ekki frá mér


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 10/01/05 12:40 #

Athugasemdin hér fyrir ofan sem Óskar segir að sé ekki eftir hann kemur frá sömu ip-tölu [194.144.99.231] og allar aðrar athugasemdir Óskars.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 10/01/05 13:11 #

Skemmtilegt að Óskar skuli sverja af sér einmitt þetta komment, því það er c.a. það eina málefnalega sem barst frá honum.

Óskar, það hefur verið lokað á IP-töluna þína og þannig verður það í nokkra daga meðan þú ert að kæla þig niður. Þegar þú ert tilbúinn í málefnalegar umræður tökum við þér fagnandi.

Og þú mátt alveg vera harðorður, svo lengi sem það er á málefnalegum nótum en ekki persónulegum.

Því má svo við bæta að þetta er í fyrsta sinn sem við lokum á IP-tölu einhvers. Við erum svo litlir fasistar að hér fá allir að vaða upp svo lengi sem athugasemdir þeirra tengjast málefnunum á einhvern hátt.

Önnur vefrit mættu taka okkur sér til fyrirmyndar.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.