Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Jesús og Jósefína

Skjáskot af inngangi þáttarins sem um ræðir

Í þrjúþúsundasta skiptið er verið að sýna jóladagatalið Jesús og Jósefína. Í gegnum tíðina hafa margir bent á að boðskapurinn í þáttunum sé töluvert vafasamur þegar kemur að trúleysi. Nú eru þessi þættir svo óbærilega leiðinlegir að fæstir foreldrar afbera að horfa á þetta með börnum sínum þannig að við höfum klippt til atriði úr einum þætti til að sýna hvernig fjallað er um hugmyndina um heim án guðstrúar.

Næstu þættir á eftir fjalla væntanlega um það að Jósefína á að fara í tímaferðalag og sannfæra hinn tólf ára Jesús um að það eina rétta sé að hann láti krossfesta sig. Hvort það verður útskýrt hvers vegna guð þarf að krossfesta sig til að friðþægja sjálfan sig vitum við ekki því við höfum ekki horft á þættina til enda.

Við vitum að peningar eru af skornum skammti hjá RÚV og erfitt að framleiða eða kaupa gæðaefni en það gengur ekki að "sjónvarp allra landsmanna" sýni barnaefni sem er grímulaus áróður gegn trúleysi.

Ritstjórn 19.12.2014
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Reynir Aron Magnússon - 19/12/14 16:43 #

Ég skil ekki hvernig RÚV getur leyft sér að sýna jóladagatal sem inniheldur þennan viðbjóðslega áróður? Hvaða boðskap fá börn eiginlega frá þessu? Ég hafði enga hugmynd um að jóladagatalið væri svona áróðurskennt.


Halldór L. - 19/12/14 19:15 #

Fyndið.

Þessi hliðstæða vídd minnti mig eitthvað á miðalda Evrópu, og iðnvæðingu án upplýsingar.


frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 19/12/14 22:37 #

Ástandið í þættinum líktist myrkrum miðöldum þegar kristni réð öllu í Evrópu.


Halldór Carlsson - 22/12/14 11:36 #

trúleysi er ávísun á númeraðar vélmennahjarðir og vondan kommúnisma, hélt að þetta væri alvitað


Arndís Birna Jóhannesdóttir - 22/12/14 16:09 #

Áróður ykkur trúleystingja á sér engin takmörk þið vaðiði um allt á skítugum skónum. Sendi manni bréf þegar barnið manns er á fermigaraldir og bjóðið upp á borgarlega athöfn sem á ekkert skylt við fermingu ég sé ykkur fyrir mér ef kirkjur landsins myndu senda ykkur svona óhróður. Ef ykkur finnst jóladagatalið svona mikill hryllingur fyrir börnin ykkar þá bara leyfið þeim að hofa á eitthvað anna og látið okkur hin í friði.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 22/12/14 16:42 #

Er þér alvara, Arndís?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 22/12/14 16:43 #

ég sé ykkur fyrir mér ef kirkjur landsins myndu senda ykkur svona óhróður

Reyndar fæ ég reglulega bæklinga frá Seljakirkju inn um lúguna. Hef aldrei kippt mér upp við það

Já og kirkjulegar fermingar eru líka auglýstar ef það hefur farið framhjá þér.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 22/12/14 16:52 #

Sæl Arndís

Mér þykir leiðinlegt að þessi grein hafi farið svona öfugt ofan í þig. Ég hafði vonað að það væri eitthvað sem við gætum öll verið sammála um að þetta sé ekki boðlegt barnaefni. En fólk virðist geta haft mismunandi skoðanir á því eins og öðru. En ef þú sérð ekki það sama og ég útúr þessu þá hefur líklega ekki mikið upp á sig að ræða það efnislega. En þar sem þú nefnir markpóst sem að sendur hefur verið til barna átt þá líklega við kynningarbækling um borgaralega fermingu sem Siðmennt (ekki Vantrú nota bene) hefur sent börnum á fermingaraldri þá er ég alveg sammála því að það getur talist á gráu svæði og svo virðist sem að umboðsmaður barna og persónuvernd séu á sama máli. Sjá t.d. http://barn.is/spurt-er-/ma-senda-markpost-til-barna/ og http://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2012/greinar/nr/1477

Það þarf hinsvegar ekkert að ímynda sér hver viðbrögðin væru ef að ríkiskirkjan myndi senda álíka póst. Því það hefur hún gert lengi án athugasemda frá okkur. Sjá t.d.: http://kirkjan.is/gardasokn/2005/09/bref-til-foreldra-barna-i-8-bekk-gardaskola/ og http://www.glerarkirkja.is/is/kirkjan/news/kynningarfundir-vegna-fermingarfraedslu-i-vetur/ Það væri því óskandi að öll trúar og lífskoðunarfélög, sem og önnur félagasamtök og fyrirtæki myndu sleppa því að senda póst beint á börn en myndu frekar senda hann á foreldra sem gætu þá ákveðið hvað af þeim pósti þeim þætti viðeigandi að barnið fengi sjálf.

Í því samhengi er áhugavert að bera þetta saman við t.d. þessa þætti. Því nema að foreldrar hafi kynnt sér þá fyrirfram þá hafa þeir engar forsendur til að láta börnin bara horfa á eitthvað annað.

Annað sem því kemur við er svo sú staðreynd að jafnvel þó að foreldri væri búið að kynna sér þessa þætti og þeirra boðskap og tæki þá ákvörðun að þeirra börn myndu ekki horfa á þá. Þá er þetta foreldri engu að síður að borga fyrir innkaup og útsendingu á þessu efni gegnum skattana sína. Er virkilega boðlegt að við séum öll látinn borga fyrir boðun á skoðunum sem, ég svo sannarlega vona, að aðeins lítill minnihluti þjóðarinnar aðhyllist.

Og það er alveg burtséð frá þeirri spurningu hvort það sé yfirleitt boðlegt að ríkisstofnanir séu að taka þátt í boðun á trúarbrögðum eða lífskoðunum.

Annars vona ég bara að þú eigir góðar stundir og gleðileg jól.

Kv: Haukur Ísleifsson


Sara - 22/12/14 18:04 #

ég er nú alls ekki trúlaus en les vefinn ykkar og er sammála mörgu. Dóttir mín 8 ára fór að tala um hversu hræðilegt væri að vera trúlaus og það fólk byggi ekki yfir kærleika ég var svo hissa og fór að spyrja hana hvaðan hún hefði það því það væri nú algert rugl! þá túlkaði hún það svona eftir að hafa horft á þessa vitleysu. Því þurfti ég að kenna henni að trúleysi væri EKKI synd og trúlaust fólk hið besta skinn.


jón briem - 26/12/14 00:36 #

þessi samtö eru mannsemmandi.


Hafsteinn - 31/12/14 17:22 #

Nú er ég víst argasti trúleysingi, en hingað til hef ég ekki orðið varið við það að tapa kærleikanum mínum og hef reyndar þá skoðun að allir eigi að vera jafnir og frelsi ríkji í heiminum. Ég er greinilega að gera eitthvað vitlaust..

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.