Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hugsanleg kćra vegna sóknargjalda

Mynd af Ólöfu Nordal

Margir halda ţví ranglega fram ađ sóknargjöld séu félagsgjöld. Í byrjun árs ákvađ Ólöf Nordal innanríkisráđherra ađ fela Sig­urđi Ţórđar­syni, fyrr­ver­andi rík­is­end­ur­skođanda, ađ skođa sérstaklega eđli sóknargjalda. Skýrslan er tilbúin, en ráđuneytiđ neitar ađ birta hana. Í dag sendum viđ fyrirspurn til ráđherrans um eđli sóknargjalda.

Ef ríkiđ telur sóknargjöld vera félagsgjöld ţá er veriđ ađ brjóta á mannréttindum ţeirra sem standa utan trúfélaga međ ólöglegri skattlagningu. Viđ erum tilbúin međ kröfugerđ er varđar einmitt ţetta hugsanlega mannréttindabrot. Ef ríkiđ fellst ekki á kröfurnar ţá er nćsta skref ađ fylgja málinu eftir til dómstóla.

Fyrirspurnin til ráđherrans

Ágćti innanríkisráđherra

Erindi bréfs ţessa er ađ spyrja hvort sóknargjöld séu félagsgjöld eđa framlög.

Ţetta er sérlega brýn spurning ţví ef sóknargjöld eru félagsgjöld, ţá er íslenska ríkiđ ađ brjóta mannréttindi mín međ ţví ađ skattleggja mig sérstaklega fyrir ađ standa utan trú- og lífskođunarfélaga. Mannréttindanefnd Sameinuđu Ţjóđanna vakti sérstaka athygli á ţessu í tímabilsskýrslu sinni áriđ 2012.

Er spurningu ţessari beint til ţín ţar sem mannréttindi og kirkjumál heyra undir ţitt ráđuneyti. Auk ţess léstu í byrjun ársins vinna skýrslu ţar sem skođa átti sérstaklega eđli sóknargjalda. Sú skýrsla er tilbúin, en ráđuneyti ţitt neitar ađ birta hana. Engu ađ síđur liggur skýrslan fyrir og ţví ćtti ađ vera hćgt ađ svara ţví hvort sóknargjöld séu félagsgjöld eđa framlög úr ríkissjóđi.

Ég hef veriđ ađ undirbúa kröfugerđ um endurgreiđslu á ţessum tekjuskatti sem ríkiđ hefur ranglega innheimt, sem leitt hefur til ţess ađ ég hef ofgreitt tekjuskatt. Sú kröfugerđ byggist á ţví ađ um félagsgjöld sé ađ rćđa. Af ţeim sökum vćri ćskilegt ađ fá svar viđ ţessari spurningu til ţess ađ hćgt sé ađ ganga úr skugga um hvort tilefni sé til ađ beina ţessum kröfum ađ ríkinu eđa ekki.

Virđingarfyllst,
Sindri Guđjónsson

Ritstjórn 26.08.2015
Flokkađ undir: ( Stjórnmál og trú , Sóknargjöld )

Viđbrögđ


Arnar - 26/08/15 16:24 #

Ef ríkiđ neitar ađ gefa upp ţessar upplýsingar hvađ er hćgt ađ gera ţá? Er hćgt ađ kćra ţá ríkiđ til mannréttindastofnunar sameinuđuţjóđanna til ađ opinbera skýrsluna?


Hjalti Rúnar (međlimur í Vantrú) - 26/08/15 18:28 #

Ég held alveg örugglega ekki. En í versta falli munum viđ sjá hana eftir 8 ár.

En ég held ađ viđ getum fengiđ svör frá ráđherranum um eđli sóknargjalda án ţess ađ sjá ţessa skýrslu.


Svanur Sig - 22/09/15 23:56 #

Upphaflega hlýtur hugsunin ađ hafa veriđ sú ađ sóknargjald vćri eins konar félagsgjald sem rikiđ hefđi milligöngu um. Heimtur Ţk á félagsgjöldum voru afleitar ţannig ađ hún bađ ríkiđ um hjálp. Búiđ er ţá til kerfi sem er í raun útgjaldakerfi á hvern haus 16 ára og eldri í trúfélögunum hvort sem viđkomandi borgar tekjuskatt eđa ekki. Ţetta getur ţá ekki í raun talist sem skattur nema ađ mađur telji allt sem útgjöld eru sett í sem skatt eins og ţá t.d. heilbrigđisskatt (ţađ sem sett er í heilbrigđiskerfiđ) o.s.frv. Útgjöld eru ţau vissulega. Ţađ verđur ţó fróđlegt ađ sjá ţessa skýrslu.

Sýniđ viđbrögđ, en vinsamlegast sleppiđ öllum ćrumeiđingum. Einnig krefjumst viđ ţess ađ fólk noti gild tölvupóstföng, líka ţegar notast er viđ dulnefni. Ef ţađ sem ţiđ ćtliđ ađ segja tengist ekki ţessari grein beint ţá bendum viđ á spjallborđiđ. Ţeir sem ekki fylgja ţessum reglum eiga á hćttu ađ athugasemdir ţeirra verđi fćrđar á spjallborđiđ.

Hćgt er ađ nota HTML kóđa í ummćlum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hćgt ađ notast viđ Markdown rithátt í athugasemdum. Notiđ skođa takkann til ađ fara yfir athugasemdina áđur en ţiđ sendiđ hana inn.


Muna ţig?