Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Varúð: Gídeon á ferð!

Mynd af Gideon-merkinu

Nú fer að hausta og grunnskólarnir fyllast á ný af nemendum. En það eru fleiri en börnin sem hugsa sér nú til hreyfings. Trúboðarnir í Gídeonfélaginu eru líklega á fullu þessa stundina að undirbúa sig undir að ávinna börn fyrir Drottinn Jesú Krist. Þessu markmiði sínu reyna félagsmenn að ná með því að dreifa Nýja-testamentinu. Ef einhverjir eru ekki kunnugir aðferðum Gídeon þá mæta þeir yfirleitt inn í bekki til barnanna og fá að afhenda bókina með handabandi, og vilja helst ljúka sér af með bænahaldi.

Í Reykjavík eru í gildi reglur um samskipti skólastofnana við lífskoðunar- og trúfélög. Reglurnar byggja á þeirri grunnforsendu að skólar séu menntastofnanir og að þar fari fram fræðsla, ekki trúboð. Þær eru í raun mjög skýrar. Trúboð er bannað í skólum borgarinnar. Tekið er sérstaklega fram að dreifing á boðandi efni sé óleyfileg.

En Gídeonfélagið lætur ekki slík smáatriði stöðva sig. Þvert á móti gerði félagið ítrekaðar tilraunir til þess að brjóta þessar reglur veturinn 2014. Ekki geta þeir borið vanþekkingu fyrir sig því þeir börðust hatrammlega gegn reglunum á sínum tíma. Þeir svífast einfaldlega einskins í trúboði sínu.

Vantrú hefur heimildir fyrir því að borgin muni nú í haust senda öllum skólastjórnendum bréf til að árétta reglur sínar og að ítrekun verði einnig send Gídeonfélaginu. Það er hinsvegar allt eins líklegt að félagið skelli skollaeyrum við slíkum sendingum og muni áfram að reyna að brjóta reglur borgarinnar. Þess vegna er mikilvægt að foreldrar fylgist með og styðji skólayfirvöld gegn yfirgangi Gídeonfélagsins.

Ritstjórn 20.08.2015
Flokkað undir: ( Gídeon , Siðferði og trú , Skólinn )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?