Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Þeirra eigin orð

Mynd af náttúru

Það versta sem við í Vantrú höfum gert ríkiskirkjunni er ekki að vera dónaleg þó því sé haldið á lofti þegar umræðan verður óþægileg fyrir kirkjuna. Þegar Vantrú bendir á skandala kirkjunnar bendir kirkjan á puttann. Það versta sem Vantrú gerir er að hlusta á og lesa það sem kirkjufólk hefur sagt og skrifað - og bendir svo öðrum á það „besta“.

Beittasta vopn Vantrúar gegn ríkiskirkjunni hefur frá upphafi verið málflutningur ríkiskirkjunnar sjálfrar, orð og gjörðir fulltrúa hennar. Leið ríkiskirkjunnar úr þeim vanda er ekki sú að benda sífellt á Vantrú heldur að talsmenn hennar fari í sjálfsskoðun og velti fyrir sér hvort það sé hugsanlegt að þau séu vandamálið, ekki Vantrú. Hvort hroki þeirra, stærilæti og forréttindablinda séu hugsanlega það sem í raun kemur þeim í klípu.

Einn hvatinn að stofnun Vantrúar voru glórulaus orð Karls Sigurbjörnssonar þáverandi biskups um trúleysingja og trúleysi og í kjölfarið fylgdu ummæli fjölmargra annarra ríkiskirkjupresta og stuðningsmanna kirkjunnar.

Vantrú hefur tekið saman „bestu“ ummæli kirkjufólks á hverju ári síðan 2005 og leyft lesendum að kjósa það allra besta, síðan 2008. Það kalla fræðimenn á vegum kirkjunnar „háðungarverðlaun“ þrátt fyrir að það eina sem við gerum sé að draga fram þeirra eigin orð. Ef háðung er fólgin í þeim er hún einungis þeirra sjálfra, ekki Vantrúar.

Við hvetjum ykkur til að kjósa um bestu ummæli síðasta árs ef þið hafið ekki gert það. Kosningu lýkur á miðnætti á morgun.

Matthías Ásgeirsson 09.09.2015
Flokkað undir: ( Leiðari )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?