Í mannkynssögunni hefur ótal sinnum komið til átaka og uppgjörs milli þjóðfélagshópa - til dæmis þjóðarbrota og stétta - um völd, ítök, réttindi og forréttindi. Óþarfi er að rekja það. En það er nánast algilt, að hóparnir sem hafa einhver forréttindi þykjast réttbornir til þeirra, og að það sé sjálfsagt að bægja öðrum hópum frá því að njóta þess sama, og nota jafnvel til þess ofbeldi ef því er að skipta. Þess vegna hafa uppreisnir og byltingar svo oft verið svona blóðugar.
Ég skil það í sjálfu sér vel, að fólk verði fúlt ef einhver vill svipta það forréttindum sem það er vant að hafa. Og forréttindastéttin er ekki bara vön forréttindunum, hún er beinlínis alin upp í því að þau séu sjálfsögð. Því meira sem hún hefur notið þeirra lengur.
Með upptöku tíundar á Íslandi árið 1096 voru lögð fyrstu drög að stofnun stofnanavæddrar forréttindastéttar á Íslandi, klerkastéttarinnar. Í fyllingu tímans sölsaði hún undir sig mikil ítök og rann að miklu leyti saman við veraldlegu höfðingjastéttina. Nú hefur grafið mjög undan þessum ítökum, þótt óneitanlega eigi kirkjan enn sterk vígi. Það er að þeim sótt af nútímalegu, frjálslyndu fólki og öðrum sem vilja búa við jafnrétti og neita að samþykkja forréttindi. Það er ósköp skiljanlegt að kirkjan upplifi þetta sem árás. Það er það auðvitað, þannig séð: árás á forréttindi.
En séð frá hinni hliðinni, eru forréttindin einmitt árás á alla hina. Trúfélag sem áskilur sjálfu sér forréttindi, heimtar dekurmeðferð og er áskrifandi að flóði af peningum úr ríkissjóði - það er með því að traðka á öllum hinum. Það getur verið erfitt að skilja það, þegar maður er alinn upp við dekur og eftirlæti, að sérmeðferðin sem maður nýtur sé ranglát. En hún er það samt.
Það er hægt að skilja tregðu klerkastéttarinnar til að láta forréttindi sín af hendi. Það er bara mannlegt. En það mun ekki stöðva þróunina. Úreltar þjóðfélagsstofnanir þurfa að víkja, svo einfalt er það. Og ef þær gera það ekki sjálfar verður þeim rutt burt á einn eða annan hátt.
Ef kirkjan þekkti sinn vitjunartíma mundi hún forða sér undan því að verða sett undir slitastjórn með því að taka sjálf frumkvæði að því að sundurlima sjálfa sig og sníða sér stakk eftir vexti. Hún mundi yfirgefa frontana sem hún getur ekki varið til lengdar, skræla af sér skvapið, og hlúa að því sem skiptir væntanlega mestu fyrir þá sem taka þátt í henni: að vera samfélag og vettvangur fyrir kristið fólk. Hún má alveg vera það. En hún má ekki lifa sníkjulífi í krafti forréttinda.
Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.
Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.
Benni - 05/05/16 00:44 #
Ég fletti upp a wikipedia nafninu þínu og fann út að þú ert ónytjungur, sem ég þarf að halda uppi með mínum skattgreiðslum, því lýt ég á þig sem forréttindahóp sem leggur ekkert til þjóðfélagsins. Þá vil ég frekar halda uppi prestum, þó þeir hafi nú valdið mér vonbrigðum með allri sinni eftirgjöf î siðferðismálum. Þeim er þó kannski vorkun í þvî að það er erfitt að ganga gegn spilltum lýð. Þegar menn eru farnir að kúka í glerkassa fyrir framan alþjóð og sagnfræðingar hafa sína visku frá stofnunum styrktum af elítunni (Rockefeller, Rothchild, Rhodes o.s fr.) þá er ekki von á góðu.