Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Röng spurning eða röng heimsmynd?

Mynd af beinakrabbameini

Jim Hacker, aðalpersónan í grínþáttunum Já, ráðherra, útskýrði einu sinni hvernig ætti að komast hjá því að svara erfiðum spurningum: Í staðinn fyrir að svara spurningunni segir maður að raunverulega spurningin sé allt önnur og svo svarar maður þeirri spurningu.

Nýlega mátti sjá ríkiskirkjuprest beita þessari aðferð.

Spurningin

Í predikuninni Guð í þér gerir Davíð Þór Jónsson bölsvandann að umræðuefni.

Upprunalega spurningin var þessi: Hvernig samræmist tilvist almáttugs og algóðs guðs öllu því hræðilega í heiminum, nánar til tekið því að barn fái beinkrabbamein?

Annarri spurningu svarað

Davíð Þór segir réttilega að vísanir til þess að guð sé dularfullur og órannsakanlegur séu ódýrar og ófullnægjandi. En þar sem að hann hefur engin svör við spurningunni reynir hann að afgreiða hana sem ranga:

Spurningin er röng. Ekki spyrja af hverju heimurinn er ranglátur. Við því getum við ekkert gert. Spurðu frekar: Hvers krefst sú staðreynd, að heimurinn er ranglátur, af mér sem manneskju?

Nú er það auðvitað rétt að það er mikilvægt að spyrja okkur að því hvernig við bregðumst við þjáningunni í heiminum. Prestar eiga auðvitað létt með að svara þeirri spurningu.

Svaraðu spurningunni!

En það var ekki spurningin. Spurningin var: "Hvers vegna skapar algóður og almáttugur guð heim þar sem börn fá beinkrabbamein?” Þessi spurning er gagnrýni á tiltekna heimsmyndi og það er ekkert svar að reyna að koma sér undan henni með því að svara allt annarri spurningu.

Það að Davíð Þór geti ekki svarað spurningunni þýðir ekki að spurningin sé röng. Spurningin er rétt.

Heimsmynd Davíðs er röng, ekki spurningin.


Upprunaleg mynd fengin hjá Nephron og birt með cc-leyfi

Hjalti Rúnar Ómarsson 27.06.2017
Flokkað undir: ( Messurýni , Rökin gegn guði )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?