Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Meint skaðleysi kristinnar trúar

Mynd af Páfanum

Þegar rætt er um trúboð í skólum er oft sagt að enginn hafi skaðast af því að heyra af Jesú. Sú fullyrðing er að vissu leyti til þess gerð að afvegaleiða umræðuna. Ástæðurnar fyrir því að vera á móti trúboði í skólum eru aðrar.

En þessi fullyrðing, að kristin trú skaði engan, er ekki rétt.

Hugmyndafræðilegur skaði

Auðvitað endar maður ekki beinlínis á sjúkrahúsi við að sannfærast um sannleiksgildi kristinnar trúar. En það eru fjöldamörg dæmi um annars konar skaða sem kristin trú veldur, það má kalla þetta "hugmyndafræðilegan skaða".

Þegar talsmenn kristni í skólum tala um skaðleysi kristni spyrja þeir stundum "Hvað er skaðlegt við kærleiksboðskapinn?" Vandamálið með þessa spurningu er að kristni er oft miklu meira en bara hugljúfur kærleiksboðskapur. Þessu hugmyndakerfi fylgja alls konar hugmyndir eins og innblástur og kennivald biblíunnar. Þessar hugmyndir valda því svo að fólk fer að trúa algerum ruglhugmyndum. Þessar ruglhugmyndir eru "hugmyndafræðilegur skaði".

Skaddaðir einstaklingar

Á Íslandi eru til mjög þekkt dæmi af fólki sem er stórskaddað af kristinni trú. Snorri í Betel er gott dæmi. Þetta er maður sem trúir því að heimurinn sé 6000 ára gamall og að heimsendir sé í nánd, þökk sé kristni.

Það eru bara ekki einhverjir áhrifalausir "rugludallar" sem eru svona skaddaðir. Páfinn er á móti réttindum samkynhneigðra og smokkanotkun í Afríkulöndum þar sem HIV-faraldur geisar vegna trúarhugmynda. Páfinn er hugmyndafræðilega skaddaður.

Næst þegar einhver heldur því fram að enginn hafi skaðast af því að "heyra af Jesú", bentu honum þá á að sumt fólk er stórskaddað af kristni, eins og til dæmis Snorri í Betel og páfinn.

Hjalti Rúnar Ómarsson 07.12.2017
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Arnar - 14/12/17 12:45 #

Ekki gleyma þeim trúuðu sem ekki mega taka við blóðgjöf og deyja vegna þess. Það mætti nú kallast sjálfleiðréttandi vandamál.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.