Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hugsanleg fráleit hćkkun sóknargjalda

Mynd af frétt um fjármál kirkjunnar

Í síđustu viku var sagt frá ţví ađ nefnd á vegum innanríkisráđuneytisins sem átti ađ skođa sóknargjaldafyrirkomulagiđ, hafi komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ hćkka eigi framlög í formi sóknargjalda um litlar 663 milljónir á ţriggja ára tímabili. Sú niđurstađa kemur ekki beint á óvart ţegar helmingur nefndarmanna var skipađur af ríkiskirkjunni og einn í viđbót međ sterk tengsl viđ kirkjuna. Ţađ er margt fleira undarlegt í skýrslu nefndarinnar.

Ađrar ríkisstofnanir?

Til ađ byrja međ er niđurskurđur kirkjunnar ítrekađ borinn saman viđ niđurskurđ á framlögum til stofnana innanríkisráđuneytisins. Ţjóđkirkjan er borin saman viđ "ađrar stofnanir sem undir innanríkisráđuneytiđ heyra" (bls 3 og 4) og “ađra ríkisađila" (bls 20).

Af hverju er veriđ ađ bera hina meintu sjálfstćđu Ţjóđkirkju saman viđ ríkisstofnanir? Ţjóđkirkjan er vissulega ríkisstofnun, en hingađ til hafa starfsmenn ríkiskirkjunnar harđneitađ ţví ađ svo sé. Eflaust eru ţeir sáttir viđ ađ viđurkenna ađ Ţjóđkirkjan sé ríkisstofnun í ţessu tilviki af ţví ađ ţá geta ţeir reynt ađ fá meiri peninga úr ríkissjóđi.

“Heppilegt” ártal

Ártaliđ sem nefndin miđar viđ sem einhvers konar núll-punkt sóknargjalda, áriđ 2008, er líka vćgast sagt heppilegt fyrir ríkiskirkjuna. Eins og sést á ţessu línuriti sem sýnir raungildi sóknargjalda (og byggir á tölum frá fjármálaráđuneytinu), voru sóknargjöldin áriđ 2008 međ ţví hćsta sem gerđist. Ţađ eru undarleg vinnubrögđ hjá nefndinni ađ velja ţennan viđmiđunarpunkt.

Súlurit sem sýnir ţróun sóknargjalda

Á ţessu tímabili hefur svo skjólstćđingum kirkjunnar fćkkađ, en ţađ sama gildir ekki endilega um ađrar stofnanir ráđuneytisins.

Sóknargjöld ekki félagsgjöld

Í skýrslunni er sú rangfćrsla margendurtekin ađ sóknargjöld séu félagsgjöld, en ţađ er bull og vitleysa.

Ef sóknargjöld vćru í alvöru félagsgjöld vćri auđvitađ stórundarlegt ađ ţeir sem eru ekki í trúfélagi eđa lífsskođunarfélagi ţyrftu samt ađ borga ţau. Mannréttindanefnd Sameinuđu ţjóđanna hefur einmitt skammađ Ísland fyrir ţetta og ćtla mćtti ađ innanríkisráđuneytiđ, sem sér um mannréttindamálaflokkinn, myndi vita af ţví og legđi til ađ fariđ vćri eftir ţessum ábendingum.

Er ekki komiđ nóg?

Ríkiskirkjan á ekki rétt á neinni ákveđinni upphćđ frá ríkinu og ţess vegna ţarf ekkert ađ "leiđrétta” neitt.

Ţađ er hreint ótrúlegt ađ ţađ skuli vera lagt til í fullri alvöru nú á tímum ađ auka útgjöld ríkisins til trúfélaga ţegar ríkiđ hefur ekki mikiđ á milli handanna.

Ef ríkiskirkjan ţarf meiri pening er til einföld lausn. Hún getur fylgt í fótspor flestra frjálsra félagasamtaka og innheimt félagsgjöld af međlimum sínum.

Ritstjórn 04.09.2014
Flokkađ undir: ( Stjórnmál og trú , Sóknargjöld )

Viđbrögđ


Magnus S. Magnusson - 04/09/14 15:40 #

Ţađ löngu kominn tími á ađ skođa starfsemi ríkis kirkjunnar vandlega. Sú spilling sem hér kemur fram er ađeins efsti toppur á starfsemi sem byggir á makalausum hindurvitna og forheimskunar kerfum kolsvartrar fornaldar. Ađ slík starfsemi sem í raun er hrikalegasta dćmi um andlegt barnaníđ sem m getur sé á nokkurn hátt tengd viđ uppeldi og siđferđi frekar en grófa glćpastarfsemi er međ ólíkindum og óţolandi fyrir upplýst og heiđarlegt fólk ađ horfa upp á. Ađ starfsemi sem ríkisvaldiđ ćtti ađ vara viđ og hemja sé beinlínis studd af ríkisvaldinu er hreinlega nćr ómögulegt ađ trúa, en ekki dugir á Íslandi 2014 ađ klípa sig i handlegginn. Ţetta er en íslenskur raunverleiki.


Ţorsteinn - 24/10/14 00:20 #

Hver var upphćđ sóknargjaldsins 1986 og hvađ er ţađ framreiknađ til dagsins í dag ?


Hjalti Rúnar (međlimur í Vantrú) - 24/10/14 00:48 #

Ţorsteinn, ég er ekki međ tölurnar fyrir 1986, en á blađsíđu 2 í ţessu svari fjármálaráđherra er tafla međ tölur allt aftur ađ 1988. (sem súluritiđ í ţessari grein byggir á)

Áriđ 1988 var upphćđin 2.510 kr á mann á ári og í dag vćru ţađ 10.252 kr.


Ţorsteinn - 24/10/14 13:56 #

Samkvćmt vísitölu neysluverđs til verđtryggingar fyrir 1.11.2014 vćru ţađ ţá kr. 13.117 sem sóknargjaldiđ ćtti ađ vera samkvćmt lögunum miđađ viđ ađ halda í viđ verđlag eins og lögin kveđa á um.


Hjalti Rúnar (međlimur í Vantrú) - 24/10/14 16:17 #

Ţorsteinn, nú er víst talađ um međaltekjuskattstofn ţarna (nú er ég ekki góđur í hagfrćđi, en ţađ breytist vćntanlega ekki eins og vísitala neysluverđs), í svarinu sem ég benti á sérđu hvernig sóknargjöldin ćttu ađ vera núna ef ađferđin í 2. grein vćri beitt (12.804 kr).

En samkvćmt lögunum eins og ţau eru núna er sú upphćđ auđvitađ ekki rétt ;)


Ţorsteinn - 27/10/14 09:19 #

Já lögin voru upphaflega samin međ öđrum forsendum - um sóknargjald sem hafđi veriđ innheimt sjálfstćtt ogvíđa af sýslumönnum og gjaldheimtunni í Reykjavík međ samningum um innheimtuna og fengu sýslumenn og gjaldheimtan innheimtuţóknun. Um ţetta varđ samkomulag, sem ríkiđ kallađi eftir vegna breytinga á skattkerfinu yfir í stađgreiđslu. Međ lögunum var ákveđiđ ađ bćta sóknargjaldaupphćđinni eins og hún var á hvern einstakling inn í tekjuskattsinnheimtuna mog skyldi samkvćmt samkomulaginu í nefndinni sem ráđherrann setti upp, sóknargjaldiđ uppfćrast međ verđlagi á hverju ári og fjársýsla ríkisins sá uym ţá útreikninga á hverju ári. Ţetta sóknargjald var ekki framlag ríkisins heldur innheimt af hverju sóknarbarni 16 ára og eldra. Ţví er ekki hćgt ađ segja ađ ţađ sé löglegt af ríkinu ađ ganga á bak ţess samnings ţó ţađ sé međ lögum. Ekki var kallađ eftir samningafundum međ trúfélögum eđa lífsskođunarfélögum viđ ţetta til ađ leita eftir samkomulagi um breytingu á sóknargjöldum sem eru eign ţeirra.


Hjalti Rúnar (međlimur í Vantrú) - 27/10/14 09:26 #

Ţetta sóknargjald var ekki framlag ríkisins heldur innheimt af hverju sóknarbarni 16 ára og eldra.

Ef ţú ert ađ tala um kerfiđ eins og ţađ er núna, ţá er ţetta ekki rétt hjá ţér. Sóknargjald er ekki innheimt af neinum. Sóknargjald er nafn á framlagi ríkisins.

Ţví er ekki hćgt ađ segja ađ ţađ sé löglegt af ríkinu ađ ganga á bak ţess samnings ţó ţađ sé međ lögum.

Ţađ er ekki til neinn samningur um sóknargjöld.

Ekki var kallađ eftir samningafundum međ trúfélögum eđa lífsskođunarfélögum viđ ţetta til ađ leita eftir samkomulagi um breytingu á sóknargjöldum sem eru eign ţeirra.

Sóknargjöld sem búiđ er ađ láta trúfélög fá eru vissulega eign ţeirra, en trúfélög eiga engan rétt á neinni sérstakri upphćđ sóknargjalda. Ef Alţingi myndi ákveđa ađ sóknargjöldin fyrir 2015 yrđu 1 kr. á mánuđi fyrir hvern međlim, ţá gćti Alţingi ţađ.


Ţorsteinn - 28/10/14 00:30 #

Kannt ţú ekki ađ lesa Hjalti ? Ţetta er einhver mesti útúrsnúningur sem ég hef séđ lengi á stađreyndum ! Lestu lögin um sóknargjöld, umrćđuna sem og greinargerđina. Ţá er ekki séns, nema ţú sért ólćs og međ lesblindu, ađ setja svona fram eins og ţú gerir.


Hjalti Rúnar (međlimur í Vantrú) - 28/10/14 01:45 #

Ţorsteinn, ég er greinilega jafn ólćs og starfsmenn fjármálaráđuneytisins ;)

Ég hef lesiđ ţetta allt sem ţú vísar á, hefurđu eitthvađ efnislegt sem hrekur ţađ sem ég sagđi?


Ţorsteinn - 03/11/14 22:25 #

Hjalti Rúnar.

Ég sé ađ stjórnarráđiđ er mér sammála - ţrátt fyrir orđ ţín á annan veg :

„Í skrif­legu svari inn­an­rík­is­ráđuneyt­is­ins er vísađ í ný­leg­ar skýrsl­ur á veg­um ráđuneyt­is­ins ţar sem fjallađ er um sókn­ar­gjöld sem fé­lags­gjöld og ađ „eng­in sér­stök and­mćli hafa veriđ viđ ţví“

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/11/03/telur_soknargjold_vera_felagsgjold/


Hjalti Rúnar (međlimur í Vantrú) - 04/11/14 16:33 #

Ţorsteinn, ég veit ađ starfsmenn fjármálaráđuneytisins telja ţetta ekki vera félagsgjöld.

Hér kemur spurning: Ef ríkiđ myndi á morgun taka ţá ákvörđun ađ gefa Vantrú 10.000 krónur á ári fyrir hvern félagsmann Vantrúar, vćru ţađ ţá félagsgjöld? Ţví ađ nákćmlega ţannig eru sóknargjöld.


Ţorsteinn - 05/11/14 05:17 #

Fjármálaráđuneytinu var send skrifleg fyrirspurn af morgunblađinu um

„hvort ţađ liti á sókn­ar­gjöld sem fé­lags­gjöld eđa ekki“

Ţú, Hjalti Rúnar, segir ađ ţeir séu međ skilning á, hvađ sóknargjald sé. Skriflegt svar fjármálaráđuneytisins var ţó á annan veg en ţú hefur fullyrt :

„ Í skrif­legu svari frá ráđuneyt­inu kom fram ađ ţađ tćki ekki af­stöđu til ţess og vísađi ţess í stađ á inn­an­rík­is­ráđuneytiđ.“

Svar innanríkisráđuneytisins er skírt um ţetta efni eins og menn hafa ţekkt um verulega langan tíma, enda er sóknargjaldiđ elsta félagsgjald í ţessu landi.

10.000 kr til vantrúar eins og ţú nefnir er ódýr smjörklípa af ţinni hálfu og hreinrćktađur útúrsnúningur. Ţađ veistu sem hugsandi einstaklingur međ vit í kollinum. Ekki bjóđa uoo á sandkassaleik í ţessu. Ţađ hlýtur ađ vera fyrir neđan virđingu ţína.


Matti (međlimur í Vantrú) - 05/11/14 09:30 #

Ţorsteinn, sóknargjöld eru ekki félagsgjöld. Ţau eiga nćstum ekkert sameiginlegt međ félagsgjöldum. Ţú ert sá eini sem rótar í sandkassanum hér.


Hjalti Rúnar (međlimur í Vantrú) - 05/11/14 09:46 #

Ţorsteinn, ég byggi fullyrđingu mína á ummćlum kirkjuţingsmanna um ţađ ađ ţeir vćru alltaf ađ deila viđ fjármálaráđuneytiđ um ţetta.

...enda er sóknargjaldiđ elsta félagsgjald í ţessu landi.

Sóknargjöld eru ekki félagsgjöld af ţví ađ ţetta er ekki innheimt af fólki. Sóknargjöld eru bara til sem útgjöld ríkisins.

10.000 kr til vantrúar eins og ţú nefnir er ódýr smjörklípa af ţinni hálfu og hreinrćktađur útúrsnúningur.

Ţetta er ekki útúrsnúningur, af ţví ađ lýsingin sem ég gaf (Vantrú fćr X upphćđ frá ríkinu fyrir hvern međlim) er nákvćmlega eins og núverandi fyrirkomulag sóknargjalda.

Vćru ţađ félagsgjöld ef ríkiđ gćfi okkur í Vantrú 10.000 krónur á ári fyrir hvern skráđan međlim?


EgillO (međlimur í Vantrú) - 11/11/14 05:07 #

Ţetta er í raun vođalega einfalt. Ţorsteinn talar um lög um sóknargjöld. Í fyrstu grein ţeirra, og reyndar fyrstu setningu, er talađ um hlutdeild í tekjuskatti. Ţađ eru engin félagsgjöld rukkuđ í gegnum tekjuskatt á Íslandi.

Fjármálaráđuneytiđ sjálft hefur ţetta ađ segja um sóknargjöld:

[E]ngin sérgreind sóknargjöld eru innheimt af ríkinu, hvorki af ţeim sem greiđa tekjuskatt né ţeim sem eru undir skattleysismörkum, heldur eru framlög vegna sóknargjalda greidd úr ríkissjóđi af almennu skattfé og öđrum tekjum ríkisins óháđ innheimtu tekjuskatts. Ţetta kemur m.a. fram í ţví ađ framlögin eru greidd úr ríkissjóđi ţrátt fyrir ađ um ţriđjungur framteljenda greiđi engan tekjuskatt til ríkisins.

Ţetta kemur fram hér: http://www.althingi.is/altext/143/s/0793.html

Hér hafa menn ruglađ saman fjármálaráđuneyti og innanríkisráđuneyti, sem er í dag auđvitađ gamla kirkjumálaráđuneytiđ. Ţađ er í raun alveg sama hvađa túlkun menn hafa ţar. Fjármálaráđuneytiđ hefur yfirsýn yfir hvađ fer út úr ríkissjóđi og hvađ er innheimt sérstaklega. Og ríkiskirkjusinninn Bjarni Ben gaf skýrt svar.

Ţađ er ennfremur ekki til neinn samningur um sóknargjöld.

Sýniđ viđbrögđ, en vinsamlegast sleppiđ öllum ćrumeiđingum. Einnig krefjumst viđ ţess ađ fólk noti gild tölvupóstföng, líka ţegar notast er viđ dulnefni. Ef ţađ sem ţiđ ćtliđ ađ segja tengist ekki ţessari grein beint ţá bendum viđ á spjallborđiđ. Ţeir sem ekki fylgja ţessum reglum eiga á hćttu ađ athugasemdir ţeirra verđi fćrđar á spjallborđiđ.

Hćgt er ađ nota HTML kóđa í ummćlum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hćgt ađ notast viđ Markdown rithátt í athugasemdum. Notiđ skođa takkann til ađ fara yfir athugasemdina áđur en ţiđ sendiđ hana inn.


Muna ţig?