Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

„Fokk Gvuð“

Mynd af guðlasti

Fimmtudaginn 2. júli árið 2015 samþykkti Alþingi að fella loks úr gildi 125. grein almennra hegningarlaga, hið svokallaða guðlastsákvæði;

Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 3 mánuðum]. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.

Píratar lögðu fram frumvarp um að afnema lögin i janúar. Umræða og atkvæðagreiðsla um málið var afar jákvæð og fulltrúar úr öllum flokkum studdu málið. Hvatinn að frumvarpinu voru fjöldamorð á starfsmönnum skoptímarítsins Charlie Hebdo í París í Frakklandi sem framin voru undir því yfirskini að fórnarlömbin höfðu guðlastað ákveðnar trúarkenningar.

Mörgum finnst þetta sennilega engu máli skipta fyrir aðra er þetta tilfinningamál. Fyrir lýðræðið og tjáningar- , skoðana- og hugsanafrelsið er þetta gríðarlega mikilvægt mál. Ríki og kirkja hafa notað þessi lög til að afvegaleiða fjölmiðla og skaða persónur og fyrirtæki vegna þess að breytingar henta ekki hagsmunum kirkjunnar.

Um leið og þessum áfanga er fagnað minnum við á að fleira þarf að gera. Það þarf að skera á tengsl ríkis og kirkju með afgerandi hætti. Núverandi samband er óeðlilegt og óréttlátt. Byrja mætti á að afnema helgidagalöggjöfina, ríkið á ekki að vernda helgidaga eins trúfélags fram yfir aðra daga og það er fáránlegt að setja skorður á hegðun almennings út frá tilteknum dögum sem einhverju trúfólki þykja merkilegar. Frídagar og réttindi vinnandi fólks þurfa ekkert að breytast, slíkt fellur undir kjarasamninga.

Hver verður helsta breytingin nú þegar guðlastlög falla út? Sennilega breytist ekki neitt. Jafnvel má gera ráð fyrir að guðlast minnki frekar en aukist því ef eitthvað hefur hvatt fólk til að guðlasta á Íslandi síðustu ár eru það þessi ólög sem nú heyra sögunni til.

Til hamingju Ísland og til hamingju Píratar. Vel gert. Meira svona takk.

Ritstjórn 05.07.2015
Flokkað undir: ( Guðlast , Stjórnmál og trú )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?